Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1989, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1989, Blaðsíða 8
* (il f jíðí skóginuin. A myndinni eru skiptinemar af ýmsu þjóðerni ogstarfsmenn AFS. Ur dagbók skiptinema Hvar er Island í hugum unglinga í Panama? Eyja í grennd við Ástralíu eða Púerto Rico — kannski fylki í Bandaríkjunum? Kolbrá t.h með Aidu, panamskri „syst- ur“ sinni og Veró vinkonu hennar. að er kominn september og ég hef verið hér í fallega fjallaþorpinu mínu, Boquete síðan í febrúar. Rigningin steypist niður í stríðum straumum og öðru hverju, koma háværar þrumur. Ég þorfi heilluð út í rigninguna og „Það eru slæmir tímar hjá okkur núna. Við reynum að gleyma með því að gera okkur glaðan dag. Það er ágætt, en líka slæmt. Þegar við skemmtum okkur hverfa vandamálin og gleymast og Noriega veit það. Svo þegar skemmtuninni lýkur er hann búinn að framkvæma það sem við vildum ekki. En þá getum við ekkert gert.“ Eftir KOLBRÁ HÖSKtJLÐSDÓTTUR Alberto „bróðir rninn" og Blesi gróðurlyktin streymir til mín inn um gluggann. Eg og fjórir aðrir íslenskir krakkar erum skiptinemar í Panama þetta árið. Við höfum hist nokkrum sinnum, og óhætt að segja að öllum hefur gengið vel. Tíminn hefur liðið hratt og ég hef upplifað svo margt, séð nýjan heim — allt öðruvísi en heima. Ég hafði engan sérstakan áhuga á erlend- um málefnum þegar ég kom hingað og var ekkert'að velta fyrir mér stjómmálunum hér. En hér er alveg óhjákvæmilegt að maður fari að hugsa um þau. Ég hafði ekki verið lengi þegar ég fann hversu innanlandsástand- ið hvílir þungt á öllum þorra manna. Það var mikill kvíði í fólki vegna kosninganna í maí- byijun, menn töldu víst að Noriega myndi falsa niðurstöðumar af þvi flestir gerðu ráð fyrir að þær yrðu stjórnandstöðunni í hag. Eg hitti annan frambjóðandann til varafor- seta þegar hann var í kosningaferð í David, borg sem er í klukkutíma fjarlægð héðan. Ég gaf honum lítinn íslandsfána. Óhjákvæmilegt var að við skiptinemarnir yrðum vör við undirbúninginn fyrir kosning- arnar, það vora baráttufundir alls staðar, flögg og veggspjöld með og móti Noriega. Fjölskylda mín er mjög andsnúin hershöfð- ingjanum og ég fékk að heyra hinar verstu sögur af honum. Við skiptinemamir voru ansi áhyggjufullir. Við voram einnig hrædd um að við yrðum að skipta um land ef mikil vandamál kæmu uppá og það vildum við síst. Því ákvað AFS að fara með okkur á einka- strönd meðan kosningahrinan stóð.yfir. Við dvöldum í húsi sem Torrijos heitinn og fyrr- verandi hershöfðingi hafði átt. Þarria lifðum við yndislegu lífi, við gengum á íjöli og fóram um regnskóginn, svömluðum í sjónum, söfn- uðum brúnku á okkur og á kvöldin sátum við og sungum við varðeld og kenndum hinum krökkunum íslenska söngva. Einn morgunínn gekk ég niður á ströndina og horfði á daginn vakna. Fiskimennirnir vora að byija að brölta í bátana, fólk í morgunskokki og kona kom með syijað barn að horfa á lífið. Þetta var falleg stund. Þegar við huifum hvert til síns heima á ný var allt orðið strangara. Fjölskyldur okkar vildu helst ekki leyfa okkur að ganga á götum úti af ótta við að lögregla og hermenn héldu að við værum Ameríkanar og færa að áreita okkur. Eða við þyrftum að veijast ágengni þeirra andstæðinga stjómarandstöðunnar