Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.1991, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.1991, Blaðsíða 11
Þróunarsaga Þristsins ^ Minnsta gerðin af BMW, 300-línan, hefur verið lítið breytt síðan 1982. Nú hefur nýjum og.mjög mikið breyttum Þristi verið hleypt af stokkunum og verður í næsta blaði sagt ítarlega frá þessum frábæra bíl, sem verður án efa ný rós í hnappaga tið hjá Bílaverksmiðju Bæjaralands, BMW. Hér er rakin með fáeinum myndum þróunarsaga Þristsins, sem nær alveg aftur til 1929. Sá nýi var kynntur í fornu, rómversku hringleikahúsi í Nimes í Suður Frakklandi, og þar gátu blaðamenn einnig virt fyrir sér forverana. BMW 3/15 Dixi. Þessi elzta gerð BMW er frá 1929 og var framleiddur til 1932. Það er engin tilviljun, að hann minnir á brezka bíla frá þessum tíma, því hér var í rauninni byggt á Austin. Dixi var með 4ra strokka vél og af bonum voru smíðuð 15.948 eintök. BMW 319 er annað þróunarskref- ið oghérfæðistá framendanum „nýrað", sem stundum ernefnt svo og hefur orðið kennimark BMW lengst af og óslitið síðan 1966. BMW 319 erað útliti ísam- ræmi við drossíur á fjórða ára- tugnum; hann var framleiddur í samtals 6.543 eintökum á tveimur árum, 1935 -1937. Þótt ekki sé hann stór, var hann samt búinn 6 strokka vél, sem aðeins af- kastaðiþó 45 liestöflum. BMW 700LS var framleiddur á árunum 1962-1965 ogþá var farið að flytja hann til íslands. Vélin var tveggja strokka box- ari, 32 hestöfl. Nú var framleiðslan komin á skrið e'ftir stríðið ogBMW smíðaði 98.o81 eintak af þessum bíl. A honum er stílrænt frávik: Kennimarkið, „nýrað", var ekki liaft á framendanum, enda sýnist eitthvað vanta, sem þar á að vera. Nýi Þristurinn verð- ur kynntur í næstu Lesbók. Myndin af honum er tekin í Suð- ur Frakklandi þann 11. desember, þegar blaðamönnum gafst kostur áað reynslu- aka gripnum. Hér er aukin straumlína komin til sögunnar, en formið ersvipað ogáFimmunni. BMW 321 fram framleiddur á sögulegum tímamótum íÞýzkalandi: 1939-1941. Vélin íhonum varmeð 6 strokkum, sem allir voru íeinni röð, hestaflatalan 45. Afþessum bíl voru aðeins framleidd 3814 eintök þvíiðnaður íÞriðja ríkinu átti að einbeita sérað öðruþarfara en að smíða drossíur og forsvarsmenn verksmiðjunnar máttu vístþakka fyr- irað sleppa lifandi með þennan fingurbrjót. Með 1600-gerðinni 1966-1975 náði BMWþeirri sérstöðu í út- liti, sem haldist hefur síðan, „nýrað" á sínum stað og útlitið nokkuð kantað. Svo hefur verið tilþessa, en sú breyting var helzt orðin á 300-línunni frá síðustu árum, að framendinn hall ast ekki innundir sig eins og áður var. Snjallir stjórnendur hjá Toyota Menn hafa á því ýmsar skoðan- ir eins og gengur, hvort Toy- ota smíði betri eða fallegri bíla en aðrir, Það er samt hafið yfir vafa, að þessu risafyrirtæki er svo vel stýrt að það telst til fyrirmyndar að sögn bandaríska tímaritsins Fortune, sem sérhæfir sig í viðskiptamálefnum. Það er einnig á ' hreinu, að Toyotaeigendur þurfa ekki að kvarta yfir sífelldum bilunum, því Corolla hefur verið í fyrsta sæti tvö ár í röð og Camry í fyrsta sæti í þijú ár í röð í Bandaríkjunum sem sá bíll er minnst bilar („Most troublefree car“). Það er hinsvegar jafn ljóst, að Toyota er ekki í forystuhlutverki þegar til þess