Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1986, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1986, Blaðsíða 10
eða geometrísk; öll eiga það sameiginlegt að vera manérísk að meira eða minna leyti. Því hefði að ósekju mátt kalla nýja málverk- ið ný-manérisma og hefði heitið þar með falið í sér ótvíræða skilgreiningu. En hvað er manérismi og hvemig lýsir hann sér í verkum Polkes? Manérismi er ítalskt listheiti sem notað var yfir listamenn á 16. öld og þýðir orðið háttarlag. Manérist- ar hlutu endurreisnina í arf fuliskapaða og urðu þess vegna að nota hyggjuvitið til að bregða út af henni svo listin fengi eðlilegan framgang. Meðvitað þverbrutu þeir rökræn- ar reglur fyrirrennara sinna og komu áhorfendum á óvart með þaulhugsuðum uppátækjum. Þeir notuðu stflbrigði endur- reisnarinnar, en teygðu þau og toguðu á gamansaman hátt, eða grafalvarlegan, allt eftir áætlun. Manérisminn átti einnig sína málsvara í bókmenntum og ekki af lakara taginu. Þeir Shakespeare og Cervantes eru báðir dæmi- gerðir manéristar og sést best á því hve erfitt er að henda reiður á markmiðum þeirra. „Að vera eða vera ekki“ er dæmi- gerður manéristasnúður sem og kátbrosleg sorgarsagan af riddaranum hugumprúða, sem lesendur vita ekki hvort þeir eiga að henda gaman að ellegar gráta jrfir. 6. Sigmar Polke hefur einmitt oft verið líkt við Sancho Panza. Hann er útsmoginn og vís eins og alþýðumaður, sem ávallt hefur jarðsamband þótt lendi í háska. List hans hangir oft á bláþræði, hvort heldur vegna eitraðs litavals eða formræns fáránleika. En alltaf lendir hann tveim jafnfljótum á jörðinni eins og köttur sem klifið hefur háan vegg. Og hann gerir betur, því hingað til hefur ekki þurft að kalla til slökkviliðið til að bjarga honum af þverhnípinu. Óþarft er að tíunda vegtyllur þær sem fallið hafa honum í skaut um ævidagana, en auk flölmargra verðlauna var hann ung- ur skipaður dósent við Listaháskólann í Hamborg, þar sem hann varð skömmu síðar prófessor. Er haft eftir nemendum hans að hann hafi verið sem hvati þeirra eigin hug- mynda. En Polke lætur ekki að sér hæða. Hann gerir mönnum oft gramt í geði með uppá- tækjum sínum. T.d. hefur hann haldið því fram að myndir sínar gerði hann eftir skip- un æðri afla. Þar með væru þær ekki sínar eigin heldur skapaðar eftir forskrift. Eins á hann bágt með að halda stefnumót. Þannig er hann oft fjarverandi þegar opnaðar eru mikilvægar sýningar á verkum hans. Það er nær ómögulegt að nálgast hann, því hann treystir fáum utan sinna nánustu. Einn þeirra er galleríeigandi í Bonn, Erhard Klein, og hefur Polke kosið að fela honum umsjá verka sinna. Það er ekki vegna þess að Klein sé merkilegur sýningastjóri, heldur vegna þess að listamaðurinn treystir vinum sínum betur en útsjónarsömum kaupahéðn- um sem hann þekkir ekki náið. Óútreiknanlegur og síhlæjandi, kapít- alískur raunsæismálari á valdi æðri afla; þannig býður Polke heiminum að taka sig alvarlega. Mörgum reynist það erfítt, eink- um þeim sem ekki skilja hve mikil alvara leynist í gamanseminni. Þegar öllu er á botninn hvolft hlær sá best sem síðast hlær og undantekningalaust er það Polke sjálfur sem hefur síðasta orðið: „Ég hef barist gegn öllu því heimskulega orsakasamhengi sem menn heimta af listinni. Ég afneita allri stöðlun sem felst í rökrænu samhengi. Þess vegna heimta ég af list minni að hún sé háð stöðugum breytingum." Og eins og vænta mátti var yfírskrift sýningar hans í Feneyjum: „Breytingar, breytinganna vegna." HALLDÓR BJÖRN RUNÓLFSSON Benedikt Jóhannsson Vegferð Endurbirt vegna prentvillu 20/9 '86. Skarður máni á gægjum við fjallsins öxl. Húmið sígur sem svört skikkja á herðar mér. Öll brunum við sömu leið bikaða og glitljósum vandlega merkta og glittum flest aðeins fram á veginn. En mér sýnist hann liggja beint inn í sortann og þrengjast sífellt er fjær dregur. Og traust mitt á mannanna verkum dvín og ég tek stefnu á þá stjömu sem skærast í myrkrinu skín. Helga Jóhannsdóttir Dögun Nóttin þokar komandi dagur Dögg næturinnar glitrar sem fegurstu gimsteinar við mjúk atlot nývaknaðrar sólar koss hennar vekur hina ungu rós af dvala nætur rós allra rósa lífið Höfundurínn er sjúkraliöi í Reykjavfk. Vigdís Jónsdóttir Haust Enn sumar hvarf í tímans tóma djúp með tár í augum eftir horfðum hljóð ó, löngu liðna ljúfa sumartíð hve langt er síðan vermdi geisli þinn. Er vetrarvindar gnauða um gátt og þil þá gleður hjarta endurminning sú að vorsins hörpu hamingja þín sló þó eigi framar heyrist strengjatök. Elísabet Jökulsdóttir lítil saga sem gabríela bjó til um múmíurog kræklinga maður verður fyrir reynslu. stundum rétt einsog að verða fyrir bíl. þá getur reynslan verið áfall. áfall. eitthvað gerist. opnast eða lokast. inní þér. hvort sem gerist þá býr maður til á sig skel og getur jafnvel endaö sem múmía. vafin sárabindum. skelin í fjörunni er tóm. galtóm. en stundum er inní. lítill kræklingur. sætur á bragðið Höfundurinn erhúsmóöirog skáld í Reykjavík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.