Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1990, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1990, Blaðsíða 8
í húsnæðismálum háskólans gerðu slíkt fært. „LÍFÆÐ HÁSKÓLAN S, AFL- VAKIFYRIR ÍSLENSK VÍSINDI*1 Hin nýja bygging Háskóla íslands á Mel- unum var vígð 17. júní 1940. Það var fagn- aðarrík stund fyrir aðstandendur stofnunar, sem lengi hafði verið í húsnæðishraki, enda þótt fram færi í skugga heimsstríðs og her- setu. Háskólastarfið fékk nú á sig heildstæð- ari mynd en áður. Meðal annars var nú hafinn undirbúningur þess að sameina þau smáu deildarbókasöfn sem notast hafði ver- ið við til þess tíma. Árdegis föstudaginn 1. nóvember 1940 efndi þáverandi rektor háskólans, dr. Alex- ander Jóhannesson, til samkomu í „bókhlöðu Háskólans", eins og það er orðað í Morgun- blaðinu daginn eftir, þar sem ræða sú er birt, sem rektor flutti við þetta tækifæri. í máli sínu bar hann fram þá ósk, að hin nýja stofnun, Háskólabókasafn, mætti verða „lífæð háskólans, aflvaki fyrir íslensk vísindi". Safninu var búinn staður í bakálmu ný- byggingarinnar, með inngangi úr forsal andspænis aðaldyrum. Þar var safninu kom- ið fyrir á þremur hæðum, en uppi yfir var hátíðarsalurinn, sem nú fyrir fáeinum árum var lagður saftiinu til sem bóka- og les- rými. Það er eitt af þeim bráðabirgðaúrræð- um sem grípa hefur þurft til meðan þess er beðið, að safnið fiytjist í Þjóðarbókhlöðu. Við athugun á hálfrar aldar sögu Há- skólabókasafns má greina viss skil í þróun þess. Her verður starfstími safnsins því greindur í þijú tímabil: I. 1940-63, II. 1964-74, III. 1975-90, og litið á hið helsta sem einkennir hvert þeirra um sig. 1.1940-63 1. Öll safnstarfsemin var í aðalbyggingu háskólans: ritakostur, þjónusta og lestrarað- staða. 2. Lögfest var árið 1941, að safnið fengi eitt eintak án endurgjalds af öllu sem prent- að er í landinu. Að öðru leyti stóð Sáttmála- sjóður undir ritaöflun til safnsins, allt þar til ritakaup voru tekin upp á fjárlög árið 1962. 3. Háskólabókavörður var eini fastráðni starfsmaðurinn allt tímabilið. Að auki var stopul aðstoð stúdenta eða lausráðinna starfsmanna. 4. <fíáskólabókavörður tók upp kennslu í bókasafnsfræði 1956, en nokkrum árum áður hafði hann í félagi við annan tekið saman handbók með leiðbeiningum um bókasafnsstörf. Hér er um að ræða nær helminginn af hálfrar aldar starfssögu safnsins. Upphafið markaðist af bjartsýni og fögnuði yfir því, að með hinni nýju háskólabyggingu á Mel- unum höfðu loks skapast skilyrði til að draga saman á einn stað hin brotakenndu deilda- söfn sem fyrir voru og mynda úr þeim eitt heildstætt bókasafn. Á þessu tímabili allt að ferfaldaðist tala innritaðra stúdenta, þeir voru 280 árið 1940, en nær þúsund árið 1963. Þrátt fyrir þá miklu aukningu í háskólastárfinu sem þessi nemendafjölgun vitnar um, var stöðugt daufheyrst við óskum háskólabókavarðar um viðbótarstarfslið. Setti það tómlæti æ mejra mark á safnstarfíð. í ársskýrslu safnsins 1961-62 vekur há- skólabókavörður athygli á húsnæðisþreng- ingum safnsins, en segir einungis smárýmk- anir hafa þótt koma til álita vegna yfirlýsts þingvilja um sameiningu Háskólabókasafns og Landsbókasafns. Er fróðlegt að hugsa til þessara orða nú, þegar safnið hefur af sömu sökum búið við slíka „smárýmkana- stefnu“ í þijátíu ár og sér ekki fram úr! II. 1964-74 1. Föstum starfsmönnum fjölgaði úr einum í átta. 2. Farið var að stofna til lesstofa fyrir stúd- enta utan aðalsafns. 