Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1989, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1989, Síða 15
Halldór Kiljan Laxness, nóbels- skáld okkar Íslendinga. Heimsókn í klaustrið verða gerð skil síðar. Þjóðhátíðardagurinn í Lúxemborg 23. júní er þjóðhátíðardagur í Lúxemborg. í ár er mikið um dýrðir. Litla, landbundna þjóðin, með aðeins fleiri íbúa en Island (364.000) — fagnar 150 ára sjálf- stæði. Á þjóðhátíðardaginn er líka haldið upp á afmæli stórhertog- ans. Núna er sérstök ástæða. Stórhertoginn hefur setið við völd í 25 ár. Að kvöldi 22. júní horfum við á mikla flugeldasýningu í höf- uðborginni. í öllum regnbogans litum springa flugeldar yfir höfði okkar og lýsa upp höll hertogans og brúna yfir Petrusse-dalinn. Það skiptir engu máli þó að úðarigni. Smáríkið Lúxemborg, upphaflega hið ósigrandi kastalavirki í miðri Evrópu, er í hátíðarskapi. Það kemur spánskt fýrir sjónir íslendings að horfa á hersýningu í tilefni þjóðhátíðar. Hvaða gildi hefur smáher í Lúxemborg?„Her- sýningin er meira táknræn, bund- in af aldalöngum hefðum kastala- virkisins," segir leiðsögumaður okkar, George Hausemer, yfir- maður ferðamála í Lúxemborg. Stórhertoginn kannar heiðurs- vörðinn. Einkennisklædd lögregla á mótorhjólum sýnir ærandi spymur. Felumálaðir jeppar og landgönguliðar aka framhjá áhorfendaskaranum. Klukkan 11 hefst hátíðarmessa í dómkirkj- unni. Stórhertogahjónin sitja í heiðursstúku. Skartbúnar konur með hatta. Einkennisklæddir hershöfðingjat. Kjólklæddir virðu- legir menn. Og tónlistin hljómar vel í gömlu dómkirkjunni. Uppi á veggjum hanga skiidir allra fylkj- anna, sem eitt sinn tilheyrðu Lúx- emborg. Mörg þeirra eru horfin inn í Þýskaland eða Frakkland. Kastalavirkið Lúxemborg hefur alltaf verið að minnka. Hvernig er fyrir íbúa Lúxem- borgar að tilheyra allt í einu ann- arri þjóð? „Kannski ekki eins er- fitt og íslendingar hugsa sér,“ segir George. „011 þjóðin talar í raun þtjú tungurhál, þýsku, frönsku og lúxemborgísku. Við erum fyrst og fremst Evrópubúar, þó aldrei hafi verið mikilvægara fyrir okkur að halda okkar þjóða- reinkennum. Við bindum mjög miklar vonir við sameinuð Evr- ópuríki." I tilefni-150 ára sjálf- stæðisafmælisins er viðamikil sýning, sem ber nafnið „Frá fylki til sjálfstæðrar þjóðar: 1839- 1989.“ Evrópa — Evrópa. Með því að ganga í gegnum sögu litla kastalavirkisins, fer maður að skilja hvers vegna íbúar í Lúxem- borg binda svona miklar vonir við sameinuð Evrópuríki! UPPLÝSINGAR: Verð á tveggja manna hótelherbergjum með baði er að jafnaði 2.100-4.500 krónur. Þau eru tiltölulega dýrari í höfuðborginni. Máltíð dagsins á útiveit- ingahúsum er frá 290 til 525 krónur. Bjórglas kostar um 30-40 krónur. Hvítvínsglas 45-85 krónur. Hvítvínsflaska í verslun 150-240 krónur og í veit- ingahúsi 375-900 krónur, fer að sjálfsögðu eftir gæð- um (miðað við lúxem- borgískt vin). Vikuleiga á bíl (í A-flokki) er um 15.000 krónur. Talið hefur verið hagstætt að taka bíla- leigubíl í Lúxemborg, en sjálfsagt er að bera saman verð þar og í nágrannalönd- um. Nánari upplýsingar hjá: Office National Du Tourisme, 77, rue d’Anvers, L-1130 Luxemborg. Við íslendingar vi(jum auglýsa Island sem heilsuræktarland. Við eigum að vísu nóg af heitu vatni og heitum leirböðum. En ekkert heilsuhæli! Jafhvel litla ríkið Lúxemborg, sem á engar heitar uppsprettur, státar sig af nýtískulegu heilsuhæli. En það reyndist þeim dýrt. Heilsuhælið í