Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1990, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1990, Qupperneq 2
Anne Sophie Mutter töfrandi fíðlusnillingur og aðeins 27 ára Mesti snillingurinn meðal ungra fiðluleikara, sem fram hefur komið eftir Yehudi Menu- hin.“ „Fiðluleikari sem skapar nýja viðmiðun í flutningi.“ Þessar fullyrðingar voru hafðar eftir ekki minni mönnum en Karajan og Rostropovich um Önnu Sophie Mutter eftir að hún hélt fyrsta einleikskonsert sinn í Carnegie Hall í árslok 1988. Pjórtán ára gömul fór hún að leika með Fílharmoníuhljómsveit Berlínar og stjóm- anda hennar Herbert von Karajan. Hvað sem glæsileikum leik líður varð hún ef til vill meira þekkt vegna auglýsingaspjalda sem sýna hana leika í hlýralausum kvöld- kjól frá Dior, með ljóst, sítt hár slegið um berar axlimar. Meðai umboðsmanna er hún þekkt sem snillingur sem fýllir hvern hljóm- leikasal. í augum tónlistarmanna og gagn- rýnenda er hún nú þegar einn mesti snilling- ur þessa hljóðfæris. Mutter fæddist í suðvesturhluta Þýska- lands 1963, og hóf nám í píanóleik fimm ára gömul. Fljótlega sneri hún sér að fiðlu- leik og foreldrar hennar létu innrita hana í Winterthur tónlistarháskólann í Sviss. Sjö ára hafði hún unnið til mestu viðurkenning- ar sem hefur verið veitt í landskeppni ung- menna. í sömu keppni vann hún einnig til verðlauna ásamt bróður sínum, Cristoph, í fjórhentum píanóleik. Fleiri viðurkenningar fylgdu í kjölfarið, en mikilvægust þeirra var 1976 þegar hún og bróðir hennar léku á listahátíð í Luzem. Það leiddi til að henni var boðið að leika fyrir Karajan í Berlín. ÖIl Berlínarfílharmon- ían sat furðu lostin þegar þessi- komungi einleikari lék hluta úr konsert eftir Mozart og hina afar erfíðu D-moll Chaconne eftir Bach. Hún var ráðin til að leika á tónlistarhátíð- inni í Salzburg næsta ár. og hefur síðan komið þar fram árlega.þ Karajan gerðist þá eins konar vemdari hennar og hún kynnt- ist ýmsum helstu tónlistarmönnum samtím- ans kornung og fékk tækifæri að leika með sumum þeirra. EftirTOM PNIEWSKI Frægðarferill Frægð Mutters í Evrópu fór stöðugt vaxandi. Eftir tónleika með frægum hljómsveitum eins og Berlínarfílharmoníu, Vínarfílharmoníu- og Moz- arteum-hljómsveitunum tóku við upptökur, sem nú eru venjulega einu sinni á ári. Hljómleikaför til Banda- ríkjanna varð sigurför þó að umboðsmaður hennar stæði frammi fyrir þeim vanda að hún var þá alger- lega óþekkt og því var nauðsynlegt að beita kænsku til að koma henni á framfæri. Umboðsmað- urinn sagði að skoðun manna hefði verið sú að Mutter „myndi ekki koma til að leika í Bandaríkjun- um, ekki væri auðvelt að 'fá hana til tónleikahalds“. Slíkar hugmyndir meðal forstjóra hljómleikahúsa eru neikvæðar, þær gera mjög erfitt um vik fyrir tónlistarmenn að „öðlast frarna". Upphaflega voru teknar tvær ákvarðanir, í fyrsta lagi að fjölga aðeins hljómsveitarkonsertum, sem allir yrðu endurteknir og í öðru lagi að skipu- leggja einleikstónleikaför. Mutter hafði aldrei farið í einleikstónleikaför í Norð- ur-Ameríku áður, en Shel- don umboðsmaður hennar lagði mikla áherslu á þetta: „Eg hef það á tilfinning- unni að listamaðurinn gefi fullkomnustu myndina af tónlistarhæfileikum sínum með einleik. í fyrsta lagi hafa áheyrendur hana í rúma tvo tíma, miklu lengur en á konsert. Sjálf lengd tónleikanna er mjög mikilvæg, leikin eru verk fleiri tónskálda, fleiri stílbrigði koma fram. Hægt er að stjóma öllum aðstæðum miklu betur, velja undirleikara, píanó, tónleikasal, einleikarinn og fiðlan hans eru miðpunkturinn. Það þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvort hljóm- sveitin hafi nægan tíma til æfínga, hvort stjórnandanum líki verkið eða hefði heldur kosið annað. Það er afar mikilvægt vegna kynningar að einleikarinn sé miðpunkturinn. Ef leikið er með hljómsveit em margir fastir áskrifendur hennar meðal áheyrenda. M Sheldon leggur áherslu á að tónleikaförin 1988 hafi aðeins verið byijunin. Áætlanir hans ná til næstu ára. „í frámtíðinni munum við huga vel að alhliða kynningu á list henn- ar. Á næsta ári, tíu ámm eftir að hún kom fýrst fram í Norður-Ameríku, mun hún leika með hljómsveitum og þess á milli