Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1991, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1991, Blaðsíða 3
T-EgRtW 11S1 Hj ® U 0 d B H ©11Q] B H Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsídan er í tilefni aldarafmælis Muggs, Guðmundar Thorsteins- sonar, listmálara. Myndin heitir „Sjöundi dagur í Paradís", glitpappír og pennateikning. Þótt Muggur gerði þessa mynd árið 1920, er hún í hæsta máta nú- tímaleg og gæti eins verið alveg nýtt listaverk. Það er hluti myndarinnar, sem hér birtist. Af sama tilefni skrifar Bragi Ásgeirsson grein um listamanninn, sem hann nefnir „Anganvangur fjölhæfn- innar“ og vísar til þess, að Muggur var með afbrigðum fjölhæfur og gerði meira en aðrir íslenzkir listamenn á þeim tíma tilraunir með blandaða tækni. Kostagripir Bílaumfjöllun Lesbókar fjallar um tvo vinsæla jeppa, sem teknir voru til kostanna norður á Kjalvegi. Þeir eru Mitsubishi Pajero, nýja gerðin, og Toyota 4Runn- er. Báði'r hafa verið metsölubílar í flokki jeppa, enda eru báðir búnir þeim kostum, sem vel nýtast, hvort sem er á götum Reykj.avíkur eða inni á Kjalvegi. Mannvernd Lestir eru margir og þeir ganga undir mörgum nöfn- um. Höfuðlösturinn, sá sem elur hugsanlega af sér alla aðra lesti, er marghöfða þurs: hann heitir ofmetn- aður, hroki, dramb og yfirgangur.... Svo farast Páli Skúlasyni prófessor orð í merkilegri hugvekju, þar sem hann m.a. gagnrýnir skólakerfið, þar sem hann segir að nemendum sé ekki kennt að hugsa og leggja rækt við tilfinningar sínar. JÓHANN SIGURJÓNSSON Sorg Vei, vei, yfir hinni föllnu horg! Hvar eru þín stræti, þínir turnar, og Ijóshafið, yndi næturinnar? Eins og kórall í djúpum sjó varst þú undir bláum himninum, eins og sylgja úr drifnu silfri hvíldir þú á brjóstum jarðarinnar. Vei, vei! í dimmum brunnum vaka eitursnákar, og nóttin aumkast yfir þínum rústum. Jóreykur lífsins þyrlast til himna, menn í aktygjum, vitstola konur í gylltum kerrum. — GeGð mér salt að eta, svo tungan skorpni ímínum munni og minn harmur þagni. A hvítum hestum hleyptum við upp á bláan himinbogann og lékum að gylltum knöttum; við héngum í faxi myrkursins, þegar það steyptist í gegnum undirdjúpin. Eins og tunglsgeislar sváfum við á bylgjum hafsins. Hvar eru þau fjöll, sem hrynja yfir mína sorg, hálsar, sem skýla minni nekt með dufti? í svartnætti eilífðarinnar flýgur rauður dreki og spýr eitri. Sól eftir sól hrynja í dropatali og fæða nýtt líf og nýja sorg. Jóhann Sigurjónsson (f. 1880, d. 1919) var frá Laxamýri í Suður-Þin- geyjarsýslu, en fór til Kaupmannahafnar eftir að hafa lokið prófi frá Latínuskólanum og nam dýralækningar unz hann sneri sér að ritstörf- um. Eftir hann liggja bæði leikrit og Ijóð. Þegar íslendingar uppgötvuðu hjólið Síðan vélaöld hófst á íslandi í lok síðari heimsstyrjaldar- innar, hefur nýjasta tækni á hveijum tíma átt hug og hjarta landsmanna. Kraft- blökkin og traktorinn mörk- uðu þau tímamót til sjávar og sveita, að loksins þurfti ekki að treysta umfram allt á líkamlegt afl manna. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að síðan hefur landinn verið á samfelldu tækni-fylliríi, sem birtist m.a. í því, að aðeins það nýjasta þykir nógu gott. í háþróuðum iðnaðarlöndum eins og Sviss og Þýzkalandi hefur ég séð að bændur nota ennþá hesta og hestvagna, þó það sé kannski ekki al- mennt. Mér skilst að evrópskir bændur fari sér mun hægar í tæknilegum efnum en íslenzkir kollegar þeirra, sem yfírgáfu bind- ingavélamar eins og hendi væri veifað þegar rúllubaggatæknin varð kunn. Það er tímanna tákn, að hjá alltof mörgum býlum liggja hræ af lítt notuðum vélum, sem hafa orðið að víkja fyrir nýjustu tízku. Bændur eru