Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1990, Síða 8
Hannes Hafstein, skáld og ráðherrn, reisti þetta glæsilega hús á nr 10 árið 1915 og eyddi hér síðustu ævidögum sínum.
ÚR SÖGU GRUNDARSTÍGS
Á slóðum Grundar-
bæjanna í Reykjavík
í Versluninni Breiðabliki í Lækjargötu 10,'
föður Lúðvíks ferðamálaforstjóra og þeirra
systkina. Sjálfur rak hann verslun hér á
horninu um tíma en síðan voru þar margar
verslanir. Þar var matvöruverslunin Víking-
ur 1929, sem Jens Pétursson rak, og 1936
var þarna matvöruverslun Jóhannesar Jó-
hannessonar og enn síðar Ólafs Jóhannes-
sonar. Þar var um hríð mjólkurbúð frá Thor
Jensen og árið 1930 var Tískubúðin á
Grundarstíg 2.
Á Grundarstíg 2A er nú verslunin Þing-
holt en í því húsi var Myndlista- og handíða-
skólinn um árabil undir stjórn Lúðvígs Guð-
mundssonar og þarna gengu sín fyrstu skref
á myndlistai'brautinni margir af okkar
fremstu myndlistarmönnum. Húsið Grund-
arstígur 4 er svo beint í framhaldi af þess-
um húsum, áfast og álíka stórt, byggt af
Geir Pálssyni byggingameistara.
Grundarhúsið Og Fleiri
Aldamótahús
Á Gruhdarstíg 3 er einlyft timburhús með
háum kjaflara frá því snemma á öldinni.
Þarna bjuggu árið 1913 tveir af framsækn-
ustu barnakennurum landsins, þeir Hall-
grímur Jónsson og Steingrímur Arason.
Síðar bjó lengi í húsinu Kristófer Bárðarson
ökumaður og enn lengur Benedikt Frímann
Magnússon kaupmaður. Þarna bjó og sonur
hans, Jens Benediktsson blaðamaður og
guðfræðingur, og í húsinu er því alin upp
dóttir hans, Sólrún Jensdóttir sagnfræðing-
ur og skrifstofustjóri skólamáladeildar
menntamálaráðuneytisins.
Áfast við húsið nr. 3 er Grundarstígur
5, álklætt tvílyft timburhús. í þessu húsi
bjó um áratugaskeið Guðmundur Halldórs-
son trésmiður frá Litlu-Grund á Bergstaða-
stræti 16 og enn er þar búandi Sesselja
dóttir hans. Hér bjó líka Pétur Zóphaníasson
ættfræðingur fyrr á öldinni. Bak við húsið
er lítið steinhús sem nú er íbúðarhús en
hefur líklega áður verið fjós eða hesthús.
Grundarstígur 5A er elsta húsið við þessa
götu. Það er fyrrnefnt Grundarhús, einlyft
timburþús með steinviðbyggingu. Fyrir inn-
an það og langt inn á milli tijáa stendur
svo stakt tvílyft timburhús sem hvergi á lóð
að götu. Að ganga inn til þess er eins og
komast í friðsælt hlé frá ys og þys götunn-
ar. Þetta er Grundarstígur 5B. Þarna bjó
Ólafur Þórðarson ökumaður og kyndari, sem
var afrenndur að afli og líkastur hálftrölli.
Hann var afi Jóns Arnar Marínóssonar sem
Fyrir röskum hundrað árum voru nokkrir torfbæ:
ir á stangli í svokölluðum syðri Þingholtum. í
kringum þá voru dálitlir grasblettir og kálgarð-
ar sem girtir voru af með grjótgörðum til þess
að búfénaður, sem gekk þá um allt bæjar-
Bærinn Berg var upphnflega á Grundnrstíg 2, en síðnr komu fleiri bæir sem
báru bergsnnfnið. Hér er Norður-Berg, rösklega 100 ára ganmnll steinbær á
mótum Ingólfsstrætis, Spítalastígs og Grundarstígs.
Við göngum nú
Grundarstíginn, lítum á
húsin og minnumst fólks
sem í þeim hefur búið
þó margir verði útundan.
Sérstaklega er áberandi
hversu margir listamenn
hafa búið við þessa
hljóðlátu götu sem sumir
Reykvíkingar vita ekki
einu sinni hvar er.
