Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1991, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1991, Side 5
una í útlöndum, maður gerir það ekki held- ur heima. Að auki höfðum við ekkert að fela, hann afhenti okkur vegabréfin og and- artaki seinna sátum við í aftursætinu í gul- um volkswagen við hliðina á stráknum hand- járnuðum sem hljóðaði, grét og skammað- ist. Sá enskumælandi keyrði bílinn, hinn sat við hlið hans en sneri þó að mestu leyti aftur því hann var að leita á stráknum. Undan smekknum á buxunum dró hann myndarlegan hníf. Þetta er ekki hnífur, hugsaði ég, þetta er sveðja. Bílstjórinn hristi höfuðið og sagðist hafa grunað að drengur- inn væri hættulegur. Hinn sleit magapokann ruddalega af stráknum sem dró ekki af hljóðunum og hristi handjárnin framan í Hörð og hrópaði: Amigo, amigo. Help, help. Ruddinn leitaði í magapoka stráksins, fann pínulítinn plastpoka með pínulitlu hvítu dufti, bílstjórinn smakkaði á því og skyrpti út um gluggann með viðbjóði. Strákurinn sleppti sér gjörsamlega og ruddinn dró upp byssu, miðaði á hann og með fylgdi fúkyrða- flaumur á spænsku. Þá vissi ég það. Þetta er ekki lögreglan. Lögreglan ógnar ekki með byssu um hábjartan daginn í votta viðurvist, það stenst ekki. Sjálfsagt gerir hún það í lögreglustöð- inni heima hjá sér, en þetta er of áberandi. Á andartaki varð ég sannfærð, ekki vottur af efa í mínum kolli; það er verið að ræna okkur. Strákurinn hafði þagnað, byssunni var enn beint að honum en það þurfti rétt að hnika henni til að hún beindist að Herði eða mér. Nú voru góð ráð meira en dýr, mér sýndust þau ófáanleg. Aftursæti í volkswagen er fullkomin gildra. Ég vogaði mér ekki að tala á íslensku við Hörð, enda virtist ekki um margt að ræða. Ég velti fyrir mér hvert í veröldinni þeir ætluðu með okkur og sá í anda eyðilegar malamámur langt fyrir utan borgina. Eg hélt ekki að þeir myndu drepa okkur. Svei mér, það væri of langt gengið. Bílstjórinn vinsamlegi fékk nýja hug- mynd. Hann hafði, sagði hann, í rauninni enga trú á að við værum í vitorði með stráknum en formsins vegna yrði að leita að kókaíni hjá okkur. Hvort við ættum ekki að spara okkur tíma og leita bara núna í töskunni hans Harðar? Við tókum þessari hugmynd ekki fagnandi en ruddinn greip töskuna fegins hendi og sneri nú fram og baki í okkur meðan hann gramsaði í tösk- unni. Við heyrðum rennilásnum lokað og bílstjórinn renndi að gangstéttinni og sagði við okkur með breiðu brosi um leið og hann rétti Herði töskuna: Það var eins og mig grunaði, ekkert kókaín, ykkur er fijálst að fara. í þeim töluðum orðum opnuðust bíl- dyrnar og við stóðum snögglega á stétt- inni, sloppin. Sólin skein enn á heiðum himni og við gættum í töskuna. Engir peningar, engin kreditkort. Vegabréfin voru þar, flugfarmið- arnir, myndavélin og kvikmyndavélin; það fannst okkur meira en lítið einkennilegt. Bara kvikmyndavélin er tvisvar sinnum verðmætari en það sem þeir tóku. En hring- urinn minn sem við keyptum í Brasilíu, spurði ég. Hann var á sínum stað. Það glaðn- aði yfir mér, víst var þetta bölvað en ekki hábölvað. Auk þess hafði ég einn dollara í vasanum sem þeim hafði yfirsést. Þá var að finna hvar við værum stödd. Miðað við götuheitin á næsta horni vorum við greini- lega dottin út af litla miðbæjarkortinu. Við völdum breiðustu götu sem við fundum og gengum í þá átt sem Hörður taldi líkleg- asta. Við römbuðum á hótelið og ég var heldur vandræðaleg þegar ég sagði stúlk- unni í afgreiðslunni að við hefðum verið rænd. Það tekur mann skiýtilega á taugum að hafa engu ráðið um framvindu mála, maður skammast sín fyrir að vera fórnar- lamb. Það tók okkur dijúgan tíma að hrista þessa tilfinningu af okkur. í Perú er sérstök