Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1986, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1986, Blaðsíða 14
inn áverki. Æðarnar á yfírborði heilans voru spenntar og blóðfullar, en hvergi sjáan- legt blóð út úr æðunum (blóð extravasal). Síðan var heilin tekinn út og opnaður með lengdarskurði, og var ekkert í vinstra ventriculus nema lítið eitt af rauðlitu vatni, hægra megin hið sama. Heilinn allur nokk- uð blóðmikill, ekkert brot á hauskúpunni. Stundarfjórðungi yfír sex lauk Halldór við líkskoðunina. Jónas Th. Hall bar síðar vitni um líkskoð- unina, og var framburði hans svo lýst: Blettimir á hálsi líksins hægra megin vöktu helzt eftirtekt vitnisins og annarra, með því að vitninu þótti ólíklegt, að þessir blettir gætu hafa orsakazt af falli. Vitnið hyggur, að hinir mörðu blettir aftan og framan á höfðinu hafí stafað af falli eða höggi. Vitnið man ekki til þess, að líkskoðar- inn við skoðunina eða seinna léti nokkurt orð falla, er lýsti þvf, að Salómon hefði dáið af mannavöldum, að öðru leyti en því, að honum virtust háJsblettimir á undarleg- um stað. Kjartan Rósinkranzson bar það, að Halldór Torfason hefði mælt, er hann, Kjart- an, skrifaði undir annaðhvort líkskoðunar- vottorðið eða skýrsluna um líkfundinn: Flest fer eins fyrir aumingja Sigga. Kvaðst hann hafa skilið orð þessi svo sem Halldóri léki grunur á Sigurði um dauða Salómons. Og Guðmundur hreppstjóri kvaðst hafa komið sér í ræðu við Halldór, og hafi hann þá látið í ljós, að ýmis merki á líkinu væru ískyggi- leg. Halldór Torfason hélt aftur til Isafjarðar á gamlársdag, en strax eftir þangað komu sína samdi hann svör við spumingum þeim, sem sýslumaðurinn hafði beint til hans, og var álit hans á þessa leið: 1. Maðurinn hefur dáið hinum svo kallaða apoplectiska dauða [heilablóðfallsdauða], > íþessu tilfelli líklega orsökuðum afkulda. 2. Að vísu sjást á líkinu áverka merki, er vel geta verið af manna völdum, en þó er ólíklegt, að þeir einir út af fyrir sig hafi orsakað dauðann; aftur á móti getur hugsazt, að þeir hafí getað orðið meðverkandi orsök til dauðans, einkum hafi hann verið drukkinn, sem ýmislegt sýnist að benda á. 3. Maðurinn hefur að líkindum dáið um kvöldið áður eða nóttina áður en hann fannst dauður.“ Framhald í næstu Lesbók. KRISTJÁN KRISTJÁNSSON var/er gleymt og allt þar á milli nema ef svo bar útaf að óvenju margir lifðu hádegisfréttimar af en allt kemur fyrir ekki undir kvöld hrannast líkin upp á skerminum í fréttumer/var þetta helst og enginn sagði klippa svo leikendumir gætu risið upp áður en glerið sortnaði fyrir augum Höfundur stundar nám í bókmenntafræöi viö Háskóla íslands. H 0 1 * F T M A H E M 1 N N Brúðkaupin eru mikils virði Eftirfarandi saga gerðist í júgóslavnesku sveitaþorpi: Brúðkaups- veisla hafði verið undirbúin, komnir voru áttatíu gestir hlaðnir gjöfum, en þá er það brúðurin sem ekki lætur sjá sig. Er bara horfín. Enginn veit neitt hvenær það gerðist eða hvert hún fór. Brúðguminn ungi var ekkert að væfla því fyrir sér en bað strax um hönd nágrannastelpunnar; hún var þá ekki með neinar væfl- ur heldur og gaf honum hönd sína og hjarta, sakleysið, heiman- mundinn og hvað það nú alt heitir sem fólk lagði með sér í búið af fegurð og tignarbrag í gamla bændasamfélaginu. Brúðkaup var haldið með pomp og pragt, allir voru glaðir og reifír. Mér fínst þessi saga einkar lærdómsrík. í fyrsta lagi þykir mér ágætt að það skyldi vera brúðurin sem stakk af en ekki brúðguminn — einsog vanalega í þessháttar sögum. Hefði svo verið þá tæki því varla að segja þessa sögu. Þá væri hún barasta um dálítið síðboma sjálfstæðisvið- leitni. En fyrst það var hún sem gerði þetta virðist mér einsýnt að kvenfrelsunin teygi sig afturá daga bændasamfélagsins. Vonandi hefur konunni verið alvara með það að stinga af þannig að þetta hafí ekki barasta verið próf hennar á manninn. Það hefði mátt búast við slíku af svona hálfgerðri eða kanski bara einsog §órðungs mentaspíru af þeirri gerðinni sem ruglar frelsi, rómantík, sjálfsáliti, öryggisleysi og vingulshætti saman í einn graut. Illa væri ég svikinn ef sveitastelpa hefði verið með þvílíka dynti. Og brúðguminn gerði líka svosem rétt í þessu. Matur fyrir áttatíu manns kostar engan smápening, lftil sparsemi í því að láta hann fara til spillis. Óvíst