Eftir GUÐJÓN
FRIÐRIKSSON
landið, skemmdi ekki uppskeru hinna fá-
tæku kotbænda. Milli lóðanna mynduðust
mjóar traðir með grjótgörðum á báðar hend-
ur. Til er uppdráttur af Reykjavík frá árinu
1876 og þar sést greinilega hvernig þessar
þröngu og fornu traðir eru grundvöilurinn
að núverandi gatnakerfi í ofanverðum Þing-
holtum. Á það m.a. við um Grundarstíg.
Árið 1849 var reistur torfbær sem stóð
nokkurn veginn þar sem nú er baklóð húss-
ins Bjargarstígs 5. Var hann nefndur Grund.
Á næstu áratugum risu svo fleiri bæir og
hús í nágrenninu sem einnig báru Grundar-
nafnið. Þannig var Mið-Grund á Bergstaða-
stræti 22 (þar bjó Sigurbjörg sú sem Bjarg-
arstígur er kenndur við), Litla-Grund á
Bergstaðastræti 16 en bærinn á Bjargarstíg
6 var einnig kallaður Litla-Grund stundum.
Á Bergstaðastræti 28A var svo steinbær
sem kallaðist Syðsta-Grund. Þegar allir
þessir Grundarbæir voru komnir festist
nafnið Stóra-Grund við upphaflega bæinn
en hann var rifinn 1898 og hús reist í stað
hans. Sigúrður Hansson, bróðir Hannesar
pósts, var eigandi Stóru-Grundar og hann
reisti ser hús vestarlega á lóðinni árið 1883
og var það kallað Grundarhús. Og Grund-
arstígur er að sjálfsögðu kenndur við alla
þessa Grundarbæi og -hús. Götunni var
gefið þetta nafn um eða upp úr aldamótum
og voru fimm bæir eða hús taldir við hana
árið 1905. Við skulum nú ganga Grund-
arstíginn og líta á húsin og minnast fólks
sem í þeim hefur búið þó að margir verði
útundan. Sérstaklega er áberandi hversu
margir listamenn hafa búið við þessa hljóð-
látu götu sem sumir Reykvíkingar vita ekki
einu sinni hvar er. I þessari fyrri grein um
Grundarstíg göngum við frá Spítalastíg að
Bjargarstig en í seinni grein verða húsin
sunnan Bjargarstígs tekin fyrir.
BERG Var á Horninu
Þar sem Grundarstígur 2 er nú var á
síðustu öid og fram á þessa torfbær sem
hét Berg. Hann mun hafa verið reistur um
miðja síðustu öld og þar bjó mjög lengi
sama íjölskyldan. Bærinn var fyrst reistur
af Erlendi Runólfssyni en síðan tók tengda-
sonur hans, Zakkarías Árnason, við honum
og var bærinn þá oft nefndur Zakkaríasar-
bær. Zakkarías var rennismiður og snilling-
ur í smíði rokka en einnig var hann sjómað-
ur og garðhleðslumaður mikill. Meðal barna
hans voru vegavinnuverkstjórarnir Árni og
Erlendur, Magnús bókhaldari og Ingibjörg,
kona Stefáns Kr. Bjarnasonar skipstjóra.
Allt þetta fólk bjó meira og minna á Bergi
á Grundarstíg 2 eftir daga Zakkaríasar og
eru af því fjöldi afkomenda í Reykjavík.
Ennþá lifir Bergsnafnið í hvíta steinbænum
í Ingólfsstræti 23 en hann heitir Norður-
Berg.
Nú eru á nr. 2 og 2A þrílyft hvít stein-
hús sem byggð voru um 1920 af Hjálmtý
Sigurðssyni, sem iengst af var kaupmaður
til skamms tíma var tónlistarstjóri útvarps-
ins. Nú búa í húsinu öldruð hjón, þau Vil-
hjálmur Lúðvíksson og Helga Gissurardótt-
ir.
Gunna Klukka Og
Katta-tóta
Á Grundarstíg 6 er stórglæsilegt tvílyft1
timburhús með glugga í júgendstíl og út-
skurði. Þetta hús var reist árið 1906 af
Stefáni Kr. Bjarnasyni og lngibjörgu, dóttur
Zakkaríasar á Bergi, enda stendur húsið á
hinni gömlu Bergslóð. Þau Stefán og Ingi-
björg og síðan Magnús heildsali, sonur
þeirra, bjuggu hér áratugum saman. Á
kreppuárunum bjuggu í kjallaranum tvær
sérkennilegar kerlingar, önnur hét Guðrún
Guðmundsdóttir, kölluð Gunna klukka. Hún
hreinsaði miðstöðvar í húsum og var stund-