Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1990, Side 3
TEgPáW
Sl ® 11 [öl 0 LnJ i»l E 1*1 löl ® [E ® Sl
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvstj.:
Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías
Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoð-
arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.:
Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jóns-
son. Ritstjórn: AÖalstræti 6. Sími 691100.
Forsíðan
Myndin er af einum frægasta myndlistarmanni
heimsins um þessar mundir, þjóðvetjanum Georg
Baselitz, sem fyrst og fremst er málari á grófu
nótunum eins og tíðkast í þýzkum expressjónisma.
Kennimark hans er oft, að fólkið í myndum hans
er á hvolfi og þykir mörgum það full ódýrt bragð.
Baselitz er líka myndhöggvari og sést hér með
andlitsmynd úr tré. Skurðirnir í andlitinu minna á
nasistatímann, þegar það þótti hetjulegt að hafa
ör eftir sverðshögg þvert yfir andlitið.
Grundarbæir
Nú gengur Guðjón Friðriksson sagnfræðingur um
Grundarstíginn í Reykjavík, sem kenndur er við
torfbæinn Grund. Sá var byggður 1849, en
skömmu eftir aldamót voru þar 5 bæir eða hús.
Þetta er er gata þar sem margir listamenn hafa
búið við, en um leið svo hljóðlát og lítt þekkt, að
margir Reykvíkingar vita varla hvar hún er.
Indland
kemur við sögu vegna þess að Sigurbjörn
Aðalsteinsson hefur verið þar og hann segir frá
ástandinu í Amritsar í Punjab á Indlandi, þar sem
verið hefur. sleitulítil vargöld eftir sjálfstæði
Indlands árið 1947. Þegar Sigurbjörn kom þangað,
var verið að opna landið ferðamönnum eftir 6 ára
bann.
Marmari
sést ekki oft í nútíma skúlptúr, sem nýtir oftast
efni eins og stein, járn eða tré. Nú sýnir ungur
listamaður skúlptúr í Reykjavík og hann er einn
fárra, sem nota marmara. Þessi maður er Þórir
Barðdal, sem nú er seztur að í Houston í Texas.
JÓN FRÁ PÁLMHOLTI
Eintal
Djúpt inní rökkrí tímans talar þögn.
Trúnaður horfínna ásta fíytur sín Ijóð
sem vindurínn her um vegleysur daga og ára.
Þau koma til okkar sem lifum daginn í dag
við dyn af fíugi um víðáttur gleymdra tíða
og fara með andblæ um svið hinnar óskráðu sögu.
Og stundirnar renna fram einsog lifandi lækur
er líður héðan hurt útí rökkurheim tímans.
Höfundur hefur gefið út margar Ijóðabækur og varð sextugur á
þessu ári.
Lífeyrissjóðirnir
og frelsið
120 ár hafa launþegar almennt
búið við skylduaðild að lífeyris-
sjóðum, og þeir hafa, ásamt
tekjutryggingu almannatrygg-
inganna-, orðið ein helsta afkomu-
trygging aldraðra í þessu landi.
Ekki er þó allt glæsilegt frá
lífeyrissjóðunum að segja, enda
er því ekki mótmælt að tilhögun þeirra sé
úrelt; aðeins vantar samstöðu um hvernig
eigi að breytá henni.
Lífeyrisréttur í núverandi kerfi, a.m.k.
utan opinbera geirans, er tilfinnanlega
naumur, þannig að lífeyrir verður oft aðeins
lítill hluti fyrri tekna. Og þó er okkur sagt
að jafnvel þessum knöppu greiðslum hafi
sjóðirnir alls ekki efni á til frambúðar. Ekki
nema með ævintýralega góðri ávöxtun á
fjármagni sínu. En lífeyrissjóðirnir þykja
víst allt annað en líklegir til stórafreka í
ávöxtun fjár eða hagkvæmum rekstri. Þeir
eru sagðir of margir og flestir alltof smáir.
Þeir eru bundnir við áð fjárfesta að mestu
hjá ríkinu, sem auðvitað hefur ýmis spjót
úti til að fá fjármagn þeirra ódýrt. Og svo
vantar þá alveg þann hvata að þurfa að
keppa um viðskipti sjóðfélaganna.
Það stakk í stúf um daginn að lesa enn
eina upprifjun á þessum ömurlegheitum
lífeyrissjóðanna á sama tíma og verið var
að kynna með miklum tilþrifum tvo af vaxt-
arbroddum hins frjálsa markaðar: líftrygg-
ingar og viðbótarlífeyrissjóði.
Hagkvæmar líftryggingar eru háðar því
að tryggingafélögin geti ávaxtað vel þá sjóði
sem iðgjöldin mynda. Þess vegna eru þær
nú að rétta við eftir niðurlægingartímabil
hinna neikvæðu vaxta. Það er ekki mitt
meðfæri að segja kost eða löst á einstökum
líftryggingartilboðum, en vafalaust hafa
líftryggingar verið of lítið notaðar að und-
anförnu og því fagnaðarefni að þjónusta og
samkeppni aukist hjá seljendum þeirra.
