Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1990, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1990, Qupperneq 4
Jón Leifs - Ævistarf í íslenzkri tónlist - síðari hluti NIÐURLÆGÐUR í ÞÝZKALANDI - ásakaður heima Itilefni af alþingishátíðinni 1930 var öllum íslenzkum ljóðskáldum boðið að taka þátt í samkeppni um kvæði við fyrirhugaða hátíðakantötu. Fyrstu verðlaununum fyrir kvæði var skipt á milli Einars Benediktssonar og Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi (1895- ímarz 1941 hafði Jóni Leifs í reynd verið útskúfað úr samfélagi listamanna í Berlín, en hann gat ekki grátið. Þess í stað var hann gripinn heilagri reiði, og í sama mánuði hóf hann að semja sína fyrstu og einustu sinfóníu, Sögusinfóníuna op. 26 fyrir stóra hljómsveit, sex eirlúðra og einkennilegt samsafn af ásláttartækjum. Ritgerð úr sænska tónlistartímaritinu Tonfallet eftir CARL-GUNNAR ÁHLÉN 1965). Annar þáttur samkeppninnar snéri að tónskáldum sem semja áttu viðeigandi tónlist fyrir hátíðina. Bæði Jón Leifs, Páll Isólfsson og Sigurður Þórðarson völdu hát- íðaljóð Davíðs, og dómnefndin, skipuð danska tónskáldinu Carl Nielsen, Sigfúsi Einarssyni tónskáldi og Haraldi Sigurðssyni píanóleikara, veitti Páli ísólfssyni fyrstu verðlaun fyrir hefðbundna, rómantíska kantötu hans. Var Hátíðakantatan svo flutt með mikilli viðhöfn á Þingvöllum sumarið 1930 þar sem afar fjölmennur kór söng ljóð- in við undirleik danskrar sinfóníuhljómsveit- ar og undir stjóm tónskáldsins sjálfs. En það vom þó ekki allir sem þátt tóku í hátíðargleðinni. í háskólabænum Greifs- wald suður í Þýzkalandi var þyrrin, skáldleg íslands-kantata Jóns Leifs, Þjóðhvöt op. 13, frumflutt í kyrrþey undir stjóm annars hljómsveitarstjóra. í Berlín Um miðjan þriðja áratuginn — að öllum líkindum 1926 — flutti Jón ásamt fjölskyldu sinni frá Leipzig til Berlínar — nánar tiltek- ið til útborgarinnar Rehbriicke skammt fyr- ir sunnan Potsdam. Á þeim tímum bjuggu margir myndlistarmenn, tónskáld og leikar- ar í Rehbriicke, en fjölskylda Jóns Leifs umgekkst þó yfirleitt ekki marga þar um slóðir, lifði heldur kyrrlátu lífi út af fyrir sig. Marta Kolossa (f. 1921 í Rehbrúcke) man vel eftir Leifsfjölskyldunni þar í bæn- um, hinni vingjarnlegu frú Annie sem gjarn- an bauð upp á karamellur og annað gott, þegar skólabömin komu við er þau voru að safna peningum til einhvers góðs málefnis. Hún man eftir eldri dótturinni, Snót, og hinni yngri, Líf, en þær voru báðar fæddar á síðustu árum þriðja áratugarins, og áður en þær fóru að ganga í skóla, leit barn- fóstra jafnan eftir þeim systrunum. Svo virð- ist helzt sem íjölskyldan hafi búið á allmörg- um stöðum í Rehbriicke á þessum árum. Frá árinu 1932 fram til 1938 bjuggu þau þrjú fullorðin og stúlkubörnin tvö uppi á efri hæðinni hjá Georg Rohde kaupmanni í fremur litlu einbýlishúsi úr timbri í Moltke- strasse 9. Ut um gluggana á efri hæðinni mátti heyra Annie Leifs æfa sig af kappi alian liðlangan daginn á flygilinn og var þá að undirbúa einleikstónleika sem þó stöð- ugt fór fækkandi. Þannig leið timinn hjá Jóni Leifs sem sjálfstæðum skapandi listamanni í Þýzka- landi — sífellt sjaldnar fékk hann tækifæri til að