Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1990, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1990, Qupperneq 4
Gullna musterið, helgidómur Sikka í Amritsar. ÍSLENDINGUR í INDLANDI: Brothættur Mður í kjölfar vargaldar Indlandi. Hér hefur geisað vargöld, sleitu- lítið frá sjálfstæði Indveija árið 1947. Á undanförnum mánuðum hefur öldumar lægt og nokkrum vikum áður en ég steig úr Chandigarh-hraðlestinni var Punjab-héraðið opnað fyrir ferðamönnum eftir sex ára bann. Ferðamenn eru seinir að taka við sér, ég er sá eini sem kem með lestinni og ástæðan er einföld. Öldurnar hefur aðeins lægt á punjabska vísu. Dagblaðið sem ég hef í vasanum segir að ellefu hafi verið drepnir í Punjab í gær. Þar af þrír í Amritsar. Hryðjuverkamenn segir blaðið. Skotnir á flótta. Svefndrukknum augum eftir 15 tíma ferð að er hádegi og útifyrir er yfir 40 stiga hiti. Ég hef ekki gert annað en að svitna síðan ég kom hingað í morgun. Það eina sem sturtu- hausinn gerir þegar ég skrúfa frá er að ropa framaní mig. Ég bíð, mæni uppyfir mig og fer með bæn til lífsins sjálfs. Ekkert. Ég fer út og skelli hurðinni. Strákurinn kemur, brosandi. „Ekkert vatn,“ segi ég. „Ekkert mál,“ segir hann. „Stórmál,“ segi ég en hann heldur bara áfram að brosa. Staðurinn er Amritsar í Punjab á Norður- með 10.10-lestinni frá Agra skima ég í kringum mig á stöðinni. Hún er eins og hver önnur sem ég hef komið í á Indlandi. Yfirfull af fólki sem er ekki endilega að fara neitt. Það situr á brautarpöllunum, í skjóli frá sólinni, sofandi eða vakandi, ét- andi eða sveltandi. Eins og hver önnur. brautarstöð. í ágúst 1947 var hún ekki einsog hver önnur brautarstöð og Amritsar var ekki eins og hver önnur borg. Þá öðlaðist Indland sjálfstæði frá Bretlandi og klofnaði í Indland hindúanna og múhameðska Pakistan. Sumir segja að ein milljón manna hafi dáið í óeirð- unum sem fylgdu klofningnum, sumir segja hálf milljón, sumir Ijórðungur úr milljón. Það veit það enginn en eitt er víst: flestir dóu í Amritsar og Lahore sem lentu sitt- hvoru megin við landamæri hinna nýju ríkja. Amritsar litaðist blóði er múslimar yfirgáfu heimili sín og flúðu vestur og sikkar og hindúar komu hina leiðina. Það eru fjörtíu ár og gott betur síðan Niðurlest nr. 10 rann inná stöðina og staðnæmdist við brautar- pall 1. Það var 15. ágúst 1947, daginn eft- ir sjálfstæði og lestin var aðeins á eftir áætlun. Fólk dreif að henni í von um að sjá vini eða vandamenn sem tekist hafði að flýja yfir hin nýsköpuðu landamæri. Það sem mætti augum þeirra var sjón sem ég á erf- itt með að gera mér grein fyrir þar sem ég stend á brautarpallinum og horfi á betlar- ana og burðarmennina ganga á milli fyrir- fólksins. Lestin frá Lahore var full af blóði drifnu fólki, dauðu, slátruðu. Þeir örfáu sem höfðu lifað árás múslima á lestina af grófu sig inná milli líkana og hrærðu sig ekki fyrr en þeim var sagt að þeir væru komnir til Amritsar. Hefndaraðgerðir fylgdu, það er ómögulegt að henda reiður á hvar þetta byijaði en í dag er sama hvar í Amritsar ég kem, alls staðar mætir sagan mér og alls staðar er hún lituð blóði. Gamli maðurinn labbar með mér um gisti- húsið og sýnir mér herbergin. Hann er hissa þegar ég segist ekki vilja loftræstingu, stiýkur vasaklútnum eftir síröku enninu. „Það er mjög heitt,“ segir hann. Ég fer útúr herberginu, sest á veröndina og held áfram að svitna. Sennilega kemst ég ekki í sturtu í dag. Gamli maðurinn kemur með matseðil til mín. „Við höfum átt í vandræð- um með vatnið,“ segir hann. Á gylltu spjaldi á húshliðinni er hann titlaður ofursti og hann var hér í ágúst 1947. Hann fer ekki nánar út í það en tekur við pöntuninni. Sódavatn. Ef ég hefði verið ofursti í hernum myndi ég heldur ekki vilja tala um það. Stuttu síðar kemur strákurinn, ennþá brosandi og kann ekki að skammast sín. „Ekkert sódavatn." „Hvar eru hinir gestirn- ir?“ „Það eru engir aðrir gestir,“ segir hann og sýnir mér hvítar tennurnar aftur. „Límonaði?" Hann kinkar kolli og hverfur fyrir horn. Hann er hindúi en þetta er borg sikka, trúflokksins með vefjarhöttinn sem var stofnaður til að brúa bilið á milli stríðandi hindúa og fylgjenda Múhameðs. Æ síðan hafa sikkarnir verið minnihluti sem hefur fundið fyrir mætti fjöldans en varist grimmilega. Amritsar er háborg sikkatrúar, Sagt frá ástandinu í Amritsar í Punjab á Norður-Indlandi Eftir SIGURBJÖRN AÐALSTEINSSON Sikkar útbýta mat til fátækra. Greinarhöfundurinn tók myndirnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.