Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1990, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1990, Blaðsíða 14
skorín í sundur með teppahnífum, jafnvel kveikt í þeim. Og það er ábyrgðarhluti að feija fulla bílfarma af útúrdrukknum ungl- ingum yfir Krossá. Það verður ekkert gert fyrr en bílstjóri fær flösku í'höfuðið. Og svo er talað um að ekki megi reykjá í rútum.“ „Við vitum á hveiju við eigum von í kringum verslunarmanna- helgi,“ segir Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hlíðarenda á Hvolsvelli, sem er þriggja ára, vönduð þjónustumiðstöð. Með geysilegri vörslu komum við í veg fyrir enn frekari skemmdarverk í sumar. En þeim tókst að rífa hulstrin utan af salemispappírn- um hjá okkur, sem hvíla á inn- byggðum grindum. Þeir rifu bara grindur og hulstur í heilu lagi út úr veggjunum. Og þarf gífurlegt afl til. Maður skilur ekki hvaða annarlegu hvatir liggja að baki svona hegðun. I fyrra voru allir blómapottar brotnir. Okkur tókst að forða tijágróðri framan við húsið í sumar, nema einu tré, sem þeir rifu upp.“ Að takmarka fjöldann eða ekki Flestir stefna í Mörkina. Þar er „fjörið“ núna. „Við höfum tak- markað fjölda inn í Langadal við 350 manns,“ segir Kristján. „En hvað hefur það að segja þegar heilu rútufarmarnir streyma inn í Húsadal? Ég giska á að þar hafi verið yfír 3.000 manns um stærstu helgar í sumar. Sukkið var ofboðslegt. Og sem dæmi um .skilningsleysi hjá yfirvöldum stað- arins, þá hringdi skógræktarstjóri um verslunarmannahelgina í hitt- eðfyrra og bað okkur um að hleypa fleirum inn — tll að jafna umferðina." „Austurleið er með geysimikið vörslulið í Mörkinni um helgar og er í beinu sambandi við lögreglu- og sjúkralið," segir Gunnar Sveinsson framkvæmdastjóri BSI. „Gott samstarf á milli þessarra aðila er mikilvægt. Við leysum engan vanda með fjöldatakmörk- unum.“ „Með fjöldatakmörkunum getum við betur stjórnað þessu, getum fylgst með svörtu sauðun- um í hópnum," segir Kristján. „Ef við hleyptum ótakmörkuðum fjölda inn í Langadal, færi allt í vitleysu. Við vitum ekki hvemig hópar koma til með að haga sér, en þeim sem valda vandræðum, er neitað um aðgang. Lausnin hjá okkur er að fá þessa hópa út úr Mörkinni, en ég játa að þá hlýtur „Krakkarnir verða að hafa eitthvað við að vera, annars æða þeir bara um og fylla sig af bjór og brennivíni". vandinn að stinga sér upp annars staðar.“ Áfengisdauði, ofkæling, ábyrgð „Ábyrgðin er mikil hjá okkur vörslufólki á staðnum. Dæmi: Fjórtán ára strák bjargað inn í skála. Líkamshiti kominn niður fyrir 34 stig. Hefði orðið úti, ef enginn hefði tekið eftir honum. Kornung stelpa, viti sínu fjær af drykkju, hleypur út í Krossá í þeim tilgangi að drekkja sér. Og aldurinn er alltaf að færast neð- ar. í sumar sá ég oft útúrdrukkin 13—14 ára börn og enginn segir neitt. Hver er ábyrgð foreldranna? Af hveiju er áfengislöggjöfín ekki strangari eða löggæslan meiri? Margir koma ekki með tjald með sér. Þegar gengið er um svæðið að næturlagi, sjást margir kornungir í vélsleðagöllum liggj- Byrjað að undirbúa sig fyrir „fjörið“. andi áfengisdauðir undir tré, með pelann um hálsinn. Og hvernig er hægt að fylgjast með ofkæl- ingu, ef fjöldinn skiptir þúsund- um?“ Meira drukkið og meira ofbeldi. „Mér finnst meira um slagsmál og ofbeldi í sumar," segir Kristj- án. Fleiri nefbrot. Meira um skurði í andliti og jafnvel rifin eyru.“ „Hóparnir eru glaðværari og ró- legri síðan bjórinn kom,“ segir Gunnar. ■ „Um 4 þúsund manns fóru í gegnum Umferðamiðstöð- ina fyrir síðustu verslunarmanna- helgi, sem við vissum ekki af.“ „Tvímælalaust að versna, segir Vignir. Áður voru þeir með vínflösku í annarri hendi, sem er ennþá, en að auki eru allir komn- ir með plastpela um hálsinn og bjórdós í hina hendina. Áður komu þeir timbraðir tilbaka. En nú þjón- ar bjórinn sem afréttari og allir koma góðglaðir tilbaka. Hann er greinileg viðbót.