Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1986, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1986, Qupperneq 6
Engar tálvonir Síðari hluti um nýtt mat ísraela á friðarlíkum i Byggingarframkvæmdir á vesturbakkanum. ísrael verður að fínna leið til að losa sig við þann kross að kúga aðra þjóð Ein er sú, sem Gush Emun- im, hreyfing landnema Gyðinga, hefur forystu fyrir og nýtur meira eða minna fylgis meðal allra hinna trúarlegu stjóm- málaflokka. Hún er borin uppi af endurlausnarhugsjóninni um framtíð ísraels. Samkvæmt skoðanakönnunum má ætla að fylgjendur þessarar stefnu séu um 10 af hundraði kjósenda. Helzti „hugmyndafræðingur" þessarar stefnu er fyrsti æðsti prestur ísraels, Abra- ham Isaac Kook, sem leit á ísrael sem hluta af nýrri atburðarás endurlausnar, sem hefði hafizt með stofnun ísraelsríkis 1948. Stríðið 1967, sem sameinaði hina tvo hluta lands ísraels, var að hans dómi tákn um það, að Guð væri að efna heit sitt við þjóð ísraels með því að tengja hana landinu á ný. Það væri því að hafna handleiðslu Guðs að láta aftur af hendi land ísraels. Formaður ráðs landnema Gyðinga í Júdeu og Samaríu, Israel Harel, lýsir því, hvers vegna hann vilji ala börn sín upp á þessum stað, þar sem ættkvísl Benjamíns reikaði forðum um: „Gyðingdómur er einu trúar- brögðin, þar sem land, þjóð og trú eru samtvinnuð. Menn geta verið sannkristnir á tunglinu, en það eru svo mörg boðorð Gyðinga, sem eru bundin við land ísraels, sérstaklega við Júdeu og Samaríu, þar sem vagga þjóðarinnar stóð. Örskammt héðan dreymdi Jakob drauminn um stigann. Og héma rétt hjá er Beth EI, sem getið er í sköpunarsögunni. Hér gekk Abraham um, hér varð mál okkar til. Hér fínn ég uppruna minn. Hér em rætur mínar. Að afsala sér þessu landi væri sama og að selja af hendi hluta af sjálfum mér. Menn kalla þetta trú, en mér fínnst þetta mjög jarðbundin tilfínn- ing.“ Fylgismenn þessarar stefnu telja að afsal á landi ísraels sé ekki einungis óeðlilegt, heldur yrði það „ólöglegt", þar sem land ísraels tilheyri ekki aðeins þessari ríkis- ísraelskur hermaður kannar innihald pokans áður en manninum er hleypt inn í moskuna. stjóm, eða aðeins þessari kynslóð - heldur öllum kynslóðum Israels gengnum og óborn- um. Þess vegna hefur ráðið dreift undir- skriftarskjölum um allt land, þar sem því er lýst yfir, að „sérhver ákvörðun um að láta af hendi hluta af landi ísraels við erlent ríki væri stjórnarskrárbrot, og við munum sporna við því.“ Munu Fangelsin Verða Svo Full ... Elyakim Haetzni, lögfræðingur, sem stjórnar undirskriftarherferðinni, segir: „Við viljum fá hálfa milljón manna til að skrifa undir og segja með því við Peres, forsætis- ráðherra: - Ef þú reynir að láta af hendi eitthvert land, kæri vinur, þá munum við ekki taka mark á þér. Við viljum gera Peres það ljóst, að deilurnar um Júdeu og Samar- íu munu verða allt aðrar en um Sinai, ekki um sérstaka ákvörðun, heldur um lögmæti stjórnar hans. Ef hann lætur frá okkur land, munu fangelsin verða svo full af mótmælendum, að þeir yrðu að setja upp fjöldafangabúðir. Þeir yrðu að draga fólk út úr heimilum sín- um, og ég er hræddur um, að það muni betjast. Með því að brjóta lögin munum við halda í heiðri hin æðri lögmál." Og Haetzni heldur áfram: „Getur Peres undirritað afsal fyrir arfleifð minni? Arfleifð afa míns eða barna minna? Hafði Abraham rétt til að selja af hendi land ísraels? Ætla menn að segja mér, að loks þegar ísraelska þjóðin hefur aftur lögmæta stjórn eftir 3000 ár, þá ætli hún að afsala sér fyrir hennar hönd ísraelsku landi? Ég þakka kærlega fyrir - en það er ekki hægt.