Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1990, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1990, Blaðsíða 3
i-«amg HBESISLnJIbIEIaISISIIII]® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, StyrmirGunn- arsson. Aðstoðarritstjóri: Björn Bjarna- son. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 69f100. Þorgrímur Sigurðsson, skipstjóri, var einn þeirra sem settu svip á bæinn fyrr á öldinni. Hann var oftast kenndur við togarann Baldur og svo mikill happaskipstjóri var Þorgrímur, að aldrei missti hann mann af skipi sínu.. Jón Guðnason, cand.mag. skrifar um Þorgrím. Forsídan Myndin er af málverki Einars Þorlákssonar, listmál- ara, sem hann nefnir „Jarðfræði í Japan“ og meðal mynda á sýningu sem stendur nú yfir í sýningarsaln- um á Vesturgötu 17. 50 ár eru liðin frá stofnun Háskólabókasafnsins, sem gegn- ir eins og gefur að skilja, veigamiklu hlutverki sem stofnun innan Háskólans. En þar að auki er Háskóla- bókasafnið opið hveijum sem er. Um safnið og starfsemina þar, skrifar Einar Sigurðsson bóka- vörður í safninu. Ný hús fyrir norðan og sunnan. Lesbók hefur litið á nokkur ný hús, skóla og sambýlishús í Hafnarfirði og tvenns- konar íbúðarhús á Akureyri. Þessi hús vitna um margskonar ólík viðhorf í íslenzkri byggingarlist. i GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON ívor / nótt urðu allar grundir grænar í dalnum, því gróðursins drottinn kom sunnan af hafi og hafði um langvegu sótt. Og fljótið strauk hoganum blítt yfir fiðlustrenginn og bláar dúnmjúkar skúrir liðu yfir engin í nótt. Ó, börn, mælti jörðin, á svifi í sumarsins skýjum, nú fer sólin að skína, ó, munið að vera ekki deilu- og drottnunargjörn. Hver kenndi yður, smávinir, misskipting mömmunnar gjafa og að metast til dauða um hvern blett minna landa og hafa? ó, börn! Þann draum hef ég elskað að varðveita börn mín og blómstur í blessun og friði, stutt augnablik þeirra við eilífðarhafsins straum með jafn-háum rétti til vaxtar í vorinu bjarta, frá vöggu til moldar ég gaf hverju óspilltu hjarta þann draum. Svo góð er sú móðir hins skammvinna lífs er vér lifum f Jjósi og skugga. í perludúk gróðursins þerrar hún barnanna blóð ógæfusömust af öllum himinsins stjörnum, en aldrei var samt nokkur móðir jafn frávita börnum svo góð. í dag strauk hún enn yfir enni mitt blæmjúkri hendi, í ástúð og trega, og rödd hennar var eins og hljóðlátt og huggandi lag: Vertu rólegur, drengur minn, dagur og nótt skulu mætast, því draumar þíns hjarta í nótt, ó, þeir skulu rætast í dag. Höfundurinn, f. 1904, var bóndi á Kirkjubóli í Hvítársíðu. B B NAFNGIFTIR Nýlega var þess getið í blaði, að eitthvað hefði gerzt á Hallærísplani, og var það nafn notað jafn-formlega og sagt hefði verið „á Lækjar- torgi“ eða „í Hljóm- skálagarði". Þarna hefur því miður dregizt um of að gefa alþekktum stað í bænum opinbert heiti, og fyrir bragðið er ósæmileg niðr- unar-nafngift gárunga að festast í máli bæjarbúa. Ekki ætti að þurfa langt að leita nafns á þennan stað. Reyndar hefur hann stundum verið kallaður Hótel Islands-lóð, en það nafn hefur hvorki þótt viðeigandi né heldur nógu þjált. Ýmsum þætti eflaust vel fara að kenna staðinn með einhverjum hætti við Skúla Magnússon vegna „innréttinganna" sálugu þar í næstu grennd (Fógetablettur, Skúlastétt). Öðrum kynni að þykja við hæfi að nefna torg þetta eftir Aðalstræti og kalla það Aðaltorg, jafnvel þótt ekki yrði þar um réttnefni að ræða fremur en sagt verður um sjálft Aðalstræti úr því sem komið er. Segja má að sagan heimti sinn rétt. Og þá þætti enn öðrum bezt á því fara að kalla staðinn blátt áfram Gamlatorg, sem bæði væri réttnefni og svo virðulegt heiti sem sögu þessa merka bæjarhluta hæfði. Nú