Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1990, Side 7
OFURSJÓNVARP
OG ÖNNUR
FRAMTÍÐ ARHN OSS
H
Líftækninni fleygir fram
og nú er farið að spá í
framleiðslu á kjöti með
lágu kólesteróli.
Vélmenni, sem sér um
gólfþvott og uppvask
verður loks að veruleika
og sjónvarpið mun bjóða
myndgæði á við
kvikmyndir.
vernig geðjast þér að glamrinu í öllum einka-
þyrlunum, sem fólk er að fara á í vinnuna
snemma á morgnana? Hverjar eru nýjustu
fréttirnar úr nýlendunni á Mars? Á ritvélin
þín, þessi sem gengur fyrir rödd þinni í vand-
ræðum með að stafsetja „framtíðar"? Allt
átti þetta að vera komið í gagnið á næstu
öld og sú augljósa staðreynd, að ekkert af
því hefur enn litið dagsins ljós, ætti að fá
töframenn fútúrólógíunnar og áhangendur
þeirra til að staldra ögn við. Hver bú sem
heldur því fram, að bráðlega verði alveg
splunkuný tækni fundin upp — ull, sem
ekki getur óhreinkast, rafmagnssjampó —
ér aðeins að kasta ryki í augun á fólki.
Hins vegar vitum við dálítið um þá tækni,
sem er nú þegar til staðar og hvemig líklegt
er að þróunin verði á næsta áratugi. Og
okkur er óhætt að trúa því, að hún kemur
til með að breyta lifnaðarháttum okkar.
GENATÆKNIN
Síðar á tíunda áratugnum fær hinn al-
menni neytandi að kynnast fyrstu ávöxtum
genasamþættingarinnar, sem uppgötvuð var
fyrir svo sem fimmtán árum. Vísindamenn
eru farnir að framleiða gulrætur og sellerí,
sem heldur ferskleika sínum svo miklu lengur
en venjulegar tegundir, að það væri hægt að
selja það sem snarl í neytendaumbúðum. Og
nú eru þeir að fikta við tómata, sem hætta
að þroskast um leið og þeir em tíndir. Ef
garðyrkjubændur geta tekið tómatana ein-
mitt, þegar þeir hafa náð fullum þroska, án
þess að þurfa að vera hræddir um að þeir
skemmist, verður hægt að útrýma bragðlaus-
um, glærum tómötum eins og þeir eiga líka
skilið.
Þegar á áratuginn líður, ættum við að fara
að sjá skepnur sem hafa verið ræktaðar á
sama hátt, alisvín, sem gefa okkur kjöt með
lágu kólesterólinnihaldi og kýr, sem lyija-
framleiðendur geta nýtt sér mjólkina úr til
að framleiða mikilvæg lyf eins og insúlín og
vaxtarhormón. Bandaríska einkaleyfastofn-
unin hefur nú þegar fengið ijöldann allan af
umsóknum um leyfi til að rækta skepnur.
Bæði í Bandaríkjunum og Japan vinna menn
að rannsóknum á steinbíts- og þorsktegund-
um, sem eru fljótari að vaxa og þurfa minna
æti á meðan á vexti stendur. Ekki þykir ólík-
legt, að neytendur verði lítið hrifnir af mat,
sem hefur verið framleiddur með hjálp erfða-
fræðinnar. Að fólki finnist hann undarlegur
og jafnvel hættulegur. Þess vegna eru'vísinda-
menn nú að undirbúa rannsóknir á því, hvern-
ig þessar nýju og óþekktu tegundir reynast.
