Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1986, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1986, Page 13
Úr leikritinu Uppreisn & ísafirði eftir Ragnar Amalda: Signrður skurður ísjómanni við hótelhaldarann. Taliðfrá vinstri: Þorvaldur læknir (Ertingur Gíslason), Hótelhaldarinn (Arni Tryggvason), Sigurður skurður (Eyvindur Erlendsson), Páll lög■ regluþjónn (Þórir Steingrímsson). Ljósm. Jóhanna Ólafsdóttir. vera að ráðast á Sigurð. Má af þessu marka að maðurinn hefur verið ofurölvi. Hinir mennimir þrír skiptu sér ekki af viðureign Alfs og Salómons, en Sigurður á að hafa sagt að réttast væri „að stinga Salómon af“, og þá trúlega átt við á bakaleið til Eyrar. Annar skilningur getur ekki átt við það orðalag. Ferðalangamir voru á háheiðinni á sjö- unda tímanum, og höfðu þá verið á göngu í um tvo klukkutíma, eða um hálfri stundu lengur en röskir menn gengu þessa sömu leið frá Eyri og uppá háheiði. Eyrarmenn sném nú til baka, þegar halla tók norður af. Salómon kvaddi Alf, Eirík og Pétur með virktum, en ekki yrti hann á Sigurð að því loknu, heldur snéri snarlega heim á leið að loknum kveðjum og „virtist hann vel ferða- fær, þótt kenndur væri (undirstrikun mín, Á.J.). Þetta orðalag „kenndur" er undarlegt orðafar, miðað við það, sem lýst hefur verið, að maðurinn virðist hafa verið svo „kennd- ur“ að hann kunni ekki skil á félögum sínum, og á leiðinni uppá heiðina er hann líka „kenndur" og „reikar í spori“. Hvort sem höfundur gerir það með vilja eða af misgáning, að kalla Salómon aðeins „kenndan" þá gerir það hlut Sigurðar verri að leggja málið þannig fyrir, að Salómon hafí verið kenndur en ekki útúrdrukkinn eins og hann greinilega var. Ef ekki hefði komið annað fram í sögu Jóns Hreggviðs- sonar en Sigurður böðull hafi aðeins verið „kenndur" á ferð með Jóni, þá hefði horft illa fyrir Hreggviðssyni, þegar böðullinn fannst dauður í lækjarsytru. Ekki kemur þeim Jóni Guðnasyni og Jó- hanni Gunnari saman um veðurfarið og ekki heldur um skilnað Salómons við félaga sína. Jóhanni Gunnari segist svo: „Tókust þeir á, Salómon og Álfur, og skellti hann Salómon hvað eftir annað niður í svellið og gijótið. Reiddist Salómon nú og stökk burtu frá þeim félögum út í bylsort- ann“ (undirstr. mín, Á.J.). Jón nefnir ekkert um „byl“ fyrr en síðar, að hann segir Sigurð „skamman spöl hafa farið, er él datt á, svo að birgði sýn, en hagiið bráðnaði um leið og það snart jörð, þar sem frostlaust var“. Höfundi Skúlasögu er mikið í mun að frostlaust hafí verið og lætur vera svo mikið þfðviðri að uppi á heið- um hafi hagl bráðnað er það snart jörð, sem eru óneitanlega óvenjuleg hlýindi á jörð á heiðum uppi vestra í endaðan desember, — og er^hann að auki búinn að lýsa því, að snjór hafi verið yfír „hið efra, en auð jörð með stökum snjóbreiðum og sköflum hið neðra". Þetta mikla „frostleysi" uppi á heið- um í hagléli og snjó skýrir sig síðar, líkt og orðafarið „kenndur". Sigurður lagði af stað, og „virtist hann bera þungan hug til Salómons", en höfund- ur lýsir því ekki hvemig Sigurður hafí látið það í ljósi, nema hann hafi sagt við Álf: „Veiztu hvemig ég ætla að hafa það, ef ég hitti Salómon á leiðinni?" Álfur sagðist ekki vita