Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1991, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1991, Qupperneq 2
ÁSLAUG JENSDÓTTIR Saga einsetu- bóndans Hann elskar jörð út viðystu tanga þar unað hefur um daga langa við grænar brekkurgrund og börð og gjöful miðin við bláan fjörð. Engir kunningjar engir vinir allir farnir og líka hinir sem áður voru og glöddu geð. Hann getur fáum átt samleið með. í hlut hans féll ekki heimsins gróði né heillaóskir frá ríkissjóði en gulli betri er gifta sú sem gefur lífinu birtu og trú. Sumarlangt þó hann sé í önnum sinnt ergestum og ferðamönnum. Fylgdarmaður um fjallaskörð í fagra dali við eyðifjörð. Oft reikar hugur um heimsins álfur þó hafi ’ann lítið þarferðast sjálfur. Erlend talar hann tungumál og tignar fróðleik af lífi og sál. Hans ósk er stærst gagnvart eigin landi að allir vörð um þess framtíð standi og aldrei verði það öðrum háð svo eyðist frelsi og tapist ráð. Höfundur býr á Núpi í Dýrafirði. KRISTÍN JÓNA ÞOR- STEINSDÓTTIR Hjálp (ef þú heyrir) Lokuð inni í dimmu hvolfi sem aðstæðurnar læstu fyrirlöngu lykillinn fyrir löngu týndur árin liðu í þykku mistri í rökkrinu ég læt mig dreyma um skuggamynd í fjarlægri birtu og ég opna mína arma en þá verður rökkrið að dimmri hulu Ég finn fyrir þér fyrir utan hvernig þú reynir að komast inn éghrópa á þig í örvæntingu minni en ég veit ei hvortþú migheyrir lokuð í heimi fortíðarinnar leiðir mig á veg drauma og óska ég græt hljóðum svörtum tárum sem engin mun nokkurn tímann sjá Ég veit að þú vilt mig losa en þú veist ekki hvernig brjóttu migniður, eyðileggðu mig því í gegnum árin verð ég hvolfið sjálft Ég held á lyklinum gegn vilja mínum náðu mér út með öllum þínum mætti áður en ég og hvolfið gróum saman í eitt. Höfundur er hljómlistarmaður Um skáldskap Kúrda Kúrdar eru fjölmenn þjóð, trúlega nær tuttugu milljónir alls, en enginn virðist vita tölu þeirra nákvæmlega. Þessi gamla menn- ingarþjóð, sem eitt sinn var stórveldi, á sér nú á dögum ekkert þjóðríki en verða að búa sem minnihlutahópur í nokkrum ríkjum. Það verða reyndar fleiri þjóðir að láta sér lynda í heimi þar sem landamæri eru ákveð- in fyrir fólkið einhvers staðar á háum ijar- lægum stað. Þá er ekkert tillit tekið til þjóð- emis, siða, menningar, eða annars sem þjóðir oftast eiga útaf fyrir sig. Af þessu spretta deilur eins og menn vita, og geta orðið eldfímar. Kúrdar hafa lengi orðið illa úti vegna þessa, og enginn valdhafi í veröld- inni hefur viljað leggja þeim lið. Þeir búa líka á einu auðugasta svæði heims, þar sem olían flýtur. Ólíkt yrði veröldin friðvænlegri ef allar þjóðir fengju að ráða sínum landa- mærum sjálfar, sem og menningu sinni og siðum. Kúrdar búa nú í Tyrklandi, írak, íran, Sýrlandi og Sovétrjkjunupi. Fjölmennastir eru þeir í Iran og írak. Á þessum slóðum hafa þeir átt sér ýmiskonar samfélög gegn- um tíðina og síðast að lokinni seinni heims- styijöldinni. Það samfélag var tekið frá þeim og þeim gert að lifa í löndum sem aðrir stjórna, eins og áður segir. Síðan hafa þeir háð baráttu minnihlutans fyrir sjálfstæði eigin menningar. Ríku valdhaf- amir í löndum þeirra, sem oftast hafa stjómað með samþykki stórvelda, hafa sums staðar bannað Kúrdum að tala og rita móðurmál sitt svo aðrir heyri. Varla þarf að segja mönnum hver áhrif svona lagað hefur á bókmenntir og aðra menn- ingu. Kúrdar eiga sér mikla sögu og ríka menn- ingarhefð. Reyndar mun nú almennt haft fyrir satt að menningin, eins og við skil- greinum hana, eigi uppruna sinn í þessum hluta heimsins. Þaðan eru t.d. runnin sum helstu trúarbrögð mannkyns, svo