Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1986, Síða 11
heldur vafasamt að gosið í Krakatindi, þeg-
ar Ásgrímur var aðeins tæpra tveggja ára,
hafi getað haft þessi áhrif á bam í svo
mikilli fjarlægð. Hann hefur orðið ofsa-
hræddur við eitthvað; það er nokkuð ljóst,
en kannski seinna sett það í samband við
gosið.
ÁHRIFIN Frá ásgrími
Ásgrímur Jónsson varð þó nokkur áhrifa-
valdur í íslenzkri myndlist. Hægt er að benda
á listamenn sem reynt hafa að fara í spor
Ásgríms, stundum allt að því bókstaflega
með því að finna nákvæmlega staði þar sem
hann stóð og málaði. Það er annað merki-
legt athugunarefni að Jón Stefánsson hefur
einnig haft áhrif á suma eftirkomendur sína
í listinni, en Kjarval, Gunnlaugur Scheving
og Jón Engilberts varla svo merkjanlegt sé.
Þeir, sem hafa farið í smiðju til Ásgríms,
hafa ekki unnið frekar úr eldgosaþemanu
og þaðan af síður teiknað tröll. Það em
hinar litfögru landslagsmyndir Ásgríms,
sem hafa haft áhrif til eftirbreytni, og líkast
til vegna þess að ekkert í myndlist er út-
gengilegri vara en fagurlega málað lands-
lag. Hvort það eru áhrif frá landinu sjálfu
eða meistaratökum þeirra Ásgríms og
Kjarvals á þessu myndefni skal ósagt látið.
í Góðum Félagsskap
Á HÚSAFELLI
í bókinni drepur Hjörleifur Sigurðsson á
„seið Húsafells" — það má ugglaust telja
til staðreynda í lífi Ásgríms, að þessi staður
hafði sérstakt aðdráttarafl á hann, en fleiri
málarar vöndu komur sínar þangað á tímá-
bili. Hjörleifur telur að Ásgrímur hljóti að
hafa verið „einkennilegur fugl á meðal
sveitafólksins sem gekk til starfa sinna dag
hvem bæði úti og inni og lét kenjar náttúru-
aflanna sem minnst á sig fá“. Þessi ályktun
tel ég að sé mjög vafasöm. Þarna hefur
Ásgrímur einmitt fundið sig meðal vina og
gerþekkt bæði talsmáta og hugsunarhátt
sem alls staðar var svipaður í bændaþjóð-
félaginu íslenzka. í endurminningum
Ásgríms, sem Tómas Guðmundsson skráði
og drepið er á í bókinni, kemnr fram að
þama kunni hann vel við sig og líklegt má
telja, að það hafi ekki bara verið Strútur-
inn, Eiríksjökull og skógurinn, sem drógu
hann þangað, heldur mannlegt samneyti
sem kannske hefur gefíð honum meira en
það sem hann bjó við á mölinni syðra.
Til þeirrar sögu em einkum nefndar tvær
konur, Ástríður Þorsteinsdóttir, sem þá bjó
á Húsafelli, skyggn bæði á málverk og það
sem var annars heims. Hin var frændkona
hennar, Guðrún Jónsdóttir, kölluð vinnu-
kona. Ásgrímur segin „Hún bar líka
furðulegt skyn á málverk og hafði mikla
ánægju af þeim.“
Er þetta ekki merkilegt, en segir um leið
þá sögu, að vel greint fólk, sem alið er upp
við sögur og ljóð, er fljótt að tileinka sér
það sem virzt gæti framandi. Um það segir
Hjörleifur réttilega:
„En hér hefur hin rómaða sveitamenning
búið jarðveginn: bóklestur, almennt þekk-
ingarhungur og ljóðaást. Það er einsætt,
að á Húsafelli eignaðist Ásgrímur Jónsson
ósvikna aðdáendur sem lærðu skjótt að líta
á hann eins og hvem annan verkamann í
víngarði drottins."
Þegar á allt er litið er margt vel og rétti-
lega athugað í þessari bók um Ásgrím
Jónsson hjá þeim Hrafnhildi og Hjörleifi
þótt annað orki tvímælis eins og hér hefur
verið drepið á. Bókin er sennilega mátulega
íburðarmikil fyrir markaðinn hér; hún ætti
ekki að setja útgefenduma á hausinn og
verður seld á því verði sem viðráðanlegt
verður að telja. Það heitir að sníða sér stakk
eftir vexti og hefur aldrei þótt slæmt.
