Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1990, Side 9
Nú verður vegurinn sífellt brattari og
með æ skarpari og tíðari beygjum; loftið
er farið að þynnast með aukinni hæð og
tilheyrandi hellum. En það er fagurt niður
að líta þegar áð er við gróinn vegarkantinn
og víst væri gaman að eiga svo sem eitt
stykki dal hérna. En hvort maður vildi held-
ur eiga dal á Spáni en á íslandi er óljóst —
eða „smokksatriði“ eins og Óli vinur minn
myndi segja. Og hér ofar eru blómin enn í
fullum skrúða, sakleysislega bláar lútrínur,
fagurgular ortensíur, lilluð sólarslör, ljós-
grænar og fínlegar kastínur, pui'purarauðar
dúnurtir og skærrauðar en látlausar etýður.
Hæst er farið í 1200 metra en það sam-
svarar svo sem einni og hálfri Esju eða
tveimur Akraíjöllum. Ekið er um nokkur
þorp og bæi sem drungi hvílir eðlilega yfir
nú þegar sól er hæst á lofti og meðal ann-
ars komið í Alcoy þar sem a.m.k. einn
íslenskur gítarsnillingur nam á sínum tíma
að því er Mogginn hermir. Svolítið erfitt er
a átta sig á því hvar aka skuli út úr Alcoy
svo ég spyr fullorðinn bensínafgreiðslumann
til vegar. Hann veit greinilega hvert ég á
að halda til að komast leiðar minnar en þar
eð ég í fyrstu skil hvorki hann né bending-
ar hans, endurtekur hann sömu setningarn-
ar og talar nú miklu hraðar og hærra og
bendir tíðar svo ég sé mér þann kost vænst-
an að kinka kolli og segja „Æ/Sí/See“ á
íslensk-spánsk-enskan máta og út úr þess-
ari annars ágætu borg kemst ég svo fljót-
lega.
Rétt handan við Alcoy nem ég staðar við
sveitakrá og drekk þar einn bikar af spánsk-
um, óáfengum heimadrykk en ekkert er
snætt því að hreinlætið er greinilega ekki
samkvæmt viðurkenndum bandarískum
kaffihúsastaðli og ærandi hávaði úr sjón-
varpinu er þarna við barinn, stammgestum
til mikillar vellíðunar en mér til ama. Af-
greiðslumaðurinn, með vindling í hægra
munnvikinu, er aftur á móti mjög vinalegur
eins og reyndar allir á þessari leið. — Að-
eins síðar er komið á aðra og snyrtilegri
vegarkrá og eftir að hafa marið tvo maura
til bana á dúkuðu borðinu með þumalfingri
vinstri handar fæst þarna ágætis síðdegis-
verður, olíubornar sardínur, djúpsteiktar
kjúklingakúlur og ljölbreyttur edikborinn
salatréttur með tilheyrandi kóki. — Fyrir
utan frönsku dyrnar á þessu spænska húsi
eru börn að leik og frænkur að hengja þvott
til þerris.
Það skyggir á annars ánægjulega viðdvöl
á þessum stað að ég sé að samakendur
mínir við næstu borð virðast hafa miklu
meira áfengisþol en undirritaður. A sama
tíma og tvær kókir hverfa hjá mér fyrir
hugleysis sakir í áfengisdrykkju fer a.m.k.
einn Mikjálsbjór og vænn slatti af rauðvíni
ofan í hvern og einn hinna bílstjóranna sem
æja þarna á sama tíma. Ég læt það þó
ekki angra mig um of en ek hægt í beygjum
það sem eftir lifir leiðarinnar — geri sem
sagt ráð fyrir því að vera eini maðurinn
með áfengislausan koll á þessum ijallabraut-
um þennan daginn! — Eða a.m.k. þangað
til ég kem á móts við Guadalest (sem fyrri
Benidormfarar vita hvar er og þar sem
elskulegir og síðdegismjúkir bræður og búð-
areigendur höfðu reynt að fá mig nokkrum
dögum áður í þijátíu og tveggja stiga for-
sæluhita til að skipta fyir sig gömlum,
íslenskum seðlum yfir í peseta, en seðlana
höfðu þeir fengið sem greiðslu frá óprúttn-
um löndum vorum fyrr um vorið).
Já, þarna gegnt Guadalest nem ég staðar
við veginn og söluskúr smábónda nokkurs.
