Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1990, Qupperneq 10
FERB4BUÐ
lesbókar
15. SEPTEMBER 1990
Horft yfír Trier
Rómveijaborgin Trier:
Ekki bara yerzlanir
Eftir. Steingrím
Sigurgeirsson
Þýska borgin Trier virðist
vera íslendingum kunn-
ari en flestar aðrar
borgir Vestur-Þýska
lands. Eflaust kemur þar helst til
nálægðin við Lúxemborg, en það
Ungfrú Svínka er alltaf í sviðsljósinu, en Kerinit hennar er nálæg-
ur.
tekur einungis um 40 mínútur að
ferðast á milli borganna tveggja
hvort sem farið er' með bíl eða
iest, En Trier virðist líka hafa það
orð á sér að þar sé sérstaklega
hentugt að stunda þjóðaríþrótt
íslendinga, nefnilega að „versla“
á erlendri grund. Liggur við að
íslendingar þungt hlaðnir innkau-
papokum séu að verða óijúfanleg-
ur hluti af borgarmyndinni. Hef
ég hitt marga íslendinga sem
staðið hafa í þeirri trú að verðlag
í Trier væri eitt hið allra lægsta
í öllu Þýskalandi. Þrátt fyrir eftir-
grennslan hef ég ekkert fundið
sem rennt gæti stoðum undir
þessa goðsögn. Verðlag í Trier
er hvorki hærra né lægra en geng-
ur og gerist í Þýskalandi þó vissu-
lega verði að segjast að þar sé
mun auðveldara að gera hagstæð
kaup, ekki slst á fatnaði, heldur
en í borgum á borð við Lúxem-
borg, Frankfurt og Dusseldorf,
þar sem starfsemi alþjóðastofn-
ana, banka og stórfyrirtækja ger-
ir það að verkum að fyrst og
fremst eru mjög dýrar vörur á
boðstólum.
Það verður líka ekki hjá því lit-
ið að Trier er mjög hentug borg
til innkaupa. Hún er fyrst og
Sjá nánar á blaðsíðu 11
GENGIÐ ÚT ÚR
KVIKMYNDATJALDINU
- íævintýra-
heimi Walt Disney
í Bandaríkjunum eru ferða-
mannastaðir byggðir risastórir
eða eru alltaf að þenjast út.
Hótel, skemmtigarðar, skíða-
svæði. Ævintýraheimur Walt
Disney, „Walt Disney Worí3“,
er engin undantekning. Ævin-
týrin þar verða stöðugt viða-
meiri og reynt að klæða þau í
raunverulegri búning. Líklega
til að kynda undir ævintýra-
þrána, sem blundar í okkur öll-
um!
Ævintýraheimur Kermits
frosks og ungfrú Svínku heillar á
i tjaldinu, en skötuhjúin „ganga út
j úr tjaldinu“ á eftir og gefa eigin-
| handaráritanir. Bófahasar af
| tjaldinu berst. líka . um skemmti-
| garðinn utan dyra. Á svæðinu
! bjóðast nú yfir 11.000 gjstirúm.
Réttlætinu fullnægt í bófahasarnum „Calling Dick Tracy“.
Og það tekur nokkra daga að
ganga í gegnum öll ævintýrin.
Nánari upplýsingar fást hjá:
Walt Disney World,
P.O.Box 10.000,
Lake Buena Vista,
FL 32830-1000.
Sími: (407) 824-4531