deild innan lögreglunn- ar sem sinnir eingöngu ferðamönnum, tour- isma poliza. Það mættu tveir á stundinni og þeir voru einstaklega þægilegir og elsku- legir. Þeir tóku afar nærri sér að við skyld- um hafa verið nörruð með lögregluskírteini en þó við skoðuðum þeirra skírteini gaum- gæfilega gátum við ekki fullyrt að hin hefðu verið eins, en áþekk voru þau. Þeir vildu sjá hvar þetta hefði skeð og af því þessi deild innan lögreglunnar er bíllaus trömpuð- um við aftur af stað. Eftir þá vettvangsrann- sókn fórum við í strætó, þá í röska göngu og höfnuðum á lögreglustöð. Þar var skýrsl- an skrifuð og það kom að spumingunni sem ég hafði kviðið allan tímann. Tókstu eftir númerinu á bílnum? Ég var miður mín af skömm. Nei, ég gerði það ekki. Þeir sögðu mér að í rauninni gerði það enginn, það væri bara í bíómyndum sem fólk hefði rænu á því. En ég gat ekki fýrirgefið sjálfri mér aulaskapinn og það var ekki fyrr en þremur dögum seinna í Cuzco að ég gat hlegið að þessu. Yið fengum far heim á hótelið með Rústir síðan á 16. öld í nágrenni Cuzco. vaktinni sem var að ljúka störfum. Þeir notast við afgamlan rútubíl sem þurfti að ýta í gang. Það gerði vaktin sem var að mæta. Á hótelinu beið okkar Alejandra. Klukkan var rúmlega tvö og morgunhressingargang- an okkar hafði staðið fimm tíma. Ég játa fúslega að mér hafði orðið hugsað til kon- íaksflöskunnar í hótelherberginu okkar. Það var afar freistandi tilhugsun að fleygja sér aðeins upp við dogg í rúminu og súpa á koníaki áður en næsta vers tæki við; að stoppa notkun á kreditkortunum. Það var rafmagnslaust á hótelinu. Afslöppunarhug- myndin fauk út í veður og vind, ég geng ekki upp á 12. hæð fyrir koníaksglas; það eru takmörk. Alejandra hafði komið ásamt bílstjóra til að fara með okkur í skoðunarferð um Lima. Ég sagði henni hvernig mál stæðu og við þyrftum frekar að snúa okkur að því að stoppa kortin. Alejandra sagði að það væri rafmagn í hverfinu þar sem hún byggi og bauð okkur heim, þar gætum við hringt og hvort við vildum ekki borða? Við þáðum það með þökkum. Við hittum eiginmann henn- ar, börnin tvö og barnfóstruna, símaskráin var dregin fram og við fórum að hringja. Það mætti ætla að það væri einfalt mál að hringja á svo sem tvo staði. En t.d. var laugardagur og skrifstofur lokaðar. Þegar náðist í menn heima gat enginn sent telex til New York né Reykjavíkur af því það var rafmagnslaust. Við gætum ekki fengið bráðabirgðakort strax nema að við vissum númerið á kortinu sem var stolið. Það mund- um við ekki og með kortunum fóru allar greiðslukvittanir sem sýndu númerið. Við ákváðum að borða. Snögglega datt Herði í hug flugmiðinn, hann var greiddur með korti og númerið var á honum. Og ég fór að íhuga hvort ekki væri best að taka þetta mál íslands megin frá. Hringja heim og fá einhvem til að ganga í málið. Við vildum ekki hrella fjölskylduna með fréttunum og urðum sammála um að Edda vinkona myndi gera þetta fljótt og vel án þess að fara á taugum. Það gekk eftir. Þá var bara að koma sér á mástercard-skrifstofuna í Lima til að fylla út pappíra fyrir nýju korti. Þægi- legur starfsmaður þar hafði fallist á að opna skristofuna til að sinna þessum útlend- ingum. Það var rafmagnslaust hjá honum, við röltum upp á 7. hæð. Okkur var lofað nýju korti eftir tvo daga, þegar við kæmum' aftur frá Cuzco. Alejandra fór með okkur heim á hótelið, ég hef sjaldan verið þakklát- ari nokkurri manneskju, það munaði miklu að eiga hana að. Það var ennþá rafmagnslaust og engar lyftur í gangi. Við litum hvort á annað og drógumst svo í áttina að stiganum. Við höfðum það upp á 12. hæð og ég hrundi niður á rúmið. Það voru ríflega ellefu tímar síðan við lögðum héðan af stað í morgun- verð. _. Cuzco Það er siður