Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1990, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1990, Blaðsíða 6
/ ! i Eiríkur Smith: Kvöld í janúar. Daði Guðbjörnsson: Tólftónafugl. Kynslóðabilið brúað í Hafiiarborg Arum saman hef ég unn- ið að því að koma sam- an sýningu sem þess- ari, þar sem menn á ólíkum aldri gætu sýnt saman“, sagði Kjartan Guðjónsson, einn sýn- enda á NONAGINTA, samsýningu fimm málara í Hafnarborg í Hafnarfirði. Þetta latneska heiti merkir víst 90. Auk Kjartans, sem er fæddur 1921, eru í hópnum Eiríkur Smith, f. 1925, Daði Guðbjömsson, f. 1954, Ómar Stefánsson, f. 1960 og yngstur er Björn Roth, f. 1961. „Kynslóðabilið hefur verið brúað“, sagði Kjartan og bæði hann og Eiríkur voru á einu máli um það, að myndlistarmenn hefðu alltof mikið verið dregnir í dilka eftir aldri uppá síðkastið. „Það var ekki svo fýrir 30-40 árum“, sagði Eiríkur, „þá sýndum við yngri mennirnir oft með þeim eldri“. Einn af fimmmenningunum taldi, að þessi dilkadráttur væri listsagnfræð- ingum að kenna; það væru þeirra ær og kýr að flokka allt niður og koma myndlist- inni í þessa óæskilegu aldursfarvegi. Raunar var það nefnt einnig, að svo mik- ið væri óðagotið við að „uppgötva" nýja- brumið, að þeir eldri vildu gleymast, enda Kjartan Guðjónsson: Barnagæla. ættu þeir helzt að vera dauðir og grafnir, sem komnir eru yfir fimmtugt. Segja má að til þess að brúa kynslóðabilið betur, vanti einhvern um fertugt eða fimmtugt. Raunar var Einar Hákonarson ráðinn, en hann flutti í bili til Svíþjóðar og gat ekki verið með. Hvað sem því líður, er þetta mjög at- hyglisverð sýning og gefur góða hugmynd um þá breidd, sem ríkir hér innan málara- listarinnar. Menn eru sannarlega ekki all- ir að skarka í því sama. Kjartan málar bæði fólk og umhverfi þess og stílfærir á sinn þróttmikla hátt. Eiríkur sýnir einung- is vatnslitamyndir; náttúrustemmningar og vetrarlandslag með birtubrigðum skammdegisins og myndar áhrifamikla andstæðu við hina. Daði er eiginlega bar- okmálari í nútímanum, en hefur skapað sér ævintýralegan, skrautlegan stíl sem er hans eigin. Ómar virðist hafa náð í skottið á „Nýja málverkinu", en hann hefur ræktað sinn garð á persónulegan hátt. Björn Roth er afar ólíkur með sína firna dökku fleti og málverk, sem að sumu leyti sýnist vera sprottið af landslagsáhrif- um ásamt þýzkri myndlistarhefð. Allt myndar þetta góðan éfnivið í samsýningu. Hafnarborg er sannarlega komin á kortið sem merkileg menningarmiðstöð undir stjórn Pétrúnar Pétursdóttur. Þar hefur nú hver myndlistarviðburðurinn rekið ann- an; fyrst athyglisverð sýning Norður- landamálara, síðan málverkagjöf Eiríks Smith til Hafnarfjarðarbæjar og loks sam- sýningin, sem nú stendur yfir. Að endingu er þess að geta, að kaffistofan á jarð- hæðinni er bæði falleg og býður uppá góðar veitingar. GS. Björn Roth: Nesti IV. Ómar Stefánsson: Geimrusl. 6 /

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.