“ En hvað segja svo fylgismenn þessarar stefnu um horfur á friði við Araba? Sumir eru ánægðir með óbreytt ástand, en aðrir ekki. „Mín lausn er innlimun, og síðan verði Palestínumönnum veitt sjálfsstjórn," segir Harel. „Þeir fái að hafa eigin kosningar. Eftir að Jerúsalem hafði verið innlimuð í ísrael, áttum við í minni vandræðum með Araba, því að þeir vissu, að málið var út- kljáð." ÞjóðlegStefna Önnur stefna er sú sem kenna má við þjóðemishyggju og kalla hina þjóðlegu. Hana aðhyllast um 45 af hundraði kjósenda. Fylgismenn hennar em í hægri armi Verka- mannaflokksins, Likud-bandalaginu, Tehi- ya-flokknum og hinum öfgasinnaða Kach- flokki. Viðhorf þeirra sem fylgja þessari stefnu mætti kannski helzt skýra sem við- brögð gagnvart hinni niðurlægjandi reynslu af 2000 ára útlegð Gyðinga. Það em tvö meginsjónarmið sem hér ráða ferðinni. Annað er að með ísraelsríki sé verið að endurbyggja veldi Gyðinga, virð- ingu þeirra og reisn eftir 2000 ára vanmátt, og að þá sé endurreisninni lokið, þegar hinum sögulegu landamæmm hafí verið náð. Hitt byggist á djúpri einmanakennd - að Israel sé þjóð, sem standi ein og verði ávallt að vera á varðbergi, ef hún vilji halda því, sem hún hefur, fyrir óteljandi óvinum. í augum þessara manna er PLO aðeins hinn síðasti í langri röð óvina í rás tímans, sem vilja koma Gyðingum fyrir kattarnef. Ef endurlausnarsinnar em aðallega undir áhrifum Jósúabókar, þá em þjóðernissinnar alteknir af dómarabókinni, en samkvæmt henni varð ísrael að heyja stríð á 40 ára fresti. „Fólk er alltaf að segja, að við trúum aðeins á valdið í stjórnmálum," segir frú Cohen, þingmaður Tehiya-flokksins. „En allt sem byggt hefur verið upp hér, var gert í krafti trúar. Við komum, við gróður- settum tré og við vörðum það með byssum. Það sama á við um ríkið í heild. Zíonistabylt- ingin er enn við lýði. Meirihluti Gyðinga hefur ekki snúið aftur hingað, tilvera okkar er enn í óvissu, við emm á miðri leið. Þó hrópa sumir: - Frið núna! Af hveiju frið núna? Hvaða frið núna? Emð þið þreyttir? Ef feður ykkar hefðu hrópa: - Frið núna! þegar þeir vom orðnir þreyttir á að berjast, hefðum við aldrei eignazt ríki.“ Af öllum þeim sem taka þátt í umræðum um frið í ísrael em það þjóðemissinnarnir, ef svo má kalla þá, sem em hreinskilnastir að því er varðar um hvað deilurnar snúist í raun og vera - Palestínumenn og Gyðingar séu að betjast um sama landskikann. En þó að hinir haldi því fram að einhveija lausn ætti að vera hægt að fínna, sem báðir aðilar gætu sætt sig við, telja þjóðernissinnar að Palestínumenn muni aldrei láta af tilkalli sínu nema fyrir ofurefli. Frá sjónarmiði Ariels Sharons í Likud- bandalaginu, en hann er óefað einn at- kvæðamesti leiðtogi hinnar þjóðlegu stefnu, 6 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.