Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1990, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1990, Qupperneq 6
HRAFN HARÐARSON Fjara Fjaran andar angan seltu og þarínn velkist og þangið stelkur við stein stingur niður rauðu og þarinn velkist og þangið hafalda hingað komin úr hafsauga leggst með lágri stunu að landi og þarinn velkist og þangið þagnar tjaldur logagaldur lækkandi sólar lýkur degi. Höfundur er forstöðumaður Bókasafns Kópavogs. MARGRÉT EYJÓLFSDÓTTIR Gengiðá Baulu Baula sveipast hlárrí móðu bjart um svipinn er minning um þá mætu stundu mild um hugann fer. Þá ung ég kleif þar kletta og stalla í kátum vina fans mjög er þar svo máttug kyngi og mikil fegurð lands. Silfurtærir lækir líða létt um stein og tó fuglinn syngur um fegurð lífsins fagurt hreiður bjó. Blómin skarta björtum litum blessuð sólin skín gleðin æsku frelsið færir fögnuð sálu mín. Gæðingar af góðum ættum gæla við sinn vin bíða neðst í brekkurótum að bera Snót og Hlyn. Bærinn undir bröttu fjalli býður þreyttum hvíld gestrisninnar góður andi er gefinn þar af snilld. Veiðilækur í Borgarfirði er kominn í eyði og hjónin dáin. Höfundur er frá Flatey á Breiðafirði. HELGA RÚN HELGADÓTTIR Tjörn Þessi tjöm var eins og snjór, að heimurinn væri bara tjörn enginn sjár bara tjörn. Höfundur er 11 ára Kópavogsbúi. „Ægir“, skúlptúr úr málmgrind og segldúk frá 1988. Myndin stendur í Örfirisey og er eina verk Þóris Barðdals úti við í Reykjavík. Marmari fellur vel að míniim hugmyndum órir Barðdal er maður nefndur og sýnir hann verk sín í sýningarhúsinu Stöðlakoti við Bók- hlöðustíginn. Þórir er aðeins 32 ára og hefur öllu minna farið fyrir honum í sýningarhaldi en ýmsum jafnöldrum hans í listinni. Astæðan er m.a. sú, að Þórir hefur kjörið sér búsetu- og starfsvettvang erlendis. Venjulega sæt- ir litlum tíðindum þegar ungir menn, sem nýlokið hafa námi, halda sína fyrstu sýn- ingar, enda eru þeir yfírleitt óskrifað blað og aðeins má renna grun í hvað framtíðin kann að bera í skauti sínu. Ástæðan fyrir því, að Þórir Barðdai kemst á blað með smásýningu á lítt kunnum sýningarstað er sú, að eftir að hafa lítillega rætt við hann og séð ljósmyndir af verkum hans, þótti mér maðurinn líklegur til afreka á því sviði sem hann hefur kjörið sér: Högg- myndalist.. Ekki fór Þórir hina hefðbundnu skóla- gönguleið. Eftir eitt ár í Myndlista- og handíðaskóla íslands hélt hann utan til Stuttgart og komst inn í listaháskólann þar, Akademie der bildende Kunste, sem hefur á sér gott orð sem vandaður lista- skóli. Af 1500 sem þreyttu inntökupróf, var Þórir meðal þeirra 200, sem inn kom- ust. Hann var þá ekki búinn að taka þá ákvörðun að leggja fyrir sig höggmynda- list, en gerði það fljótlega eftir komuna til Stuttgart. í fjögur ár lagði hann síðan stund á skúlptúr í svokailaðri „Fijálsri skúlptúrdeild“. Viðtal við Þóri Barðdal, sem býr í Houston og sýnir nú í Reykjavík í annað sinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.