Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1990, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1990, Síða 8
 mikið að snúast, þegar uppsveitamenn komu með ullina á baggahestum og tóku út staura og annan við og hengdu á klakk til að flytja heim. Mér er minnisstæð ein af þessu mynd- um, þar sem sjást bændur með heimagerða hrosshárspoka, úttroðna af ull. Þama eru þeir með afraksturinn í vaðmálsfötunum sínum, hoknir í hnjáliðunum, lotnir í herðum og halda höndum saman á maganum í þvílíkri undirgefni að minnir á barða rakka. Á annarri mynd er yfirstéttin að drekka bjór; sverir menn með kúluhatta og djarf- manniegt upplit, en utanhjá stendur einhver klæðning á veggi, en gamalli og málaðri reitaskiptingu í lofti og yfir kór, verki Engil- berts Gíslasonar málara í Vestmannaeyj- num, hafði verið haldið. Þama fannst mér hafa orðið stílbrot; þetta tvennt rímaði alls ekki saman. í kirkjunni er máluð altari- stafla, ómerkt og efalaust af dönskum uppr- una. Litlu austar var verið að gera upp búð Þuríðar formanns, eins kunnasta Stokks- eyrings fyrr og síðar. Búðin var ekki fallin, en í niðurníðslu og nú hafði hún verið hlað- in fallega upp og smiðir voru að setja á hana nýja yfirgerð. Þaðan blasir Roðgúll við; húsið málað í skærrauðum lit og fallegt hvannstóð í kring. Þessu húsi er vel við haldið í tíð núverandi eiganda, Knúts Björns- sonar læknis, serrr-hefur gert það upp að innan af mikílli alúð. Afi minn sem ég heiti eftir, átti sælar endurminningar frá Roðgúl, þaðan sem. hann réri vertíð eftir vertíð á sínum yngri árum. Þótt verbúðalífið væri frumstætt, var félagsskapurinn góður og þetta líf var há- punktur alls sem hann hafði lifað um sína daga. Austan við þorpið er röð sumarbústaða innan við sjóvarnargarðinn allir einstaklega snyrtilegir, og austast hús Páls ísólfssonar með fallega hlöðnum gijótgörðum í kring og höggmynd Ragnars Kjartanssonar af Páli í garðinum. í samtalsbókinni við Matthías Johanness- en, Hundaþúfan og hafíð, rifjar Páll upp frá æskudögum sínum, að eitt sinn var hann einn að lóna á flatlendinu upp frá Stokks- eyri og sér þá koma strák, fátæklega bú- inn, og stefndi hann framhjá Páli í átt tii bæja ofar í Flóanum. Páli datt í hug að gantast við peyjann; hljóp í veg fyrir hann og brá honum. En þá skeði dálíðið skiýtið: Páll vissi ekki fyrr en hann lá kylliflatur sjálfur, en engan strák að sjá. Ekki nokkurs- staðar. Þá fór um Pál, því hann vissi að hann hafði hitt Skerflóðs-Móra og það um hábjartan dag. Þetta friðsæla umhverfi var frægur vett- vangur drauga og sérstaklega voru þau mögnuð Skerflóðs-Móri og Stokkseyrar- Dísa, þegar þau lögðu saman. Einhverntíma var að minnsta kosti talið að þau hafi orðið manni að bana á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar, þar sem mest hætta var talin á að mæta þeim. Það var heldur betur verið að hressa við sjógarðinn á Eyrar- bakka; stórvirk vél tók upp björg eins og fis og raðaði í rammgerðan, nýjan garð. Á bak við hann er höggmynd, minnismerki 4QJ drukknaða sjómenn á Eyrarbakka; og ber þess merki, að hún er ekki eftir sjóaðan listamann, heldur fjölhæfan Eyrbekking, Vigfús Jónsson, sem stýrði lengi Hraðfrysti- stöðinni og var um tíma oddviti á Eyrar- bakka. Þar er og líkan af Lefoliiverzlun á Eyrarbakka, sem til allrar ólukku var rifin. Ljósmyndavélin var komin til sögu áður en Lefoliiverzlun hætti að starfa og má sjá á gömlum myndum, að þarna hefur verið Gamall bær a Stokkseyrí, sem gerður hefur veríð upp. Reykvíkingar hafa sózt eftir því að eignast þessa gömlu bæi og breytt þeim