Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1991, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1991, Side 4
Til að athuga hvað skynsamlegt er að fella und- ir hugtakið mannvernd er nauðsynlegt að leiða hugann annars vegar að manneskjunni sjálfri, eðli hennar og gerð, hins vegar að umhverfi hennar, þeim skilyrðum sem henni eru búin í Lestir eru margir og þeir ganga undir mörgum nöfnum. Höfuðlösturinn sá sem hugsanlega elur af sér alla aðra lesti, er marghöfða þurs: hann heitir ofmetnaður, hroki, dramb, og yfirgangur og birtist í allskonar dulargervum, læðist að okkur þegar minnst varir og mann órar síst fyrir. EftirPÁL SKÚLASON mannfélaginu. Manneskjan sjálf er við- kvæm, flókin og að vissu marki óútreiknan- leg lífvera sem er sífellt að koma sjálfri sér á óvart með orðum sínum, skoðunum og gerðum. Mannfélagið, sem hún hrærist í, er líka viðkvæmt og flókið fyrirbæri sem virðist þróast og breytast oft á ófyrirsjáan- lega vegu. Þess vegna eru líka fræðin um manneskjuna bæði fjölbreytt og óútreiknan- leg eins og manneskjan sjálf sem þau eru sprottin af og fást við. Þau eru viðleitni manneskjunnar til þekkja sjálfa sig og stöðu sína í heiminum og um leið til að átta sig á eigin þekkingar- og skilningsleit. Þau eru tilraun okkar til að skilja sjálf okkur í vísind- um, listum og leikjum sem og í efna- hagslífi, stjórnmálum, siðferði og trúarlífi. Þau sýna manneskjuna í endalausu basli við að ná fótfestu í heiminum, jafnt verald- legum sem í andlegum efnum, hvernig hún er alla ævina að reyna að koma sér fyrir, afla sér gæða og njóta þeirra. Samt veit manneskjan að hún dvelur hér aðeins skamma hríð, að hún stefnir á vit eilífðar sem hún megnar ekki að hugsa, en reynir þó að gera sér í hugarlund í trúarbrögðum, vísindum og heimspeki. Hér verður aðeins tæpt á fáeinum hug- myndum um manneskjuna sem mér finnst að geti varpað vissu ljósi á þá þætti í fari hennar sem hafa ber í huga þegar rætt er um að vernda hana fyrir þeim öflum sem ógna henni. Manneskjan er lífvera gædd ákveðnum búnaði til að nema boð sem henni berast frá umheiminum og öðrum iífverum og skynja og meta aðstæður sínar. Hún hefur líka eins og aðrar lífverur sinn búnað til að hafa áhrif á umhverfi sitt og breyta því. Áður en lengra er haldið skulum við staldra við þetta tvennt og huga að því hvernig mannvemdin kemur hér við sögu. Þessar tvær hliðar manneskjunnar, sem ég hef nefnt, vísatil tvenns konar afstöðu henn- ar til umhverfisins, sem ég kalla annars vegar huglæga afstöðu, hins vegar verk- læga. í hinni huglægu afstöðu er manneskj- an skynjandi og skoðandi; hún horfir á heim- inn, dáist að honum, óttast hann og hrífst af honum. Náttúran, bæði himnesk ogjarðn- esk, er fyrir manneskjuna ótæmandi upp- spretta andlegra gæða sem við njótum í vísindum, listum og leikjum þar sem mann- eskjan beitir gáfum sínum til að skilja, ímynda sér og nema allt hið merkilega og stórkostlega við heiminn og sjálfa sig. En — og hér kemur mannverndin til sög- unnar — gegn viðleitni manneskjunnar til að skynja og skoða heiminn og sjálfa sig í heiminum og til að aga og.skerpa gáfur sínar í því skyni að nema undur veraldar standa ýmis öfl sem geta spillt leikjum manna, vísindum og listum. Mannverndin felst þá í því að forða manneskjunni frá öllu því sem hindrar hana í skerpa skilning- arvit sín og þroska gáfur sínar til að njóta hinna andlegu gæða. í hinni verklægu afstöðu til heimsins, sem ég kalla svo, er manneskjan ekki bara skoð- andi og skynjandi, heldur áformandi líf sitt og athafnir langt fram í tímann. Hér skipt- ir ímyndunaraflið sköpum sem gerir okkur kleift að setja upp í huganum