3. Sérsöfn tóku að myndast í deildum há- skólans snemma á tímabilinu, og voru slík útibú orðin um átta talsins í lok þess. 4. Öld ljósritunar hófst í háskólanum með því að safnið tók í notkun árið 1969 fyrstu vélina, sem unnt var að ljósrita með úr bókum. Breytti þetta mjög notkunarháttum í safninu og jafnframt vinnulagi manna al- mennt í skólanum, a.m.k. eftir að slíkum vélum tók að fjölga. 5. Byijað var að fræða stúdenta um safn- notkun og gefa út skrár og bæklinga þeim til leiðbeiningar. 6. Farið var að útvega notendum ljósrit af greinum frá útlöndum og bækur að láni. Fór þetta rólega af stað en er upphafíð að svokölluðum millisafnalánum, sem síðar urðu umfangsmikill starfsþáttur. 7. Samstarf bókavarða í rannsóknarbóka- söfnum tók á sig nýtt form, er þeir stofn- uðu með sér sérstaka félagsdeild árið 1966. Á því ári hófu þeir einnig formlega þátttöku í norrænu samstarfi. 8. Fleiri samstarfsverkefni urðu Háskóla- bókasafni, sem og öðrum söfnum, til styrkt- ar á þessu tímabili. Skráningarreglur og Flokkunarkerfi bóka komu í fyrsta sinn út á íslensku 1970, og sama ár efndu íslensk- ir bókaverðir til fyrsta landsfundar síns. Stúdentum fjölgaði úr tæplega einu þús- undi upp í nær hálft þriðja þúsund á þessu tímabili og miklar breytingar urðu á starf- semi deilda. Tannlæknanámið var skilið frá læknadeild 1972 og stofnuð um það sjálf- stæð deild. Miklu meira munaði þó um þá breytingu sem varð á verkfræðideild, en 1969 var heiti hennar breytt í verkfræði- og raunvísindadeild og þar með staðfestar breytingar á námsframboði og skipulagi, sem átt höfðu sér nokkurn aðdraganda. Skriðurinn á húsbyggingum er einnig til marks um vöxtinn í háskólanum á þessum árum. Árnagarður var tekinn í notkun 1969, Lögberg 1972 og sama ár fyrsta húsið í röð nýbygginga fyrir verkfræði- og raunvísinda- deild, en þá var stutt í það næsta, sem full- byggt var 1975.. Einnig má geta þess að 1971 var lokið við Stúdentaheimilið við Hringbraut. Yfirleitt má segja að mikill vöxtur væri í háskólastarfinu kringum 1970 og sú bylgja skilaði Háskólabókasafni verulegum ávinn- ingi, enda þótt það kallaði einnig á nokkra vaxtarverki, ekki síst vegna þess að aðstaða safnsins í aðalbyggingunni reyndist alls ófullnægjandi til að mæta stórauknum kröf- um. Slíkar þrengingar þóttu þó frekar þolandi fyrir það, að menn þóttust sjá hiíla undir lausn húsnæðisvandans. Alþingi tók ákvörð- un um byggingu Þjóðarbókhlöðu 1970, og á næstu árum mótuðust í öllum meginatrið- um hugmyndirnar um þá tvíefldu stofnun beggja safna, Landsbókasafns og Háskóla- bókasafns, sem fylla átti það hús lífvænu starfi. III. 1975-90 1. Innrétting í miklum hluta safnkjallarans í aðalbyggingu var endurnýjuð árið 1977, bókarými þar og annars staðar í safninu vandlega merkt og notendum veittur beinn aðgangur (sjálfbeini) að miklu meiri rita- kosti en áður. 2. Fyrsta einmenningstölvan var tekin í notkun í safninu 1984 — fyrst um sinn aðallega til ritvinnslu. 