í sumarbústaði. Líkan af Lefoliiverzlun á Eyrarbakka sýnir, að verzlunarhúsið hefúr á sínum tíma veríð eitt af stærstu húsum landsins. Nýr og öflugur sjóvarnargarður hefur rísið vestur með ströndinni frá Eyrarbakka. Minnisvarði um drukknaða sjómenn á Eyrarbakka: Gamall sjómaður ískinn- klæðum. Myndin er eftir Vigfús Jónsson, sem núer látinn, en varfram- kvæmdastjóri Hraðfrysti- stöðvarinnar á Eyrarbakka og oddviti um tíma. kotungurinn og horfir á. Allt er þetta liðin tíð. Eftir að byggð fór að blómstra á Selfossi, eða „Við Tryggva- skála“ eins og byggðin var stundum nefnd í upphafi, var jafnvel talið að þessir bæir, Eyrarbakki og Stokkseyri, ættu enga framtíð fyrir sér og mundu líklega lognast útaf. Nú kemur engum til hugar annað en að þeir vaxi og dafni; ekki sem sumarbú- staðabæir fyrir Reykvíkinga, heldur sem athafnasvæði. Alltaf fínnst mér hrífandi að litast um á Eyrarbakka, sjá Húsið og kirkjuna og litlu bárujárnshúsin, sem hafa sérstakan þak- svip, ugglaust til þess að rýmið undir súð- inni nýtist betur. Viðlagasjóðshúsin, sem standa austar í bænum, eru sjálfsagt miklu betri bústaðir, en þau eru víst of venjuleg til þess að maður taki eftir þeim. Bæði í kringum þau og önnur hús, ný og gömul, er lofsverð snyrtimennska ráðandi. Hér eru ekki beztu skilyrði til tijáræktar og tijágróð- ur setur ekki svip sinn á þessa byggð. En það er heimilislegt að sjá í bland gamaldags kálgarða, sem svo voru nefndir, þó í þá væri aldrei sett kál, enda hefðu menn ugg- laust ekki lagt sér það til munns. í kálgörð- um voru einungis kartöflur, en þó stundum gulrófur og þessi ræktun var sú eina á hveij- um bæ, sem alveg var á ábyrgð húsfreyjunn- ar. Þó fátt þyki mér leiðinlegra en að taka upp kartöflur, fínnst mér alltaf notalegt að sjá kartöflugrös koma upp í beðum, ekki sízt innanum gijótgarða, dálítið rænfang, njóla og hvönn. Þetta sér maður allt í görð- um á Eyrarbakka, ef vel er að gáð. Þar er meira af snyrtimennsku og gamalgróinni festu en víða í sjávarplassum. í Þorlákshöfn hefur verið gert lofsvert átak til að bæta frekar berangurslegt um- hveifi, sem gæti verið nöturlegt. Eins og myndin ber með sér, sem hér fylgir með, er komin græn gróðurþekja á svæði, sem áður var aðallega sandur. Þar stendur minn- isvarði um föður Þorlákshafnar, sem svo hefur verið nefndur: Egil Thorarensen, kaupfélagstjóra Kaupfélags Ámesinga um áratugi. Þetta er bjarg, sem rist hefur verið á ýmsa vegu, svo það er eins og blóm sem er rétt að byija að opnast. Hér er táknræn og skáldleg mynd eftir Gunnstein Gíslason myndlistarmann; mynd sem Agli hefði trú- lega hugnast vel, svo listrænn sem hann var. Grein og myndir:GÍSLI SIGURÐSSON FRIÐJÓN MARINÓSSON Að vera Að vera eða að vera ekki mannvera er spurning um rétt rétt til að eyða deyða tortíma þykjast öðrum lífverum meiri sá mesti þvíiíkur heiður að vera mannvera? Það kemur Kaldir dimmir vetrardagar sorglega stuttir samt svo óþolandi langir næstum því óbærilegir á stundum en ég veit að í fjarska liggur vorið í leyni og bíður þess að stökkva fram og heyja orrustu Ijóss og myrkurs dags og nætur. Höfundur er bílstjóri hjá Morgunblað- inu. HELGA JÓHANNS- DÓTTIR Kyrrð Kyrrðin er eins og hljóður draumur sem vitund þín þráir að snerta. Fótatak óttans skuggi hugans rífur draum þinn í tætlur. Kyrrðin er aðeins blekking andartaks draumur er ég leita. Utan seilingar ósnertanleg. Afl Sólin skín himininn er blár feldurinn logar heit glóð brennandi fýsna fyllir loftið undarlegum krafti. Höfundur er sjúkraliði. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.