man ég það, að einhvern tíma hef ég heyrt fitjað upp á nafninu Borgartorg, en megi gæfan hlífa þessum skika við svo stertimannlegu tilgerðar'-nafni, sem auk þe'ss er svo klaufalega saman sett, að fyrri og síðari orðliður ríma hvor við annan. Margt kæmi til álita, en mestu varðar, að staðnum sé forðað frá hvimleiðu ónefni. Skammt er síðan ég rakst á það í blaði, að eyri sú, sem myndazt hefur með uppfyll- ingu innst í Elliðavogi, var kölluð Geirsnef. Þarna hefur vanræksla um opinbera nafn- gift gefið fráleitu nafni undir fótinn. Upp- runans er þar að leita, að Geir Hallgrímsson var borgarstjóri í Reykjavík þegar tangi þessi tók að myndast. En sem kunnugt er hafði Geir svo kallað kónganef. Margir vita, að Geir Hallgrímsson hafði kímnina á réttum stað og var manna vísastur til að brosa að þessari vitleysu; en nafnið er jafn-ósmekk- legt fyrir því. Einhveijum kynni að þykja eðlilegast að tangi þessi héti EHiðanes eða Elliðatangi. Öðrum þætti þá e.t.v. of miklu hlaðið á Elliða-nafnið, þar sem fyrir er Elliðavatn, sem einnig er frægt bæjarnafn, Elliðaár og Elliðavogur, sem auk þess er nafn á fjölfar- inní götu. Og þá kynni t.d. Óseyrí að koma til greina, nema ef vera skyldi fyrir þá sök, að það nafn á. sér frægan stað í bókmenntun- um, svo að Óstangi eða eitthvað slíkt kæmi fremur til álita. Nú er óðum að rísa í Öskjuhlíð stofnun sem nokkuð hefur verið um rætt að undan- förnu. Þar mun eiga að koma veitingahús, sem vera skal þeim kostum búið að snúast um sjálft sig. Mun svo til hagað í því skyni, að gestir fái notið útsýnis til allra átta, hvar sem þeir sitja í veitingasal. Til að sjá er hús þetta sem hvolfþak yfir vatnsgeymum sem þar voru fyrir. Svo vel hefur til tekizt um gerð þessa húss, að mjög er til bæjar- prýði, eða svo hygg ég að flestum hljóti að þykja. En ekki hefur á því staðið, að spéfugl- ar gefi því nöfn, og þau hvert öðru hrak- legri, svo sem Féþúfa, Gorkúla, Snípur og annað þaðan af verra. Vera má að þar gæti að einhveiju þeirrar deilu, sem um það hefur staðið, hversu tímabært sé að kosta til svo þarflítils hégóma. Auk þessara og fleiri smánarheita hef ég orðið var við ónefn- ið Peiia, sem er svo með afbrigðum væmið, að helzt yrði það til þess að festa eitthvert hinna. Það sem húsi þessu skal einkum talið til gildis, er frábært útsýni, enda mun frá fáum stöðum víðsýnna í allri Reykjavík. Kannski færi bezt á því að slíkur viðhafnar-skáli héti Hliðskjálf; en svo nefndist bústaður eða hástæti Óðins, og þaðan sá um heima alla að sögn Snorra; enda var Óðinn nefndur „harri Hliðskjálfar" í skáldskap. Orðliðurinn skjálf (kvenkyns) var hafður um höll, og Hliðskjálf er talið merkja höll með miklum dyrum. Úr því rabb þetta hefur álpazt út í nöfn á húsum, dettur mér í hug að minnast á orð sem ég sá rétt áðan í blaði og hef raun- ar oft heyrt. Rætt var um endurbætur á Þjóðleikhúsinu og meðal annars viðgerð á „hljómsveitargryfjunni". Þetta orð er svo kauðalegt, að furðu gegnir að menn skuli leggja sér það til munns. Auðvitað er það komið blaðskellandi úr dönsku og þýzku og er engu skárra fyrir það. Samkvæmt orða- bók Menningarsjóðs merkir gryfja: „(all- djúp) hola í jörð, einkum grafin til að geyma e-ð í: súrheysg., sorpg.“ Mætti þetta ekki heita bara hljómstúka, jafnvel hljómskúti, eða eitthvað slíkt (sbr. hljómskáli)? Nú er ég víst kominn út á hálan ís og læt staðar numið. Reyndar átti þetta spjall aðeins að hvetja til þess, að þeir staðir í bænum, sem almenningur þarf oft að nefna, fái sem fyrst smekkleg nöfn á vegum þeirra sem þar eiga með réttu um að fjalla. HELGI hálfdanarson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. OKTÓBER 1990 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.