Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1990, Page 5
Við Ingólfsskála undir Hofsjökli.
Haldið frá Möðrudal. Á myndinni eru Vernharður í Möðrudal og sonur hans.
Hugað að búnaði á leiðinni.
líppfaKá ' áf* "férðfrinii Þá myifd f tðk Wt1
Skjaldberg, sem var talinn mesti bjartsýnis-
maðurinn í hópnum. Fæstir hefði treyst sér
lengra en í Bláfjöll á sleðanum hans, en
hann fór alla leið til Mývatns án bilana af
neinu tagi. Nokkru áður hafði sleðinn farið
flugferð fram af hengju og var allur skakk-
ur og skældur.
Árla næsta dag var svo lagt upp í ágætu
veðri. Farið var yfir Blöndu á haldi og það-
an að Ingólfsskála undir Hofsjökli. Þar voru
fyrir nokkrir menn, sem voru að leggja á
jökulinn á sleðum til mælinga. Þeim fannst
undarleg þessi skyndilega umferð um þetta
annars friðsæla svæði.
Á þessum slóðum og allt til Laugarfells
var auðvelt að ferðast. Sleðaslóðir frá degin-
um áður eftir Mývatnsfara voru mjög greini-
legar. Var því vandalaust að forðast hengj-
ur og opnar lænur, sem þarna eru víða.
Milli Ingólfsskála og Laugarfells mætti hóp-
urinn nokkrum Akureyringum, sem voru á
leið til Kristínar forseta LIV á Hveravöllum
í kaffi og kleinur. Var gerður stuttur stans,
spjallað og sagðar fréttir. Fóru menn síðan
í gagnstæðar áttir.
Undirritaður varð fyrstur að skálanum
við Laugarfell og var hressandi að fara í
bað í lauginni, sem þar er. Eftir eina klukku-
stund fóru samferðarmennirnir að koma
einn af öðrum. Skýringin á töfinni var sú,
að einn sleðinn hafði bilað og vildi svo heppi-
lega til að tveir Viking sleðar voru tiltækir
og drógu þeir þann bilaða alla leið til Mý-
vatns, þar sem hann fékk viðgerð.
Stutt var frá morgunverðinum á Hvera-
völlum, en engu að síður fóru margir að
ólmast í matarkistum sínum og vafstra í
einu og öðru eins og þeir væru þegar komn-
ir í náttstað. Þetta rólyndi hentaði ekki öll-
um og þar sem veðrið ætlaði að verða áfram
viðlíka gott var engin sérstök ástæða fyrir
þéttri samfylgd. Fóru því nokkrir á undan
meginhópnum hinum rólynda, áleiðis að
Sandbúðum, þar sem eitt sinn var veðurat-
hugunarstöð. Á þessum hluta hálendisins
er ekki mikið um kennileiti, ef fjarlæg fjalla-
sýn byrgist. Þegar svo bullandi skafrenning-
ur máir út allar slóðir, sem nú gerðist, er
gott að eiga í minni lórantækisins gamlar
þrautreyndar lóranleiðir. Alla vega dugði
það til að koma þessum fámenna hópi að
Kiðagilsdrögum. En það var einmitt þar sem
Villi Agústar vildi ekki gefa vænsta sleðann
til að vera kominn ofan í Kiðagil hér um
árið í vitlausu veðri. Þótti hann hafa sýnt
mikið viðskiptavit við þær erfiðu aðstæður.
Stórum meira, en ferðamaðurinn, sem gefa
vildi vænsta klárinn hér áður.
Slóðir fóru nú að sjást öðru hvoru og
brátt var komið að Fremri Mosum, skálanum
í Mjóadal. Svo mikill hafði skafrenningurinn
verið ofar, að þeir sem á eftir komu skömmu
síðar sáu engin för eftir þessa 6 sleða. Við
það tafðist hópurinn enn frekar og fór svo,
að leiðir lágu ekki saman fyrr en á Mývatni.
Ferðin úr Mjóadalnum áleiðis niður í
Bárðardal eftir Isólfsvatni, yfir Skjálfanda-
fljót, austanmegin í Bárðardalnum og yfir
heiðarnar til Reykjahlíðar við Myvatn var
auðrötuð og um kl. 16.00 komu þeir fyrstu
í mark.
Á Mývatni var saman kominn mikill fjöldi
sleðamanna hvaðanæva af landinu og fór
helgin í keppnir og allskonar mannfundi.
Segir því ekki af því í þessari ferðasögu og
koma sexmenningarnir ekki til sögunnar
fyrr en árla á sunnudagsmorgni, er leggur
ferðarinnar til Vopnafjarðar hófst.
Þangað slógumst við í för með þremur
heimamönnum og var einn þeirra Metúsalem
Þórisson, trúnaðarmaður LÍV á staðnum.