aðstæður sem eru frábrugðnar því sem áður er þekkt og sem við getum ákveðið að skapa. Manneskj- urnar eru sífellt að umskapa aðstæður sínar með hvers kyns veraldarvafstri; þær bréyta heiminum með því að leggja undir sig nátt- úruna, nýta sér hana til að skapa verðmæti sem að gagni koma í lífsbaráttunni sem er einnig barátta á milli manna um gæði sem eru af skomum skammti. Gegn þessari viðleitni til að áforma mannlífið og gera heiminn byggilegri fyrir manneskjuna vinna öfl sem spilla veraldar- gæðunum. Hér kemur mannverndin til sög- unnar sem viðleitni til að veija manneskjuna fyrir þeim öflum sem bijóta niður heilbrigða viðleitni hennar til að gera heiminn að heim- kynni sínu. Hver eru þessi öfl sem ógna manneskj- unni og standa þroska hennar og sjálfsbjarg- arviðleitni fyrir þrifum? Er þau að finna í manneskjunni sjálfri eða eiga þau kannski fremur rætur sínar í mannfélaginu — eða skyldu þau vera að verki í náttúrunni sjálfri utan bæði manneskjunnar og mannfélags- ins? Áður én við leitum svara við þessum erf- iðu spurningum — en það segir sig sjálft að fáum við engin svör við þeim — er tómt mál að tala um mannvernd — skulum við aftur leiða hugann að manneskjunni sjálfri. Hún er ekki aðeins skynjandi og skapandi, heldur er hún líka hugsandi. Hún veltir því sem hún skynjar fyrir sér. Og hún veltir því líka fyrir sér sem hún hefur gert og á að gera. Hugsunin er það sem gerir okkur mennsk öllu öðru fremur, hún er það sem einkennir okkur sem manneskjur, ekki vegna þess að við séum alltaf að hugsa ein- hveijar merkilegar hugsanir (sem ég held raunar að við séum alltaf að gera), heldur vegna þess að það er í hugsuninni sem vit- und okkar um sjálf okkur og heiminn verð- ur að veruleika. Við erum með sjálfum okk- ur þegar við hugsum, ekki þegar við erum öll í því að skynja eða aðhafast. Þegar við hugsum þrengist skynjun okkar, við verðum stundum annars hugar eins og sagt er, eða utanvið okkur. Á meðan maður hugsar beit- ir maður ekki huganum eingöngu að til- teknu verki. Til að geta hugsað þarf hugur- inn að vera laus undan álagi skynjana og athafna. Til að hugsa þarf manneskjan að læra að staldra við og gera ekki neitt svo að tilfinningar hennar fyrir sjálfri sér, öðrum manneskjum og heiminum, fái að koma fram og einnig langanir hennar. Einungis með því að veita tilfinningum okkar og löngunum eftirtekt og beina huganum að þeim í því skyni að vega þær og meta getum við vænst „Það er afar merkilegt að geta hugsað,1 kannski hið merkilegasta af öllu. Með hugsuninni gerir manneskjan sér grein fyrir sjálfri sér sem greindri frá öllum öðrum manneskjum og öllu öðru íheim- inurn." þess að þroskast og verða sjálfstæðar mann- eskjur sem láta ekki geðshræringar eða blindar hvatir ráða gerðum sínum. Það er afar merkilegt að geta hugsað, kannski hið merkilegasta af öllu. Með hugs- uninni gerir manneskjan sér grein fyrir sjálfri sér sem aðgreindri frá öllum öðrum manneskjum og öllu öðru í heiminum. Þar með verður sú manneskja sem hvert okkar er að ákaflega merkilegu fyrirbæri í augum sjálfrar sín. En um leið vakna líka miklar og þungar áhyggjur sem við losnum aldrei við á meðan við hugsum, áhyggjur af því hvað um okkur verður, meðal annars hvort við lifum líkamsdauðann af, en líka miklu nærtækari og að mínu viti alvarlegri áhyggjuefni (þótt dauðinn sé auðvitað einn- ig eðlilegt áhyggjuefni)1. Áhyggjuefnin, sem ég hef hér í huga, lúta að tengslum okkar við annað fólk, hvernig þeim sé háttað og hvort hver mann- eskja fyrir sig sé alein í þessum stóra og myrka heimi, líkt og nafni minn í frægri sögu2 — eða hvort við deilum raunverulega lífínu og þá hvernig. Gerum