það og lagði þá Sigurður hægri hönd á vinstra eyra Álfs og brá vinstra fæti á hægri fót honum. Síðan kvaddi Sigurður samferðamenn sína og fór í slóð Salómons. „Vel var vegljóst, þótt skuggsýnt væri orð- ið, því að bjart var af tungli og það merlaði á snjóinn." Það er nú meira en „skuggsýnt" um sjöleytið að kvöldi 21. desember — og nú virðist veðurlag benda til heiðríkju. Nú segir næst af því, að Sigurður kemur drukkinn til byggða og er all-svaðalegur. Aðspurður um Salómon lætur hann orð falla um að hann muni ríða Klofningnum í nótt. Og líður nú nóttin og kemur svo enn ein frostleysislýsingin í Skúlasögu Jóns: „Veður var gott og þítt aðfaranótt 22. desember. Frostlaust var í byggð og gerði föl á jörð, en til fjalla stirðnaði á pollum og snjó.“ Harðara reyndist þó hafa verið á Salómoni karlinum. Um morguninn fara þeir Guðmundur húsmaður á Eyri og Sigurður að ósk konu Salómons að leita hans og í þeirri leit lét Sigurður þessi orð falla: „Það er ég viss um, að mér verður kennt um að hafa drep- ið Salómon, ef við fínnum hann dauðann." — „Sigurður virtist daufur í dálkinn," segir í sögu Skúla, sem á þá væntanlega að benda á sektartilfinningu hans, en margur myndi nú vera daufur í dálkinn af þeirri hugsun að eiga í vændum ákæru um morð, þótt ekki væri morðingi. Þeir Guðmundur fundu ekki Salómon og hófst leit daginn eftir. Fannst þá Salómon í skafli í bratta austan eða suðaustan við veginn, þar sem vegurinn liggur upp á há- fjallið. ;Skaflinn ... var allstór og atlíðandi, en var vel gengur, þar sem hallinn var ekki meiri en svo, að engin hætta var á að menn rynnu til á honum. Líkið lá á að giska fram undir hundrað faðma út úr réttri leið... á grúfu þvert á hallann og sneri höfuðið í vestur en fætur í austur, en höfuðið var sokkið í snjónum svo að rétt sást í bláhvirf- ilinn. Hendumar vora lítið eitt krepptar í olnbogabótunum aftur með síðunum og lágu innundir búkinn. Fætumir voru beinir og vantaði á annan skóinn, en slitur af hinum héngu á þvengnum." Við réttarhald var síðar bókað: „Spor sá vitnið (Kjartan) frá fótum líksins og upp að hnjám; sporin vora grann og lágu norðan eða ljallsmegin þétt við líkið. Sporin lágu fram með líkinu, þannig að tá sporanna sneri fram að höfði líksins. Sporin vora eft- ir íslenzka skó. Önnur spor en þessi að eða frá líkinu sá vitnið ekki í skaflinum." Þessum leitarþætti lýkur svo í Skúla sögu Jóns: Leitarmönnum „þótti það hrein ráð- gáta, hvemig höfuð Salómons var sokkið niður í harðan snjóinn, líkt og gróf hefði verið tekin fyrir það. Þeir veltu líkinu og sást þá andlitið. Var það ákaflega þrútið af blóði og allt svarrautt, augun vora aftur, en á hálsi tveir hringlaga rauðir blettir, sem þeim þótti tortryggilegir. Nauman helming vantaði ofan af vinstri boðangi úlpunnar, og sást það stykki hvergi né heldur annar skórinn og höfíiðfatið. Eftir drykklanga stund bar að menn neð- an af Flateyri í fylgd með Jóni Friðrikssyni. fluttu þeir lfkið niður á Flateyri, þar sem því var skotið inn í úthýsi nokkurt, og var þá Salómon loks kominn heim úr skemmti- för sinni með Súgfírðingunum, þótt heim- koman yrði með nokkuð öðram hætti en upphaflega var til stofnað. Meðan þessu vatt fram, var