Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1991, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1991, Page 12
a Chevrolet Astro - mikið fyrir mikið Hliðarhurð að aftan er aðeins hægra megin og er það rennihurð. í dag skoðum við enn einn ferðabílinn eða stórfjölskyldubílinn. Er það Chevro- let Astro en það er Jötunn við Höfða- bakka í Reykjavík sem flytur hann inn eins og aðra bíla frá GM í Bandaríkjun- um. Astro er allstór bíll, getur tekið allt að 8 manns, er með sítengdu al- drifi og aflmikilli 4,3 lítra vél. Þetta er vel búinn bíll sem henta myndi vel til ferðalaga og jafnvel utan alfaraleiða en þó með ákveðnum takmörkunum. Astro er hins vegar alldýr, kostar um 3,5 milljónir króna, og slær því seint sölumet hérlendis en hann hefur náð miklum vinsældum í heimalandinu. Astro er einnig fáanlegur með eindrifi en hér verður aðallega boðin aldrifs- gerðin og hefur einn slíkur þegar verið seldur. Stílhreinn Astro er nokkuð stílhreinn og laglegur bíll. Hann er með hefðbundnu sendibíl- slagi, vélarhúsið er stutt og hallar örlítið og enn meiri halli er á framrúðu sem ger- ir hann straumlínulagaðan. Stuðarar eru fremur fíniegir, gluggamir allstórir og hlið- arhurðin, sem aðeins er hægra megin, er rennihurð. Afturhurðin opnast til hliðar. Bíllinn er til í tveimur lengdum, 4,67 metr- ar og 4,42 metrar en hjólhafíð í báðum gerðunum er það sama eða 2,78 metrar. Það er nokkuð langt og því stuttir endar fram og aftur fyrir öxla nema á lengri gerðinni þar sem lengingin kemur öll að aftan. Önnur helstu mál eru: Breidd er 1,92 m, hæð 1,84 m, þyngd rétt innan við 2 tonn og burðargetan 925 kg. Bensíntankur tekur 120 lítra. Vélin er 4,3 Iítra, V6 og 160 hestafla með rafstýrðri beinni innsp- rautun. Bíllinn er búinn aflstýri, veltistýri, rafdrifnum rúðuvindum og hurðalæsingum nema á hliðargluggum afturí, hemlalæsi- vöm, hraðastillingu og fjögurra þrepa sjálf- skiptingu. Búinn sem fólksbíll Með þessum búnaði og nokkuð íburða- mikilli innréttingu gefur Astro ekkert eftir vel búnum fólksbíl hvort heldur er hið innra eða ytra. Framstólarnir tveir eru hábaks- stólar, með góðum hliðarstuðningi og vel stillanlegir. Gott er að ná til allra tækja og mælaborðið er stafrænt eða tölritað og skemmtilega frágengið eins og á Blazer jeppanum. Gírstöng er í stýri og hefði mátt vera liprari og sennilega betur komin í gólfí. Annars er gott að höndla bílinn á allan hátt og óhætt er að segja að þetta sé með skemmtilegri bílum sem hér hafa verið kynntir. Á það bæði við um sjálfan aksturinn og alla meðferð. Fyrirkomulagið afturí getur verið með ýmsu móti. Hægt er að hafa bílinn sex manna, þ.e. eingöngu með hábaksstólum, sömu gerðar og framstólarnir. Bíllinn sem var prófaður var með einum þriggja manna bekk aftur í en hægt er að hafa tvo slíka bekki þar og er hann þá orðinn átta manna. Þegar aðeins einn bekkur er afturi er far- angursrýmið yfírdrifið en minnkar til muna ef bekkirnir eru tveir. Þessir bekkir eru þægilegastir fyrir tvo, þ.e. miðjusætið hef- ur ekki eins góðan bakstuðning og enda- sætin og því væri bíllinn ef til vill lang skemmtilegastur með sex hábaksstólum og þannig