Á þessum „támjóu tímum“, eins og einn
af ungu málurunum komst að orði, situr
leitin að fegurðinni ekki í fyrirrúmi hjá
þeirri kynslóð sem enn er í mótun og lítur
eftir fyrirmyndum til ýmissa átta. Sumum
finnst áreiðanlega að þar sé ljótleikinn í
töluverðum metum og þá er því til að svara,
að veröldin í kringum okkur með sitt of-
beldi, eiturlyf og stríðsótta er ekki beint til
þess fallin að ýta undir leit að fegurð —
og listin á að endurspegla þann tíma sem
hún verður til á. En það er annað lögmál,
að flest í tilvemnni virðist ganga í hringi;
áður en langt um líður komum við aftur
þangað sem lagt var af stað, en þykjumst
auðvitað sjá hlutina í nýju ljósi. Á slíkum
og þvílíkum tímum er gott til mótvægis að
fá upp í hendumar fallega bók um Ásgrím
Jónsson sem er í eldgosamyndunum sínum
furðulega nærri þeim nútímamálurum, sem
sífellt eru að útmála voðann, en sýnir þeim
og öllum öðrum, að það er til önnur hlið á
náttúrunni og tilverunni — þar sem fegurð-
in ríkir ein.
Gísli Sigurðsson
Drap ég mann eða drap ég ekki mann.
5. hluti
Hver drap mann?
kúlamál bárust langt út yfir Skurðsmál, mál-
skjölin, sem send voru Hæstarétti, voru 220
skrifaðar arkir í foliustærð eða 880 síður. Og
langmestur hlutinn um embættisfærslu Skúla
aðra en í Skurðsmálinu, þótt skurðsmál væru
••Hæstiréttur Danmerk-
ur sýknaði Skúla af
öllum ákærum. Sá dóm-
ur var alger sleggjudóm-
ur. Danirnir botnuðu
ekkert í allri þessari
lönguvitleysu, flettu ekki
einu sinni í gegnum
bunkann, að því er
virðist.
44
EFTIR ÁSGEIR
JAKOBSSON
upphaf Skúlamála og þar væri einnig að
fínna einu ákæruna, sem talin voru til saka.
Landsyfírréttardómurinn, að ekki sé talað
um Hæstaréttardóminn, er litaður af því
áliti dómenda sem annarra, að málarekstur-
inn gegn Skúla sé sprottinn af óvild lands-
höfðingja á Skúla og það hafi aldrei verið
neitt tilefni til rannsóknarinnar, heldur
áminningar eða einhverrar sektar vegna
ágallans í bókun á ástæðunni fyrir vatns-
og brauðsetunni. Önnur meðferð á Sigurði
Jóhannssyni var ekki talin til saka, ekki
einu sinni ámælisverð, sumt ekki nóg sann-
að, annað réttlætanlegt.
Þessar voru ályktanir Landsyfirréttar í
Skurðsþætti
Landsyfirréttur áleit Skúla ekki hafa bak-
að sér ábyrgð með því að fara ekki til
Flateyrar fyrr en viku eftir að hann fékk
bréf hreppstjórans og ekki heldur fyrir þau
mistök, sem urðu á rannsókninni þar.
Þá var og Skúli sýknaður af öllum ákær-
um um ólöglega hörku, ekkert væri sannað
um kulda umfram það, sem algengt væri í
húsum manna, aðbúnaðurinn var sagður í
sumum atriðum fremur lélegnr, en hins-
vegar hafí hann ekki verið óforsvaranlegur
eða svo, að Skúli ætti að sæta ábyrgð fyrir
hann.
Þá var það ekki talið ámælisvert að svipta
Sigurð ljósi af því að hann kvað rímur svo
hátt að fólk í næstu húsum kvartaði. Ekki
þótti heldur sök að Skúli hafði aldrei hleypt
fanganum útí fangelsisgarðinn. Mataræði
var sagt hafa verið óaðfínnanlegt.
Eina, sem Landsyfírrétturinn taldi sak-
næmt í Skurðsmálinu var brot á því ákvæði
hegningarlaganna að aðvara bæri fangann
áður en hann væri settur á vatn og brauð,
og bóka ástæðuna fyrir því. Rétturinn tók
þó vægt á þessuum yfírsjónum Skúla, taldi
orsökina vera, að hann hafí ekki verið kunn-
ugur konungsbréfí frá 23. okt. 1795 um
þetta efni.
