Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1991, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1991, Side 2
Einfaldleiki, lífsgleði og fögnuður yíir að vera til Aldarminning Björgvins Guðmundssonar tónskálds. að var óskastund örlaganna þegar drengur fæddist á Rjúpnafelli í Vopnafirði, á hljóðfæris- lausu heimili fyrir huridrað árum, 26. apríl 1891, Björgvin Guðmundsson, mikilvirkasta tónskáld, sem ísland enn hefir eignazt. Verka- listi hans sýnir töluvert á sjötta hundrað tónsmíðar í smærri og stærri formum. Þar á meðal eru fimm fjölkafla óratórísk tón- verk, Til komi þitt ríki, Örlagagáta, Streng- leikar, Friður á jörðu og Alþingishátíðarkant- atan 1930. Bnginn vafi er á því, að Björgvin hefír ritað kórstíl, sem er hvort tveggja í senn, alþýðlegur og mikilfenglegur. Honum reyn- ist auðvelt að gegnfæra stef með skipulegri hermiröddun, skapa þannig fjölbreytni innan einingar, stuðla kórbálk þannig, að hver inn- koma raddar verði að viðburði, sem eftir er tekið. Nokkur lög Björgvins hafa náð miklum vinsældum. Nefna mætti í rökkurró, Heyrið vella á heiðum hveri, Kvöldbæn, Þei-þei og ró-ró, Á Finnaijallsins auðn, Sólin ei hverf- ur, Land míns föður. Það dylst eigi, að hann býr yfir sterkri lagæð, mikilli hugkvæmni í mótun laglínu. Sérhver ljóðatexti verður í höndum hans syngjandi. Grunntónn er stundum angurvær í lýrískri viðkvæmni sinni í smærri formum, hnarreistur og mikilúðleg- ur í epískri framsetningu stærri forma. Sérhver maður verður að byggja á þeim grunni, sem þjóð hans lætur honum í té. Sé mið tekið af því hve stutt er tónmmenntaleg þroska- saga landsins (fyrst um miðja 19. öld er farið að ná saman fjórradda lagi), þá er tilkoma Björgvins stór- viðburður. Enginn á undan honum hafði ritað jafn-til- þrifamikinn kórstíl sem hann. Hljómbúnaður hans er sumpart í rauninni eðlilegt framhald af fyrstu tilraun- um bræðranna Jónasar og Helga Helgasonar, fram- hald, en um leið framför. Hljómtak (harmonik) er að vísu lítt frábrugðið, en öll úrvinnsla tekur stakka- skiptum í margslunginni raddfleygun. Til verður pó- lýfón tónbálkur (sats). Að vísú má finna annmarka á raddfærslu og svokallað sjálfgengi radda, en það er í sjálfu sér ekki tiltökumál, þegar tillit er tekið til for- sögunnar, þeim óræktaða akri, sem landnemanum var búinn. Eitt var það, sem Björgvin Björgvin Guðmundsson, tónskáld, f. 26. apríl 1891. Hann samdi fyrsta íslenska söngleikinn, Skrúðsbóndann. Eftir H ALLGRIM HELGASON öðrum fremur bar fyrir bijósti. Það var tón menntaleg þróunarbraut landsmanna. Hann skildi það manna bezt, að ekki er hægt að gróðursetja risafurur innan um dvergbirki. Músík verður að fá tíma til að skjóta rótum, vaxa og dafna, eins og gróður náttúrunnar. Sannfæring hans var sú, að með stofnun Ríkisútvarpsins 1930 hefði verið farið alltof geyst í því að demba af grammófónplötum torskildum orkestur-tónsmíðum yfír land, sem enga reynslu hafði í þjálfaðri hlustun þar sem til var aðeins einn ófullkominn hljóð- færaflokkur áhugamanna og engir innlendir höfundar