Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1991, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1991, Blaðsíða 6
„Hvað ef Rembrandt hefði orðið blankur?“ í þessari auglýs- ingu, sem greinar- höfundur rakst á í söngskrá Metro- politan óperunn- ar, minnirsíma- þjónustan Bell Atlantic (keppina- uturAT& T)er styður „Hátt og lágt“ hjá MoMA) á h ve listirnar í dag eru mikið háðar fjárstuðningi risa- fyrirtækjanna. What if Remhrandt had run out of funds? \VV coalííbc* míisip^ outon a jKw'st/^pse*;^ Suppý'fíÍk @BeU Atlartlic 'SckAVtt'í>.ai: i.................-—- ——................... sögu; orðið ,journal“ (dagblað) var klippt niður og aðeins ,jou“ notað í verkið (,jou“ hljómar líkt og ,jeu“ eða jouer“, sem þýðir leikur); „un coup de Théátre“ („örlagarík breyting á atburðarás") var stytt í „un coup de Thé“ (sem minnir á tebolla á ensku; „a cup of tea“); „un coup de dés jamais n’abol- ira le hasard“ er hins vegar séð sem óbein vitnun í heiti á symbólísku ljóði eftir Stéph- ane Mallarmé, þó furðulegt megi teljast þar eð Picasso var nijög slappur í frönsku er hann gerði myndina árið 1912. Ekkert af þessu getur talist til nýlundu fyrir listelsk- endur, og það sem súrara er, fræðingamir gera ekki minnsu tilraun til að reyna að varpa ljósi á hvers konar samspil á milli „hálistar“ og „láglist" á sér þarna stað. Fyrir þeim virðist nægja að grafa upp og bókfæra staðreyndir málsins. Hafí menn áhuga á að vita nákvæmlega úr hvaða dag- blaði og á hvaða blaðsíðu Picasso tók orðið ,jou“, hvert módelnúmerið á pissuskál Duc- hamp var, hvaðan Marx Emst klippti út barnabókafígúrurnar, eða úr hvaða teikni- myndahefti Lichtenstein „stal“ „Okay, Hot- Shot“, kemur sýningarskráin að góðu haldi. Samkvæmt hinni formalistísku aðferða- kenningu, sem Vemedoe og Gopnik styðjast svo mikið við, gengur listasagan út á liti (andstæða liti, heita liti, kalda liti, o.s.frv.), línur (spenntar, kræklóttar, leikandi), form (þanin, ávöl, skúlptúrísk), áferð (hxjúf, slétt, áþreifanleg) og myndbyggingu (jafnvægi, skálínur, hrynjandi). Stuttu æviágripi er gjarnan fléttað inn í þessa mynd, tilviljana- kenndum þjóðfélagsskírskotunum og ættar- tölu, að ógleymdu aðal kryddinu í grautn- um, atvikssögunum skemmtilegu er halda lesandanum við efnið. Listamaðurinn er ætíð rétt feðraður (þ.e.a.s. hann vinnur gegn eða í anda sinna listrænu forfeðra), stendur á ská og skjön við kerfið og er gæddur guðdómlegri náðargáfu, sem þróast í verkum hans með rökréttum hætti frá óljósu stílfálmi yfir í hið fullkomna sköpun- arafrek. Við stöndum andaktug andspænis yfímáttúrulegum lækningamætti hins mikla listamanns, kraftbirtingu guðdómsins sem rekur höfuðið út um verk hans, og gleypum við sérhverju orði sem hrýtur af hans vörum líkt og um óhrekjandi sannindi væri að ræða; sannleika sem vegur salt á milli kreddufullrar trúarsetningar og einhvers konar stærðfræðiformúlu á borð við afstæð- iskenningu Einsteins, sem enginn eiginlega skilur en allir bera ómælda virðingu fyrir. í einu helgispjalli módemismans stendur t.d. ritað: „Hiynjandi litar og stærðar knýr fram opinberun hins