Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1991, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1991, Blaðsíða 12
B I L A R ------*-----1-------*----<A Club Wagon. F ord Aerostar með aldrifi - sérhæfður ferðabíll Farangursrými er allgott og samt eru sæti fyrir 7 manns. Ford Aerostar er einn af þessum stóru fjölnota bílum sem komist hafa mjög í tísku á síðustu árum og gerast æ algengari hérlendis. Er liann fáanlegur bæði sem sendibíll og 5 til 7 manna ferða- og fjölskyldubíll og er búinn sítengdu aldrifi og sjálfskiptingu. Af öðr- um bílum í svipuðum flokki og fjallað hef- ur verið um hér á bílasíðu má nefna Re- nault Espace, Previa frá Toyota, Pontiac Trans Sport, Misubishi L-300 og Ford Econoline sem hægt er að útbúa nánast eins og hugmyndaflug manna getur leitt þá. Þessir bílar eru ýmist eindrifnir eða með aldrifi og hægt er að velja þá í ýms- um verðflokkum, allt frá um 1.700 þúsund- um og upp í um 2,7 milljónir króna. Ford Aerostar XLT Club Wagon sem við kynn- um í dag kostar á biiinu 2,6 til 2,7 en er fáanlegur sem sendibíll fyrir um 1,5 millj- ónir króna. Aerostar er með sendibílslagi nema hvað framendinn hallast mjög eins og reyndar flestir bílar af þessari gerð, þ.e. bílarnir sem ekki eru hefðbundnir sendibílar heldur fjölskyldubilar. Annars er Aerostar mjög venjulegur bíll og lítið sérstakt við útlitið. Framluktir eru fremur fínlegar, vátns- kassahlífín einnig en hallandi framendinn og framstuðarinn eru ráðandi og áberandi í útlitinu að framan. Að öðru leyti er útlit bílsins látlaust, hann virðist nokkuð lang- ur, gluggar ekki áberandi stórir og kannski helst eftirtektarvert að hjólbarðar mættu vera stærri og bíllinn reistari. Hann verður reyndar tekinn hingað til iands með stí- fari gormum en þessi fyrsti bíll og auk þess er hægt að hækka hann nokkuð og er sjálfsagt að ráðleggja það ætli menn sér að nota Aerostar mikið til ferðalaga. Góður Frágangur Afturhleri opnast upp og hliðarhurð hægra megin er rennihurð en framhurðir eru með hefðbundnu móti. Að innan er Aerostar vel frá genginn. Hægt er að skipa sætunum á nokkra vegu og býður lengri gerðin upp á sæti fyrir' sjö með ökumanni auk þokkalegs farangursrýmis en sú styttri getur tekið 7 manns og er þá ekkert rými aftan við aftasta sætið. Framstólar eru tveir, tveir í miðjum bíi og þriggja manna bekkur aftast en hægt er einnig að fá tveggja manna bekk í miðju í stað tveggja stóla. Stólarnir eru tvímælalaust þægilegri en vera má að tveggja manna bekkurinn í miðju auðveldi umgang í aftasta sætið. Sætin eru þægileg, vel bólstruð og eru framsæti með venjubundnum stillingum auk þess sem hægt er að stilla (með raf- magni) þrýsting í mjóbakið. Framsætin eru hábaksstólar en hins vegar eru þeir ekki nógu háir til að taka af högg vegna aftanákeyrslu og höfuðpúðar voru heldur ekki á öðrum sætum. Útsýni er ágætt nema hvað fullorðnir sem sitja í aftasta sæti þurfa að beygja sig örlítið til að sjá út um hliðarglugga. Gluggapóstar á fram- horni enl fremur voldugir og skyggja ef til vill nokkuð á en það er eins og það komi ekki að sök þegar ökumaður er far- inn að venjast bílnum. Margs konar hólf og áhald fyrir drykkjarmál eru víðs vegar um bílinn en hanskahólf er hins