kanski líka að hann hefði haft í sér döngun til að útbúa brúðkaup neitt í bráðina aftur. En brúðkaupsdagurinn er nú fegursti dagur hjónabandsins, margoft sá eini sæludagur meiraðsegja, og þýðir ekki að láta spilla honum fyrir sér. Brúðhjónin ungu hafa sýnt það og sannað að giftingin er í sjálfu sér mikilsverð- ari en það hver makinn verður. Hamingjumöguleikamir alveg jafnmiklir eða litlir með handahófsbrúðinni og þeirri útvöldu. Það var ekki nema kostur að þetta unga fólk hafði kynst lítið fyrir brúðkaupið. Þannig treindu þau sér fyrirhjónabandsánægjuna til sambúðarinnar: alt þetta for- vitnilega, áþreifíngamar (ég meina þessar andlegu) þegar tilfínningamar eru að vakna. Fengu aukinheldur gagnkvæmt þakklætið í brúðkaupsgjöf. Auðvitað var hann þakklátur fyrir það hversu undrafljót hún var að taka þessa ákvörðun, og hún fyrir það að hann skyldi leita til hennar í vandræðum sínum. Einsog sagt er — sá er vinur er í raun reynist. Fýrri brúðina og tilfínningar hennar þóttist maðurinn vita um — og hvað af því varð kanski? Nú verð ég að taka það skýrt fram að þetta má ekki skilja sem nein- ar ásakanir við konuna, hún var bara klók að stinga af svona áðuren brúðkaupið var haldið. Það eru fæstir brúðgumar svo heppnir. Það má líka telja manninum það til góða hve umhugsunarlaust hann tók þessa ákvörðun sína. Umhugsunin gagnar svosem lítið, og hugsi fólk sig lengi um þá giftist það nú aldrei. Vilji menn gifta sig þá er bara að efna til brúðkaups — brúðurin kemur af sjálfusér. Þegar kona stendur frammifyrir fullskreyttu brúðkaupsveisluborði er hrein- asta undantekning að hún segi „nei“. Þessi giftingaraðferð er hreint ekki verri en hinar. ERLENDAR B Æ K U Snorri Már Sigfússon Ást og malbik Ég kem malbikaða leið til þín meðan þú enn brosir, og ég finn þig við ein svo alein. Ég kem malbikaða leið á stjömulausri nóttu án fyrirheits nema að finna þig. Sé ég komna nótt heyrí ég hve allt er hljótt svo ég malbika Ieiðina til þín. Páll á Hjálmsstöðum Leiðréttíng um Landsbankamynd í Lesbók 20. september sl. var kynning á verkum úr listasafni Landsbanka íslands. Þar á meðal var Kjarvalsmynd, sem þeir Landsbankamenn hafa álitið að væri af Ein- ari Benediktssyni og var sú skoðun tekin góð og gild og sagt í texta undir mynd- inni, að þessa teikningu hafí Kjarval gert af Einari Benediktssyni skáldi. Sama mynd er prentuð einnig í listaverka- bók um Kjarval, sem Helgafell gaf út á sínum tíma og undir þeirri mynd stendur einungis „Skáldið“, sem gefur að visu vísbendingu, en ekki til fulls. Nú hefur kom- ið í ljós, að myndin er af allt öðru skáldi en Einari Benediktssyni. Þessi mynd er af góðvini Kjarvals, Páli Guðmundssyni á Hjálmsstöðum í Laugardal, sem var lands- kunnur hagyrðingur og frægur gleðimaður. Synir Páls muna vel þegar Kjarval gerði myndina af föður þeirra og raunar gerði hann víst tvær fremur en eina af Páli. Ekki er óeðlilegt að þessi ruglingur kæmi upp, þar sem Kjarval kaus að nefna myndina „Skáldið", en þeir sem þekktu Pál á Hjálms- stöðum sjá við nánari athugun að myndin er líkari honum en þjóðskáldinu Einari. 'k HO Howard Engel: The Ransom Game Penguin Books 1985 Reyfarar sem hafa einka- spæjara að aðalhetju eru margir og misjafnir að gæð- um. Sumum hefur tekist að skapa ógleymanlegar persónur og nægir að nefna Appelby, Marlow og Poirot. Howard Engel hefur skapað einn Benny Cooperman og er sá fír stórskemmtilegur. Ekki er hægt að telja hann til hetja þó svo hann sjálfur líti á sig sem slíkan. Cooperman er kanadískur eins og skapari hans og þykir febrúarinn blóð- ugur. Allir virðast vera í Flórída, fjölskylda hans og meira að segja veðurspámaður útvarpsins Benny bíður eftir því að einhver komi á skrifstof- una og biðji hann nú að bjarga einhveiju flóknu máli. Hann býst ekki við neinu en þá kem- ur Ijóska ein og hjólin fara að snúast. Benny tekur að sér að leysa flókið mál og lausnar- gjaldsleikurinn er hafinn. Benny er kænn og kaldur. Hann lendir í raunum og ráð- þroti en áður en yfir lýkur kemur hann öllu í höfn. The Ramson Game er kostuleg bók, §örug og spennandi og er Benny Cooperman á góðri leið með að gera jafntefli við kappa á borð við Marlow. Þetta er þriðja B. Cooperman- saga höfundar og ku hann vinna að þeirri fjórðu. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.