fullkomna í afstæði rýmisogtíma“ (Mondrian, 1919); eða: „Gul- ur litur, í hvaða geómetrísku mynd sem hann kann að birtast, hefur ávallt truflandi áhrif á fólk; hann stingur í augun, æsir og sviptir hulunni af sínu sanna eðli, sem er áleitið og blygðunarlaust“ (Kandinsky, 1912). Það er ekki svo að langamma lista- mannsins komi málinu ekkert við, eða hinar ýmsu skemmtisögur úr ferli hans séu ekki vel metnar, en sú dæmigerða bulllógík sem felst í staðhæfingum þessara erkimódern- ista, og við virðumst vera svo ginnkeypt fyrir, endurspeglar þá vísindalegu þróunar- hyggju er einkennir okkar borgaralega sam- félag; slíkur skilningur getur aðeins byggst á gagnkvæmu samkomulagi og nærist því á þekkingarfræðilegri blindni. Það er einmitt þetta viðhorf sem setur sterkan svip á sýninguna; þjóðfélagslegum eigindum verkanna er sparkað út í hom, og jafnvel pólitískir umbótasinnar eins og Dadaistamir og rússnesku konstrúktívist- amir em kynntir í fagurfræðilega lofttæmd- um umbúðum. Hvað kom listamönnunum til að taka upp þessa stíla, hvaða áhrif hef- ur það á merkingu verkanna og hvemig var viðleitni þeirra tekið, svo ekki sé minnst á hvar mörkin á milli „hálistar" og „láglistar" liggi, eru spumingar sem höfundamir ein- faldlega neita að horfast í augu við. Og sú spuming, hvað skilji þessar andstæðu fylk- ingar að, annað en hinn stofnanafræðilegi hlífiskjöldur, verður þeim mun áleitnari er fram líða stundir. Kringum miðjan sjöunda áratuginn, um þær mundir sem poppið nær algleymingi, er listamaðurinn sokkinn upp fyrir haus í „kitschi" og kúlnahríð auglýs- ingamaskínunnar farin að dynja látlaust á sjónhimnunni. Samt eiga þeir fóstbræður, Vamedoe og Gopnik, í litlum vandræðum með að réttlæta muninn á frumgerð teikni- myndablaðanna, sem þeir segja vera frá síðari heimsstyjöldinni án þess að útskýra það nánar, og hinum þjófstolnu hugmyndum Lichtensteins; myndir meistarans eru ein- faldlega miklu listrænni. Meira að segja ganga þeir svo langt að fullyrða, að Lichten- stein hafí tekist að láta verkin líta út fyrir að vera meiri hasarmyndir en hasarmyndirn- ar sjálfar með því að hrófla aðeins við út- færslu þeirra og þannig breytt klisju í súp- er-klisju. Það er ekki nóg með að hér sé að fínna augljósa þversögn (hvernig getur eitthvað verið líkara en það sem verið er að stæla?), heldur er farið gjörsamlega á mis við þá staðreynd að teiknimyndirnar og málverk Lichtensteins, sem reynast merkilega ómerkileg þegar nánar er að gáð, þjóna allt öðrum félagslegum og mynd- rænum tilgangi. Verk Lichtensteins eru risa- stórir íkonar, ætlað að endurvarpa hinum lágkúrulegu múgsefjunaráhrifum auðvalds- ins, á meðan teiknimyndablöðin eru frásagn- arlegs eðlis, þar sem leitast er við að ná fram áhrifum kvikmyndanna með ramma- stoppum („frame advance"), samræðum og hljóðlíkingarorðum eins og „WHAAAM", „RATATATA“ og „BLAAM“. Hin dylgjan sem rennur eins og fúll læk- ur gegnum alla röksemdafærsluna er sú, að „láglistin“ þurfi endilega að fljóta með straumnum og sé ófær um að synda upp í móti. Án þess að gera sér það ljóst afhenda þeir okkur sönnunargögnin fyrir