Lúxemborg var opnað í maí 1988 í bænum Mond- orf les Bains. Geysilega mikið er í það lagt og vafasamt að fram- kvæmdin sem slík borgi sig nokk- urn tíma upp. Þrektækjasalir með nýjasta búnaði. Nudd- og snyrti- stofa sem lofar yngingu um nokk- ur ár! Stór útisundlaug, meira eins og heitur pottur. Gufubað í hefð- bundnu finnsku bjálkahúsi. Inni- hlaupabrautir þar sem gestir í hvítum sloppum hamast við að komast úr sporunum. Náttúru- fæði og heilsudrykkir. Hérna á að vera auðvelt að grenna sig, losna við bakverki og vöðvabólgu. Ganga inn í reykinganámskeið. Eða eins og þeir segja: „Ganga út eftir vikudvöl með endurnýjað- an líkama.“ Hreint ekki svo lítið loforð! Ég tók eftir að Lúxemborg- arbúar urðu hálf vandræðalegir, Nýja heilsuhælið í Lúxemborg Að endurnýja lík- amann í Lúxemborg þegar minnst var á heilsuhælið. Hvers vegna? Jú, ekkert mann- virki hefur verið meira umdeilt í Lúxemborg. Byggingin tók 10 ár og kostaði tvo ráðherra stöðurn- ar! Alltaf var verið að breyta út frá teikningum. Fyrst var hótelið byggt sem lúxushótel. En síðan var óttast að það yrði of dýrt fyr- ir hinn almenna ferðamann. Allur fíni búnaðurinn var rifinn niður og ódýrari settur í staðinn. Vafa- samur sparnaður það! Og stöðugt var verið að festa kaup á nýrri og fullkomnari búnaði. Að sjálf- sögðu fór fjárhagsáætlun úr öllum böndum. Nokkuð sem við íslend- ingar þekkjum vel. Enginn veit í raun hvað heilsuhælið kostaði, en giskað er á nokkra milljarða franka! En heilsuhælið er þarna. Glæsilegt og nýtískulegt i fallegu umhverfi. Lúxemborgarbúar mega vera stoltir af því. Margir eiga eflaust eftir að leggja leið sína þangað, því hver viíl ekki vera betur á sig kominn líkam- lega? Heimilisfang: Mondorf-Les-Bains, B.P.2, L-5601. Vatnið í útilauginni er alltaf 35 gráðu heitt. Nudd og leirmeðferð við bakverkjum Flýtið ykkur hægt í sólina! Strax og vinnuviku Iýkur, þeysast allir ferðafærir Sunnlending- ar út í bíl og steftia í sólina fyrir norðan eða á suðaustur- horninu. Mörgum liggur svo mikið á, að þeir eyða ekki dýrmæt- um fríklukkustundum í útbúnað fyrir ferðina! Ferðablaðið hafði samband við gististaði „sólarmegin á landinu“ og þeir höfðu ýmislegt spaugi- legt að segja af ferðamönnum, sem flýttu sér of mikið í sólina. „Tjaldið vantaði, þegar átti að fara að tjalda. Aðeins tjaldhim- inn í skottinu. Önnur hjón voru að vísu með tjald, en engar dýn- ur eða svefnpoka! En þau kipptu sér ekkert upp við það, segir húsfrú hjá Ferðaþjónustu bænda.“ En aldrei þessu vant eru allir Sunnlendingar með regnfatnað! Hvernig skyldi ann- ars standa á því? Margir (á sólar- svæðunum) sem bjóða bæði svefnpokagistingu og uppbúin rúm, segja að aldrei hafi verið meiri eftirspurn eftir uppbúnum rúmum hjá íslendingum. Og aldrei hafi fleiri íslenskir ferða- menn keypt tilbúnar máltíðir. Sunnlenskir ferðamenn koma á sólarsvæðin, án þess að vera með örugga gistingu, án tjaldbúnaðar og sofa margir í bílunum. Þetta er kannski spaugilegt í augum þeirra, sem eru „sólar- megin í lífinu“ — núna — og eru að bráðna í hitabylgjum. En við hin, sem erum að rigna niður, skiljum þetta afar vel. Veðrið hefur allt að segja í ferðalagi um ísland. En umfram allt akið varlega. Þið njótið sólarinnar því betur, því meira sem þið þurfið að hafa fyrir að nálgast hana. Ferðamaður við öllu búinn! LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. JÚLÍ 1989 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.