verða ein- leikstónleikar. Þá er hljómleikaför með hljómsveit með tveim mismunandi konsert- um, sennilega verður annar með lítilli hljóm- sveit eða kammerhljómsveit og loks eru tónlistahátíðir. í Evrópu verður hún list- fræðilegur stjórnandi tónlistarhátíðar með fjómm-konsertum, í London og Stuttgart og á næsta ári í Bandaríkjunum." Sem fulltrúi Mutters í Ameríku þarf Sheldon að fást við þá glæsimynd sem teng- ist henni. „Tískublöð hringja stanslaust og vilja fá að taka myndir af henni í fallegum fötum. En hún er andvíg því. Hún kom fram í Diorkjólnum af því að henni líkaði hann sjálfur, þar var engin auglýsingabrella. Hún segir, að sér líði einfaldlega vel í þeim, hand- leggirnir em frjálsir og henni finnst gott að finna fiðluna snerta hömndið. í hennar augum er þetta einungis venjulegur kvöld- klæðnaður, þó liturinn sé ekki alltaf sá sami.“ EINSTAKUR ATBURÐUR Konsert Mutters í Carnegie Hall með Lambert Orkis við píanóið var einstakur atburður hvemig sem á málið er litið. Fram- koma hennar á sviði þótti hrífandi, frábær tækni og áhorfendur fengu á tilfinninguna að þeir væru að hlusta á heilsteyptan tónlist- arsnilling, á listamann sem hafði náð út fyrir tæknilega kunnáttu, yfir á svið tilfinn- inga og skynsemi. Fyrsta verkið, sónata í G-moll eftir Tartini, þekkt sem „Djöfia- trillan" var frábært upphitunarverk, það byijar hægt og gefur listamanninum og áheyrendum kost á að meta hljóðfærið í tónleikasalnum. Mutter túlkaði hinar löngu laglínur verks- ins á þokkafullan hátt bæði með flutningi tónlistarinnar og hreyfingum líkamans, líkt og fimleikamaður — en þó með háttvísi. Eitt einkenni hennar — sem er hálfgerður kækur — er sérstök notkun hennar á skyndi- legu diminuendo. Um leið og laglínan vex í styrkleika, hverfur hún frá aðaltóninum, sem dvínar skyndilega niður í frábært pian- issimo. Mutter kann að meta stærð og hljómburð tónlistarsalsins til fullnustu og getur haldið svo fínum tónn að hann vart heyrist. Það er ekkert urg eða hik í þessu pianoissimo, heldur óslitinn tónn, sem helst óbreyttur við skiptingu bogstroku, hljómfagur en ekki mjög mjór og slitróttur. Trillurnar voru að sjálfsögðu fullkomnar, og þegar hinni fjör- legu cadenzu lauk mátti heyra hrifningar- klið fara um salinn. Mutter hefur sterkan persónuleika, og e.t.v. rómantískan og óhrædd við að fara ótroðnar slóðir. Samt sem áður er heildar- skilningur hennar á verkinu auðsær og fyr- ir hlustandann er sönn ánægja að fylgjast með túlkun hennar. Hún hefur afar sterka sviðsframkomku, bæði sjónrænt og tækni- lega. Þessi stöðugi styrkleiki náði til allra verka sem hún lék í Cornegie Hall, þannig að túlkunin í heild var dálítið einhæf. I framtíðinni má búast við fjölbreyttari og ekki eins ágéngum stíl. Þýðandi Guðrún Þórarinsdóttir. Höfundur er tónlistarfræðingur við Hunter Coll- ege og tónlistargagnrýnandi við New York City Tribune. i HALLA FRÍMANNSDÓTTIR Sólin þegar ég er sorgmædd og fínn mig einmana, þá horfí ég í sólina og ímynda mér ...að ég sjái þig, því þú ert eins og sólin, vinur sem hjálpar til að gera dagana bjarta og þurrkar burt einmanaleikann. Opnaðu skuggann þinn í einhverfan skuggann horfa fáir en þar lifir þú án orða í þykkum klæðum opnaðu skuggann þinn flettu klæðum þú fæðist nakin til að sjást. Höfundurinn er nemandi við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti. MARÍA JÓNSDÓTTIR Frétt f rá Jóhannes- arborg Hversu fjarlægar eru ekki fréttirnar um skríl sem réðst á mann og brenndi til bana. Nálæg er tilfinningin... móðir er hlær við nýfæddu barni og fyllir hendur þess von um bjarta framtíð. En nú er allt breytt. Hann var einn af skrílnum. 1 Móðirin grætur smán sína og óskar að hann hefði aldrei fæðst. Höfundur er húsmóðir, skrifstofumaður og nemi á Akureyri. BJÖRN ERLINGSSON Feig orð Orð mín um frið boða ófríð. Eru feig, fundin sek. Orð mín um sátt boða ósátt á sama hátt. Slík orð þjóna engu í heimi sem þessum enda deyja þau í fæðingu. Ljóðið er úr nýrri Ijóöabók höfundarins, Samspil orða-mynda sem jafnframt er fyrsta Ijóöabók hans og kom út á vegum Bókbandsstofunnar Kjalar, prýdd Ijós- myndum eftir Björn. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.