þó ekki einir um eyðslusemi af þessu tagi. Þó ekki sé langt síðan tölvu- tæknin hélt innréið sína, hefur mýgrút af tölvuskermum og öðru dóti sem tengist þeirri tækni, verið fleygt á haugana. í prentiðnaðin- uni hefur þróunin verið svo hröð, að nýju prentvélarnar, sem kosta milljónir, verða venjulega fremur skammlífar. Ekki vegna þess að þær endist ekki ágætlega, heldur kemur árlega eitthvað nýtt til sögunnar og hvað á að gera þegar keppinautarnir í brans- anum eru komnir með það nýjasta? Þegar litið er aftur í tímann, sést að það er skammt öfganna á milli. I tæknilegu tilliti stóðu landsmenn í stað í margar aldir og raunar langt framá þessa öld. Öll vinnubrögð til sjávar og sveita mótuðust af vanahugsun og fátt var gert til hægðarauka, sem hefði þó verið mögulegt. Úm þessar mundir er þess minnst að öld er liðin frá vígslu Ölfusár- brúar. Það er trúlegt að i samgöngumálum á landi hafi brúin markað meiri tímamót en nokkuð annað þar til bíllinn kemur til sögu. Brúin skapaði skilyrði fyrir hestvagnaöldinni, sem hófst þó ekki að marki fyrr en urn og eftir aldamótin, enda þótt fyrsti hestvagninn kæmi til landsins 1850. Það er til marks um aldarandann þegar brúin var tekin í notkun, að talið var að hún kæmi fyrst og fremst að notum fyrir ríðandi menn og baggahesta. Brúargólfið var kannski eini slétti bletturinn á langri leið og reiðmönnum þótti freistandi að spretta úr spori á brúnni svo í henni glumdi. Þá var hafður brúarvörður og hann vildi ekki að menn riðu svo glannalega yfir brúna, en fékk ekki að gert, unz honum kom í hug ráð sem dugði. Sagði hann vera draug á brúnni og væri vissara að fara að öllu með gát. Það er íhugunarefni, að þegar hér var kom- ið sögu höfðu landsmenn næsta lítil kynni haft af hjólinu, sem sýnir vel hvað þetta þjóð- félag var frumstætt. Rokkhjólið hefur líklega verið eina hjólið sem snerist á hveiju heimili eftir að rokkar komu til sögu. Hjólið - þá líklega sem vagnhjól - er þekkt frá því um 8000 fyrir Krists burð. Þetta grundvallartæki í samgöngum hafði því verið notað meðal menningarþjóða í um það bil 9-10 þúsund ár þegar það loksins barst til íslands. Hest- vagninn hafa hérlendir menn séð á suður- göngum til Róms á Sturlungaöld; hann hefur verið þar sjálfsagður og algengur allt frá mektardögum Rómveija, sem skildu að vegir og samgöngur voru undirstaða þess að halda heimsveldinu saman. Á síðari öldum hefur fjöldi íslenzkra menntamanna kynnst hestvagninum í Kaup- mannahöfn. En hversvegna í ósköpunum líða aldir án þess að einhver beiti sér alvarlega fyrir því að þessi flutninga- og samgöngu- tækni sé tekin upp? Bænarskjölin til kóngsins snerust um ásmundaijárn og snærisspotta, en hvenær var óskað eftir vagnvegum? Menn hafa líklega hugsað sem svo, að án vega væri þýðingarlaust að flytja hestvagna til íslands og ekki séð út úr þeirri vanahugsun, að hér yrði öllum flutningum að lyfta á klakk. Þegar lögin um brú á Ölfusá voru sam- þykkt á Alþingi, voru til svo þröngsýnir menn á þingi, að þeir greiddu atkvæði gegn því að ráðast í brúarbyggingu fyrir 66 þúsund krón- ur, sem Tryggvi Gunnarsson taldi að mundu duga. Þeirra á meðal var Grímur Thomsen, skáld og bóndi á Bessastöðum, miklu forfram- aðri maður en flestir þingmanna og með fer- il að baki í dönsku utanríkisþjónustunni, þar sem honum hefur efalaust oft verið ekið á yfirbyggðum hestvögnum. Þessi afstaða Gríms er óskiljanleg; taldi hann landinu betur borgið án samgangna, éða fannst honum að þeir austansveitamenn gætu bara riðið sín straumvötn eins og löngum áður og óþarft að eyða peningum í að brúa stórfljótin? ^ Fimm ár virðast hafa liðið frá vígslu Ölfus- árbrúar þar til fyrst var farið