sem vildu tjá sig um að Bush ætti að gera eitthvað í málinu. Sífellt þurftum við að ganga um með nafnskírteini eða vegabréf. Þegar við fengum send íslensk blöð með fréttum af óeirðunum fengum við algert sjokk, því að hér hafði eiginlega ekki verið gert neitt úr þessu. Svo fóra menn að einblína vonaraug- um á 1. september þegar forsetaskipti áttu að verða. En Noriega var búinn að koma fram í sjónvarpi og brosti sínu mesta tannbursta- brosi og var hvergi smeykur. Því kom okkur ekki á óvart að engin forsetaskipti urðu 1. september. Margir vona að Bandaríkjamenn geri eitthvað til að koma Noriega frá en það hefur ekkert gerst enn. Byltingartilraunin um daginn rann út í sandinn og margir era mjög gramir og segja að Ameríkanar hefðu átt að ganga til Iiðs við vanbúna uppreisnarmenn. En nóg um pólitíkina í bili. Við Islendingarnir fimm vissum ekki mikið hvað beið okkar þegar við lögðum af stað til Panama. í sjálfu sér vissum við líka harla lítið um landið, sama og ekkert. Frá íslandi fórum við til New York og síðan Miami og þar bættust í hópinn átta Astralir, tveir Dan- ir og einn Færeyingur sem ætluðu að upplifa ár í Panama eins og við. Er við lentum í Panama tóku starfsmenn AFS veglega á móti okkur og við voram kysst og föðmuð í bak og fyrir. Við voram í Panamaborg í nokkra daga og það er yndis- legur staður, einkum gömlu hverfin. Þau era skítug og húsin gömul en það er mikill sjarmi yfir þeim. Að fyrstu dögunum liðnum tvístrað- ist hópurinn, þrír íslendingar, þrír Ástralir og einn Dani voru sendir til fylkis sem heitir Chiriqui. David er höfuðborg þess og þar biðu fjölskyldurnar eftir okkur. Ég held að við höfum öll nagað neglurnar á okkur upp í kviku og taugarnar allar í rusli. Það var al- gjör óþarfi að kvíða neinu, því að móttökurn- ar voru afskaplega hlýlegar. Ég fór síðan heim með minni fjölskyldu. Boquete er átján þúsund manna bær uppi í fjöllunum og mik- ill hitamunur þar og niðri í David. Fjölskylda mín er hin dægilegasta og ég á 3 „systur" og einn „bróður". Ég hef lifað eins og ungi í eggi þessa mánuði og alltaf verið að sjá eitthvað nýtt. Panamar era bæði ofsalega sjarmerandi og fallegt fólk en jafn- framt þó nokkuð erfiðir. Það er ansi mikið af Gróum hér og máltækið „ólyginn sagði mér“ í fullu gildi. Mér hefur fundist og finnsti enn erfiðast hvað allir taka eftir manni og taia um mann og það er erfitt að fá. að vera maður sjálfur. Maður verður að taka tillit til þessa og hugsa um hvað aðrir séu að hugsa og haga sér eftir því. Þetta pirraði okkur öll í fyrstu en nú eram við að mestu farin að sætta okkur við þetta. Það þýðir ekkert ann- að því það er víst engin hætta á að við getum breytt fólkinu en við getum breytt okkur sjálf- um. Enda er það partur af því að vera skipti- nemi, fræðast um nýtt land og siði þar og laga sig að því. Skólahaldi hafði verið frestað en hófst í byijun júní á ný. Mér leið eins og Marsbúa fyrstu dagana því allir gláptu úr sér augun. Spænskukunnáttan lagaðist og þarna kynnt: ist ég fleiri unglingum og eignaðist vini. í fyrstu fannst öllum skritið að ég væri hér og enn skrítnara að ég væri ekki Ameríkani. Er ég sþurði hvort einhver vissi hvar ísland væri komu uppástungur eins og fylki í Ameríku, eyja nálægt Ástralíu eða einhver staðar í