vegar með því minna sem gerist og tekur varla nema tvö eða þijú hanskapör. Vinnustaður ökumanns er góður og auk þess sem sætið er meðfærilegt er Aerostar búinn veltistýri og rafdrifnum útispeglum. Fátt er þarna sem kemur á óvart og er allt fremur hefðbundið í mælaborðinu. Gírstöngin er í gólfinu og virkar við fyrstu kynni dálítið langt frá ökumanni sem hefði e.t.v. kosið að hafa hana í stýrinu. En hún liggur þó vel við og venst ágætlega þó íhaldssemin í manni hefði kannski samt sem áður kosið að hafa hana nær. Um er að ræða fjögurra þrepa skiptingu með yfirgír. Miðstöðvarblásarar eru tveir og gefa góða loftræsingu um allan bíl og við hlið miðjusætis era rofar fyrir frekari still- ingar á miðstöð og útvarpi. Tölvustýrt Aldrif Ford Aerostar er búinn V6 fjögurra lítra vél sem er 155 hestöfl og af öðrum búnaði má nefna vökva- og veltistýri, hraðafestingu, rafdrifnar rúðuvindur, spegla og læsingar, útvarp og segulband með klukku, driflæsingu og dökk gler í gluggum. Bíllinn er á gorma- fjöðrum. Þá er Aerostar búinn sítengdu tölvustýrðu aldrifi. Er það ekki hugsað sem fjórhjóladrif á jeppa sem ökumaður getur stillt eftir því hvar er ekið heldur er það sítengt en gerir þó ráð fyrir ákveðinni aðlögun eftir því hvar er ekið og hvemig aðstæður eru. Við venjuleg- ar aðstæður eru tveir þriðju átaksins á aftur- hjólum og þriðjungur á framhjólum. Þegar eitt hjólið fer að missa grip fiyst átakið yfir á annað hjól um stundarsakir og bíllinn held- ur því góðu átaki á þeim hjólum sem hafa grip. Tölvan hleypir síðan afli á hjólið á ný til að kanna hvort aðstæður hafa breyst og taki það enn að spóla er átakið enn flutt á annað hjól. Ailt þetta gerist hraðar en manns- hugur og hönd gætu ráðið við og á því að auka trygga aksturseiginleika við misjafnar aðstæður. Þá eru afturhjólin búin hemlalæsi- vöm. Aerostar er 4,7 m langur, 1,80 m á breidd og 1,81 m á hæð. Hjólhafið er 2,97 metrar og er hið sama á styttri og lengri gerðinni en styttri gerðin er annars 4,37 m löng. Bíll- inn vegur 1.700 kg og bensíntankur tekur 90 lítra. Nægur Kraftur Eins og áður sagði fer allvel um ökumann undir stýri. Bíllinn virðist nokkuð þungur við fyrstu kynni og víst er að bílum sem þessum verður aldrei ekið eins og um venjulega fólks- bíla væri að ræða. Þótt Aerostar sé ekki vent- lega stór og ekki erfiður í borgammferð er hann heldur ekki bráðlipur sem smábíll. Það verður að meðhöndla þessa bíla eftir því. Ökumaður verður að taka sjálfan sig í sem svarar kannski einum ökutíma til að læra á lengd og breidd, framhornið og það að leggja í stæði o.s.frv. Aerostar hefur nægan kraft og viðbragðs- flýti hvort heldur er í framúrakstri á miklum hraða eða til að ná góðu viðbragði af öðrum orsökum. Vélin er hljóðlát og bíllinn er teppa- lagður og ágætlega einangraður því vegar- hljóð eru heldur ekki truflandi. Stýrið er ná- kvæmt og létt, hemlar góðir og skipting þokk- aleg þótt hún hefði að mínu viti fremur mátt vera í stýrinu. Að mínu viti er Aerostar því fyrst og fremst ferðabíll og þar njóta aksturseiginleikarnir sín best þótt hann gangi einnig sem bæj- arbíll og eini fjölskyldubíllinn. Fimm til sjö manns geta vel ferðast í Aerostar með tals- verðan farangur og hægt er að setja