Sigurður Jóhannsson úti við verksmiðju Ellefsens á Sólbakka. Þegar rokkið var orðið, kom hann heim og fékk sér bita, en fór síðan að brytja bein handa kindum sínum. Að því verki loknu neytti hann kvöldverðar og gekk síðan til náða á tíunda tímanum. Þá var nafn hans komið á hvers manns varir í sveit- inni, því að fregnin um dauða Salómons húsmanns hafði undireins fengið á fætuma. Vora menn sannfærðir um, að Sigurður hefði ráðið Salómon bana og réðu það af frásögnum leitarmannanna og orðum þeim, sem hermd vora eftir Sigurði sjálfum við heimkomuna. Það styrkti líka menn í sinni sök, að Sigurður hafði orð á sér fyrir að vera óeirinn við vín og ekki aldæla." Næst verður það, að orðrómurinn berst til eyma hreppstjórans í Mosvallahreppi, Guðmundar Á. Eiríkssonar á Þorfínnsstöð- |um. Hann telur sér réttilega skylt að til- kynna sýslumanni um dauða Salómons og málsatvik, eins og þau era þá þekkt, og skrifar Skúla: „Hér með vil ég leyfa mér að skýra yður frá, hr. sýslumaður, að í gærdag eftir miðj- an dag fannst Salómon Jónsson, húsmaður á Eyri, dauður á Klofningsdal; þeir höfðu að sögn 5 farið daginn áður frá Eyri og kom einn til baka um nóttina, Sigurður Jóhannsson, og af því hann kvað segja sitt hveijum um atburð þennan, og svo hvemig líkið lá, þegar það fannst, þá ætla ég, að hér hafí f það minnsta átt sér svo mikið skeytingarleysi (leturbr. mín, Ásg. Jak.) stað, að nauðsyn beri til, að rannsókn sé hafín og líkið sé skoðað af manni, sem vit hefur á.“ Sendiboðinn með bréf Guðmundar kemst ekki til ísafjarðar fyrr en 27. desember. Skúli boðar Þorvald lækni til farar, en hann treystist ekki sökum lasleika að ganga Breiðdalsheiði og vísar á Halldór Torfason, cand. med. & chir., sem hjá sér sé staddur, og ræðst hann til fararinnar. Skúli leggur fyrir Halldór að láta álit sitt í ljósi á eftir- greindum atriðum: 1. Úr hveiju Salómon Jónsson hefur dáið. 2. Hvort líkindi séu til, að hann hafí dáið af mannavöldum. 3. Hve langt muni vera um liðið frá því hann dó. Hér tek ég nú orðréttan kaflann um líkskoðunina f bók Jóns Guðnasonar: Lík Salómons skoðað „Síðustu daga ársins gerði grenjandi norðanbyl með talsverðu frosti við ísafíarð- ardjúp, en Halldór Torfason kandidat lagði eigi síður upp, þótt færiveður væri afleitt, og náði til Flateyrar, þar sem hann gisti hjá foreldram sínum, Torfa Halldórssyni kaupmanni og Maríu Özurardóttur. Hann var öllum hnútum kunnugur á heimaslóð sinni, bar kennsl á hvem mann og var vel málkunnugur Sigurði skurði og öðra Eyrar- fólki. Klukkan hálf eitt miðvikudaginn 30. des- ember hélt hópur manna að úthýsi því á Flateyri, þar sem lík Salómons Jónssonar stóð uppi. Þar vora á ferð Halldór Torfason ásamt aðstoðarmanni sínum, Ebenezer Þ. Sturlusyni, vitnunum Jónasi Th. Hall verzl- unarstjóra og Kjartani Rósinkranzsyni hákarlaformanni, fulltrúa sýslumanns, Guð- mundi A. Eiríkssyni hreppstjóra, og hinum granaða, Sigurði Jóhannssyni húsmanni. Voru þeir allir í yfírhöfnum og sumir að auki í olíufötum nema Sigurður, sem var yfirhafnarlaus og léttklæddur. Þegar inn í afhýsið var komið, gengu þeir að líkinu, og virtist Guðmundi þá Sigurður skipta litum, en þama inni var kalt, enda ofnlaust. Var líkið í