Vitanlega er það að breyta svínum og kúm
ekkert í samanburði við erfðafræðilegar
breytingar á mönnum. Fyrr á þessu ári voru
erfðavísar úr dýrum græddir í krabbameins-
sjúklinga, en aðeins í rannsóknarskyni. Ein-
hvern tímann á allra næstu árum verða flutt-
ir litningar úr mönnum í fyrsta sinn í læknis-
fræðilegum tilgangi, sennilega sem lokatil-
raun til að bjarga barni, sem er fætt með
banvænan erfðasjúkdóm. Á næsta áratugi
munu vísindamenn öðlast þekkingu á æ fleiri
mennskum erfðavísum og þeim eiginleikum,
sem þeir stjórna. Sumir munu reynast sjúk-
dómsvaldar en aðrir hafa hins vegar aðeins
áhrif á það, hvers konar manneskjur við verð-
um. Þegar vísihdámenn Iærá áð bi'eytá þess-
um erfðavísum munu ýmsar alvarlegar spurn-
ingar vakna: Hvað er hægt að skilgreina sem
óeðlilega þætti persónuleikans, en ekki bara
mismun á manngerðum? Ættu þeir sem fást
við erfðavísabreytingar að laga til dæmis til-
hneigingu til nærsýni eða offitu og skalla?
Og ef það er í lagi, hvers vegna skyldu þeir
láta þar staðar numið? Viltu að barnið þitt
verði með blá eða brún augu, ljóshært eða
dökkhært? Tæknin mun ekki komast á það
stig á næsta áratug, að menn geti valið um
slíkt, en það getur orðið nauðsynlegt að
ákveða, hvort það eigi að stefna að því, að
þetta verði hægt.
VÉLMENNI
Vélmenni eru svo lengi búin að vera hluti
af afþreyingariðnaðinum, að þau vekja fyrst
og fremst kátínu. Á næsta áratugi munu þau
loksins verða nothæf til annars en að standa
við færibandið. Að vísu verða þau svolítið
frumstæð til að byija með. En það er alls
ekki óhugsandi, að þegar líða tekur að alda-
mótum, munum við rekast á ofurlítil vél-
menni, sem eru að búa til hamborgara á
skyndibitastöðum, þvo gólf í verslunarmið
stöðvum eða jafnvel að bera matarbakka á
sjúkrahúsum. Gervigreind er lykillinn að vel
hönnuðu vélmenni, en margt af því, sem er
ofureinfalt fyrir manneskju er vélmenninu
algerlega ofviða. En nú eru komnar nýjar
tölvur, með nokkurs konar gervitaugakerfí,
sem líkist mannsheilanum og þær ættu að
geta orðið góðir kennarar fyrir vélmenni. Þær
gætu t.d. áður en langt um líður komið vél
menni í skilning um, hvernig á að ryksuga
skrifstofugólf, án þess að hrinda einhvetju
um koll, nema þá einu sinni.
Efnahagsástandið ræður miklu um, hvernig
vélmenninu verður tekið. Þar sem nú lítur
út fyrir skort á vinnuafli í kjölfar fólksfækk-
unar í iðnríkjunum, eru vísindamenn nú að
hanna vélmenni, sem eiga að geta annast
a.m.k. hluta ýmissa einfaldra starfa. Vél-
menni á sjúkrahúsi gæti til dæmis deilt út
mat og lyfjum, þótt það geti ekki búið um
rúmin. Vélmenni á skyndibitastað sér líklega
um að búa til mat og pakka honum inn, þó
það verði ennþá í verkahring manneskjunnar
að taka á móti viðskiptavininum við af-
greiðsluborðið og gefa honum vitlaust til
baka.
Um næstu aldamót verða vélmenni orðin
nægilega ódýr til þess að fatlaðir getu nýtt
sér þau, þannig að þeir verði til dæmis færir
um að borða hjálparlaust og vinna einföld
skrifstofustörf. Ekki verða þó öll vélmenni
ætluð til svo elskulegra nota. Það er líka
verið að hanna tegund, sem er ætluð til njósna
um mannaferðir í mannlausum vörugeymslum
og jafnvel til í dæminu, að þau geti hleypt
af byssu.
Og svo er það vélmennishúshjálpin, sem
vísindin hafa svo lengi lofað að búa til. Smá-
vélmenni, sem á að geta komið með kaldan
bjór úr ísskápnum og tínt upp bamaleikföng-
in af gölfinu. Það er ólíklegt, að slíkt vél-
menni verði komið á almennan markað fyrir
næstu aldamót, enda þyrfti þá talsvert flókinn
útbúnað inni á heimilunum til að auðvelda
þeim starfið. En hver veit? Ætli fólki hefði
ekki þótt það ólíklegt í kringum 1890, hefði
því verið sagt að það ætti eftir að sníða öll
þéttbýlissvæði jarðarinnar að þörfum bílsins?