stjórna hljómleikum, oftast var hann misskilinn, varð fyrir sífelldum auðmýking- um sem tónskáld, hafði orðið engar tekjur. í Þýzkalandi virtist enginn hafa hinn minnsta áhuga á tónsmíðum hans og vildu menn ekkert af þeim vita; eins var með opinbera aðila á .Islandi. Jón Leifs gat og hætt að láta sig dreyma um íslenzka sin- fóníuhljómsveit, því að það voru afar erfiðir tímar og fé lá ekki á lausu. Hinn 11. júlí 1947 drukknaði yngri dóttir Jóns á sundi milli Hamburgsunds og Jakobseyjar í Bohusléni í Svíþjóð. Myndin var tekin sumarið 1945, einmitt á þeim stað, þaðan sem hún lagði til sunds. Hún var þá 15 ára. Jón Leifs á miðjum aldri. Hann barðist fyrir því að afla íslenzkri menningu viðurkenningar með öðrum þjóðum og lagði áherzlu á séríslenzka tónlistar- hefð. Hlutskipti hans var löngum 'að vera misskilinn og auðmýktur. Tónlist hans er að mestu óþekkt utan Islands. GENGURÁÝMSU í kringum 1930 tók þó aðeins að örla á áhuga nokkurra aðila á tónsmíðum Jóns Leifs: Við hið kunna músíkforlag Kistner & Siegel í Leipzig, sem m.a. gaf út meirihlut- ann af tónverkum Wagners, fengu menn nokkum áhuga á verkum Jóns Leifs, og voru Píanólög hans op. 2 gefin út á vegum forlagsins, svo og íslenzkir dansar op. 11. Þessi athygli var þó altént einhvers virði. Enda þótt kreppuástandið á íslandi væri með alversta móti undir lok áratugarins, tóku nokkrir íslenzkir listunnendur þó hönd- um saman og stofnuðu í ágúst 1932 „Félag tónlistar Jóns Leifs“. Fjárframlög frá fé- lagsskap þessum dugðu til að kosta prentun bæði á nótum og raddskrám eða partítúrum; í reynd gengu þannig öll þau tónverk, sem Jon hafði samið fram að því, út á þrykk fyrir tilstuðlan íslenska styrktarfélagsins. Flest tónverka hans birtust saman í einu bindi árið 1933, en síðar komu verkin út stök 1934, 1936, 1938 og 1943 — sama ár og hús útgáfufyrirtækisins í Leipzig varð fyrir sprengju í loftárás á borgina, og brann þar allur nótnalager músíkútgáfunnar af þeim ca. 30.000 tónverkum sem Kistner & Siegel höfðu útgáfurétt á. Til allrar ham- ingju átti Jón Leifs þó sjálfur fáein prentuð eintök af verkum sínum eftir brunann. Þórarinn Jónsson tónskáld (1900-1974) sem á árunum 1924 fram til 1950 starfaði sem tónlistarkennari í Berlín, varð fyrir ennþá tilfínnanlegra tjóni: í einni loftárás- inni á Berlín árið 1943 eyðilögðust því nær öll þau tónverk, sem hann hafði þá samið — að undanskildum forleik og fúgu fyrir einleiksfíðlu frá árinu 1925. Nokkru áður hafði Jón Leifs breytt um tón og stíl og fór að taka meira mið af lönd- um sínum og fábrotinni tónlistarþörf þeirra bæði fyrir lipur sönglög handa áhugakórum og tónlist handa venjulegum organistum. Á árunum 1929-1933 tók hann að semja nokk- uð af tónlist af léttara taginu, og þá verk sem voru smærri í sniðum en áður hafði verið. Fyrir söngrödd og orgel eða píanó samdi hann: Þrjá sálma op. 12a, Faðir vor op. 12b, Tvo söngva op. 14a, Tvo söngva op. 18a, Ástarvísur úr Eddu op. 18b og Breiðifjörður op. 19b nr. 2; handa karlakór: Tvö ný rímnadanslög op. 14b (einnig útsett fyrir píanó), íslendingaljóð op. 15a og einn- ig Tvær sjávarvísur op. 15b; þá fylgdu Þrjú

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.