Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1990, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1990, Síða 4
Aðaltorgið í gamla borgarhlutanum í Prag. Kinsky-höII, írá um 1700, er til vinstri. Gula byggingin er upphaflega skóli frá 13. öld. Kirkjan varbyggðá 150árum, bygginghenn- ar hófst á 14. öld. Þar er gröf danska stjörnu- fræðingsins Tycho Brahe, d. 1601. Minnis- merkið framan við húsin er um Jóhann Húss, sem var brenndur á báli 1415. íþessum minn- isvarða varfalin sprengja, sem sprakk laugar- daginn fyrir hvítasunnu. „Verst hefur alræðið leikið sál okkar“ Virtu vinir Fyrir nákvæmlega 42 árum sté á svalir þessar fyrirrennari minn (Klement Gottwald, d. 1953), sem við þurfum ekki að vera mjög hreykin af. Hann tilkynnti feðrum ykkar og öfum, að ein- mitt þennan dag, hinn 25. febrúar 1948, hefði Úr ræðu VACLAVS HAVELS, forseta Tékkóslóvakíu, frá 25. febrúar 1990 á afmæli valdatöku kommúnista þar í landi. flokksmönnum sínum heppnazt valdarán. Valdaránið kallaði hann, eins og við öll höfum fram að þessu lært, „frægan sigur vinnandi fólks yfir afturhaldi". I dag hef ég þá ánægjulegu skyldu að tilkynna ykkur frá sama stað, að nú orðið er ekki lengur refsivert að segja satt um nútímasögu okk- ar. Enginn lokar mig inni, þótt ég geri það hér og segi: Það var valdarán en ekki frægur sigur yfir afturhaldi. Það var svívirðilegt níðings- verk afturhaldsins á vinnandi fólki. Þessari fullyrðingu breytir engu staðreyndin, að nokkuð stór hluti þegna okkar lét blekkjast og ímyndaði sér, að nauðsynlegt hefði verið að bæla niður lýðræðið til að ná fram félags- legu réttlæti. Sumir trúðu, að þeir yrðu að ganga með byssu um öxl og hundeita ýmsa hópa samborgara sinna, vegna þess að tand- urhreinn tilgangur helgaði óþverra meðal. Hafi einhver fengið snert af efa um þessa váiegu villu, varð hann malaður af kvörnum, sem hann sjáifur í sakleysi sínu hafði hjálp- að að setja í gang (sbr. kaldhæðnisleg um- mæli Novotnýs -forseta um 11 dauðadóma frá 1952). Öðrum var komið á kné með díalektísku skýringunni: Ættu myllurnar að mala korn handa almenningi, yrði fyrst að mala nokkrar þúsundir malara og nokkrar tugþúsundir malarasveina. Þeir hefðu fram að þessu átt að hafa malað korn aðeins sjálf- um sér til gagns, ekki öðrum. Meiri hluti beggja þjóða okkar (þ.e. Tékka og Slóvaka) var kúgaður, en minni hlutinn afvegaleiddur. Og eins og í öðrum löndum, sem ratað höfðu í sams konar ólán, svo hafa og okkar á meðal fundizt glæpamenn, klæddir purpurakápu göfugra hugsjóna, sem vildu óðfúsir pynta karla og konur með köldu blóði, deyða þau og dreifa ösku þeirra um ísi lagða þjóðvegu (1952). Við megum til að minnast hvers og eins, sem sætti misþyrmingum, var píndur og tekinn af lífi. Við verðum að halda uppi minningu þeirra, sem þorðu að veita alræð- inu viðnám. Og við megum ekki gleyma, hveijir báru ábyrgð á þjáningum og dauða þessara píslarvotta. Sögulegar staðreyndir verða að koma í ljós, eigi hin langsjúka þjóð- arsál okkar að endurheimta heilsuna. Samtímis megum við ekki skopast að þeim, sem trúðu slungnum lygum yfirvald- anna, en hafa sjálfir vitandi vits engin óhæfuverk framið. Þeir hafa sinnt sam- vizkusamlega störfum sínum án þess að taka eftir því, að þeir byggðu á svikulum grunni. Eitt hið fegursta einkenni mann- dóms er hæfileikinn til að fyrirgefa. Og ef oss tekst að fyrirgefa vorum fangavörðum, þeim mun fremur ættum við að fyrirgefa samföngunum okkar, sem að vísu var ekki hrúgað bak við járnrimla vinnubúða heldur á bak við djöfullega blekkjandi rimla díalekt- ískrar hugmyndafræði. Hver þráir ekki heim lausan við drottnara og þræla, ræningja og hina rændu? Iiver væri hrifinn af heimi, þar sem ríkisbokki misbýður þjónustu sinni? Hver væri ekki sáttur við heiminn, þar sem verkamenn ættu hlut í verksmiðjum sínum? Og þegar þessar fögru hugsjónir eru boðnar alþýðu manna, og þegar lofað er að nálgast þær, þó með sóðalegum aðferðum sé, þegar það er gert á sefjandi hátt í nafni vísindanna — þá þarf engan að furða, þótt einhver bíti á agnið. Vísindin eru dásamleg, þau eru undra- verður ávöxtur mannlegrar skynsemi. En skynseminni meiri er — mannshugurinn. í honum er innifalið jafnaðargeð og bijóstvit, samvizka og sanngirni, fegurðarskyn, mannkærleiki, ábyrgð og áræði, sjálfsgagn- rýni og efasemdir, og jafnvel glettni. Hefði Karl Marx ekki verið eins og hann var held- ur friðelskandi og glaðlegúr náungi, þá hefði hugsanlega ekki verið jafnauðvelt að mis- nota vísindalegar niðurstöður hans gegn mannkyninu. Ég er ekki sagnfræðingur. Ég get febrú- ars 1948 aðeins vegna þess, að þessi sögu- legi atburður kemur okkur ennþá við. Þá hófst það, sem nú endar — og kallast al- ræði. Og nú ríður á að takast á við arfinn, sem kerfi þettá hefur skilið eftir. Og það 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.