sem gyð- ingatrúin og það sem uppúr henni er vax- ið, kristindómurinn og múslímatrúin. Þá mun okkar norræna Ásatrú rekja rætur sínar þangað, því Óðinn og félagar hans eru sagðar komnir þaðan sem eitt sinn hét Litla-Asía. Þar munu nú einkum vera Tyrk- land og Saudi Arabía o.fl. Þar búa ná- grannaþjóðir Kúrda. Menning Kúrda minnir einnig um margt á forna norræna menningu enda eru Kúrd- ar taldir vera af indógermönskum uppruna, en ekki arabar eins og nágrannar þeirra flestir. Þar má t.d. finna fólk með ljóst hár og önnur norræn einkenni. Hefðbundin kúrdísk ljóðagerð á sér fornar rætur, um margt ekki ólíkar hinum norrænu. Eitt helsta einkenni þessarar hefðar er bundið mál formfast með rími og sterkri hrynjandi, ásamt föstum atkvæðafjölda í ljóðlínu. Ljóðlínur eru oftast lengri í kúrdískum kvæðum en norrænum og hjá Kúrdum er hver vísa oftast tvær ljóðlínur er ríma saman. Kúrdar eiga mörg skáld og merkileg í nútíð og fortíð og bókmennt- ir skipa veglegna sess í sögu þeirra og þeir hafa skáld sín í hávegum þar sem þeir geta. Hér eru ekki efni til að gera grein fyrir klassískum skáldum og bók- menntum Kúrda, en minna má á nokkur helstu nöfn þeirra eins og Mala-y Jaziri, Ahmad-i Khani, Nali og Mawlawi. Saga kúrdískra nútímabókmennta er gjarnan talin heijast með Piramerd, sem er skáldanafn og merkir sá gamli. Réttu nafni hét hann Tafw iq Mahmud og fædd- ist árið 1876 í Suleimani í íraska Kúrdist- an. Auk þess að vera embættismaður og skáld var Piramerd málfræðingur og er talinn hafa öðrum fremur lagt grundvöllinn að nútíma kúrdísku ritmáli. Piramerd hafði mikil áhrif á Ijóðagerð Kúrda, ekki síst með því sem Kúrdar nefna „kúrdiseringu“ ljóð- listarinnar. Það er einskonar hreingerning Ijóðmálsins með sérstakri áherslu á fornan menningararf annars vegar og hins vegar á hreina kúrdiska ljóðlist. Næstur Piramerd er Goran gjarnan nefndur til sögunnar. Hann er þá talinn fyrsta stóra nútímaskáld Kúrda. Goran er einnig skáldanafn og þýðir bóndi. Réttu nafni hét hann Ebdulla Suleiman og fædd- ist 1904 eða 5 í Halabja í íraska Kúrdist- an. Hann var afkomandi gamallar fursta- ættar, er átti rætur sínar í íranska hlutan- um austanverðum, en bakgrunnur hans sjálfs var í írak. Þrátt fyrir upprunann var líf Gorans hreint ekki furstalegt. Hann missti ungur Ferhad Shakely föður sinn og varð þá að taka þátt í fram- færslu fjölskyldu sinnar. Honum tókst þó að komast til nokkurra mennta og gerðist snemma barnakennari í heimabæ sínum. Síðar varð hann lágt settur ríkisstarfsmað- ur og m.a. fréttaritari. Hann hlaut virðingu manna fyrir skáldskap sinn og eftir upp- reisn 1958 er batt enda á völd Breta yfir írak tók Góran við heiðursstöðu sem fyrir- lesari við háskólann í Bagdad. Goran tók virkan þátt í frelsisbaráttu þjóðar sinnar og var fangelsaður oftar en einu sinni. Hann orti um fangavist sína baráttuljóð, sem í senn lýsa vistinni þar og hvetja um leið þjóðina til að halda barátt- unni áfram. Stöðu sína missti hann vegna þátttökunnar í frelsisbaráttu þjóðar sinnar. í eldri ljóðum Gorans má fínna nokkur áhrif frá arabískri og íslamskri mystík. Þar er konan lofsungin og.sameinuð himninum og gáfu skáldsins. Síðar færðist mystíkin nær veruleikanum og nálgast þá um leið þjóðlegar kúrdískar goðsagnir. Konan getur minnt á fjallkonuímyndir íslenskra skálda, en hvernig sem Goran nálgasta konur í ljóð- um sínum, eru þær yfirleitt fagrar, hávaxn- ar og ljóshærðar. Sjálfur var Goran lágvax- inn og dökkhærður. Goran hefur einnig kynnt sér eitthvað vestræna Ijóðagerð og má sjá þess merki einkum í síðustu ljóðum