grennd við Puerto Rico. Ég hristi hausinn og hófst handa að ganga milli bekkja og segja frá fóstutjörðinni. Mér fannst erfitt að tjá mig í fyrstu en þetta smálagaðist og nú vita þeir sem vilja vita hitt og annað um ísland og íslenska siði. Flestum finnst hræði- legt að þar skuli snjóa og það kallist gott ef það er 20 stiga hiti á sumrin. Eftir að skólinn byijaði varð lífið vana- bundnara og hversdagslífið tók við. Minni tími í ferðalög og tíminn flýgur áfram. Einn íslensku ’ skiptinemanna, Þórann Þorvalds- dóttir, og áströlsk stalla hennar voru svoddan lukkunnar pamfílar (eða hvað?) að þær hittu Noriega í samkvæmi. Hann var í samkvæmi í þorpinu sem þær era búsettar í og var þar á léttu kenderíi. Fólk sem var kunnugt honum kjmntu þær fyrir honum. Hann var að þeirra sögn ánægður með lífið og tilveruna og þær spjölluðu við hann og var hann hinn áhugas- amasti um AFS, ísland og Ástralíu. Hann sagði Þóranni að hann hefði komið til íslands á einkaþotunni sinni og haft viðdvöl í sex klukkutíma. Hann gat náttúrlega lítið sagt um landið nema honum hafði fundist harla kalt. Á meðan þær spjölluðu við hann voru sjónvarpsmenn á þönum í kring. Á endanum bauð hann þeim í einkaþotunni morguninn eftir yfir í annað fylki sem heitir Bocas del Toro. Þær gátu ekki fengið leyfi því að til þess hefði þurft skriflegt samþykki frá for- eldrunum á íslandi. Samskipti kynjanna era ekki fijálsleg hér miðað við það sem við eigum að venjast. Faðirinn er höfuð fjölskyldunnar í orðsins íyllstu merkingu og hans orð era lög. Ætli maður út biður maður um leyfi og það dytti engum heilvita krakka í hug að múðra ef það fæst ekki hjá foreldranum okkar hér. Konurn- ar era fyrst og fremst húsmæður og snúast í kringum manninn og börnin. Ég þótti eitt- hvað furðuleg þegar ég fór að taka af borð- inu eftir máltíð skömmu eftir að ég kom hing- að. Ég held það hafi þótt eins konar afskipta- semi. Maður sest við borðið og lætur „up- parta“ sig. Það er sjálfsagt hér og venst ótrú- lega fljótt! Mér er sem ég sjái mína fjölskyldu heima á íslandi þegar ég kem og vænti svip- aðrar þjónustu. Panama er yndislega fallegt land, gróðri vafið og hlýindin eru allt árið. Ég gæti vel hugsað mér að koma hingað aftur og ferðast þá enn meira um. Á næstunni fæ ég tæki- færi til að fara í indjánahérað og á að vinna þar við kaffibaunatínslu í viku. Það hlýtur að verða mjög spennandi. Eins og þessi tími hefur verið. Þó eram við skiptinemamir fam- ir að hlakka til að fara heim í janúarlok. Við verðum því hér um jólin og sjálfsagt í fyrsta skipti sem við erum í burtu frá íslensku fjöld- skyldunum okkar. Það segir sig sjálft að maður saknar margs en við förum ekki hingað til að lifa sama lífi og heima og því er um að gera að reyna að vera opinn og jákvæður. Það var dálítið er- fítt fyrst meðan maður botnaði ekkeit í mál- inu, en fjölskylda mín talaði hér um bil enga ensku. Ég leysti málið með því að tala við sjálfa mig og blóta stundum á íslensku, þeg- ar enginn heyrði til. Sumir sem skrifa mér að heiman öfunda mig af veðurblíðunni hér og víst er hún Ijúf. En ég sakna haustsins og litanna heima. Höfundur er 18 ára gamall Reykvíkingur og skiptinemi í Panama' á vegum American Field Service

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.