öllum fötum nema úlpunni, sem leitar- mennimir höfðu fært það úr, húfulaust og skólaust. Halldór skoðaði fyrst höfuð og hendur líksins, en hér og hvar á höfði lá músaskít- ur. Andlitið var þrútið og var lítið eitt af tóbaki á efri vör. Á enninu hægra megin vora nokkrir blettir og einn rauður og mar- inn blettur á hægri kinninni. Við hægra eyra framanvert var húðsár hálfur þumlung- ur að dýpt og rúmur þumlungur á breidd, og vinstra megin á höfðinu var kringlótt sár á stærð við hálfan flöskubotn. Sömu' megin á andlitinu var sár, sem náði frá neðanverðu gagnaugabeini á snið fram á við að munnvikinu vinstra megin, en út frá þessu sári gekk annað sár fram undir miðja höku. Á hvirflinum var húðsár á stærð við spesíu. Um benjar þessar segir Halldór í vottorði sínu: Ekkert afþessum sárum, sem hér hefur verið um getið, kvað hafa verið á líkinu, er það fannst, enda bendir líka sjálft útlit sáranna og músarskítur sá, sem er í kringum þau, á, að sárin séu af þeirra völdum. Á vinstra handarbaki var grunnt, þríhymt húðsár, en hér og hvar á höndum var húðin nöguð eftir mús. Þegar höfuðið hafði verið skoðað, var líkið fært úr og þvegið. Guðmundur hreppstjóri tók eftir því, að Sigurður skalf, er fötunum var sprett utan af. Ekki bára fötin nein merki um, að hann hefði orðið fyrir ytri áverka. Á hálsinum sáust tveir blettir, og lýsir Halldór þeim svo: Á hálsinum hægra megin sést rauður blettur framan og neðan til við kjálkahomið (Angulus maxillæ) á stærð við eina krónu; bletturinn er breiðast- ur fremst og gengur í odd aftur á við. Þumlungi þar fyrir neðan er annar blettur, sem yfirhúðin er rifin af og hangir í smá- treflum við neðri röndina. Blettur þessi er cirea 3 “ á lengd 3/4-1" á breidd; hann nær frá fremri röndinni á musc. sternoclaida mastoideus yfir hann afturámusc. srenocla- ida mastoideus yfir hann aftur á musc. cucularis. Einnig sást lftill blettur á hægri öxl og lítil rispa hægra megin miðja vegu milli bijóstbeins og axlar. Þegar líkinu var snúið við, sást eins og bólgulopi, sem náði yfir hnakkagrófina niður á neðsta þriðjung hálsins og tveggja þumlunga langur og hálfs þumlungs breiður rauður blettur á hægra herðarblaðskambi. Þegar ytri rannsókn líksins var lokið, hóf Halldór að skoða það hið innra með því að opna höfuðið og leggja skurð frá eyra til eyra. Hann segir í skýrslu sinni: Þegar kom- ið var fram á gagnaugavöðvann hægra megin sást marinn blettur milli húðar og gagnaugavöðvans, er náði frá neðri parti hinshægra veggbeins niðuryfir fascia temp- orum utan á henni niður á arcus syccomatic- us. Síðan var krossskurður lagður í fasciuna og sást þá að undir henni var einnig marið btóð, en vöðvinn óskemmdur. Vinstra megin ekkert að athuga. Síðan var höfuðskelin opnuð með hringskurði ígegnum gagnauga- beinin. Kom þá í Ijós ytri heilahimnan og sýndust æðarnar undir henni mjög þrútnar og spenntar, svo aðjafnvel þær smæstu af þeim sáust og dreyrði úr þeim, án þess við þær væri komið. Á þeim parti heilans, sem kom fyrir augu manns, þegar efri partur af hauskúpunni var tekinn burtu, sást eng- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. OKTÓBER 1986

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.