Okkur þótti hann um margt merkilegur. Á
hann vantaði aðra höndina og stýrði hann
sleðanum með miklum járnkrók. Eðlisávísun
var það sem hann notaði til ferða, ef ekki
sá til staðhátta. Við héldum lengi, að Vopn-
firðingarnir væru 4, þótt við sæum bara
3, því greinilega var einhver Lalli í förinni.
Komumst við þó að því um síðir, að Lalli
þessi var enginn annar en Metúsalem. Auð-
veldaði það mjög samskiptin við hann að
geta kallað hann Lalla.
Jökulsá á Fjöllum var farin á brúnni, en
hún vall undir vatnsmikil og ljót. Brátt var
komið að Grímsstöðum á Fjöllum. Þar var
tekið bensín og staldrað við um hríð. Á hlað-
inu var gamall snjóbíll, forvitnilegur mjög.
Ekki veit ég hvað formaðurinn var að
hugsa, þegar hann lagði frá sér forláta vettl-
inga á snjóbílinn, gamla ættargripi. Kannski
taldi hann snjóbílinn minjagrip um liðinn
tíma, sem hefði verið þarna í mörg ár og
yrði þarna um þau ókomnu. Nema hart brá
hann við, þegar hann áttaði sig á, að
snjóbíllinn var þarna ekki lengur, heldur
kominn langleiðina til Mývatns með skóla-
böm og auðvitað með vettlinga formanns-
ins. Sleði hans var hraðskreiðari og fór því
svo, að hann dró snjóbílinn uppi og endur-
heimti ættargripina.
Frá Grímsstöðum stýrði Lalli hópnum í
bullandi skafrenningi meðfram gamalli
símalínu, beina línu til Vopnafjarðar, þar
sem formaðurinn og predikarinn ætluðu að
halda lórannámskeið um kvöldið. Af þessu
landsvæði vorum við ekki með lóranstrikuð
landakort, né lóranpunkta, einungis áttavita
og svo auðvitað eðlisávísun Lalla og þekk-
ingu á landinu. Þegar gamla símalínan var
á enda, tók við fjalllendi og minnkaði nú
skyggnið mjög og fór svo, að Lalli bað okk-
ur að láta sig vita, ef hann skyldi nú víkja
af réttri stefnu. Þetta gekk um hríð, en
skyggnið var að verða ekkert. Var nú stöðv-
að og réðu menn ráðum sínum. Formaður-
inn bjó sig nú til að taka u-beyju til baka,
en eftir nokkra metra var hann skyndilega
búinn að velta sleðanum ofan á sig og
skemma allan loftnetaskóginn. Skýringin
var sú, að þama í sortanum fyrir framan
var snarbrött brekka sem ómögulegt var
að sjá. Formaðurinn kom óskemmdur undan
sleðanum, en ljóst var að ekkert af búnaði
okkar myndi koma okkur til Vopnafjarðar
þessa leið.
Leiðin til baka til Grímsstaða var auðröt-
uð og þaðan átti að fylgja vegum á áfanga-
stað. Gékk það greiðlega inn á Möðrudalsör-
æfi og allt að afleggjaranum til Vopnaíjarð-
ar. Þar var veðurhæð mikil, skyggni lítið,
upphækkaður vegurinn snjólaus að ofan,
komið myrkur og eini möguleikinn að keyra
í hliðarhallanum þétt við svartan veginn til
að týna honum ekki. Lalla og hans félögum
gekk fremur grieðlega, enda þeir ekki með
aftaníþotur. Við Sunnlendingarnir vorum
þotur. Það fór svo í hliðarhjallanum, að
menn misstu ferð og byijuðu þá sleðar að
festast og við það bjástur, sem því fýlgdi
spratt sviti, sem lagðist sem ógagnsætt
hrím inn á gleraugu og hjálma. Voru hveij-
ir 10 metrar áfram mikið þrekvirki og nokkr-
ir tugir kílómetra eftir til náttstaðar. Ljóst
var í öllu falli, að ekki yrði haldið lórannám-
skeiðið um kvöldið og næsta námskeið ann-
að kvöld á Egilsstöðum. Játuðu menn sig
nú sigraða af náttúruöflunum í þessari orr-
ustu og var látið undan síga og leitaði á
náðir Vemharðs bónda á Möðrudal.
Næturgistingin var auðsótt í Möðrudal.
Vernharður kvað veðrið eiga eftir að versna
svo hann taldi ráðlegt að koma öllum okkar
búnaði í hús. Til þess notaði hann allstóra
skemmu og dreif síðan allan hópinn í hús
og fatnaðinn allan í þurrk. Áttum við þarna
notalega kvöldstund og nótt hjá þeim hjón-
um og syni þeirra og minnumst við þeirra
ávallt með hlýhug.