hljómsveitar-verka. Aðgengileg kórmúsík hæfði betur óþroskuðum eyrum, svo og einsöngur. Rithöfundar síðari tíma hafa staðfest, að gagnrýni Björgvins var á rökum reist (Stefán Jónsson, Vésteinn Lúð- víksson). Alþýða manna aðhylltist ekki hljómplötudagskrá svonefndrar æðri tónlist- ar. Gagnrýni er nauðsynleg sérhveiju samfé- lagi. Hún kemur hreyfingu á hlutina. Án hennar getur orðið hætta á óbreyttri stöðn- un. Þetta kemur einna skýrast fram í ádeilu- riti Björgvins: Opið bréf til tónlistardeildar útvarpsins vegna óþjóðhollra starfshátta. Hér birtist höfundur sem einlægur talsmaður íslands lags. Hann vildi hag þess sem mest- an og beztan. íslenskir tónar höfða sérstak- lega til íbúa lands, vekja eftirtekt þeirra og oft aðdáun. Það, sem hjarta er næst, er hlust- um kærst. Að ýmsu leyti eru þeir sambærilegir, Step- han G. Stephansson og Björgvin. Báðir voru opinskáir og djarfir baráttumenn, báðir voru skóiagöngulausir drengir úr almúgastétt, báðir stórtækir menn og hreinskiptnir, báðir höfðu verið kanadískir landnemar. Munurinn er hinsvegar sá, að Stephan yrkir á tungu, sem þjónað hafði ljóðlist í þúsund ár, en Björgvin á máli tóna, sem allra fæstir vissu nokkur veruleg deili á og reynsluvitund þeirra því naum. Stórbrotin kórform Björgvins gnæfa hátt upp úr flatneskju múskík-landslagsins og mæta því talsverðri viðtökutregðu, einkum sunnanlands, og gera jafnvel enn. Valda því ýmsir flokkadrættir og skoðanamyndun, er frekar mótast af mati á persónu höfundar en málefninu sjálfu. í íslenzku fámenni vinn- ur slík afstaða oft gegn þjóðarhag, því að kórsöngvar Björgvins eru vænlegir til nota- gildis fyrir útbreiddan alþýðusöng. Ef hægt er að tala um alþýðutónlist, sem í dag er mjög misskilið og mistúlkað hugtak, þá er hún runnin af þessum rótum. Hjá umboðs- mönnum íslenzkra menningarmála hefir þessum skilningi ekki enn verið til að dreifa. Viðkvæði gegn músík Björgvins hefir ver- ið og er enn, að hér sé framleitt gamalt vín að vísu á nýlegum belgjum, en samt tölu- vert ofgeijað, frá 19. öld. Þess konar frávís- un vitnar um þekkingarskort á venjulegum þróunarlögmálum annarsvegar og hinsvegar um yfirborðslegan snobbisma, sem telur allt nýtt vera eftirsóknarvert, án tillits til gæða- legs innihalds. Ef annars ætti að skyggnast um eftir sögulegu afturhvarfi, þá væri í raun réttara að benda á eftirstraum barokktíma 18. ald- ar, rokókó-tímann. Skyldleiki við Hándel hefir oft verið nefndur, en í ljós kemur, að sumar tónsmíðar Björgvins eiga þó nokkuð sameiginlegt með bernskuverkum Mozarts, sem yfirvann rokókó-tímann furðu-fljótt. Áhrif frá öðrum höfundum ganga ljósum logum í sögunni, líka hérlendis (Adolf Jen- sen, Grieg, Max Reger, Brahms). Sé beinlín- is um stælingu að ræða, þá væri sízt verra að stæla Hándel en Schönberg. Hándel náði jafnan fram laglínu, melódíu, sem Schönberg mistókst að finna, það var hans veikleiki. Melódía Hándels sýnir þá rás, sem gjarnan verður fyrirfram ráðin. Mánn grunar jafnóð- um, hvaða tónn, hvaða hljómur muni koma næst, hver af