Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1990, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1990, Qupperneq 11
Nóttin, myrkrið, er áberandi í myndunum. ísak er þó ekki skáld næturinnar í samskon- ar skilningi og til dæmis Jóhann Sigurjóns- son eða Kristján fjallaskáld. Hann getur ekki leyft sér þann „munað“ að sitja einn yfir drykkju og skála við myrkrið. Hjá Isaki er nóttin sektin. Sú sekt að tilheyra homo sapiens og verða því sjálfkrafa að axla glæpi mannkynsins: nótt eftir nótt eftir nótt; endalaus röð svartra perla í mannkynssöguþráðinn nótt eftir nótt; vagn eftir vagn fermdur Ijósmat á leið til auswitchz nótt; ég ýti sekt minni úr vör og ræ útá myrkrið Hérna er ádeilan óræðari, dýpri og ljóð- rænni. Á stundum gleymir Isak sér þó, eða skortir þolinmæði til að finna sterkari og víðari orð. Dæmi um það er ljóðið café naga- saki 1945. Titillinn er söguleg skírskotun; bandaríkjamenn varpa kjarnorkusprengju á Nagasaki. Ljóð ísaks nær alls ekki að bregða upp mynd af því jarðneska helvíti sem vísindi mannsins skópu þar. Til þess er það alltof litlaust: siu mig koma (á dauða sínum áttu þau von) sáu mig aldrei fara (augun hraðsoðn burt) jörðin þakin ristuðum steinum (á stærð við frækorn) Bókmenntagagnrýnandi Tímans, Ey- steinn Sigurðsson (síðasta vígi rímsins í sinni stétt), kvartaði í gagnrýni sinni um Ut- gönguna yfir fátæklegum viðfangsefnum hjá höfundinum. Það þykir mér undarlegt. Fá ungskáld glíma við jafn fölbreytt við- fagnsefni og ísak. Hann er ádeilu- og trúar- skáld 9. áratugarins. Guð var aldrei langt undan í fyrri bókum hans, oftast sem „besti kall“, sem væri „dáldið farinn að kalka“. Lesandinn var aldr- ei viss hversu mikil alvara lá að baki. Eftir Útgönguna þarf hann ekkert að velkjast í vafa; þar stígur ísak skrefið til fulls og skrifar undir tilvist guðs. Trúaijátning hans er þó ekki á hefðbundnum nótum. Ég er til dæmis alls ekki viss um að skáldið sæki messu hvern sunnudag og taki útvarpsmess- una upp til að hlusta á fyrir svefninn. Og hann yrkir ekki um Jesú og píslir hans_ á löngum föstudegi fyrir 2000 árum. Trú Is- aks er algyðistrú, maðurinn er sjálfur hluti af guði. Það kemur vel fram í ljóðinu café aquarius 1953-: það er bæði í senn: marglitt vefjasýni úr líkama óendanleikans (haganlega skorðað undir smásjánni) og sjónfruma í auga þess sem skoðar Hér er maðurin bæði skaparinn og sá skapaði, og í lokaerindinu kemur heilagur andi að innan, ekki að ofan eða utan. Þetta rímar vel við lokaorð fyrstu bókarinnar: „Og Ijósið í manninum/mun skáka sólinni. “ Mað- urinn er, þrátt fyrir allt, góður í eðli sínu. Þess vegna getur ísak ekki leyft sér að horfa eingöngu inn á við, og draga upp daprar og ljóðrænar myndir. Hann hefur hugsjónir að beijast fyrir; í þessum heimi þar sem guð er gestgjafi og dauðinn blekk- ing: og verðiru dáinn færir gestgjafínn þér að vörmu spori nýtt glas barmafullt af freyðandi líG og þú munt dansa! Það væri glæpur gagnvart ljóðlistinni að skilja við Útgönguna án þess að minnast á sterkasta ljóð bókarinnar, hvíslarinn. í glæsilegum myndmálsumbúðum reynir skáldið ísak Harðarson að ná sáttum við ljölskyldumanninn með sama nafni. Þessir tveir menn, í sama einstaklingnum, gera ólíkar kröfur til lífsins. Sá síðarnefndi þráir alltumlykjandi faðm fjölskyldunnar meðan skáldið kýs útlegð einsemdarinnar sem get- ur verið ljúf því þar finnur hann fijómagn lífs síns; orðin. Ljóðmælandinn heyrir nafn sitt hvíslað og læðist út í nóttina. Við honum blasir: „alheimurinn rúmlega tilbúinn/undir tréverk með ljós í öllum gluggum/klið og hlátur/- ég er að koma!