3. Fyrstu geisladiskarnir (DC-ROM) voru teknir í notkun 1986, hingað keyptir frá Bandaríkjunum. Þeir höfðu að geyma nokkr- ar milljónir skráningarfærslna og hafa verið hagnýttir til skráningar rita í safninu síðan. Þetta eru fyrstu CD-ROM diskarnir, sem teknir voru í notkun hér á landi. 4. Tölvuskráning rita hófst í safninu 1986. Voru notuð til þess tvö skráningarkerfi, annað aðlagað hér á landi, ísmark, hitt, BiblioFile, er á geisladiskunum bandarísku, sem áður er getið. 5. Keyptum ritum fjölgaði um helming á árunum 1986-89: Bókum úr 2000 á ári í 4000 ogtímaritum í áskrift úr 750 í 1500. 6. Fastráðnum starfsmönnum fjölgaði á tímabilinu um helming, úr 8 í 16. 7. Hátíðasal háskólans var á árinu 1986 breytt í handbóka- og lestrarsal. 8. Tölvuleitir í erlendum gagnasöfnum voru á þessu tímabili teknar upp sem virkur þáttur í safnstarfinu. 9. Gerður var samningur við breskt fyrir- tæki árið 1988 um að snúa samtals 200 þús. færslum erlendra bóka í Háskólabóka- safni og Landsbókasafni í tölvutækt form, og skal þeim skilað hingað á segulböndum á tímabilinu 1989-91. 10. Fyrsta geymslubókasafnið var sett á stofn í leiguhúsnæði fjarri aðalsafni árið 1977, annað 1980, en þau höfðu á árinu 1987 verið sameinuð á þriðja staðnum, sem er leiguhúsnæði í Kópavogi. Sú geymsla er nú fullnýtt og var annarri bætt við í kjall- ara Þjóðarbókhlöðu sumarið 1990, 11. Á öndverðu afmælisárinu 1990 var keypt alhliða tölvukerfi fyrir Háskólabóka- safn og Landsbókasafn, kerfi, sem eftir atvikum getur einnig nýst öðrum bókasöfn- um í landinu. Stúdentum fjölgaði á þessu tímabili um nær helming úr um 2500 í um 4800, og starfsemi háskólans dreifðist á æ fleiri staði, bæði innan háskólalóðar og utan. Fyrirheit, sem gefin höfðu verið um flutning í Þjóðarbókhlöðu snemma á þessu tímabili, brugðust, byggingarframkvæmdir drógust stöðugt á langinn og safnið var knúið til að leita skammtímalausna um flesta þætti starfseminnar. Eftir töluverða uppsveiflu í safnrekstrin- um á árunum upp úr 1970 markaðist áratug- urinn 1975-84 af varnarbaráttu. Mannafli jókst lítið og árlega voru einungis keypt um 2000 bindi bóka. Keyptum áskriftum tíma- rita fjölgaði lítillega, en voru þó einungis orðnar 650 um miðjan 9. áratuginn, en þá var stutt í átak til úrbóta eins og fyrr greinir. Samstarf rannsóknarbókasafna jókst mjög á þessu tímabili. Söfn voru sett á fót í ýmsum sérfræðistofnunum. þar sem engin voru fyrir, og önnur efldust, m.a. fyrir til- komu sérhæfðra starfsmanna og kunnáttu- samlegri vinnubragða. Og þjónustan við notendurna var bætt. Stórt skref var stigið í þá átt með hinni fyrstu samskrá um er- lend tímarit í söfnum hér, sem kom út 1978. Samskrá þessi hefur reynst hið mesta þarfa- þing, svo sem viðtökurnar eru til vitns um, og .hún kom út í þriðja sinn nú á þessu ári. Þar er færð á bók tímaritaeign 57 safna, samtals rúmlega 10 þús. titlar. Af þeim eru um 3600 í Háskólabókasafni eða um þriðjungur heildarforðans. En hvernig er staðan á því herrans ári 1990, sjálfu afmælisárinu? Um byggingar- málin er skemmst frá því að segja, að stjórn- völd hafa hlaupist frá því að láta bókhlöð- una njóta þeirra tekjustofna sem til var stofnað með lögum. Til niðurskurðar horfir á hluta af þeirri aukningu sem náð hafði verið í ritakaupum og