með hestvagn á milli Reykjavíkur og Suðurlands. Það var seint á jarðskjálftasumrinu 1896. Þá fyrst hélt hjólið innreið sína í þennan landshluta. Þarna var á ferðinni „barnavagninn", sem svo var nefndur vegna þess að á honum voru flutt börn af jarðskjálftasvæðunum til dvalar í Reykjavík. Þá átti svo að heita að ruðningur væri á þessari leið, sém kalla mætti vagnveg. Á þinginu 1897 undraðist Jón Jensson, þing- maður Reykvíki'nga, að austan- eða sunnan- pósturinn skyldi koma með klyfjaða hesta uppá gamla móðinn eftir þessum „bezta vagn- vegi landsins". Vildi hann að landsstjórnin gengi á undan og léti póstana nota vagna „og mætti á þann hátt koma á fragtflutningi". Árið 1904, þegar íslendingar fengu heima- stjórn, má segja að hestvagnaöld hefjist; það sama ár fór sá þekkti vagnasmiður, Kristinn Jónsson á Grettisgötunni, að framleiða sína vagna. Tveimur árum síðar var lagt í stór- virki: Konungsvegurinn lagður með hökum og skóflum til Þingvalla og þaðan austur að Geysi, því von var á Friðriki konungi 8. sumar- ið eftir. Gert var ráð fyrir að kóngur kysi að aka í yfirbyggðum hestvagni, en svo fór að hann vildi heldur fara ríðandi og aðeins ferða- kamarinn var á hjólum í konungsfylgdinni austur að Geysi. Nú sést lítið eftir af konungs- veginum, sem var þó þjóðleið til Geysis og Gullfoss framyfir 1930. Sjálfur ólst ég upp við Konungsveginn og átti á honum mörg spor við mjólkurflutninga á 5. áratugnum. Vel sést hann þó enn, niðurgrafinn mjög, í Efstadalsskógi í Laugardal og í Miðhúsa- hrauni austan við Brúará. Hluti af þessari miklu framkvæmd, sem kostaði stóran hluta fjárlaganna árið 1907, var brú á Brúará þar sem áður hafði verið hinn náttúrulegi stein- bogi. Brúin stendur enn, en orðin aldurhnigin og aðeins ætluð fótgangandi umferð og hest- um. Vagnvegirnir, Konungsvegurinn þar á meðal, urðu flestir til þar sem áður höfðu verið reiðgötur. Þessir vegir, ef vegi skyldi kalla, grófust niður, urðu sumpart farvegir fyrir vatn, sem skolaði á köflum öllu burt nema gijótinu. Þessvegna fylltust þeir líka af snjó í vetrarbyijun og voru ófærir til vors, en illfærir af aur lengi frameftir. Oft var full mikið sett á vagnana svo álagið á vagn- hestunum varð meira en góðu hófi gegndi. Snemma á öldinn var skrifað svo um hest- vagnaflutninga á milli Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar: „Hryllílegt er að sjá hestana, þessa hlíðnu, þögulu þjóna, vera að strita þar fyrir þungum vögnum, hvort heldur er upp eða ofan brekk- una. Meðan vegur þessi er eins og hann er nú, ætti að banna að fara hann með klyfjaða vagna, heldur skipa svo fyrir að þeir séu fermdir og affermdir uppi á jafnsléttu, þar sem brekkan hættir; það væri fyrirhöfn fyrir mennina, en þeir geta fengið sér aðstoð hver hjá öðrum. Hesturinn er aftur á móti einn síns liðs, mállaus, reyrður aktygjum, en hlíðinn fram í dauðann. En dýraverndunarfélög! Ef þið eruð annað en nafnið tómt, þá skoðið staðinn og bjargið málleysingjunum í aktygjunum. “ Ilöfundurinn hefur ugglaust haft eitthvað til síns máls, en ábending hans um að hlífa hestunum og leggja heldur meira á mennina, minnir á þá sem fyrr meir voru kallaðir hest- sárir og báru jafnvel á sjálfum sér allt hey- band, sem næst var hlöðu. En allt heyrir það til sögunni á aldarafmæli Ölfusárbrúar og ef einhver hefur notið góðs af tæknibylting- unni, þá er það íslenzki hesturinn, sem engin kynni hefur lengur af aktygjum eða dráps- klyfjum og er í raun og veru eins og önnur dýrategund, þegar borið er saman við mynd- ir af hestum fyrr á öldinni. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. SEPTEMBER 1991 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.