Mánudagur rann upp og veðrið skárra.
Gott var að huga að búnaðinum í skemm-
unni hans Vernharðs. Stórt skipaloftnet
fyrir farsíma hafði bilað og var gengið í
viðgerð á því með tinlóðningu með kveikj-
ara, en verkið gat ekki orðið fullkomnað
því stór fóðring var ónýt. Vemharður var
eitthvað að bauka úti í horni og fyrr en
varði spratt hann fram einmitt með það sem
vantaði. Viðgerðin hefur dugað til þessa
dags.
Nú skildu leiðir og við sexmenningarnir
héldum til Egilsstaða, en Lalli með sína
menn heim á leið. Fréttum við seinna, að
ferð þeirra hefði verið erfið, en heim hafi
þeir þó komist um síðir. Vernharður fylgdi
okkur áleiðis á pallbílnum sínum, ásamt
ungum syni, sem síðan varð okkur samferða
til Skjöldólfsstaða í Jökuldal. Þar fór hann
í skóla. Bensín var sett á sleðana, en að
því loknu haldið áfram för. Bilun í hljóðkút
kom nú upp og átti að leita eftir rafsuðu á
einhverjum bænum þarna í Jökuldalnum,
en sama var hvar bankað var, enginn virt-
ist vera heima við. Viðgerð var þá slegið á
frest og haldið áfram.
Færið gengum Fellahreppinn var gott og
nægur snjór alla leið til Egilsstaða og meira
að segja veðrið orðið gott. Síðla dags var
rennt upp að Hótel Valaskjálf, þar sem feng-
in var gisting.
Nú var haft samband við sleðakallana á
staðnum og vildu þeir allt fyrir okkur gera.
Dagur Kristmundsson, sem við kölluðum
fljótlega Mr. Day, var á þönum við að bjarga
öllum hlutum. Hann rekur fyrirtækið Dags-
verk og þótti okkur það fyrirtaksnafn.
Við fengum veislumat á hótelinu um
kvöldið og rautt í glösin. Formaðurinn heim-
sótti svo Þrása oddvita í Fellahreppi, en svo
var það lórannámskeiðið. Það var vel sótt
og fór predikarinn á kostum. Þuldi allt um
lengdarbauga, breiddarbauga, þræla, móð-
urstöðvar, lórankeðjur, lóranpunkta og
leiðaval. Heimamenn báru svo fram vöfflur
með miklum íjóma.
Að þessu loknu voru skyldurnar frá og
sá blákaldi veruleiki blasti við, að halda
þurfti í næsta áfanga heim á leið eftir há-
lendinu nokkur hundruð kílómetra án þess
að koma í byggt ból. Veðurstofan spáði
fárviðri eftir um sólarhring og spurningin
var sú, hvort væri ráðlegt að halda strax
til fjalla og reyna að komast sem lengst,
áður en veðrið skylli á. Láta síðan fyrirber-
ast í einhveijum skála, þar til veðri slotaði
og halda svo áfram. Nú eða bíða hér þar
til veðrið væri farið yfir og leggja þá í hann.
Sitt sýndist hveijum. Þá sem lent höfðu í
fárviðri á Gæsavatnsleið fysti ekki til farar,
en þeir sem ekki höfðu komist í kast við
veður þar vildu leggja strax upp. Spilaði
þar inn í, að mjög fór að þrengjast um frí
manna.
Niðurstaðan varð sú, að farið skyldi í
ferð um nágrennið daginn eftir og síðan
flogið til Reykjavíkur á undan veðrinu og
sleðarnir fluttir með bíl landveginn. Formað-
urinn og sögumaður ætluðu hinsvegar að
ljúka hringnum fyrirhugaða og áttum við
vísa geymslu fyrir sleðana meðan beðið yrði
ferðaveðurs.
Næsta morgun var haldið til fundar við
Fúsa brennuvarg, en hann ætlaði að fylgja
okkur um hérað. Veður var hið besta og
sleðafæri gott. Fúsi fór í broddi fylkingar
og renndi sér niður með Egilsstaðabýlinu
og beina leið út á Lagarfljót og svo á fullri
ferð yfir í Fellahreppinn, ríki Þrása oddvita.
Hvað gátum við Sunnlendingarnir gert ann-
að en fylgja þessum nýja leiðtoga okkar,
þó óneitanlega hafi hvarflað að okkur á leið-
inni, hvort ísskánin myndi halda. Allir kom-
ust þó klakklaust yfir og var Fúíji glettinn
á svip, sagði best að vera á útopnu, því þá
mætti fleyta kerlingar, ef ísinn héldi ekki.
Niðurlag I næstu Lesbók.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. MARZ 1990 5