Hæstiréttur Danmerkur sýknaði Skúla
af öllum ákærum. Sá dómur var alger
sleggjudómur. Danirnir botnuðu ekkert í
allri þessari lönguvitleysu, flettu ekki einu
sinni í gegnum bunkann, að því er virðist.
Magnúsi landshöfðingja hafði þótt Lands-
yfirréttardómurinn of vægur og áfrýjaði,
en virðist ekki hafa fylgt málinu eftir fyrir
Hæstarétti. Sennilega haldið sig öruggan
með þyngri dóm í Hæstarétti, ekki varað
sig á þeim breytingum, sem orðnar voru í
stjómmálunum í Danmörku með sigri vinstri
manna. Hér var íhaldssamur Estrup-maður
að þjarma að vinstri sinnuðum embættis-
manni. Það var ekki lengur vinsælt fyrirbæri
fyrir dönskum rétti.
Þá er ekki ofmælt, að sækjandinn hafí
staðið einkennilega að sínum málflutningi.
Hann bytjaði á að tala illa um Lárus, sem
hann var að flytja málið fyrir. Sem sagt,
Magnús og Lárus glutruðu niður máli sínu
og var það svo sem ágætt.
Skúli Thoroddsen var gáfaður hugsjóna-
maður og kom með ferskt loft inní íslenzka
pólitík og hann var einnig þarfur maður
fyrir vestan, en sagan sýnir Skúla ákaflega
reikulan í hugsjónapólitík sinni, oft hreinan
eiginhagsmunamann. Hann virðist hafa ver-
ið ákaflega blendinn að skapgerð. Það er
nú oft svo, að þeir sem öðlast vinsældir al-
þýðu manna eru annað hvort heimskir
gasprarar eða tvöfaldir í roðinu.
Það var margt, sem mér þótti snemma
athugavert við manninn Skúla Thoroddsen,
en fjölmargt, þegar ég hafði lesið Jónsbók
um Skúla. Jón Guðnason á heiður skilinn
fyrir að taka saman bók, sem er svo rík
af frumheimildum, að það getur hver les-
andinn dregið sínar ályktanir um manninn
Skúla. Andstæðingarnir eru náttúrlega
óþokkar, eins og í öllum bókum um Skúla.
Ég er uppalinn í algeru Skúlaplássi. Það
eymdi eftir af Skúladýrkun hjá miðaldra
fólki á mínum uppvaxtarárum. Vinsældir
Skúla áttu sér margar orsakir og þær sum-
ar verið nefndar hér fyrr.
Hann var glæsilegur maður, vel máli far-
inn og ritfær, og réði fyrir eina blaðinu í
íjórðungnum; hann talaði sem hugsjóna-
maður, frá hjartanu, og það sem kemur frá
hjartanu fer til hjartans, sagði Benedikt
Sveinsson, hinn fyrri, réttilega, en því er
nú verr að það fer þaðan til heilans og verð-
ur þar tóm vitleysa oftast, en það er önnur
og lengri saga; þá átti og Skúli öfluga bak-.
hjarla, svo sem áður er getið; og loks var
hann á réttu róli, kom í öldu, sem var að
rísa með forystumönnum í héraði gegn
kaupmannavaldi, og sú alda bar Skúla á
toppi sér til frægðar. Menn sáu hann sem
harðan talsmann sinna eigin skoðana.
Þá er að nefna ýmislegt, sem gerir mann-
inn Skúla öðrum þræði ógeðfelldan.
Á manni að geðjast að þeim, sem skrifa
nafnlausar níðgreinar? Eiga ekki menn ann-
að hvort að láta þau skrif óbirt eða standa
við þau með nafni sínu? Ekki er það tii að
sæta soðið um Skúla, að hann er dulbúinn
ritstjóri blaðsins, sem greinarnar birtast í
og forstjóri prentsmiðjunnar, en lætur svo
unglingspilt í prentsmiðjunni taka ábyrgð á
skrifunum og hefur hann ófullveðja, og þá
í raun engin ábyrgðin, en drengnum kann,
að hafa fundizt sinn hlutur ekki góður, þeg-
ar hann eltist. Hvað á manni svo að finnast
um þann, sem skrifar yfirmanni sínum,
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. NÓVEMBER 1986 1 1