í Cuzco að gefa ferðamanni kókate þegar hann kemur. Þetta er bragð- lausasta jurtate sem ég hef smakkað en það er talið hjálpa líkamanum að venjast loft- lagsbreytingunni en Cuzco er í rúmlega 2000 m hæð. Aðkomufólki er ráðlagt reyna ekki á sig, ganga hægt og taka lífinu með ró. Þetta er um hundrað þúsund manna borg, liggur í kvos og byggingar lágar. Mér leist vel á mig þarna. Mér var sagt að borg- in hefði verið endurbyggð eftir mikla jarð- skjálfta um 1500 og þá í líki púmadýrsins. Hótelið okkar var í rófunni, aðaltorgið er í hjartastað og höfuðið geymir miklar og merkilegar rústir í útjaðri borgarinnar. Hót- el Savoy stóð hvorki undir nafni né stjörn- um. Það er kalt þarna í Andesfjöllum að næturlagi og það var enginn hiti í herberg- inu. Ég svaf í öllum fötum og vaknaði skjálf- andi um miðja nótt og fór í frakkann líka. Samt sem áður vorum við harðánægð sem gestir á þessu hóteli. Við vorum þegar búin að borga gistingu og morgunmat, en okkar dollari myndi ekki duga fyrir öðrum mál- tíðurn. Okkur leist ekki vel á að vera matar- laus í tvo daga. Ég leitaði uppi einhvers konar hæstráðanda á hótelinu og fann fram- kvæmdastjórann. Ég sagði mínar farir ekki sléttar frá Lima og spurði hvort við gætum komist í reikning. Það fannst henni ekki fráleitt en svo allt væri satt og rétt sagði ég henni að það gæti brugðist að við fengj- um bráðabirgðakort áður en við færum frá Perú. Það mætti þá alltaf rukka okkur til íslands, sagði hún. Ég færði mig upp á skaftið og kvartaði yfír því að ég hefði ekki svo mikið sem keypt póstkort í þessu landi og hvort ég hugsanlega gæti komist í reikn- ing í minjagripaversluninni á hótelinu. Það fannst henni ekki óhugsandi. Og eftir bros á báða bóga var þetta fastmælum bundið. Annan daginn í Cuzco lögðum við árla af stað til Machu Picchu. Við fórum með lest sem eingöngu er ætluð ferðamönnum og er því mun betri en innfæddir ferðast með. Samt var það svo að eitthvað bilaði rétt við brautarstöðina og ekkert gerðist næstu tvær stundirnar. Þarna við járnbrautarstöðina er íbúðarhverfi og trúlega með þeim verri ef marka má almennu regluna í heiminum. Okkur sýndist að hvorki væri þar vatn né rafmagn og sjónvarpsspírurnar upp úr þak- inu voru ekki sjáanlegar. Við höfðum ekk- ert annað að gera en góna út um gluggann og við sáum krakkana fara á kreik; svo sem tveggja ára gutti kom berrassaður út á hlað og andartaki síðar var honum kippt inn fyrir. Það leið ekki á löngu þar til krakka- stóðið var fullklætt og komið út og mæðurn- ar komnar út með kústinn að sópa. Ég hafði lesið að sóðaskapur væri viðloðandi í S-Ameríku. Ég verð að segja að á einum eftirmiðdegi á Manhattan í New York sá ég meiri eymd og skít en á hálfum mánuði í S-Ameríku. Lestin silaðist af stað, við giskuðum á að hún færi með 40 km hraða á klukku- stund. Það var stoppað á leiðinni og þar voru indjánarnir að selja sína vöru. Þar var aldeilis atgangurinn. Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að líta á vöruna því þá var seljandinn mættur og ég í vondum málum með minn eina dollara. Til sölu voru hand- ofin teppi, pijónavörur úr lamaull, brúður af ýmsu tagi, skartgripir úr silfri, reyrflaut- ur litlar og stórar, skreyttar og óskreyttar. Handunnið, fallegt. Ég var voða sár út í ræningjana í Lima. Þegar lestin var komin á leiðarenda biðu okkar litlir rútubílar og áfram var haldið upp í fjöllin, vegurinn mjór og brattur og minnti á gömlu Kamba- leiðina, ótölulegar u-beygjur; samt fjórum sinnum lengri leið. Þá vorum við komin í tæplega 3000 m hæð og göngutúrinn hófst til rústanna. Machu Picchu fannst árið 1911 og ummerki gefa til kynna að Spánveijar hafi aldrei komið þar, svo heillegar eru rúst- irnar. Þar eru tröppur, að