Ofursjónvarpið
Á næsta áratug á sjónvarpið eftir að ger-
breytast. Þó ekki þannig, að dagskráin muni
batna, eins og margir myndu gjarnan vilja,
heldur mun sjónvarp, tölva og sími renna
saman og mynda áður óþekkta heild. Börn
tuttugustu og fyrstu aldarinnar verða líklega
steinhissa á því, að einhvern tíma skuli hafa
verið til tölvur, sem ekki var hægt að setja
í samband við síma, símtæki án skjás og sjón-
varpstæki, sem gerðu ekki annað en að sýna
rnyndir án þess að áhorfandinn tæki nokkum
þátt í sýningunni.
Sjónvarpið mun breytast smám saman.
Fyrsta skrefið er svokallað HDTV (high-def-
inition-sjónvarp), sem býður myndgæði á borð
við kvikmyndir. Japanir eru þegar farnir að
bjóða þetta tæki í smáum stíl, og Evrópulönd-
in og Bandaríkin munu fylgja fast á eftir.
Eftir 5-6 ár ætti svo tæki, sem býður blöndu
af upplýsingum og afþreyingu að halda inn-
reið sína á heimilin. Þetta verður mögnuð
blanda af sjónvarps- og tölvutækni, sem fyrir-
tæki eins og IBM, Philips og Sony eru þegar
farin að tryggja sér markaðssetningu á.
Og hvað bjóða svo þessi nýju tæki? Hugsum
okkur ferðaspólu. Þá fer maður í skoðunar-
ferð t.d. um London með munnlegri leiðsögn
og bandmyndum alveg eins og í sjónvarpinu
núna. En með svolítilli fjarstýringu, getur
maður beðið dagskrána að sýna sér einungis
söfn, eða garða eða hvað annað sem maður
hefur sérstakan áhuga á. Ef maður vill síðan
fá að vita staðsetningu, opnunartíma og að-
gangseyri fyrir eitthvað af þessu, þá biður
maður um texta, þar sem allar venjulegar
ferðahandbókarupplýsingar er að fínna.
Nú er svo komið, að hægt er að kaupa lítil
myndsimtæki; ftem birta tilyiid öf þelm sem
talar, á skjá hjá öðrum með samskonar tæki.
Seinna á þessum áratugi munu símafyrirtæki
fara að skipta á venjulegum símvírum og ljós-
þráðaskeytum, sem innihalda ósköpin öll af
upplýsingum. Þar með verður samruni tölvu,
síma og sjónvarps endanlegur. Ekki er ólík-
legt, að t.d. í Bandaríkjunum muni ljósþráða-
skeyti fyrst koma með HDTV-sjónvarp og
kvikmyndir í lit í myndsímtækjunum. En með
ljósþráðaskeytum verður fullkomið samspil á
milli sjónvarpstækis og áhorfanda. Þá verður
t.d. hægt að biðja sjónvarpið um tiltekna
kvikmynd jafnt á nóttu sem degi. Raftækni-
vörulistar geta sýnt manni á skerminum t.d.
hvernig ryksuga vinnur og jafnvel lofað manni
að glugga í leiðbeiningarnar. Ef maður vill
kaupa, þarf ekki annað en að ýta á takka á
fjarstýribúnaðinum.
Eitt virðist óhætt að fullyrða um næsta
áratug. Það verður meiri hraði en á þeim
síðasta. Öll þau tækniundur, sem hefur verið
lýst hér að framan, eru til, a.m.k. á rannsókn-
arstofum, og þaðan berast tækninýjungar
með sífellt meiri hraða. Velti menn því fyrir
sér, hvað gerist fram að aldamótum, er
kannske ekki fyrst og fremst, hvað ný tækni
kann að birta, heldur hitt, hvernig manneskj-
an mun laga sig að hraðasta breytingaskeið-
inu í sögu mannkynsins.
Byggt á Newsweek
LESBÓK MORGUNBL7\ÐSINS 15. SEPTEMBER 1990 7