væri léttara yfir honum að inn- an og hann rýmri á allan hátt. En þessir möguleikar bjóða upp á fjölbreytta notkun og svara ólíkum þörfum notenda. Chevrolet Astro - ferðabíll fyrir fimm til átta manns. Astro er með nokkuð hefðbundnu sendibílslagi. Astro er með sítengdu aldrifi. nýtur sín vel góð sjálfstæð framfjöðrun og mjúk afturfjöðrun einnig. Astro er því kjör- inn ferðabíll og hægt er einnig að leggja á ijallvegi utan alfaraleiða á slíkum bíl. Það er þó háð vissum takmörkunum því hjólhafið er nokkuð langt og ekki er mjög hátt undir bílinn og ökumenn ættu heldur ekki að tefla á tæpasta vað á honum. Þetta er líka of dýr bíll til að fara með í áhættu í íslenskum ám. Staðgreiðsluverð Chevrolet Astro er kr. 3.436.000. Sé lánað í bílnum er verðið nærri 3,6 milljónir og við verðið bætist síð- an ryðvörn og skráning sem er um 38 þúsund krónur. Þetta er mikið verð en fyr- ir það fæst líka mikið. Það er síðan spurn- ing um hversu mikið menn vilja eða þurfa að leggja í bílakaup. jt Morgunblaðið/Ami Sæberg Sætin eru góð og mæla- borð er skemmtilega út- fært. Nýtur sín vel á þjóðvegi Sem fyrr segir er Chevrolet Astro búinn kraftmikilli sex strokka vél. Hún sparar ekki aflið og er bíllinn viljugur í meira lagi. Uti á vegi er hann snöggur að bæta við þegar skjótast þarf framúr og í bænum getur hann verið röskur og lipur. Eftirtekt- arvert er hve vélin er hljóðlát og skipting- in þýð og með þessu sérstaka Chevrolet hljóði. Þar sem tækifæri er til má láta Astro spretta vel úr spori langt upp fyrir hám- arkshraða og væri sennilega skemmtileg- ast að ferðast á honum í Þýskalandi. Þjóð- vegaakstur er auðveldur á Astro og ekki finnst mikið fyrir hinum venjulega ferða- hraða á íslenskum vegum. Á malarvegi Danskur rafbíll kominn á göturnar Danski smábíllinn El-Jet kostar þar í landi sem svarar 680 þúsund íslenskum krónum. Danska fyrirlækið KEWET-industri í Hadsund á Jótlandi hóf nýlega fram- leiðslu á rafbíl og mun á næsta ári einn- ig bjóða hann með bensínvél. Bílarnir heita El-Jet og City-Jet og eru eingöngu hugsaðir til innanbæjaraksturs enda bera þeir ekki nema tvo menn eða einn Innrétting er einföld. fullorðinn og tvö börn. Rafbíllinn, El- Jet, kostar í Danmörku tæpar 680 þús- und krónur. Knud Erik Westergárd eigandi KEWET- industri hefur undirbúið þessa framleiðslu með nokkurri leynd síðustu tvö árin en á liðnu hausti var helstu prófunum og athug- unum lokið og leyfi fengin til framleiðslunn- ar. Nú í sumar er bíllinn að koma á dansk- an markað og mun útflutningur ráðast af móttökunum heima fyrir. El-Jet er knúinn 7 hestafla rafmótor frá Bosch og er bíllinn afturdrifinn. Hámarkshraði er 70 km og bíllinn vegur 750 kg. Hann er 2,44 m lang- ur, 1,42 m breiður og 1,43 m hár. Danska bílablaðið Auto segir að fjögurra gíra kass- inn gefi bílnum furðu gott viðbragð. BensínbíIIinn sem væntanlegur er á næsta ári er með 16 hestafla, 500 rúmsentimetra vél sem Honda smíðar en hann vegur að- eins tæp 400 kg. Hámarkshraði hans er sagður verða 110 km á klukkustund og gert er ráð fyrir að hann eyði innan við fjór- um lítrum á hundraðið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.