mannafli stendur í stað. Hið jákvæða er hins vegar, að vonir standa til að takast megi að tölvuvæða reksturinn á næstu misserum. Með þessari framkvæmd mun notagildi safnsins aukast og gera má sér vonir um að jafnframt vaxi áhugi á vexti þess og viðgangi almennt. Um fullburða þjónustu getur þó ekki orðið að ræða, fyrr en safnið flyst í fyrirhugað húsnæði — Þjóðarbókhlöðu. Höfundur er háskólabókavörður. BÓKAGJAFIR TlL HÁSKÓL ABÓKAS AFN S Háskólanum hafa fyrr og síðar borist ágætar gjafir frá ýmsum aðilum, innlend- um og erlendum, stofnunum, fyrirtækjum, forlögum og einstaklingum. Áf látnum velgjörðarmönnum sem margir kannast við má nefna Finn Jónsson prófessor, Bene- dikt S. Þórarinsson kaupmann, Einar Benediktsson skáld, Stefán Einarsson prófess- or og orðabókarhöfundana Sigfús Blöndal og Ásgeir Blöndal Magnússon. Ágæt söfn bóka úr eigu þessara manna og margra annarra hafa runnið til Háskólabóka- safns. Sérstaklega skal hér getið gjafa, sem Háskólabókasafni hafa borist nú á afmælis- árinu eða minnst er nú á þessu ári, þót þær eigi sér lengri aðdraganda. • Dr. Jón Steffensen prófessor ánafnaði Háskólabókasafni bókasafn sitt og einbýl- ishús með erfðaskrá 1982 og á þessu ári var gengið frá formlegu afsali á húsinu til Háskólans. Dr. Jón er nú hálfníræður og eykur enn dijúgum við safn sitt með verkum úr sögu læknisfræðinnar. • Erfingjar dr. Gunnars Böðvarssonar jarðeðlisfræðings afhentu í sumar Háskóla- bókasafni eftirlátin rit hans, prentuð og óprentuð, við formlega athöfn. Var efnt til sérstakrar sýningar á ritunum. • Blackwell-útgáfan í Oxford hefur á undanförnum árum gefið Háskólabókasafni nokkur þúsund útgáfurita sinna. Þessarar sérstæðu gjafar var minnst með sérs- takri sýningu á ritunum í júní sl. • Háskólaforlagið í Ósló hefur í nærfellt þijá áratugi miðlað Háskólabókasafni að gjöf vissum hluta útgáfurita sinna. Þessa góða framlags frá frændþjóð okkar verður minnst nú á afmæli safnsins með sýningu á úrvali þeirra rita, sem borist hafa. • Dr. Robert Cook hefur nýlega tekið við prófessorsembætti í enskum bókmennt- um við Háskóla íslands. Hann nam íslensku á árum áður og hefúr lagt stund á fomíslensk fræði. Dr. Robert ritaði nýlega grein í Morgunblaðið sem mikla athygli vakti um seinaganginn við byggingu Þjóðarbókhlöðu og sinnuleysi íslendinga gagn- vart helstu bókasöfnum sínum. Dr. Robert Cook hefur einnig sýnt hug sinn í verki, því að við flutning sinn til landsins fyrr á þessu ári hafði hann með sér um 500 bindi fræðibóka, sem hann færði Háskólabókasafni að gjöf. Þær verða kynntar á afmælissýningu safnsins í byijun nóvember. • Forseti viðskiptadeildar gekkst á árinu 1985 fyrir fjársöfnun til að efla tímarita- hald Háskólabókasafns á þeim sviðum sem varða þá deild sérstaklega. Framlög bárust frá 34 aðilum, einkum fyrirtækjum og bönkum. Alls nægir söfnunarféð til að greiða áskrift 32 tímarita í tíu ár, og hefur þetta komið sér mjög vel fyrir deild- ina. Hér er lofsvert dæmi um það hvernig aðilar úr atvinnulífinu geta komið til liðs við háskólann og styrkt eina mikilsverðustu undirstöðu hans þar sem er bókasaf- nið. Enda nýtur atvinnustarfsemin ávaxtanna í vel menntuðum háskólamönnum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.