Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1986, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1986, Síða 9
var og engum hafði hugnast að nefna frá því stríðinu lauk. Þannig þokaðist þýsk list frá alþjóðlegum farvegi til þjóðlegs og átti sama þróun sér stað í þýskri kvikmynda- gerð. Um leið völdu myndlistarmenn hefðbundna miðla í stað tilraunakenndra og nýlistirnar þróuðust yfir í það sem kallað hefur verið nýja málverkið. Þessar breyting- ar áttu sér mestmegnis stað á öndverðum 8. áratugnum þótt þær yrðu ekki lýðum ljós- ar fyrr en undir lok hans. um 1980 og síðan vilja helzt allir myndlistar- menn vera málarar. Pétur Halldórsson er einn þeirra, sem vinnur í anda þessarar stefnu og þá er næstum sjálfgefið, að vinnubrögin eru ex- Kssjónísk og allt frekar á grófu nótunum. læt hinsvegar gagnrýnendunum eftir að komast að niðurstöðu um listrænt ágæti þessara verka. Það eij athyglisvert, að Pétur Halldórsson sækir sér myndefni í þann hugmyndaheim miðalda, sem Einar Pálsson hefiir verið að vekja athygli á. Samkvæmt þeim hugmynd- um hafa ótrúlegustu hlutir verið kerfis- bundnir og Pétur á það sumsé sameiginlegt með fræði- og vísindamönnum við Háskóla íslands, að hafa hrifist af ábendingum Ein- ars. Hitt er svo annað mál, að teiknarinn 2. Mörgum er afar illa við nafngiftina nýja málverkið. Það stafar af rangri skilgrein- ingu og ruglandi sem þvi fylgir. Hér á landi leggja margir að jöfriu hugtökin ný- expressionisma og nýja málverkið. Hefur þetta leitt til þess að ljölmargir listamenn vilja sveija af sér öll tengsl við síðamefnda heitið. Því miður er orðið of seint að breyta nafiigiftinni, enda hefur hún aldrei þýtt hið Pétur Halldórsson skilur mætavel, hvenær það á við að myndskreyta eða lýsa og hve- nær ekki. Það gerir hann til dæmis alls ekki í þessu tilviki og sýningargestir munu varla koma auga á neitt samband milli verka Péturs og kenninga Einars. Eins og sést af myndinni, sem hér er birt, eru þessi verk Péturs svo mjög á mörkum hins afstrakta, eða þá alveg afstrakt, að þessi tengsl eru afar lítið sýnileg. Ég byggi þessa vissu að- eins á því, sem málarinn sagði sjálfur, en kenningar Einars eru eftirlætis lesning hans. Þetta sýnir, að víða er hægt að leita fanga og koma því í myndrænan búning án þess að augljóst sé, hver hugmyndin er í raun og veru. G.S. sama og fyrmefnda hugtakið. Ný-expressi- onismi er einungis lítill hluti af því mengi sem neftit hefur verið nýja málverkið. Það verða menn að skilja þegar þeir leiða hugann að Sigmar Polke og verkum hans. Polke er einn af helstu fmmkvöðlum nýja málverksins, en því fer fjarri að hann sé expressionisti. Raunar má segja að afstaða hans sé í fullkominni andstöðu við þær hug- myndir sem ríkja í Berlín, enda er Polke sprottinn úr allt öðm umhverfi. Hann fæddist í Oels í Suður-Slesíu, 13. febrúar, árið 1941. Árið 1953, þegar hann var 12 ára gamall, fluttist hann með fjöl- skyldu sinni til Willich nálægt Mönchenglad- bach í Nord-Rhein Westphalen. Þar sem faðir hans var arkitekt og eldri bróðir mynd- höggvari þurfti Polke ekki að leita myndlist- ina uppi. Segja má að hann hafi fengið áhugann í vöggugjöf. Eflaust hefur flutningur fjölskyldunnar frá Austur- til Vestur-Þýskalands haft af- gerandi áhrif á hinn verðandi myndlistar- mann. Sú hagsæld sem þá var að hefjast í hvaðeina sem fannst í almennum lyfjaversl- unum. Þannig notaði hann ásamt lökkunum ýmsar sýmr, spritt, leysivökva og olíur. Vopnaður slíkum efnum réðist hann á verk sín og dró fram litasamspil sem hvergi er að finna í hefðbundnu málverki. Sum verka hans hafa haldið áfram að taka hamskiptum eftir að listamaðurinn lauk við þau. 4. Hér er einmitt kominn kjarninn í afstöðu Polkes: Listaverkið verður aldrei endanlegt, því tíminn tekur til við að heija á það um leið og það lítur dagsins ljós. Það uppgötv- aði hann sem ungur