öðrum. Maður fer þá á mis við þá ánægju að mæta óvæntu augnabliki, allt er fyrirfram ákveðið, slétt og felit í sín- um ofurbjarta einfaldleik. Þessi einfaldleiki er einnig kennimerki Björgvins. Hann semur músík sína af lífs- gleði, af fögnuði yfir að vera til. Hann velt- ir engum vandamálum, bara tjáir sjálfan sig' af fullkomnu hispursleysi, alveg eins og hann gerir í rituðu máli sínu, enda var mað- urinn sérstaklega vel ritfær og allra manna orðheppnastur í viðræðu. Svo sem sönnum listamanni sæmir, þá varðveitir hann ávallt bamið í sjálfum sér, eins og gerðu Mozart, Bruckner og Schubert. Sé litið á sögulegar forsendur við fábreytt- ar aðstæður, þá skýrist bezt, hvílíku grettis- taki Björgvin lyfti. Hann var málsvari þeirr- ar stefnu, að íslenzk músík væri sálarnæring fyrir íslenzka hlustendur. Þess vegna ætti hún að skipa háan sess í þjóðlífinu, fá ríku- legan tíma í dagskrá útvarps, veglegt rúm á efnisskrá konserta, vera mikið iðkuð á heimili og í skóla. Allar þessar kröfur eiga enn rétt á sér, eins og fyrir 50-60 árum, er Björgvin sneri heim frá Kanada, 1931, eftir tuttugu ára útivist, þá fertugur. Hann skynjaði þá strax og skildi, að músíklíf þjóðar verður að hvíla á traustum grunni alþýðlegrar þátttöku, al- mennrar söngiðkunar. Þetta er meginstef æviverks hans, sem fyrst og fremst er raddsöngur. Hann samdi íslands lag 1914, hvetjandi óð til ættjarðar- innar, sem sennilega væri orðinn þjóðsöng- ur, ef ekki hefði verið um textaþýðingu að ræða. Hrifning og hugmóður birtast hér, eins og í mörgum beztu lögum og kórsöngv- um höfundar, listamannssál brautryðjand- ans, sem fyrstur allra íslendinga samfléttaði söngraddir í stærra formi en áður hafði þekkzt, faðir íslenzkrar fjölröddunar í jafn- ræðisanda þess byggingarlögmáls, sem get- ur gert lítið stef að stóru verki. Höfundur er tónskáld. HRAFN JÖKULSSON nútíma hagyrð- ingur þú hefur hlustað á skrjáfið í kjarrinu tístið í fuglunum í garðinum hjal lækjarins nið hafsins og lágt muldur þrumunnar já þú hefur lagt við hlustir vandlega og af einurð sett í brúnir hlustað eftir hvískrinu eftir masi golunnar á leið til þagnarinnar hlustað eftjr þögninni hljóðlega og án þess að heyra! vígorð böðulsins rímorð dansmeyjanna lausnarorð ungu guðanna - veraldir þeisa hjá og þú hlustar eftir haldbestu þögninni Auglýsing frá Láru miðli (Þögla gleymska!) Af gulnuðum blöðum stauta miggegnum máða stafi: í kvöld vappa Abyssíníumenn um betri stofuna íhúsi við Fisc- hersund Sæfinnur með sextán skó hellir úr skálum reiði sinnar og.höfundur Njálu les úr verk- um sínum Þögla gleymska! Allar þessar löngu gleymdu minningar þessir mosagrónu legsteinar í kvöld vakna vonir í deyjandi hjörtum í Fischersundi vonir um endurfundi í túninu heima á annarri og betri stjörnu Þögla gleymska! sem í kvöld öðlast eilíft líf Aðgangseyrir: 1 króna Höfundur er rithöfundur f Reykjavík. Ljóð- ið er úr nýrri Ijóðabók hans, sem heitir „Húsinu fylgdu tveir kettir" og út er kom- in hjá forlaginu Flugum. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.