Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1986, Side 8
Leitin að
fegurðinni
Ný listaverkabók Lðgbergs og Listasafns ASÍ fjallar um
brautryðjandann Ásgrím Jónsson, sem túlkaði umfram allt
fegurðina í ásýnd landsins. Þar að auki lagði hann rækt við
tvennskonar myndefni: Eldgosa- og þjóðsagnamyndir. Allt
er það skilgreint í texta bókarinnar, sem þau Hrafnhildur
Schram og Hjörleifur skrifa. Gísli Sigurðsson lítur á bókina
og skrifar um hana og Ásgrím.
Aþessum nýbyrjaða vetri erum við minnt á
brautryðjandann Ásgrím Jónsson með lista-
verkabók, sem Bókaforlagið Lögberg og
Listasafn ASÍ standa að; þetta er raunar sjö-
unda listaverkabókin sem þetta samstarf
Sjálfsmynd, máluðmeð vatnslitum.
skilar og er gott eitt um það að segja.
Merkilegt er í útgáfu okkar á listaverkabók-
um, að búið er að gefa út margar Kjarvals-
bækur; enga þeirra stóra — og tvær
Asgrímsbækur — á meðan tveir íslenzkir
stórmeistarar af næstu kynslóð á eftir liggja
enn óbættir hjá garði: Jón Engiiberts og
Gunnlaugur Scheving.
Ekki er þar fyrir ástæða til að amast við
bók um Ásgrím, sem er þó mun betri að
ýmsu leyti en Ásgrímsbók Helgafells frá
því fyrir margt löngu. Þar munar mestu
um fleiri litmyndir og öllu betra myndval;
einnig ljósmyndir af málaranum frá því
hann þénaði í Húsinu á Eyrarbakka og allt
til efri ára. Þessar ljósmyndir eru ákaflega
verðmætar og við skiljum Ásgrím kannski
ögn betur þegar við getum á þennan hátt
skyggnst inn í heim hans, þar sem mynd-
sköpunin gekk fyrir öliu.
SnemmaBeygist
Krókurinn
Að sögn Ásgríms var hann lítt hneigður
til átakavinnu og þess erfiðis sem var al-
mennt hlutskipti í þá daga. Myndin af
drengnum frá Rútstaðahjáleigu, tekin af
honum á fermingaraldri við Húsið, sýnir þó
að hann hefur síður en svo verið neinn
væskill og með tíð og tíma varð Ásgrímur
frekar stór og þrekvaxinn og á myndinni,
sem tekin er í Húsafelli af þeim Þorvaldi
Skúlasyni 1941, ber hann næstum höfuð
og herðar yfír Þorvald að líkamsvexti. Það
hefur því líkast til verið vöntun á einhveiju
öðru en Iíkamsþreki, sem fékk hann til að
kaupa sig lausan úr vegavinnu á Hellis-
heiði. í þessu samhengi má benda á, að
ekki þótti Einar Jónsson í Galtafelli liðsmað-
ur góður til vinnu. „Hann var alltaf með
hugann við annað og eiginlega gagnslaus,"
sagði mér afí minn sem var með honum
um tíma hjá séra Magnúsi Helgasyni á
Torfastöðum. Ekki bar þó á öðru en Einar
réði vel við steinhöggið síðar meir og er það
þó erfiðisvinna. Og svo einn snillingurinn
enn sé nefndur: Halldór Laxness var á unga
aldri svo gagnslaus til vinnu, að Jónas i
Stardal var í vandræðum með hann, þegar
hann átti að nota strákinn sem kúsk f vega-
vinnu á Mosfellsheiði. Halldór lagði bara
upp taumana á klámum og settist sjálfur á
sandhlassið, en klárinn fór að bíta. Þeir sem
hafa áhyggjur af svokallaðri leti í unglingum
geta séð af þessu, að hver veit nema Eyjólf-
ur hressist.
Því hef ég nefnt þessa þijá menn til sög-
unnar, að þeir reyndust allir síðar feiknar-
legir vinnu- og afkastamenn, þegar þeir
voru komnir á sína réttu hillu. Aðeins var
það heilsuleysi Ásgríms sem tafði hann á
köflum; það var asmi sem stundum lagðist
þungt á hann.
Erfið Spurning
Upphaf málaralistar á íslandi bar á góma
Hekla, 1919, olíumálverk, 150x290sm. Þetta er stóra Heklumyndin, sem svo er nefnd og er á Listasafni íslands.
í samtali sem ég átti nýlega við bandarískan
safnstjóra í Washington. Hann spurði:
Hversvegna fóru þrír eða fjórir ungir menn
allt í einu í listnám til Kaupmannahafnar
fyrir aldamótin; hvað orsakaði slíka hreyf-
ingu? Ég átti bágt með að svara þeirri
spumingu. Varla verður því slegið föstu að
vaxandi þjóðemiskennd og sjálfstæðislöng-
un hafí rekið þá Þórarin B. Þorláksson,
Einar Jónsson, Jóhannes S. Kjarval og
Ásgrím Jónsson utan til náms. Nei, það
hefur verið eitthvað allt annað og hefur ein-
faldlega átt sína uppsprettu í hugskoti
þessara einstaklinga.
Það hefur samt eitthvað verið í timanum
sem orsakaði, að ungir menn létu verða af
því að hrinda svo ijarstæðukenndri hug-
mynd í framkvæmd. Á undan þeim hafa
örugglega verið uppi hæfíleikamenn, sem
urðu að beija þessa ástríðu niður, því hún
samræmdist engan veginn íslenzkum þjóð-
félagsveruleika á þeim tíma.
Engu er líkara en Ásgrímur Jónsson hafí
notið einhverrar handleiðslu til að komast
að settu marki. í fyrsta lagi komst hann
strax um fermingaraldur í vist í Húsinu á
Eyrarbakka, þar sem hann hlýtur að hafa
fengið nasasjón af myndlist úti í þeim stóra
heimi. Auk þess kynntist hann þar tónlist,
sem varð siðan önnur ástríða hans, þótt
Rútstaðalyáleiga í Gaulverjabæjarhreppi í Flóa. Þessa vatnslitamynd málaði Ásg