Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1990, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1990, Síða 13
FERB4BMÐ LESBÓ KAR Skálaverðir og vörslufólk eiga ærið verkefni fyrir höndum. Vargar í véum ís- lenskrar náttúru Vímudauði í miðjum tjalddyrum. Leggjast árlega á fegurstu útivistarsvæðin, en eru alls staðar til ama,alls staðar hraktir í burtu. ANNARS STAÐAR í blaðinu er fjallað um taumlaust drykkju- svall unglingahópa frá Bretlandi, sem lögðu áður Costa Brava undir sig, en „herja" nú mjög á grísku eyjuna Korfú. Lýsingar af framkomu bresku ungmennanna svipar mjög til ríkjandi sið- ferðis hjá íslenskum unglingahópum, sem leggjast í taumlausa drykkju í ferðalögum sumarsins og hafa lagt undir sig margar dýrustu náttúruperlur á Islandi. Búið er að loka á „aðgang“ að Þingvöllum, Laugarvatni og í Þjórsárdal. Nú er Þórmörk undir- lögð. Hvar gýs vandinn upp næst, þegar búið er að bjarga Mörk- inni? Af hverju segir enginn neitt? Þegar náttúran skartar sínu fegursta yfir hásumarið; þegar ferðamannastaðir umhverfis landið keppast um að veita sem besta þjónustu, þegar útlendir landkönnuðir eru alls staðar á ferð til að skoða landið og „drekka í sig“ sem mest af siðvenjum þjóð- arinnar, þá fara íslensku „spellvir- kjarnir" að búa sig af stað. Þeir fara af stað með ærslum og drykkjulátum. Brjóta og skemma á viðkomustöðum. Valda tugþús- unda tjóni á farartækjum. Allir setja sig í viðbragðsstöðu til að standa gegn þeim. Landbyggðin er víða í hershöndum. En enginn segir neitt. Af fréttum má helst ráða að allt fari fram með friði og spekt. Erum við að verða sljó í siðferðismati okkar? Berum við •ekki ábyrgð á þeim sem eiga að •erfa landið? „Mín kirkja er úti í náttúr- unni,“ sagði eitt sinn merkur Is- lendingur er ávallt gekk á vit náttúrunnar, þegar hann vildi eiga eintal með sjálfum sér og æðri máttarvöldum. Já, víða finnast „kirkjur" í íslenskri náttúru, en fáar jafnast á við Tröllakirkju í Þórsmörk, þar sem sjá má stein- runninn prest kijúpa fyrir altari. Þórsmörk er ein af okkar við- kvæmu gróðurvinjum og náttúru- perlum, sem eiga að gleðja augað og hvíla hugann. Hún er þarna til staðar í skjóli fannhvítra jökla og verður ekki tekin frá okkur — eða hvað? Slæmt siðferði ríkjandi í Þórsmörk „Umgengnin var vægast sagt hrikaleg um stærstu helgarnar í sumar,“ segir Kristján Birgisson skálavörður í Þqrsmörk. „Þá koma ái-vissu unglingahóparnir til að detta í það. Koma útúrdrukknir og fara illa á sig komnir. Þeir rífa upp tré með rótum og veifa þeim í kringum sig. Mörkin verður gap- andi sár eftir nokkur ár með þessu áframhaldi. Og þeir fleygja rusli alls staðar. Við skálaverðir í Þórs- mörk erum mjög sárir og leiðir yfir hinu slæma siðferði sem þess- ir hópar flytja með sér, þetta er algjör óvirðing við landið.“ „Ástandið hefur aldrei verið eins ógnvekjandi og í sumar,“ segir Vignir Sigurbjarnarson, sem starfar við Grillskálann á Hellu, einn af viðkomustöðum á leið í Mörkina. „Við byggjum upp þjón- ustumiðstöð fyrir tugi milljóna og reynum að hafa umhverfið sem snyrtilegast. Síðan koma þessir unglingar úr Reykjavík, bijálaðir af víndrykkju eða einhveiju sterk- ara. Ástandið var verst helgina fyrir verslunarmannahelgi í sum- ar. Þá kýldu þeir spilakassann í gegn hjá mér. Brutu ljósin á snyrt- ingunum. Ég þurfti að standa í dyrunum eins og varðmaður. Og þeir kölluðu mig öllum illum nöfn- um og gerðu sig líklega til að ráðast á mig.“ Dauðhræddir rútubílstjórar „Rútum er alltaf að fjölga og samkeppni gífurleg. Ég hef talað við bílstjóra, sem eru alveg búnir að vera eftir svona ferðir. Þeir eru dauðhræddir og ekki undarlegt. Logandi slagsmál I bílnum. Sæti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.