“ Þarna er skáldið mæl- andinn, ljölskyldan sefur að baki en fram- undan er alheimurinn sem það getur orðað sig inní. Eða, eru þessir tveir menn þrátt fyrir allt ekki andstæður? loks á tröppunum heyri ég nafn mitt hvíslað aftur einsog þyt í vindi en þegar ég ætla að svara get ég engan veginn séð hvor þeirra það er sem stendur þar og bíður mín: þolinmóður alheimurinn með stjörnubjart hárið og vaxandi tungl á vör eða íbygginn rósóttur köttur í draumi lítillar manneskju sem vaknar innan skamms og kallar á heiðskíra pabba Fjögur Síðustu hugmyndir físka um líf á þurru (1989) heitir sjötta bók ísaks. í bókinni líkir hann heimi sjávarins við heim manna. Haf- ið flæðir um myndmálið og fiskar synda þar um. Þjálfaður í orðaleikjum notfærir skáldið sér margræðni orðanna og varpar oft ný- stárlegu ljósi á busl okkar um lífið. Stíllega séð er bókin eðlilegt framhald af Útgöngunni. Ef miðað er við fyrri bækur ísaks þá ber óvenju lítið á ádeilu; trúarskáld- ið hefur færst svo í aukana að fátt annað kemst að. Þá á ég ekki eingöngu við að guð stormi um með englasveitum sínum í hveiju ljóði; Isak er, eins og áður sagði, einnig trúarskáld mannsins. Og upphafinn sem slíkur: jfg sem er Gæktur í sokkinni borginni hef séð elda þeirra kallast á yfir djúpið um skínandi dag sem óðum nálgast - kveiktan af logandi augum Það er greinilegt að nútíðin er táradalur fyrir skáldinu. A öðrum stað í bókinni dreymir hann borgina Atlantis: „löngu sokkna/ í ósyndanleg djúp gleymskunnar“. í lok ljóðsins vaknar hann í borg sem einn- ig er sokkin, en í ósyndanleg djúp blindunn- ar. Nútíðin anar áfram blind í grimmd sinni. Maðurinn sýnir hvorki sjálfum sér eða náttúrunni virðingu. Er Isak kannski að boða nýtt syndafall? Fer bráðum að rigna? Nei, þrátt íyrir þungan hug til nútíðarinnar hefur skáldið, sem áður, bjargfasta trú á manninum. Og það fullyrðir að við munum lifa það að sjá „nýjustu hugmyndir sólar um ljós á jörðu“. ísak hættir til að notast við of mörg orð. Stundum er um hreina ofhleðslu að ræðá og góð ljóð verða fyrir skemmdum. Dæmi um slíkt er ljóðið Kaf. Þar er þessi lýsing á geimnum: Hvenær byrjuðum við að nota peninga? Hvenær byijaði fólk að nota peninga sem gjaldmiðil? Hvernig versluðu menn áður en þeir höfðu þennan gjaldmiðil? Áður en peningar komu til sögunnar fór öll versl- unin fram með vöruskipt um og varð þá stuðst við einhveija viðmiðun- areiningu eins og t.d. uxa eða eitthvað annað. Rekja má notkun dýrra málma eins og gulls og silfurs langt aftur fyrir sögulegan tíma. Málmarnir voru hagnýtur gjaldmiðill vegna þess að þeir eru endingargóðir og það er auðvelt að vigta þá, hluta þá niður og flytja þá á milli staða. í Austurlöndum nær voru stykki úr góð- málmum stimpluð með ábyrgðarstimpli, sam- kvæmt lögum Hammurabis frá um það bil árinu 1800 f.Kr. Þegar byrjað var að vinna járn var það mjög sjaldgæft og verðmætt og varð því eft- irsóttur gjaldmiðill. Þegar járn varð algeng- ara féll það í verði og þá varð að finna'aðra sjaldgæfari málma sem gjaldmiðil. Elstu eiginlegu myntirnar eiga uppruna sinn að rekja til Lydiu í Litlu-Asíu frá því um miðja sjöundu öld e.Kr. þar sem menn hófu að móta peninga úr blöndu af silfri og gulli. Á Grikklandi voru það eyjarnar þar sem verslun var mikil eins og t.d. Aigina, sem hófu notkun þessa nýja gjaldmiðils. Þetta var upp úr árinu 600 f.Kr. en Aþeningar fengu myntina hálfri öld síðar. Um þetta leyti inn- leiddi Krösus frá Lydiu gull og silfurmynt þar sem aðalmyntin „stratér" vó u.þ.b. 10,8 grömm. Persakonungur, sem lagði undir sig Lydiu tók upp myntkerfi og lét móta mynt úr gulli (svonefndan „darein“ sem vó 8,4 g) og úr silfri lét hann móta „siglos" (er vó 5,6 g). Einn „dariek“ jafngilti 20 „siglosum". Ál- Elstu myntirnar frá því um 800 e.Kr., sem voru mótaðar í Skandinavíu, voru frá Heiðarbæ. Fyrstu þekktu myntirnar frá 7. öldf.Kr. eru komnar frá Lydiu. gengasta gríska myntin varð fjögurra „drakma" peningurinn en á 5. öld e.Kr. varð þörfin fyrir mynt með lægra verðgildi knýj- andi. Þá var myntin „obolen" m.a. mótaður og það varð eiginlega upphafið að hag- kvæmri notkun peninga í viðskiptum. Það var ekki fyrr en um árið 100 f.Kr. að myntir með lægra verðgildi skutu upp kollin- um í Mið-Evrópu. Fyrstu myntirnar í Skand- inavíu, sem hafa fundist í niðurgröfnum fjár- sjóðum, eru frá upphafi tímatals okkar. Eigin- leg myntmótun á Norðurlöndum hófst í Heið- arbæ á Suður-Jótlandi