við það með því að styðja hvert annað í sameiginlegri lífsbaráttu, eða er lífsbarátta kannski miklu fremur barátta á milli manna, samkeppni þar sem útilokað er að allir vinni og þar sem hinir minnimáttar verða óhjákvæmilega sviptir gæðum lífsins eða hagsmunir þeirra sniðgengnir. Spumingin er hér sú hvernig sambandi fólks og samskiptum sé raunveru- lega varið og hvernig samlíf okkar sé skipu- lagt. Og þá að sjálfsögðu einnig hvort mann- vernd verði við komið og ef svo, þá hvernig. Hér er komið að mannfélaginu sem ég gat um í upphafi að þyrfti einnig að skoða til að átta sig á því sem undir mannvernd fellur. Mannfélagið er hreppurinn, sveitarfé- lagið, ríkið, hið opinbera eða hvað sem við köllum það. í ljósi þess sem ég hef nú rak- ið um manneskjuna, eðli hennar og gerð sem skynjandi, skapandi og hugsandi veru, blas- ir við tilgangur mannfélagsins. Það eru manneskjurnar sem hugsandi verur sem þarfnast þess til að takast á við áhyggju- efni sín, hvernig þeim reiðir af í þessari hörðu veröld, „þar er hver maður getst með synd og Iifír við erfiði og deyr með sár- leik“.3 Það er hugsunin sem gerir manneskj- urnar að félagsverum sem móta stofnanir í því skyni að takast sameiginlega á við það sem ógnar mannlífinu. Hið opinbera, ríkið eða sveitarfélagið, þjónar manneskjunum sem eins konar tryggingarstofnun sem á að koma í veg fyrir að óáran, slys eða ill- menni kippi stoðunum undan lífi fólks. Hið opinbera á að vernda manneskjurnar fyrir öllu því sem ógnar þeim sem skynjandi, skapandi og hugsandi verum. Þar með stendur mannfélagið eða fellur með því sem hið opinbera gerir, hvort það rækir sitt eigin- lega hlutverk eða þjónar annarlegum sér- hagsmunum og brýtur gegn almannahag. Samkvæmt þessu á hið opinbera að búa í haginn fyrir manneskjurnar sem skynj- andi, skapandi og hugsandi verur og grípa til varnaðarráðstafana í hvert sinn sem samlífi fólks er stefnt í voða. Hið opinbera er því í sjálfu sér ekkert annað en tæki til mannverndar. Hitt er engu að síður stað- reynd að hið opinbera, bæði hérlendis og víða um lönd, gegnir misvel eiginlegu hlut- verki sínu, fæst jafnvel við verkefni sem því eru ekki eiginleg eða er skipulega beitt gegn manneskjunum sjálfum sem það á að þjóna. Hver er hugsanleg skýring á þessari óhugnanlegu staðreynd um hið opinbera að í reynd skuli það iðulega gera annað en því er ætlað? Eða að því skuli mistakast að gegna hlutverki sínu? Eða gegna því svo slælega að önnur félög en mannfélagið sjalft reyna að grípa til sinna ráða til vernd- ar manneskjunni, meðal annars til að vernda hana fyrir hinu opinbera? Ég spurði um þetta áðan. Hvar búa öflin sem spilla samskiptum okkar og leggja jafn- vel undir sig bestu og áhrifamestu tækin sem mannfólkið hefur fundið upp til að tre- ysta tilveru sína í heiminum? Er þau að finna í manneskjunni sjálfri, eiga þau rætur í mannfélaginu, eða skyldu þau vera að verki í náttúrunni? Við þessum spurningum kann ég ekkert fullgilt svar, enda held ég að það sé löngu tímabært að við hættum að biðja um endanleg eða tæmandi svör við spurn- ingum okkar. í því að hugsa felst það að vita að hinstu rök eru ekki á valdi manna og tilveran og hugsunin sjálf eru miklu stór- kostlegri en við megnum enn að gera okkur í hugarlund eða munum nokkurn tíma gera. Að hugsa er líka að vita að ef fólk hættir að spyija og leita svara við spurningum sínum, þá glatar allt merkingu sinni og hættir að skipta máli, tilveran verður alger auðn og hugurinn tómur og lífið svo leiðin- legt að fólk á þá ósk heitasta að hafa aldr- ei fæðst. Þó að engin tæmandi eða endanleg svör

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.