afgang- inn á toppinn. Aftursætum má hagræða þann- ig að þrír geti sofið í bílnum og ekki ætti það að draga úr ferðamöguleikum á slíkum bíl. Verðið á Aerostar XLT Club Wagon er kr. 2.677.000 í staðgreiðslu en án ryðvarnar og skráningar. Hækkar verðið um 4% sé bíllinn keyptur á afborgunum. jt BMW í 75 ár: Fyrst mótorhjól og flug- vélahreyflar, síðan bflar Sjötíu og fimm ár eru nú liðin frá því BMW-verksmiðjurnar þýsku, Bayeris- che Motoren Werke, voru stofnaðar en það var flugvirkinn Karl Rapp sem var frumkvöðull þess. I fyrstunni var unnið við framleiðslu flugvélamótora og árið 1916 var BMW stofnað með samvinnu við Austurríks- manninn Franz Josef Popp. Árið 1923 var fyrst kynnt vélknúið ökutæki, reyndar mótor- hjól, og árið 1928 var fyrsti bíllinn frumsýnd- ur eftir að ýmsir aðilar höfðu sameinast. Hann sló í gegn og seldist vel árið 1929 þrátt fyrir kreppuna. í febrúar 1933 var fyrsta BMW 303 hleypt af stokkunum og var honum att fram gegn Mercedes Benz, 200 kg léttari og kraftmeiri. Þar með var fyrsta þijú-línan komin af stað og fleiri gerðir sigldu í kjölfarið. Sá stærsti var með 1971 rúmsentimetra vél og 80 hest- öfl -og var hraðskreiðasti verksmiðjufram- leiddi bíllinn í heimi á sínum tíma. Framleidd voru 426 eintök af þeirri gerð. Síðustu árin fyrir stríð voru uppgangstímar fyrir BMW, bílar og mótorhjól seldust vel en fyrirtækið einbeitti sér þó að framleiðslu flug- vélahreyfla enda sögðu eigendur þess að það væri upprunalegt verkefni fyrirtækisins. Ýmis uppskipti urðu á fyrirtækinu að loknu stríðinu og voru framleiðslutæki þess tekin niður og þeim skipt milli sigui-vegaranna sem stríðsskaðabætur þar sem fyriiiækið var talið hergagnaframleiðandi eingöngu. Hlutafélagið BMW var þó til áfram og ékki leið á löngu þar til framleiðsla hófst á ný. Árið 1951 leit nýr bíll dagsins ljós, BMW 501, sem þótti íhaldssamur og ekki nógu kraftmikill. Ilann seldist ekki vel þrátt fyrir að kraftur væri aukinn en árið 1955 vöktu BMW 503 og 507 athygli. Salan varð þó ekki nógu mikil og það var ekki fyrr en árin 1956 til 1962 að BMW seldi smábíl með hagnaði að hægt var að byggja áfram upp framleiðslu stórra bíla. Smábíll þessi nefndist Isetta, var 2,29 m lang- ur, með mótorhjólsvél og eyddi aðeins 5,5 lítr- BMW 850 er einn fullkomnasti sportbíll heimsins í dag. um en hámarkshraði hans var 80 km. Þetta dugði þó ekki til og í árslok 195? urðu enn umskipti er nýr hluthafi kom til sögunnar, Herbert Quand, og jók hlutafé í 60 milljónir marka. Árið 1962 er BMW 1500 kynntur og seld- ist vel, síðan 1800-bíllinn og á fáum árum var fyrirtækið farið að skila umtalsverðum hagnaði. Eftir það gerast hlutimir hratt hjá BMW, línurnar þijár, 3, 5 og 7, sem við þekkj- um í dag, komu fram og hafa tekið ýmsum breytingum og endurbótum síðan. í dag er BMW talinn meðalstór bílaframleiðandi á heimsvísu, í Þýskalandi er það tólfta stærsta iðnfyrirtækið og það er stærsti vinnuveitand- inn í Neðra-Bæjaralandi. Sá dýrasti BMW í dag er 850i sportbíllinn sem kostar kringum 10 milljónir k'róna. Bíiaumboðið hf. fagnaði þessum afmælisáfanga nýlega og sýndi þá ýmis stolt BMW-verksmiðjanna eins og getið var um hér í blaðinu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.