Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1990, Qupperneq 3
fFCTáHT
M ® fil Sö GE W ffi iti H Sl S B [g E
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.:
Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías
Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð-
arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.:
Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns-
son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100.
Forsíöan
Myndin er af myndverki eftir Guðjón Bjarnason,
og er á sýningu sem hann opnar á Kjarvalsstöðum
í dag. Guðjón hefur numið arkitektúr og myndlist
í New York og er búinn að vera þar í áratug.
Myndin, sem er bæði máluð og unnin í tré, heitir
Súfí og felur í sér tilvísun í austurlenzk trúarbrögð.
Ljósmynd: Stefán Karlsson.
Vélsledar
hafa skapað mönnum ný tækifæri til vetrarferða
um hálendið og með aðstoð lórantækja fara menn
þangað þótt ekki sjáist út úr augum. Hér segir
Ólafur Sigurgeirsson frá leiðangri vélsleðamanna
frá Reykjavík, norður Kjöl, norður á Hólsfjöll og
austur á Austurland.
Karajan
og öll Berlínarfílharmonían varð furðu lostin, þeg-
ar 13 áratelpa, Anne Sophie Mutter, lék af þeirri
snilld, sem undrabörnum er einum lagið. Hér er
nánar sagt frá Anne Sophie.
Heilagur
Mikjáll,
hunang og sítrónur, er fyrirsögn á ferðagrein eft-
ir Björn Finsen. Hann segir á gamansaman hátt
frá ferðalagi í Suður-Spáni.
STEINN STEINARR
KREML
Sjálfur dauðinn
sjálfur djöfullinn
hefur byggt þessa bergmálslausu múra
Dimmir, kaldir og óræðir
umlykja þeir
eld hatursins,
upphaf lyginnar,
ímynd glæpsins.
Dimmir, kaldir og óræðir
eins og Graal
- Graal hins illa.
B
B
ÆT
I nafni jaf naðar
og mannúðar
Atburðirnir í Austur-
Evrópu undanfama
mánuði hafa vakið mis-
munandi kenndir hjá
fólki. Að sönnu eiga
fallnir einræðisherrar
sér formælendur fáa og
fréttir um gerræði þeirra
og grimmdarverk vekja óhug hjá öllum þeim
sem einhvern snefil hafa af sómatilfínningu.
Og ef til vill er óhugurinn mestur í brjóstum
þeirra, sem töldu eitt sinn í barnaskap sínum
að Sjáseskú, Úlbrikt og aðrir slíkir kónar
væru boðberar jafnaðar og mannúðar.
Nú kunna einhveijir að glotta og segja
sem svo, að langt sé síðan helstu staðreynd-
ir um glæpaverk kommúnista hafi verið
dregnar fram í dagsljósið. Þeir benda á inn-
rásina í Ungveijaland árið 1956, afhjúpun
Krútsjefs á Stalín sama ár og innrásina í
Tékkóslóvakíu árið 1968. Þeir benda á frá-
sagnir rithöfunda, listamanna, blaðamanna
og fjölmargra flóttamanna frá Austur-
Evrópu og segja nánast sigri hrósandi: —
Við vissum þetta allt fyrir löngu. En þeir
íslendingar, sem gengu sósíalismanum á
hönd í eymd kreppuáranna, í skugga kjarn-
orkusprengjunnar eða í umróti sjöunda ára-
tugarins höfðu ekki eins greiðan aðgang
að upplýsingum og við á fjölmiðlaöld. Þeir
sáu ýmsa missmíð og misrétti í vestrænum
samfélögum og töldu að lausnarinnar væri
að leita í sameignarstefnunni fyrir austan.
Þeim gekk býsna vel 'að brynja sig gegn
sívaxandi upplýsingaflæði með því að hér
væri einungis um að ræða harðsvíraðan
áróður auðvaldssinna sem ekkert mark
væri á takandi. En þar kom að sú brynja
var ekki lengur skotheld og hryllingurinn
blasti við í allri sinni nekt.
Eg er nú einu sinni svo barnaleg að halda
að í upphafi ferðar hafi ýmsir leiðtogar
Austur-Evrópuríkjanna hafí ekki verið verr
innrættir en margur annar. Ef til vill hafa
þeir eitt sinn verið sannir hugsjónamenn sem
trúðu því í einlægni að roðinn úr austri
myndi færa mannkyninu fegurri heim. En
þeim, sem komast í þá aðstöðu að hafa vald
á lífi og limum samborgara sinna, er ævin-
lega hætt og skiptir þá litlu máli í nafni
hvers þeir stjórna. Þetta hefur mannkyns-
sagan sýnt og margsannað, hvort sem í
hlut hafa átt herstjórar, smákóngar eða leið-
togar heimsvelda.
Eins og nú standa sakir er ekki betur
að sjá en að heimskommúnisminn sé að líða
undir lok. Að vísu reyna ýmsir að berja
höfðinu við steininn eins og elskulegur bóndi
norðan úr landi sem kenndi misvitrum
mönnum um ófarir stefnunnar og sagði: —
Merkið stendur þótt maðurinn falli. En
hveijir aðrir en menn geta haldið uppi merk-
inuíög framfylgt stefnunni? Þeir eru orðnir
margir mennirnir sem hafa fengið að
spreyta sig og merkið hefur orðið þeim öllum
ofviða.
Hinu megum við samt ekki gleyma að
til eru fleiri merki og fleiri stefnur en komm-
únisminn og fleirum hefur orðið hált á
svelli valdsins en leiðtogum hans. Margs
konar öfgastefnur hafa náð fótfestu víða í
heiminum og andlegir og veraldlegir leið-
togar drottna yfir fátæku og fáfróðu fólki,
til að mynda í ýmsum ríkjum Múhameðstrú-
armanna. Og ekki er mannslífið í miklum
metum þar sem blind gróðahyggja ræður
ferðinni, til dæmis í sumum ríkjum Róm-
önsku Ameríku. Spyija má hvort lýðræðis-
leg réttindi komi að miklu gagni því fólki
sem hvorki hefur menntun né aðrar forsend-
ur til að hafa áhrif á gang mála í heimalönd-
um sínum. Það er jafnvel verr sett en Róm-
arlýðurinn til forna sem gat þó heimtað
brauð og leiki fyrir atkvæði.
Og ef við lítum okkur nær og skyggn-
umst um í okkar eigin samfélagi fer því
fjarri að fögur mynd blasi við. Stéttleysið,
sem við höfum hingað til gumað af, virðist
nú heyra sögunni til.
Bilið milli ríkra og fátækra breikkar óð-
fluga og dæmi eru til að ráðherrar þiggi
laun og fríðindi á við fjórtán verkamenn.
Að undanförnu hafa ýmsir láglaunamenn
kveðið sér hljóðs í dagblöðum og kallað það
hræsni að senda gamalt kjöt til sveltandi
fólks í Rúmeníu þar sem þeir sjálfír hafi
ekki efni á að snæða slíkar krásir. Og ekki
þarf mikla reikningslist til að komast að
raun um að fimmtíu þúsund króna mánaðar-
laun leyfa lítt annað en soðningu og hafra-
graut, hvað þá klæði, menntun handa börn-
unum og eitthvert krydd í tilveruna. Á
meðan stórir hópar fólks þurfa að sætta sig
við slíka forsmán sitjá menn á stóli valds-
ins, veita milljörðum til vonlausra gæluverk-
efna og skammta sjálfum sér laun og
fríðindi. í nafni hvers stjórna þeir menn?
Gæti hugsast að það sé í nafni jafnaðar og
mannúðar.
Guðrún Egilson
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. MARZ 1990 3