Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1986, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1986, Blaðsíða 10
Leitin að Búkolla, pennateikning, 1949. fegurðinni aldrei heyrt þetta fólk tengt við Bolholts- ætt; þó kann það að vera mögulegt. Í bókinni segir Hrafnhildur Schram, að meðal lista- manna af þessari ætt megi nefna Einar Jónsson, Nínu Tryggvadóttur og Einar Kristjánsson óperusöngvara. Það hefði mátt skilgreina þetta ögn nánar og taka fram, að Asgrímur er einn af afkomendum Guð- rúnar í Tungufelli sem telst ættmóðir 25 presta og biskupa og 10 myndlistarmanna. Sonarsonur Guðrúnar, Halldór bóndi í Ham- arsholti og Jötu í Hrunamannahreppi, var afi þeirra Einars Jónssonar og Asgríms. Hann var langafi Nínu Tryggvadóttur, en Eiríkur Smith, Alfreð Flóki og fleiri kunnir myndlistarmenn eru í 5. iið frá Halidóri. Jóhann Briem, sem Hrafnhildur nefnir þama til sögunnar, er að vísu kominn af Guðrúnu í Tungufelli; nánar tiltekið af sjmi hennar, séra Kolbeini latínuskáldi í Miðdal. Það er önnur grein_ á ættartré Guðrúnar; presta- greinin. En Ásgrímur er ekki af þeirri grein, heldur afkomandi Jóns, „lesara" í Tungu- felli, sem var annar sonur Guðrúnar. Aðeins er það vegna skyldleikans við svo marga myndlistarmenn, að fróðlegt er að gera nánari grein fyrir móðurætt Asgríms. Hinu má að sjálfsögðu ekki gleyma, að Jón Guðnason, faðir Ásgríms, var Þingeyingur og ágætur maður og dugandi. Þau hjón, Guðlaug Gísladóttir og Jón Guðnason, bjuggu þó ekki í Flóanum nema rúman ald- arfjórðung, en eftir það á mölinni í Reykjavík og Hafnarfirði. Rútstaðahjáleiga var kosta- lítið smákot eins og mörg önnur í Flóanum áður en byltingin varð þar með Flóaáveit- unni löngu síðar. En Ásgrími var útsýnið og víðsýnið kært og hann gerði bænum í Rútstaðahjáleigu hjartnæm skil í blíðlegri vatnslitamynd árið 1909 — þá var bærinn kominn í eyði. Glíman Við Vatnslitina Þegar Ásgrímur málaði þessa tæru vatns- litamynd af fæðingarstað sínum hafði hann glímt við vatnsliti í 5 ár að minnsta kosti. I bókinni er vatnslitamynd af Bamafossum í Borgarfírði frá árinu 1904 og tel ég afskap- lega ólíklegt að sú mynd sé meðal fyrstu vatnslitamyndanna sem Ásgrímur málaði eins og haldið er fram í bókinni. Til þess er hún alltof þróuð. Miklu líklegra er, að á bak við þessa mynd sé nokkurra ára þrot- laus æfíng í vatnslitatækni, enda liggur fyrir að Ásgrímur eignaðist vatnsliti þegar hann var ungur drengur á Bakkanum. Eg held að það sé vægast sagt vafasamt sem Hrafnhildur segir um Bamafossamyndina: „Hér leggur hann lit á pappírinn með óhrein- um pensli líkt og hann sé með olíuliti í höndunum og virðist ekki gera sér grein fyrir eiginleikum þessa efnis." Það er alveg rétt að Ásgrímur málaði léttari vatnslitamyndir síðar og lét þá stund- um glitta í pappírinn. Bamafossamyndin er fjarri þvl að vera með byijendabrag; hún hefur það gagnsæi, sem er einkenni góðs vatnslitar, og brúntónninn er afar ólíklega tilkominn af óhreinum pensli. Ég á líka bágt með að fella mig við þá kenningu, að Ásgrímur hafi nálgast Tumer í síðustu vatnslitamyndum sínum. Vatnslitamynd Ásgríms úr Skíðadal frá 1951 og haust- mynd frá Þingvallavatni, máluð 1949, eru þær síðustu í vatnslit, sem prentaðar eru í bókinni, og minna ekki vitundarögn á vatns- lit Tumers, enda voru það ólíkar stemmning- ar sem þeir höfðu fyrir augunum. Engin Skáldskaparárátta Það er hinsvegar ugglaust alveg rétt, þegar Hrafnhildur segir um listræna afstöðu málarans: Ásgrímurá fermingaraldri. Myndin tek- in við Húsið á Eyrarbakka. „í landslagsmyndum Ásgríms er enga táknhyggju að fínna né heldur togstreitu milli manns og náttúm. Þar býr enginn Guð reiðinnar, heldur leitar landið eftir sátt við ábúendur sína. (Þessa síðustu setningu skil ég raunar ekki.) Fyrir Ásgrími var leitin að fegurðinni næstum trúarlegs eðlis. Hann skynjaði Guð í tilverunni og um leið í ein- stökum náttúmfyrirbæmm, svo sem í tijágrein, steini eða vatnsfalli.