Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1989, Blaðsíða 3
[m1 © E [q] 5Z! ® [1] E ® @ d] ÍH ® ®
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.:
Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías
Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð-
arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.:
Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baidvin Jóns-
son. Ritstjórn: Aðalstrœti 6. Sími 691100.
Vídeó-
skúlptúr
telsttil hinna nýrri listgreina. Yfirlitssýning á verkum
45 listamanna í greininni er nú í Köln í Vestur-Þýska-
landi.
Forsídan
Forsíðumyndin er af verki Errós, „Tyrkneska baðhús-
ið“, en hún er meðal verka á sýningu hans sem verður
opnuð áKjarvalsstöðum 16. september. Börkur Arnar-
son tók myndina.
Hávamál
Handan við Hávamál er fyrsta grein Hermanns Pálsson-
ar af þremur um efnið. Hér er meðal annars vikið að
áhrifum Óvíðs ekki síst Manvéla þar sem mönnum eru
lögð til heilræði við að gilja konur.
Ferdabladid
Björn Ólafsson lýsir reynslu sinni og félaga síns í fjall-
göngu eða klifurferð upp á MacKinley-tind í Alaska.
STEFÁN HÖRÐUR
GRÍMSSON
Endurskin
,Getur það veríð
að við lifum
einungis hádag
eilegar blánótt
sem við gleymum?
að allt hitt
sem við lifum
sé bara aðdragandi
og endurskin?
Ýmsir fullyrða
að tunglsljós
sé heillandi
og hér verður
engum hallmælt
fyrir þá skoðun.
r] B E 1
Samanburðar-
sálarkreppa
Finnst ykkur þetta ekki fínt
orð í fyrirsögninni? Það er
haft um algengt fýrirbrigði
í sálarlífi manna, þ.e. þeg-
ar menn verja of miklum
tíma til þess að bera sjálfa
sig saman við aðra og hafa
nagandi grun um, að niðurstaðan verði hin-
um í hag. Hæfilegur samanburður á að
verka hvetjandi, en óhæfilegur letjandi eða
jafnvel lamandi. Auðvitað er eðlilegt, að
menn mæli sig að einhveiju leyti við aðra,
en þegar það er gert í óhófi, á það að valda
hinni frægu minnimáttarkennd. Eða orsakar
upphafleg minnimáttarkennd ef til vill
sífellda samanburðaráráttu? Hvað er orsök,
og hvað er afleiðing?
Samanburðurinn er svo sagður valda öf-
und og afbrýðisemi. Einstaklingum og hóp-
um, jafnvel heilum þjóðum, fínnst, að þeir
séu jafnvel af guði gerðir (eða betur) en
aðrir. Samt gengur allt svo bölvanlega hjá
þeim, en vel hjá hinum. Þá er farið að leita
orsaka, og þægilegastar þeirra eru fordóm-
ar. Þá þarf ekki einu sinni að rökstyðja
(annars væru þeir ekki fordómar).
Öfund er áreiðanlega máttugt afl í stjóm-
málum, því að margur hyggur auð í annars
garði. Þýzkur þjóðfélagsfræðingur hefur
skrifað bók um öfund („Der Neid“), þar sem
hann fullyrðir, að hún sé mestur og verstur
áhrifavaldur í innanlandsstjórnmálum hvers
ríkis og stundum líka í utanríkisstjórn-
málum. Margir stjórnmálamenn, lýðskrum-
arar og þjóðskrumarar (demagógar og póp-
úlistar) hafi komizt til valda með því að
leika á strengi hennar hjá öllum, sem ímyndi
sér, að þeir séu settir hjá í þjóðfélaginu, séu
„litli maðurinn", hvort sem það er vegna
uppruna, menntunar(leysis), stéttar, búsetu
eða annars. Öðrum líði vel á kostnað þeirra,
og því þurfi að breyta. Hið svokallaða „þjóð-
félag“ eða „samfélag", — þessi afmarkaða
hrúga af einstaklingum — , er þá gert að
lifandi, hugsandi skepnu, sem ráðast þarf
gegn, drepa eða breyta verulega.
Mér datt þetta í hug, af því að í sumar
hef ég orðið var við nýtt vandamál í íslenzka
þjóðfélaginu. Reyndar virðist það vera
tvíþætt, og myndu Kínveijar sjálfsagt kalla
það „tvöfalda óhamingju".