kem- ur að taka í notkun nýja tækni, hvort sem það er aldrif, stýri á öllum eða túrbínur. Það blasir líka við, að Toyota er langar leiðir frá því að vera í forustuhlutverki í framúrstefnu- hönnun; margir Toyotabílar hafa verið æði hversdagslegir í útliti og skort séreinkenni I og persónuleika. Þetta vita þeir allt saman, sem stjórna hjá Toyota. Þeir láta aðra um að þróa nýja tækni, en byggja sjálfir á því sem hefur sann- að sig. Og þeir telja þessa hönnun vel til þess fallna að ná til hins breiða fjölda, sem og hefur komið í Ijós. Reyndar hafa þeir ný- lega gert útrás frá þessari fílósófíu með lúxus- bílnum Lexus, sem hefur mjög ákveðin sérein- kenni og þykir hafa tekizt frábærlega vel. Toyota græðir á tá og fingri að sögn Fort- une, enda þriðji stærsti bílaframleiðandi heimsins síðan 1978 á eftir General Motors og Ford. Sem dæmi er nefnt, að fyrirtækið eigi lausafé uppá 22 milljarða Bandaríkja- dala, sem mundi nægja til þessa að kaupa upp allt hlutafék í bæði Ford og Chrysler og ætti þó 5 milljarða í afgang. Nú er raunar svo komið, að Toyota hefur meiri tekjur af fjárfestingum og lánastarfsemi en sjálfri bíla- framleiðslunni. Fortune nefnir nokkrar ástæður fyrir vel- gengninni. Ein er móttóið Kaizen sem er jap- anska og merkir „stanzlausar framfarir" En ugglaust hafa allir framleiðendur þetta sama mottó í fyrirrúmi svo það getur naumast tal- ist sérstakt. Annað mottó er að lítil framfaraskref eru líka skref, og taki maður þau nógu ótt og títt, komist maður framúr keppinautunum. Þriðja mottóið er kanban, sem merkir að all- ir hlutir í sambandi við bilaframleiðs.luna eiga að berast á réttan stað „á slaginu". Það er viðurkennt að nýi lúxusbíllinn Lex- us sé eins vandaður og það allra bezta sem þekkist í bílaiðnaðinum. Samt þarf Toyota aðeins einn sjötta þess mannafla, sem til dæmis Mercedes Benz þarf til framleiða jafn marga bíla. Launaliðurinn hjá Toyota er öf- undarefni margra úr samkeppninni. Samtals eru starfsmennirnir 91.790, en til samanburð- ar eru þeir 766.000 hjá General Motors í Bandaríkjunum. Vestræn æskudýrkun, sem gerir ráð fyrir því að menn séu varla brúklegir í vinnu eftir 45 ára aldur, hrjáir þá ekki hjá Toyota. Sá sem öðum fremur leiðir fyrirtækið er stjórnar- formaðurinn, Shoichiro Toyoda, sem nú er 65 ára og er doktor í vélaverkfræði. Frændi hans Eiji Toyoda, sem nú er 76 ára, er snill- ingur í skipulagningu og hann er heilinn á bak við hina árangursríku framleiðsluaðferð Toyota. Shoichiro formaður er vel á verði og þóttist nýlega koma áuga á það sem hann kallar „stórfyrirtækja-sjúkdóm". í samræmi við þá sjúkdómsgreiningu var sagt upp starfs- fólki svo um munaði. Sársaukafull aðgerð, en náuðsynleg, sagði formaðurinn, því honum fannst orðið bera á sambandsleysi milli æðstu Stjórnarformaður Toyota heitir Toy- oda og sonarsonur stofnandans. En þar sem Toyoda þýðir „frjósamur hrísgrjónaakur", eða því sem næst á japönsku, þótti það ófært sem heiti á bíl og því var einum staf breytt. Galdur- inn á bak við velgengni Toyota er sögð vera einber stjórnunarsnilld. stjórnenda og þeirra sem vinna við að setja bílana saman.. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. JANÚAR 1991 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.