Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1986, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1986, Qupperneq 3
E ® i.«nrtg H [öl 0 @ lu] ® @ 0 H [öl [¥| [E Sl 11 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Bjöm Bjarnason. Ritstjómarfulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Rrtstjórn: Aöalstrœti 6. Sími 691100. ísrael verður að finna leið til að losa sig við þann kross að kúga aðra þjóð, segir í seinni hluta greinar um nýtt mat Israela á friðarlíkum í því óstöðuga og erfiða nágrenni, sem þeir búa við. Hafið kemur víða fyrir í íslenskum kveðskap og er það svo sem við má búast. Sigurlaug Björnsdóttir, sem áður hefur skrifað um hundinn og hestinn í íslenzkum kveðskap, hefur litið á kveðskap um hafið og gert dálitla samantekt. Forsíðan er af málverki Ásgríms Jónssonar, Sumar- nótt, 1923. Þessi fagra mynd hefur nýlega verið keypt til íslands og hefur að öllum líkindum ekki komið fyrir augu lands- manna fyrr. Hún er í nýju bókinni um Ásgrím. Ásgrímur leitaði að fegurðinni, hvar sem hana var að finna, og þess vegna hefur hann orðið svo ástsæll með þjóðinni. Það er og verð- ur aðdáunarefni hvílíkum árangri þessi brautryðjandi náði, en um það fjalla þau Hrafnhildur Schram og Hjörleifur Sig— urðsson í nýrri listaverkabók um Ásgdm og um bókina og Ásgrím fjallar Gísli Sig- urðsson. i Jóhann Sigurjónsson Sólarlag Sólin ilmar af eldi allan guðslangan daginn, faðmar að sér hvert einasta blóm, andar logni yfir sæinn. En þegar kvöldið er komið, og kuldinn úr hafinu stígur, þá kastar hún brandi á bláloftsins tjöld \ og blóðug í logana hnígur. Nóttin flýgur og flýgur fólyfir himinbogann. Myrkrinu eys hún á eldbrunnin tjöld, eys því sem vatni yfir logann. Föl og grátin hún gengur, geislanna í blómunum leitar. - Enginn í öllum þeim eilífa geim elskaði sólina heitar. \ Jóhann Sigurjónsson, f. 1880 á Laxamýri í Aðaldal, settist að í Kaup- mannahöfn án þess að Ijúka námi í dýralækningum og helgaöi sig eftir það ritstörfum, skrifaði á dönsku og er þjóökunnur fyrir leikrit sín og Ijóð. Hættuleg villa Ieftirmála að Bókinni um veginn kemst hinn sannmenntaði bók- menntamaður og fagurkeri, Yngvi Jóhannesson, m.a. svo að orði: „í Kínaveldi, svo fjölmennt sem það er, kann svo að segja hvert mannsbarn að lesa og skrifa, og er það eitt af hinum gleggstu einkennum hins kínverska þjóðaranda, hve bókmenntir og bókmenntastarfsemi eru í hávegum höfð. Við hin ströngu próf, sem kínverskir emb- ættismenn þurftu að standast, til þess að hækka í tignarstiganum, var þeim meðal annars ávallt fengið verkefni í skáldskap, til tryggingar fyrir menntun þeirra í smekkvísi og fögrum stíl. Hvergi í heimi eru bækur eins ódýrar og í Kína, og sýnir það hve almenn er notkun þeirra." Ekki ber öllum saman um lestrarkunnáttu Kínverja, og ætla sumir, að kennsla í bókmenntum, siðfræði og lífsspeki hafi farið fram í frá- sögnum og fyrirlestrum alþýðufræðara. En óneitanlega er athyglisvert að lesa frásögn Yngva og sú hugsun hlýtur að hvarfla að okkur, að þar sé að finna skýringu á því, hvers vegna kínverskir ráðamenn reynast miklu víðsýnni, er til lengdar lætur, en sov- éskir. Langætt ólæsi og rótgróin vanþekking á sjálfsögðum hlutum á meðal almennings í Rússlandi keisaranna, er stóð fram á þessa öld, hafa haft áhrif allt til þessa og við- haldið hræðslu við breytingar og endurskoð- un á stöðnuðu þjóðfélagskerfi og ótta við fijálsan anda lifandi skálda og rithöfunda. Við, Islendingar, teljum okkur hiklaust eiga meiri samleið með Kínveijum, ef rétt er hermt frá almenningsmenntun þar eystra, sem grundvölluð er á bókmenntaarfi þjóðar- innar. En um þessar mundir virðist stefna í nokkurt óefni hér með þessari fámennu þjóð. Hefi ég sannspurt, að mjög sé ábóta- vant undirbúningi verðandi kennara í Kennaraháskóla Islands í íslensku og íslenskum bókmenntum. Er hin almenna kennsla í þessum greinum af mjög skomum skammti, a.m.k. ef kennaraefni velja þær ekki sem valgreinar. Þeir, sem það gera ekki, fá aðeins fárra vikna námskeið tvo fyrstu veturna og er þá mjög erfitt að henda reiður á efninu. Þannig eru þessar grund- vallargreinar, sem ættu að ganga eins og rauður þráður í gegnum skólavist kennara- efnanna, hvorki fugl né fiskur í menntun þeirra. I barnaskólum og grunnskólum er víða svo komið, að skólaljóðin, sem áður voru veigamikill þáttur móðurmálskennslu, eru aldrei kynnt og sú skoðun ríkjandi að óhollt sé að ætla börnum að læra ljóð utan að. Þessi villa jaðrar við landráð. Rækt við ljóðlist og sagnalist er homsteinn sjálfstæð- is, sem Islendingar öðluðust fyrr á þessari öld. Nú er vanræksla málsins farin að segja til sín í röðum leiðtoganna, t.d. þingmanna. Þar eru bögumæla- og ambögusmiðir alltof margir. Því er ærin þörf á að taka hér upp aðferð Kínveijanna. Auk prófkjörs er þá rétt að ætlast til þess, að hveijum sem hygg- ur á frama í stjórnmálum verði fengið verkefni í skáldskap, til tryggingar fyrir menntun hans í smekkvísi og fögrum stíl. Standist hann þau próf eru fremur líkur á því, að hann geti tekið viturlegar ákvarðan- ir og láti af grunnfærnum loforðum. Þá yrði áreiðanlega búið betur að listamönnum, svo þeir hlytu viðunandi laun til starfa og jafnframt yrði stofnaður lífeyrissjóður þeirra. Þá yrði loksins felldur niður sölu- skattur af íslenskum bókum, svo þær yrðu ekki lengur munaðarvara, og hagur skálda og rithöfunda yrði bættur svo um munaði. BOLLI GÚSTAVSSON í LAUFÁSI LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. NÓVEMBER 1986 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.