um 800 e.Kr. Síðar skipulagði Knútur hinn mikli danakonungur peningakerfið eftir enskri fyrirmynd. Með fáeinum undantekningum varð pen- ingurinn „denar“ alls ráðandi í Evrópu. Frá því um 1345 var svonefndur „witten" pening- ur, sem sleginn var í Lubeck, aðallega í um- ferð í Skandinavíu. Hve mikiiin kulda getur maður þolað? hann er þéttriðið net úr Ijósþráðum dagsins - nístandi geislar til kyrkingar grunnsvæfum hugum. Fyrstu tvær línurnar eru góð mynd sem líður fyrir það sem á eftir kemur. Þegar jafn sterkum orðum og „nístandi“, „kyrking- ar“ og „grunnsvæfum“ er hrúgað saman þá verður útkoman stíf og ómarkviss: „Járn- að höfuð/hamrandi sólum/fossblæðir lit- um“; svona mistök ættu ekki að sjást í sjöttu ljóðabók höfundar. Þrátt fyrir gallana er Síðustu hugmyndir fiska góð bók. Kröftugur og myndríkur stíllinn gerir það að verkum að bókin týnist ekki í bókahillunni. Það er, út af fyrir sig, ekki svo slæmur árangur. í dag er guð meginstefið í ljóðagerð Is- aks. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort skáldið haldi áfram að skýra frá nýjustu hugmyndum sínum um líf á himnum. Höfundur er skáld og bókmenntanemi. - Hve lágt hitastig þolir maðurinn? Hvað gerist í lík- amanum þegar sagt er að manneskja hafi dáið úr kulda? egar einhver segir að hann' sé að deyja úr kulda ætti nú ekki að taka það alvag bókstaflega. En fólk sem dvelur þar sem loftslag er mjög kalt eða fellur í kalt vatn getur átt það á hættu að deyja úr ofkælingu. Þetta gerist fyrr í vatni vegna þess að vatnið leiðir líkams- hitann miklu fljótar burt en loft. Ef hitinn í vatninu er um 4 stig lifir fólk varla lengur en eina klukkustund. Þegar vatnið er undir- kælt (rétt undir frostmarki eins og gerist í sjó) deyja flestir áður en ein mínúta er liðin. Kalt veður og næðingur getur líka verið hættulegur einkum ef maður er ekki almenni- lega klæddur eða fötin blotna. Heimskauta- farar og hermenn hafa í sögunnar rás verið í mestri hættu vegna kuldadauða. Það er t.d. álitið að helmingurinn af her Napóleons hafi farist úr kulda á undanhaldinu frá Rússlandi árið 1812. Til þess að líffæri mannsins starfi eðlilega þarf líkamshiti hans að vera nálægt 37 gráð- um. Ef líkamshitinn fer niður fyrir 35 stig fara þegar að koma í Ijós einkenni um ofkæl- ingu. Líkaminn reynir að halda hitanum með því að draga saman háræðarnar í hödnum og fótum vegna þess að þeir líkamshlutar þola best kulda. Samtímis fara vöðvarnir að titra og maður skelfur af kulda. Vöðvahreyfingin við skjálftann eykur líkamshitann til mótvæg- is við hitatapið. Ef kólnun líkamans heldur áfram og hitinn lækkar niður fyrir 30 stig er ástandið orðið hættulegt. Þá missa flestir meðvitund og starfsemi hjartans truflast. Manneskjan getur fengið hjartaslag og það er reyndar dauðaorsökin hjá flestum þeim sem deyja úr kulda. Éf líkamshitinn lækkar niður fyrir 20 stig stöðvast öndunin, líkaminn stirðnar, húðin verður grá að lit og maðurinn virðist dáinn. Jafnvel læknar eiga erfitt með að finna nokk- urt lífsmark. Rafbylgjur þær, sem fylgja heila- starfseminni, koma ekki frm við rannsókn með til þess gerðu mælitæki. Mælitækið sem tengt er við rafskaut, sem flest eru á höfuð- kúpu og skráir heilabylgjurnar, sýnir engin merki um neina heilastarfsemi. Þetta er hið venjulega einkenni heiladauða. Samt getur sjúklingurinn vel lifnað úr dáinu. Það eru til Lækki líkamshiti niður fyrir 20 gráður, stöðvast öndun. dæmi um það að fólk hafi lifað af þó að líkamshitinn hafi lækkað niður í 17 stig. En venjulega lifir fólk það ekki af ef hjartað hefur ekki slegið í meira en 10 mínútur. Lengri tími án blóðrennslis um líkamann og súrefnis veldur varanlegu tjóni á lífsnauðsyn- legum líffærum, m.a. á heilanum. Aftur á móti þurfa líffærin ekki mikið súr- efni við lágt hitastig og þess vegna kæla skurðlæknar líkama sjúklinga við meiri háttar skurðaðgerðir, t.d. á hjartanu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. OKTÓBER 1990 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.