Hann kemur snarlega af tijáskika sínum
til að sinna væntanlegum viðskiptavini. Ég
kveðst vilja kaupa hunang og hann byijar
þá langan spánskan fyrirlestur um hin að-
skiljanlegustu hunöng jarðar og vill helst
að ég smakki á öllum krúsunum hans. Ég
gengst undir að bragða á innihaldi nokk-
urra og hann rífur þær upp og fær mér
bláan smökkunarspaða. Framleiðslan reyn-
ist hin besta hjá honum og ég ákveð að
kaupa þijár krúsir sem hafa að geyma mis-
munandi tegundir þótt ég þurfi að -vísu að
greiða örlítið meira fyrir þær en hefði ég
keypt þær niður í bæ. — Ég er sem sagt
mjög ánægður með þjónustuna og kaupin
og hann með söluna og kynnin og í kveðju-
skyni dregur hann fram heimatilbúið vín
sitt og fær mig til að bergja á. Þetta er
hið besta vín, vænlega sætt og gómfagurt.
Og ekki lætur hann hér staðar numið, held-
ur gefur hann mér úr fölrauðum poka-
skjatta, sem er bakatil í skúrnum, 5 ljóngul-
ar sítrónur sem síðar reyndust hinar bragð-
bestu í mat og drykk en eru nú horfnar
yfir móðuna miklu — sú síðasta í brauðsúpu
hérna norður við Dumbshaf. Já, enginn veit
sína ævina fyrr en öll er. Ætli þessa síðustu
sítrónu hafi nokkru sinni rennt grun í það
í áhyggjulausum uppvexti sínum í fjalls-
hlíðum Spánar að hún ætti eftir að lenda í
brauðsúpu hérna uppi á Islandi — brauð-
súpu sem var eins góð og amma gerði hana
á Grettisgötunni í eina tíð?
Og svo er lensað niður hlíðarnar það sem
eftir er þessarar rúmlega 100 kílómetra
hringleiðar og sem tók liðlega fimm klukku-
stundir að fara á litlum rauðum bílaleigubíl
einn góðan veðurdag í júní 1989.
Ég kemst heim í svefnstað, fer út á sval-
ir, lít til suðurs yfir Miðjarðarhafið, þar sem
galeiður og gulli hlaðin skip liðu um í draum-
kenndum kvikmyndum fjarlægrar bernsku
minnar, og veit að brátt snúa bræðurnir
heim og senn ganga stúlkurnar til hvflu.
Ég veit einnig að nýr og glæstur sólfars-
dagur bíður þeirra — og mín að morgni.
Ég tek mér þéttlesna ljóðabók í hönd,
bók sem hafði farið með mér yfir höf og
lönd sex dögum áður, halla mér á mjúkan
beð minn og les þar aftur og lýk við kvæði
Halldórs Laxness um únglínginn í skóginum.
Þá þótti mér mig sækja svefn og þá sofn-
aði ég.
Höfundur er áhugamaður um fuglaskoðun á
Akranesi.
ÞORGEIR IBSEN
Til vinar
míns
Eiríks Pálssonar
frá Ölduhrygg í
Svarfaðardal
7 vík einni við fagran fjörð
á fögrum degi — lygnum —
ég gerði mína bænagjörð
gegnt bæ á Ölduhryggnum. —
í unaðsreit ég næðis naut
í nánd við Ölduhrygginn, —
og um mig bjó í berjalaut,
svo bráðlaginn og hygginn. —
Og hóf að tína berin blá
í Böggvisstaðahlíðum, —
og undurvel þá á mér lá
sem áður fyrr á tíðum,—
Sem blessað barn í annað sinn, —
— í Böggvisstaðalandi —
svo yngdist allur hugur minn
í því berja-standi. —
En fegurð blasti víða við
og vildi karlinn tefja
og hetjur sagna og huldulið
eins hugann vildu seíja. —
Drottinn minn, — þín dásemd hér
mun dvelja lengi í minni. —
Guð, — ég vona að veitist mér
hér verði ég öðru sinni. —
Og síðan ég ei samur er
að sá ég dásemd þessa, —
og bið, — að dalinn, vík og ver
þú viljir, — Drottinn — blessa.
Ég ætíð þína vinsemd þigg
þá viltu mér hana sýna, —
en eðlaber frá Ölduhrygg
átt þú og kveðju mína.
Höfundur er fyrrum skólasíjóri í Hafnar-
firði.
HRAFN LÁRUSSON
Það sem
gerðist
Nú verður allt
svo kyrrt og rótt
og kvöldið líður hægt
sem bara er mögulegt
í sárrí minningu.
Og manstu hvar við
sátum tveir saman
á steingarðinum
við munaðarleysingjahælið
og töluðum um aIlt
sem yrði milli okkar.
Við vissum ekki þá
að það var þegar orðið
og yrði aldrei framar...
leiðir skildust
og kvöldið, kyrrðin
og minningin
varð bara minning.
Höfundur er menntaskólanemi.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. MARZ 1990 9