maður jþegar hann sá illa leikna mynd eftir spænska málarann Goya á listasafni í borginni Lille. Myndin varð honum hvöt til tilrauna með lökk og annan forgengilegan efnivið. Hann hefur bent á hina þekktu Ávaxtakörfu ítalska barokkmálarans Caravaggios, máli sínu til stuðnings. Myndin er meðal eftirlætisverka Polkes og heimsækir hann Brera-safnið í Sambandslýðveldinu og lýsti sér í aukinni neyslu og Qölbreyttara vöruvali, varð fljót- lega meginuppspretta mynda hans. Árið 1963 kvaddi hann sér hljóðs í húsgagna- verslun einni í Dusseldorf, ásamt félögum síhum af listaháskóla borgarinnar. Flutti hann þar ávarp sem samið var af hópnum undir heitinu „kapítalískt raunsæi". 3. Með Polke voru nokkrir listamenn sem síðar hafa orðið þekktir fulltrúar þýskrar myndlistar. Má þar nefna þá Gerhard Rich- ter og Konrad Fischer-Lueg. Hið kapítalíska raunsæi fólst í eins konar könnun á neðan- málsmenningu hins þýska neyslusamfélags, afurðum þess og úrgangi. Polke brást við umhverfinu með því að kanna ýmsa óvenju- lega miðla til myndgerðar, s.s. lakkmálningu og veggfóður. Frá 7. áratugnum eru einna þekktastar rastamyndir hans. Þær voru málaðar eftir dagblaðamyndum sem stækk- aðar höfðu verið í myndvarpa. Hinn hlutlausi en jafnframt hlutlægi svipur verkanna kom mönnum í opna skjöldu. Þeir voru ekki van- ir svo kaldranalegri og ópersónulegri list. Samt vöktu málverk hans af einföldum, daglegum hlutum, t.d. ískexi, pylsum og sokkum, enn meiri hneykslan áhorfenda. En þá fyrst kastaði tólfrinum þegar hann fór að mála á veggfóður og rósmynstraða dúka ýmis minni úr almennri neðanmálslist. Hér voru á ferð áhrif frá dada-listinni, eink- um verkum Francis Picabia, en hann var lengi leiðarljós Polkes. Væmnar rómans- myndir og fáránlegar teiknimyndasögur litu dagsins ljós innan um tilvitnanir í æðri list. Polke fór ekki í grafgötur með afstöðu sína. Hann vildi þurrka burt skilin milli svonefndr- ar há- og lágmenningar. Jafnframt því sem hann viðaði að sér myndefni úr öllum áttum, alvöruþrungnu sem og fáránlegu, gerði hann tilraunir með Mflanó tíðum til að fylgjast með þróun henn- ar. Hann bendir á það að ellimörkin sem sjá megi á laufblaðinu sem teygir sig út yfir barma körfunnar sé með hjálp tímans orðið miklu raunsærra en það var þegar Caravaggio málaði myndina fyrir tæpum fjögur hundruð árum. Hann er þ.a.l. ánægður með ellimörkin sem finna má í verkum hans sjálfs og telur þau auka raunsætt gildi þeirra. Hann tekur áhættum í efnafræði með sama æðruleysi og háskanum sem fólginn er í óvenjulegri og hæpinni listtjáningu. Sumir kollegar hans telja hann of kærulausan til að takandi sé mark á honum. Hins vegar róma listfræðing- ar hann fyrir þor og þrautseigju og telja hann galdramann í kúnstinni, eða línudans- ara sem haftii öilum bjöigunarnetum. Áræði hans og áhyggjuleysi lýsir sér best í undir- búningi hans fyrir þátttökuna á Tvíæringn- um í Feneyjum. Þótt hann hefði ekki meira en §óra mánuði til stefnu undir vorið, var hann ekki farinn að lyfta pensli. Samt sem áður virtist honum auðvelt að krækja í fyrstu verðlaun á hátíðinni og hef- ur þó dágóðan verðlaunahlaða að baki. 5. Sumir hafa iíkt Polke við Picasso sökum þess hve hann er óragur og útsjónarsamur. I verkum hans kristallast hið besta sem fínna má í nýja málverkinu. Raunar er hægt að taka Iist hans til viðmiðunar þegar skilgreina þarf hina nýju strauma síðustu tíu ára. Sigmar Polke er nefnilega manér- isti eins og þeir sem þekkja vel til verka hans hafa oftlega bent á. Manérismi er einn- ig aðaleinkenni nýja málverksins, eða þeirrar myndlistar sem mest hefur verið stunduð það sem af er áratugnum. Gildir þá einu hvort viðkomandi nýmálverk eru expressionísk, kiassísk, súrrealísk, raunsæ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. OKTÓBER 1986 9_

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.