Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1990, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1990, Side 7
Egil Jacobsen: Nashyrningur, 1944-45. Pierre Alechinsky: Norðrið, 1960-61. EVROPSK ABSTRAKTLIST Að rækta ímyndunaraflið Að þessu sinni eru það verk eftir stórstjörnur frá 6. áratugnum sem prýða veggi véstursalar Kjarvalsstaða, en _þar stendur nú yfir sýning á evrópsku formleysismál- verki. Þar gefur að líta hvernig L’Art Informel birtist í Evrópu eftir stríð með ólíkum áherslum eftirfarandi lista- manna: Pierre Alexhinsky, Karel Appel, Ro- ger Bissiere, Corneille, Olivier Debré, Lucio Fontana, Sam Francis, Egill Jacobsen, Asger Jorn, Per Kirkeby, André Landskoy, Jean Messagier, Serge Poliakoff, Antonio Saura, Marie Helene Vieira Da Silva, Franciscoi Toledo og Jacob Weidemann. Á síðastliðnu ári samþykkti menningar- málanefnd Reykjavíkur að efna til sýningar á evrópskri abstraktlist. Þegar farið var að undirbúa þessa sýningu var okkur bent á þann möguleika að setja saman sýningu á evrópskri abstraktlist úr einkasafni Riis sem varðveitt er í Sonie Heine-Niels Onstad- safninu í Osló. Við nánari skoðun kom í ljós að þetta safn reyndist hinn mesti fjársjóður. Það nægði greinilega í fjölda sýninga á ólíkum myndgerðum. Við ákváðum þó að einbeita okkur að formleysismálverki eftirstríðsár- anna, en Riis-safnið er sérstaklega sterkt hvað varðar þá myndgerð. Á þessari sýningu eru sýnd verk eftir 17 listamenn frá ólíkum menningarsvæðum í Evrópu, en megináhersl- an er þó lögð á verk eftir þá listamenn sem tengdust Cobrahópnum sem fram kom í lok 5. áratugarins. I forsal Kjarvalsstaða höfum við ennfremur komið fyrir málverkum eftir Svavar Guðnason í eigu Reykjavíkurborgar, en Svavar var á sínum tíma einn af merkari brautryðjendúm þessarar myndgerðar í Norður-Evrópu. Hann var náinn vinur og samstarfsmaður þeirra dönsku listamanna sem síðar tóku þátt í form- legu ævintýri Cobra-hópsins. Verk Svavars eru máluð á árunum 1942 til um 1960 og Nú stendur yfír á Kjarvalsstöðum merkileg sýning úr einkasafni Riis í Osló á svonefndu formleysismálverki frá 6. áratugnum í Evrópu. Þar á meðal er Cobra-hópurinn, sem Svavar Guðnason tengdist og því eru verk eftir hann sýnd sérstaklega og er fróðlegt að bera saman, því Svavar var byrjaður á þessari myndgerð talsvert löngu á undan hinum. Eftir GUNNAR B. KVARAN Asger Jorn: Gulur himinn, 1961. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. MARZ 1990 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.