“ Þama er komið að kjama málsins; nefni- lega leitinni að fegurðinni eins og hún birtist í náttúmnni á fögmm degi. Þessa fegurð sá Ásgrímur framanaf í fjarlægð blárra fjalla, en síðar, til dæmis um 1930, málaði hann Skriðufell og Langjökul við Hvítárvatn og sú mynd var síðan gefín Alexandríu drottningu, en er sem betur fer komin heim aftur og gleður augu gesta á Hótel Holti. Það er merkilegt, að nú hefur blái liturinn, sem til dæmis er á Tindafjallajökulsmynd- inni frá 1903, vikið fyrir miklu heitari litum; það er gulur bjarmi á jöklinum og mikið um heita liti í allri myndinni. Raunar má sjá, að þessi hiti í litnum var byijaður í stóm Heklumyndinni frá 1909. Ennþá síðar óx hitinn til muna; kannski fyrir áhrif frá van Gogh, kannski fyrir einhver áhrif frá Þor- valdi Skúlasyni eftir að þeir unnu samtímis ov-stíi nss ovv JdtS a c-q, wvcþ CSv.tvvSc'V'v^ . XM oyv\ S Málverk Ásgríms Jónssonar, Sumarnótt í Reykjavík, sem birt er á forsíðunni, var á sínum tímagefið dönskum skipstjóra, J.F. Aasberg, sem um langan tíma hafði verið skipstjóri í íslan dssiglingum og áttimarga vinihér. Ásgrímur varsér- staklega fenginn til að mála myndina til aðgefa hana skipstjóranum oggjöfinni fylgdi innhundið skjal með skrautrituð- um nöfnum 105 manna, sem óhætt er að segja að hafi allir verið þekktir borg- arar. Hér sést formálinn ogfimm fyrstu nöfnin. í Húsafelli 1941 — og kannski vom það áhrif frá abstrakti Svavars Guðnasonar eins og Hjörleifur bendir á. Að minnsta kosti fór Ásgrímur þá að beina sjónum sínum fullt eins mikið að rauðri mold í forgmnni en til fjallanna. Ég efast ekki um, að samt var það alltaf leitin að fegurðinni sem vakti fyrir honum. En þótt Ásgrímur teiknaði gjaman tröll og forynjur, sem venjulega bera svip hans sjálfs, var fjarri því að hann laumaði nokkm slíku inn í málverk sín, hvorki er hann málaði með olíulit né vatnslit. Það er vita- skuld samt ekki rétt að segja, að myndir Ásgríms séu skáldskaparlausar. Leitin að fegurðinni útheimti skáldlega túlkun á köfl- um. En huldufólkið vafðist ekki fyrir honum eins og Kjarval og þeirri myndrænu af- stöðu, sem birtist til dæmis bæði hjá Kjarval og Chagall, bregður ekki fyrir hjá Ásgrími. Hann hefur heldur ekki sótzt eftir þeim dramatísku áhrifum úr náttúmnni sem fylgja dimmviðri eða jafnvel illviðmm eins og oft kemur fyrir hjá Kjarval. Náttúrudrama ásgríms Það var annars konar drama í náttúmnn- ar ríki, sem var Ásgrími hugstætt: Eldgos — og einkum þó áhrif þeirra á fólk — flótt- inn undan eldgosum. Réttilega er bent á það í bókinni, að landslagsmyndir Ásgríms em alltaf mannlausar. Hann hefur hinsveg- ar fólk og hesta með þegar hann málar eldgosamyndir. Hrafnhildur Schram telur að áhugi þeirra Ásgríms og Einars Jónssonar á þjóðsagna- efni, hafi ekki verið íslenzkt fyrirbæri, heldur hafi þar verið komin áhrif frá symból- ismanum eða táknhyggjunni sem töluvert bar á úti í Evrópu um og eftir 1880 og átti rætur sínar í rómantísku stefnunni. Trúlega er það rétt ályktað. Það er út af fyrir sig merkilegt athugun- arefni hvemig þessi málari fegurðar og hinnar blíðlyndari ásjónu landsins gat orðið upptekinn af þessari hugmynd um hrylling eldgosa. Elzta myndin í bókinni af þessu myndefni er allar götur frá 1908, en það var þó ekki fyrr en eftir 1945 með tilkomu sterku litanna á paletti Ásgríms, að hann fór að ráði að vinna úr þessari hugmynd. Fyrir utan eldgosin, nátttröll og nokkuð svo válegar skessur í þjóðsagnamyndum sínum, man ég aðeins einu sinni eftir því að Ás- grímur spreytti sig á hádramatísku efni; nefnilega Höllu, konu Fjalla-Eyvindar, þar sem hún er í þann veginn að varpa bami sínu í beljandi jökulfljót á flótta undan byggðamönnum. Ennþá einu sinni er efni- viðurinn flótti. Það er svo annað mál og kemur myndinni ekkert við, hvort sá at- burður átti sér nokkum tímann stað. Útilegumannasögur voru hluti af daglegum veruleika fólks þegar Ásgrímur var alast upp í Flóanum, ekki sízt sögur af Höllu og Eyvindi sem var Hreppamaður eins og Ás- grímur. En það er önnur saga. Hrafnhildur rekur skilmerkilega hvemig þessi áhugi Ásgríms á eldgosum byijaði og byggir þar á.endurminningu hans sjálfs. Það er að vísu Ásgrímur ásamt Herdísi Jónasdóttur ráðskonu á Húsafelli og Guðrúnu Jónsdóttur vinnukonu. p^aptajn fS bebes mobtci^e vnebjÍJtyenöt C5Ylaterl en Sommermtb -r i 3V«v)kjav)tk Ul o)Uin6ö, onv ben iantje 03 terejkvlbe ^cuv 3sWb 03 41 (fv'vnðri.ng om -Scrmar 5)c. vanbí:. JVeyVvjauik b, 26/pnútyl

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.