Einn þeirra, sem skrifar dálka Yíkveija
í kjallaranum hjá Velvakanda á höfuðbóli
Lesbókar, Morgunblaðinu, hefur skrifað
a.m.k. tvívegis um áhyggjur sínar af því,
að gamla rúgbrauðsgerðin við Skúlagötu
skuli enn vera kölluð gamla rúgbrauðs-
gerðin. Finnst honum það ekki nógu fínt
nafn lengur á húshjalli þessum, eftir að
hann var dubbaður upp í það að vera „Stat-
ens Festlokaler", eins og það heitir á
skandínavísku, en þetta fyrirbæri þekkist
líka hjá frændunum góðu á Norðurlöndum,
að helztu vinnumenn á þjóðarbúinu þurfi
að hafa sérstakt hús til þess að halda sjálf-
um sér og öðrum veizlur á kostnað almenn-
ings. (Lesandinn tekur væntanlega eftir
því, að í niðurlagi síðustu setningar hef ég
tileinkað mér orðalag þjóðskrumara, eða
hvað?). Reyndar minnir mig, að samsvar-
andi smáhöll við Parkveien í Ósló sé enn
kennd við olíuhreinsunarkompaní nokkurt,
Petrofina, sem þar hafði kontóra sína fyrr
á árum, og hefur það ekki komið að sök,
svo að mér sé kunnugt um. A.m.k. virðast
gestir í þessari „palazzina“ norska ríkisins
koma ríkisgreiddum mat og drykk vel nið-
ur, þrátt fyrir hina óvirðulegu fortíð húss-
ins, sem geymist í nafni þess. Hvað sem
því líður, þá var húsið mikla við Skúlagötu
byggt til þess að baka þar rúgbrauð, og því
skyldi það ekki mega halda sínu gamla og
merkingarþrungna nafni, þótt það gegni
öðru (og æðra?) hlutverki um stundarsakir?
Menn ganga í'samtök til að vernda hús, en
þarf ekki alveg eins að vernda nöfn þeirra?
Annars ættu ríkisbústjórar okkar að geta
haldið veizlur sínar á venjulegum veitinga-
stöðum, sem nóg er af í bænum. Þetta ríkis-
rekna samkomuhús, þar sem vinnufólk
skattþegna heldur hóf sín á kostnað vinnu-
veitenda sinna óaðspurðra, er því með öllu
óþarft. Raunar þykir það ekki nógu fínt
undir allrafínustu boðin, svo sem kónga-
veizlur, en nokkurs taugatitrings hefur
gætt hjá íslenzka lágaðlinum, eftir að blöð-
in tóku upp á þeim skolla að birta lista yfír
boðsgesti þá, sem fá að sitja til borðs með
konungbornu fólki suðrænu — eða jafnvel
bara norrænum ráðherrum. Mörgum mak-
legum mun þykja, að ýmsum alls ómakleg-
um sé boðið, en slíkt veldur sem kunnugt
er innibyrgðum harmi í heimahúsum („sál-
rænm samanburðarkreppu"), sem ekki er
hægt að bera á torg til þess að fá útrás.
Því var í sumar sorg í mörgu húsi, af því
að pabbi var ekki boðinn. Ömurleg reynsla
sannar, að bezt er að halda slíkum listum
vandlega leyndum, sbr. skrif ýmissa í Þjóð-
viljanum um árið, þegar flokkssystkin þeirra
sáust óvart á myndum úr partíum í banda-
ríska sendiráðinu og sættu aðkasti fyrir
bragðið. Sum höfðu nefnilega sézt áður á
öðrum myndum, sem teknar voru utan dyra
sendiráðsins af mótmælahópum. Þetta var
allt mjög raunalegt. Forsætisráðuneytið
hefur nú neyðzt til þess að senda frá sér
opinbera yfirlýsingu um „gildandi megin-
reglur“ við val helztu höfðingja í eftirsótt-
ustu matarboðin, en mér hefur skilizt, að
sízt hafi dregið úr sviða utanþröskuldafólks
við það, og sannast hér enn, að saman-
burður veldur öfund. Með þessum nafnbirt-
ingum og „gildandi meginreglum“ er
kannske að myndast hér vísir að aðals-
mannatali (Gotha og Debrett) eða a.m.k.
skipting eftir „Rang“, eins og í gamla daga.
Fáum við þá ekki aftur kammerráð og kanz-
ellíráð, jafnvel geheime-etazráð? Nú, nú,
sleppum því, en minnumst hins, að fyrr-
greindur Víkveiji óskar eftir tillögum um
nafn við hæfi handa gömlu rúgbrauðsgerð-
inni. í samræmi við nafngiftir á hvers kon-
ar skrallhúsum og félagsheimilum, þegar
tíguleg fomyrði, heiti á bústöðum Ása og
Vana, fornkonunga og sækonunga, em
dregin nauðug viljug út úr Eddurökkri
Sæmundar og Snorra og fram í glannalega
rafljósabirtu nútímans, finnst mér aðeins
eitt nafn koma til greina: Glæsivellir. Með
tilvísun til kvæðis Gríms Thomsens gæti
veizlustjóri (magister eða rex bibendi;
drykkjukonungur eða skálasjóli) hveiju sinni
nefnzt Goðmundur kóngur, og væri þá allt
mjög við hæfi. >
MAGNÚS ÞÓRÐARSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. SEPTEMBER 1989 3