Annað svið, þar sem þjónusta og sam-
keppni er vaxandi, eru fijálsir lífeyrissjóðir
sem heimilt er að greiða í til viðbótar við
hina skyldubundnu. Þeir hafa verið skipu-
lagðir sem séreignarsjóðir þar sem hver
maður á sína innstæðu og fær hana smátt
og smátt meðan hann lifir, eða erfingjar
hans eftir hans dag, með þeirri ávöxtun sem
sjóðnum tekst að ná. Þetta er raunar ekki
annað en nútímalegt form á þeirri fornu
dyggð að safna til elliáranna, en hún hefur
fengið nýtt gildi eftir að leiðir opnuðust til
að ávaxta peninga með nokkrum árangri.
Þessi þjónusta er auðvitað, eins og líftrygg-
ingarnar, allra góðra gjalda verð, einkum
ef vel tekst til um ávöxtun ellisparnaðarins.
Venjulegir lífeyrissjóðir eru allt annars
eðlis. Þeir myndast að vísu af reglubundnum
sparnaði sem verður að sérstakri inneign
hvers sjóðsfélaga, þótt hún sé kölluð „rétt-
indi“ frekar en eign og talin í „stigum" í
stað króna. En um leið og maður hættir
að vinna og fer að fá greiddan lífeyri, breyt-
ist sparifjársöfnunin í tryggingu, ellitrygg-
ingu, sem greiðir honum sinn lífeyri ævi-
langt. Eins og allar aðrar tryggingar snýst
hún um það að mæta fjárhagslegum áföllum
með hinum tryggða, og eins og allar trygg-
ingar á hún að færa fjármuni til þeirra sem
þurfa sérstaklega á þeim að halda án þess
að það verði séð fyrir. Líftrygging mætir
því fjárhagslega áfalli að maður falli frá á
starfsaldri, og það gerir hún með því að
færa fé frá hinum, sem kaupa tryggingu
til vonar og vara en þurfa ekki á henni að
halda. Á sama hátt færir ellitrygging pen-
inga frá skammlífari tryggingatökum til
þeirra sem reynast hafa þörf fyrir sinn lífeyri
fram til hárrar elli.
Það er þessi tryggingaþáttur sem gerir
venjulegu lífeyrissjóðina miklu traustari stoð
félagslegs öryggis en séreignarsjóðir geta
verið. Hversu vel sem inneign þeirra er
ávöxtuð, þá stendur sá slyppur uppi sem
óvart reyndist langlífari en hann ætlaði sér
þegar hann skipulagði endurgreiðslur sínar
úr sjóðnum. Hvað sem öðru líður er sjálf-
sagt að viðhalda lífeyriskerfinu sem elli-
tryggingarkerfi: að vinnandi fólk búi við
skyldutryggingu á sjálfu sér í ellinni, ekk-
ert síður en skyldutryggingu á fasteignum
sínum og ökutækjum.
Nú er að vísu hægt að hugsa sér fijálsa
lífeyrissjóði veita ellitryggingu á sama
grundvelli og venjulegir sjóðir gera nú.
Menn geti valið sér sjóð og með einhveijum
fyrirvörum fært sig á milli sjóða síðar á
ævinni og séu þá skyldugir til að leggja i
,hann eitthvert lágmark af tekjum sínum,
en ávinni sér í staðinn rétt til lífeyris ævi-
langt. Núverandi lífeyrissjóðir myndu þá
reyna fyrir sér í fijálsri samkeppni og sjálf-
sagt mæta henni með því að renna saman
í stærri heildir og tengjast öðrum peninga-
stofnunum, líkt og verið hefur að gerast
hjá sparisjóðum, bönkum og verðbréfafyrir-
tækjum.
Það er líka hægt að hugsa sér lífeyris-
kerfið meira í anda líftrygginganna. Þá
væri komið á skyldusparnaði vinnandi fólks,
en í lok starfsævinnar skyldi sparnaðinum
varið til að kaupa ellitryggingu hjá trygg-
ingafélagi sem hefði slíka þjónustu í boði.
Þá væri hægt að koma við fijálsræði og
samkeppni á tveimur stigum: fyrst gæti
maður valið á milli einhverra fjármálafyrir-
tækja sem hefðu rétt til að ávaxta skyldu-
sparnaðinn, og síðan milli tryggingafélaga
eftir því hvar manni litist best á skilmája
ellítryggingarinnar.
Einhveija galla hefði nú samt allt þetta
fijálsræði. Miklar reglugerðir og eftirlit
þyrfti til að allt væri á traustum grunni.
Gífurlegur kostnaður yrði við sölumennsku
og samkeppni um hylli hinna mörgu trygg-
ingataka. Þá er hætt við að breytileg ávöxt-
un ylli miklum sveiflum í vinsældum sjóða,
og þar með myndu skyndisveiflur í fjár-
streymi þeirra draga úr hagkvæmni.
Núverandi ástand er auðvitað ekki til
frambúðar. En hollasta lausnin hygg ég sé
að steypa kerfínu saman í einn lífeyrissjóð
fyrir alla landsmenn, sem tryggi samræmd
réttindi á traustum grunni. Hægt er að
hagræða í starfseminni með því að tengja
innheimtuna við skattkerfið og útborganir
við almannatryggingarnar. Síðan er hægt
að koma við allri þeirri samkeppni um ávöxt-
un sem æskileg þykir með því að semja við
fjármálafyrirtæki um ávöxtun á hæfilega
stórum slöttum af innstæðum sjóðsins, og
beina viðskiptum mest til þerra sem standa
sig best. Sú samkeppní mýndi meira snúast
um frammistöðu og minna um auglýsingar
en ef hver einstakur launþegi ætti að velja
fyrir sig.
HELGI skúli kjartansson
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. OKTÓBER 1990 3