“ „Þetta er meinsemd þjóðfélags- ins,“ segir Gunnar. Og öllum kem- ur viðmælendum mínum saman um að þetta sé margnefnt „hal- lærisplan" í miðbæ Reykjavíkur sem er að flytja sig um set og „skemmta“ sér úti á landsbyggð- inni. Hvað er til úrbóta? „Um leið og við gerum eitthvað fyrir fólkið, verður umgengnin betri, segir Gunnar. Svæðin þurfa að vera undirbúin til að geta tek- ið á móti miklum fjölda. Austur- leið hefur lagt í mikla uppbygg- ingu í Húsadal, byggt myndarleg- an skála og tyrft stór svæði. Það hlýtur að skila sér í betri um- Rómantísk nálgun andspænis hugsanlegum harmleik. „Við reynd- um að gæta þess að enginn færi sér að voða.“ gengni. Fleiri útivistarsvæði ættu líka að fá krakkana sjálfa í lið með sér við vörslu eins og þeir í Húnaveri. Hefur örugglega betri áhrif en fleiri einkennisklæddir lögreglumenn.“ „Þjóðin fer ekki að rísa upp og laga til í kringum sig fyrr en agi kemur í skóla og heimili," segir Vignir. „Uppeldið er byijunin. Má ekki banna. Ekki farið eftir settum reglum. Islenska fijálsræðið er orðið vandamál." „Krakkarnir þurfa að tengjast staðnum betur, þá kemur betri umgengni af sjálfu sér, segir Kristján. Skólar eru með hópferð- ir hingað vor og haust. Oft er dagskrá ekki nógu góð hjá þessum hópum. Ef samstarf við kennara og skólastjóra væri betra og hóp- arnir kæmu hingað til að gróður- setja eða „tæku flag í fóstur“ og bæru með sér áburðarpoka, er ég viss um að þau gengu ekki svona illa um. Þau þurfa annað mark- mið en að drekka í Merkurferð." „Það vantar samstöðu um Mörkina,“ segir Kristján. „Skóg- Breskar „land- göngusveitir“ viti sínu fjær - hafa flutt sig frá Costa Brava til grísku eyjunnar Korfú Gisting er ódýr í hinu unaðsfagra, blómskrýdda þorpi, Kavos á grísku eyjunni Korfú. Odýrt vín flýtur á diskótekum, sem hafa sprottið upp eins og gorkúlur. Hvítur sandur. Silfurtær sjór. Allt þetta dregur til sin unglingahópa frá Bretlandi, sem leggj- ast í taumlaust drykkjusvall. I kjölfarið fylgir kynsvall, skemmd- arverk, ofbeldi, jafnvel dauði. Þorpsbúar ráða ekki við neitt, eru skelfingu lostnir, en halda samt áfram að taka við peningum frá breskum ferðaskrifstofum. eir brutu öll ljós hjá mér í gærkvöldi," segir Ge- orge Metaxas, eigandi diskóteks sem enginn vill tryggja. „Þeir koma saman í hópum og hrópa England, England. Við hlæjum að þeim, en erum í raun dauðhrædd við þá. Á hveiju kvöldi bijóta þeir eitthvað á snyrtingunum. Sveifla sér til á loftljósunum og reyna að slíta þau niður." Á öðrum diskótekum í Kavos kveður við sama tón. Allir eru dauðhræddir, en enginn þorir að gera neitt. Það er enginn starfandi lögregla í Kavos, aðeins næturlögregla kölluð út frá nær- liggjandi bæ. Unglingahópamir, viti sínu fjær af ölvun, eru búnir að leggja Kavos undir sig. Kavos var áður friðsælt fiski- mannaþorp á suðausturhorni Korfú. Hin goðsagnakennda gríska Korfú er orðin aðsetur Bresku óeirðahóparnir hafa flutt sig frá Costa Brava til Korfú. „Costa Brava er ekki lengur „ekta“,“ segir einn úr hópnum. „Þessi staður fer alveg eins — þeir gera það allir. Kannski förum við til Tenerife eða Bandarikjanna næst.“ þess versta, sem bresk lágstétt sýnir. Bretar réðu yfir Korfú 1814—1864 og skildu eftir end- urbætt vatnsveitu- og vegakerfi, fallegar byggingar, lagabókstafi, engiferbjór, krikket og gott mannorð. Nú þeysa húðflúraðar breskar „landgöngusveitir" um eyjuna á ódýrum bílaleigubílum og sýna íbúum Korfú verstu hlið- ar Bretaveldis. íbúar Korfú eru 120.000, en 400.000 ferðamenn koma þang- að árlega. í júlí og ágúst eru um 7.000 ferðamenn daglega í 350 manna þorpinu Kavos. Breskir karlmenn á aldrinum 16—25 ára í miklum meirihluta. Örfáir mið- aldra, enn færra ijölskyldufólk og ferðamenn af öðrum þjóðern- um hafa flúið til norðurhluta Korfú. Kavos stendur við blátært haf- ið. Gengið er í gegnum ólífutijá- lunda niður á ströndina. Yndis- fagurt umhverfið minnir á ald- ingarðinn Eden. En yfir 100 bar- ir og diskótek eru í þorpinu. Matsölustaðir auglýsa „enskan morgunverð" og „snarl á kránni“, 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.