sjálfsögðu, hof, hallir, turnar, brunnar, og fræg sólskífa. Eiginlega er það ólýsanleg tilfinriing sem vaknar þegar mörg hundruð ára gömul mannvirki eru skpðuð. Sumir finna skyld- leika, aðrir hitt. Ég verð alltaf jafn hissa. Inkarnir rúnnuðu hornin á steinunum í öllum hleðslum, það kemst ekki pappírsblað á milli í hornunum. Þeir notuðu eitt verkfæri og vatn, þeir höfðu ekki þræla en þjóðin leit svo á að það væri heiður að taka þátt í verkinu. Ein heimsókn, einn dagur er allt- of stuttur tími til að grípa nema brot af því sem blasir við augum. Þetta brot getur samt sem áður orðið endingargott. Sumir voru þreyttir þegar þeir fengu sér sæti í rútunni þegar við snerum til baka. Það mátti heyra púst, andvörp og stunur. Lítill drengur, tíu tólf ára, klæddur gulum stakki veifaði okkur og rak upp siguróp. Á fyrstu beygju stóð hann veifandi og hróp- andi og á hverri beygju eftir það. Hann fór niður fjallshlíðina beint af augum og beið okkar síðast við lestina. Þar rétti hann út höndina eftir sínum launum og fékk hjá okkur dollarann, okkur fannst hann hafa unnið fyrir því. Lestin okkar sniglaðist af stað en þegar við vorum á leið eftir Uru- bamba-dalnum, meðfram Urubamba-ánni, varð snögglega stóra stopp. Ég stakk höfð- inu út um gluggann og rýndi út í rökkrið. Það er maður að klifra upp í staur, fræddi ég Hörð. Hann er sjálfsagt að hringja, svar- aði Hörður. Við dæstum, nú yrði bið. Tveim- ur tímum seinna hreyfðumst við á ný. Ég fékk aldrei skýringu á því hvers vegna lest- in fór ekki á brautarstöðina en þess í stað vorum við selflutt í rútu, gamla og góða, sem kom okkur á endanum heim á hótel, í ísskápinn. Tíu tíma áætluð ferð varð sextán tímar en ég ákvað að koma við í minjagripa- versluninni og athuga mína úttekt. Það var í góðu lagi, mér var boðið inn fyrir búðar- borðið svo ég gæti betur valið það sem ég vildi. Ég var venju fremur líflaus á flugvellinum næsta morgun en þegar vélin sem átti að fljúga til Lima klukkan átta var enn ókom- in klukkan ellefu neyddumst við til að kynna okkur málið. Við athugun rann upp fyrir okkur að þetta var eina flugstöðin sem við höfðum séð án klukku. Engar töflur heldur sem sýndu brottför eða komu flugvéla. Sal- urinn er lítill, fernar útgöngudyr, og hvorki brá fyrir flugvél á lofti eða láði. Eftir að hafa rætt við ýmsa spænskumælandi fánn ég út að okkar flugfélag hafði fellt niður ferðir þann daginn. En vél frá Aero Perú, reyndar tvær, færi eftir hálftíma, ef ég væri snögg gæti ég breytt flugmiðanum. Nú er ferðamönnum tekinn vari fyrir að ganga hratt í þunna loftinu í þessari hæð, en það var ekkert val. Ég hljóp enda á milli í þessari flugstöð, skreið undir afgreiðslu- borð og varð næstum að þerriblaði þegar ég lokaðist bak við hurð í troðningnum. Það voru fleiri að breyta miða en ég. Ég kom móð og másandi til baka og þegar Hörður spurði frétta kom í Ijós að ég gat ekki tal- að. Hjartað hamaðist og var á hraðri leið ég veit ekki hvert. Vélarnar voru tvær og biðraðirnar tvær, við tókum okkur stöðu í annarri. Ég hélt ég ætlaði aldrei að jafna mig en þegar við höfðum verið um tuttugu mínútur á flugi teygði ég mig eftir bókinni minni og tilveran var orðin þægileg á ný. Ég sá útundan mér að flugþjónninn og freyj- urnar hurfu öll fram í flugstjórnarklefann. Fundur, hugsaði ég, og las áfram en ekki lengi því flugstjórinn lét í sér heyra: Góðir farþegar, nú snúum við aftur til Cuzco og reynum nauðlendingu. Ég lét bókina síga og það var farið að síga í mig. Hvers konar ófriður er þetta, sagði ég'gröm.'og af hveiju má ekki nauð- lenda í Lima, við erum hálfnuð þangað? LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. JÚLÍ 1991 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.