Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1991, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1991, Page 15
Heimshomaflakkarar og Evrópufarþegar hjá British Airways FRÁ 15. janúar er ekkert lengur sem heitir almennt farrými hjá British Airways. í stað þess er farrýmið nú fyrir „world trav- eler“, heimshornaflakkara í lengri ferðum, en „Euro traveler", Evrópufarþega á flugi innan Evrópu. Að sögn flugfélagsins er breyt- ingin árangur af þriggja ára könn- unarstarfi á hvernig best sé að bæta þjónustu fyrir hina 13 millj- ónir farþega sem árlega verma sæti farþegarýmisins. Þægilegri sæti, ókeypis dagblöð og betri aðstaða til að horfa á kvikmyndir eru meðal endurbóta. Veggir og sæti í bláum og hvítum litum blasa við heims- hornaflökkurum, litir sem eiga að gefa tilfinningu fyrir auknu rými, en sætabil og breidd sæta verður hin sama. Og ókeypis diykkjar- föngum er haldið að Evrópufar- þegum. Enskunám á enskum heimilum „Heimanámsflokkarnir" í Bretlandi bjoða nú upp á nyja aðferð í enskunámi, að dvelja á kennaraheimili í London. Námskeiðin tryggja einstakl- ingskennslu og mjög góða þjálfun í ensku á þægilegum og vinaleg- um heimilum. Þau eru í boði allt árið um kring og eru tilvalin jafnt fyrir námsfólk sem viðskiptafólk á öllum stigum enskunáms. Verð er mismunandi eftir fjölda kennslustunda, frá 37.450 kr. fyr- ir 10 kennslustundir, með viku- gistingu og fullu fæði. Upplýsingar: Nadia Cole, Engl- ish Home Tuition Scheme, 21 Dobell Road, London SE9 ÍHE. Sími: 081-850 9459. Lögmál fjörulallans í skammri dagsbirtu, í slæmri færð utan þéttbýlis og ínnan, er fjaran oft kjörinn útiverustaður. Þar er lífríki virkt allan árs- ins hring, þó að gróður fölni og deyi uppi á landi. Alltaf er margt að sjá og skoða í fjörunni, en aðgát skal höfð áður en farið er í fjöruferð. Kynnið ykkur „lögmái fjörulall- ans“ og hafið það í huga í skoðun- arferð um fjöruna. Það er tekið úr bókinni „Islenskar fjörur" eftir Agnar Ingólfsson. Lögmál fjörulallans — Leikum okkur ekki á vél- knúnum farartækjum í fjörunni. — Fjörugrjótið er launhált. Göngum með gætni. — Berum með okkur poka og hirðum rasl. — Brimið er heillandi, en við- sjált. Verum varkár. — Leitum leyfis landeiganda til ijörunytja. — Forðumst að fæla fugla, seli og búfénað. — Forðumst rányrkju, tínum ekki upp til agna. — Þyrmum lífi þörunga og dýra eins og kostur er. — Étum ekki fjörudýr og þör- unga við skólpræsi og í þéttbýli. — Veltum steinum við með varúð. Skiljum við þá eins og að þeim var komið. — Slæmt er að vera á flæði- skeri staddur. Gætum að sjávar- föllum. Fjaran er fjársjóðakista barna og annarra sem sjá listræn við- fangsefni úr marglitum skeljum og kuðungum, rekaviði, sæbörðu gleri og steinum. Það hvílir líka hugann að horfa út yfir sjóndeild- arhring ólgandi hafsins. Ungir og aldnir leita jafnt í fjöruna. Krakkar sem heimsækja nýja leikvöllinn sem gerður er samkvæmt kvikmyndinni „Honey, I Shrunk the Kids Movie Set Adventure" geta klifrað á bak risavöxnum maur innan um „þriggja hæða há grasstrá" ásamt meiru! Frá „Walt Disney World“ Stöðugt berast nýjar myndir frá „Walt Disney World“. í bandaríska skemmtigarðin- um í Orlando er alltaf verið að bæta við nýjum afþreying- um. Ef garðurinn heldur áfram að þenjast svona út næstu árin verður margra daga verk að komast yfir að sjá allt sem boðið er upp á! Einnig er hægt að fá sér flugferð með Hjúgandi fílnum, hon- um Dumbo. Mikki og Minna mús slást í hópinn með gestum í ævintýralandinu. Costa del Sol eykur við aðdráttarafl sitt Meðal nýrra lystisemda á Costa del Sol í sumar er golf- völlur á „fjársjóðaeyju" — mannvirki upp á litíar 990 milljónir króna. Golfvöllurinn er í Aquapark- vatnsskemmtigarðinum í Torre- molinos. Þessi 18 holu völlurnær yfir 5000 fermetra, og gestir leika með golfkúlu og kylfu inn- an um lón, fossaföll, íjársjóða- kistur og skipafallbyssur. Svæðið er flóðlýst á kvöldin og gestirnir leika 18 holurnar með tilheyr- andi undirleik. Áhyggjulaust letilíf! E1 Dorado-virkið, sem er ann- að nýtt aðdráttarafl, er eftirlík- ing af bæ í villta vestrinu með skrifstofu lögreglustjóra, banka og skemmtistað. Virkið sem er nálægt Velez-Malaga, er opið kl. 10.30-16.30 daglega. „Byssu- bardagar" laugardaga og sunnu- daga! I sumar verða í boði safari- ferðir á jeppum um skóglendi upp í fjöllin bak við ferða- mannabæina á ströndinni. Það má líka skjótast í þorpin í kring til að fá sér hefðbundinn spánsk- an morgun- eða hádegisverð og fá sér sundsprett í Guadalhorce- ánni. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. FEBRÚAR 1991 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.