hans. Hann er t.d. fyrsta kúrdíska skáldið sem yrkir órímuð ljóð að hætti vestrænna nútímaskálda. Fyrst og fremst líta þó Kúrdar á Goran sem skáld og söngvasmið, sem hrópandann meðal sinnar undirokuðu þjóðar. Rödd hans mild og hlý, en um leið einnig háðsk, þijósk og hrífandi, hefur í sér fólgið það öryggi sem veitir kúgaðri þjóð hans andlegan styrk. Goran er stolt skáld sem talar af þeirri listrænu ábyrgð sem oft er vanmetin. Úrval ljóða Gorans mun á þessu ári koma út í íslenskri þýðingu undirritaðs. Að ég best veit, er það fyrsta kúrdiska skáldritið sem birtist á íslensku. Kúrdar hafa á seinni árum búið við ofríki og margir flúið land sitt. Þannig munu 7 til 8 þúsund Kúrdar nú búsettir í Svíþjóð. Hafa þeir með sér samtök þar og reyna að kynna málstað þjóðar sinnar og menn- ingu. Þeir hafa gefið út á sænsku úrval ljóða Gorans, og nýlega kom einnig út þar úrval nútíma kúrdískrar ljóðlistar. Þar eru ljóð eftir fjórtán kúrdísk skáld, það elsta eftir Piramerd, en yngstur í hópnum er Ferhad Shakely, fæddur 1951. Hefur Shak- ely haft mestan veg og vanda af útgáf- unni. Shakely flúði til Svíþjóðar 1978 og hefur síðan verið þar í forystu fyrir þeim er reyna að kynna kúrdíska menningu á Norðurlöndum. Hann hefur gefið út fjórar ljóðabækur auk rita um kúrdíska menn- ingu. Tvær seinni bækur hans komu út í Svíþjóð. Fernhad Shakely nam kúrdískar bókmenntir við háskólann í Bagdad og hafði síðan verið blaðamaður þar í tvö ár er hann varð að yfirgefa ættland sitt vegna þátttöku sinnar í sjálfstæðisbaráttu Kúrda. Lars Backström hefur þýtt Ijóð Kúrda á sænsku með aðstoð Ferhad Shakely og fleiri kúrdískra menntamanna. Þeir tveir eru helstu heimildarmenn mínir við þessa samantekt. JÓN FRÁ pálmholti Goran Ferhad Shakely Tvær myndir á Nawroz* i. Heillaóskaskeytið fmnst ekki í sundurtættu landi okkar. Vængir bréfsins ná ekki yfir landamærin. Hermenn valdhafanna hafa mundað sverðin og bogana til að myrða sólina. Þeir sjá ekki að þessa nótt tendrar Nawroz Ijós sitt í augum barnanna. II. Þið böðlar höggvið burtu fjallstoppana áður en viðkvæmnin nær tökum á ykkur - eyðið þeim - kljúfið fjöllin niður í rót svo blóð kúrdískra píslarvotta haldi ekki áfram að lifa í fjöllunum svo byssurnar grói ekki fastar við trén og verði hluti af skóginum. Vínakrar landsins? Tortímið þeim Tortímið þeim rétt eins og blómunum og trjánum. Þurrkið upp öll vötn, máið út hvern pytt. Eitrið loftið í landi okkar. Rífið húð okkar til blóðs með klóm ykkar og klínið blóðinu framaní okkur. ■ Hvað sem þið gerið: - Eldfugl Nawrozar lifir enn við hjartarætur okkar. Hann yfirgefur okkur aldrei. Eldfuglinn syngur fullum hálsi um þann nýja dag sem renna mun upp yfir holundir lands okkar. *Nawroz er sérstakur hátíðisdagur Kúrda. Ó Síríus / nótt eru það reikandi hugur minn og andardráttur vindsins sem bjóða minni viðkvæmu sál til sorgarhátíðar. Mettaður af þögn er heimurinn djúpt og kyrrt haf ogstunurmínarberast útyfirþaðeinsogglóandi tónlist. Gluggatjöld myrkursins hafa hrunið í fellingum yfir jörðina égfæ ekkigréint neina myndgegnum tárandvökunnar... Hjarta mitt er að sogast innísvarthol örvæntingarinnar ég vænti hjálpar frá þér Síríus, þú sindrandi stjarna. Vera máþú getir Síríus, með þínar brosandi Ijósvarir stillt hinn vonlausa straumþunga nið hjartans. Geislar augna þinna ná til minnar sorgmæddu sálar og ölva mig / nóttinni og hugga þungt höfuð mitt. Heyrðu mig konunglega stjama, bjarta glitrandi Síríus komdu og þerraðu með haddi þínum tárin af augum næturinnar. Jón frá Pálmholti þýddi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.