því að svo þurfí ekki alltaf að vera, þegar þeir benda á að hinar þjóðfélagslegu útjaðarsmyndir Philips Gustons voru undir sterkum áhrifum frá teiknimyndahöfundinum Roberts Crumbs, er m.a. sá um myndskreytingarnar í tímaritinu „Weirdo" („Furðufugl"). Niðurlag í næstu Lesbók. Höfundur er listfræðingur og starfar í New York. Leitin að dulvitundinni ekking manna á sálarlífi einstaklinganna er mjög takmörkuð. Meðvitundin og þróun henn- ar á sér ekki langa sögu, sé saga mannheima tekin sem heild. Meðvitundin virðist hafa þró- ast á ákaflega löngum tíma til þess stigs, sem Þegar skynsemdar-endurhæfing mannsins stóð sem hæst, vantaði þó ekki að öfl dulvitundarinnar létu á sér kræla. Andasæringar, sállækningar galdramanna og trúin á stjórn illra anda sem skýring á veikindum og geðbilun, trúin á álög og bannhelgi; allt lifði þetta góðu lífi. menn nefna nú mennska meðvitund. í árþús- undir lifði maðurinn innan hins náttúrulega hrings. Hann var, og er reyndar enn þann dag í dag, hluti náttúrunnar. En á fyrri þróunarstigum lifðu menn hvatalífi. Hungr- ið, óttinn og æxlunarhvötin var heimur mannsins. Eins og segir í Gilgamesh „mað- urinn skreið um jörðina í leit að æti“. Hóp- ar og ættflokkar lifðu hóplífí, stöðlun þeirra var fullkomin og varð að vera það til þess að tryggja líf hópsins. Eintaklingskennd var engin, aðeins hópkennd og hópvitund. Þetta voru dagar hins fullkomna hópeflis. Þeir sem aðlöguðust ekki fyllilega hópnum og nauð- syn hans voru skildir eftir, enginn gat lifað einn, og getur ekki, útlegðin frá hópnum var dauði. Draumar og sýnir, skelfíngin gagnvart náttúruöflunum, óvinveittum öndum og djöflum og skortinum var inntak lífs frum- mannsins. Baráttan um veiðilendumar olli stríði við nágrannana. Staðnað hegðunar- mynstur varð um tugþúsundir ára stöðug endurtekning. Ósjálfráð viðbrögð manndýrs- ins voru af sama toga og dýranna. Ófreskj- ur, villidýr og stöðug barátta við umhverfið markaði hugarheim mannsins, eina vöm hans var hóplíf ættflokksins. Menn vom samtvinnaðir hver öðrum líksatir dýrahjörð- um á reiki um jörðina. Talið er að vísi að uppréttum „manni" megi tímasetja fyrir um tveim milljónum ára. Fyrir hálfri milljón ára virðist „Java-maðurinn“ hafa þroskaðri heilastöðvar og fyrir 50 þúsund ámm er maðurinn „talandi" og virðist fær um að hugsa óhlutlægt og gera sér verkfæri. Þar er kominn „Neanderthals-maðurinn", Homo-Sapiens. Hafa ber í huga að tímasetn- ing varðandi þessar breytingar er mjög á reiki. Steinaldarmannkyninu fleygir fram. Vopn, verkfæri, steinverkfæri og verkfæri úr beinum eru gerð, og matargerð hefst. Menn sjóða og steikja fæðuna. Á miðstein- öld koma frma menn, em minna í útliti á síðari alda menn. Og svo hefst jarðyrkja, húsdýrahald, leirkeragerð um 10.000 f. Kr. Eftir SIGLAUG BRYNLEIFSSON ÚtÚrHringnum Barátta manns og umhverfis veldur breytingum í erfðavísum til aukinnar per- sónulegrar meðvitundar. Maðurinn fetar sig út úr náttúruhringnum og hann aðskilst frá lokuðum heimi dýranna, fyrst með málnotk- un og verkfæragerð og jarðyrkju. En hann 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.