Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1991, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1991, Síða 6
Anganvangur fjölhæfninnar að gerist helst í starfsemi Listasafns íslands á nývöktu hausti, að í einum sal þess hefur ver- ið komið fyrir níutíu og þrem verkum eftir Guðmund Thorsteinsson (1891-1924). Guðmundur — eða Muggur, sem hann var Þess er minnst nú að 100 ár eru liðin frá fæðingu Guðmundar Thorsteins- sonar, myndlistarmanns, sem gekk undir nafninu Muggur og lézt löngu fyrir aldur fram árið 1924. Af þessu tilefni efnir Listasafn íslands til yfírlitssýningar á verkum listamannsins, sem var að sönnu barn síns tíma, en skipar alveg sérstakan sess í íslenzkri listasögu. Eins og höfundur greinar- innar segir, var mynd- heimur hans sjálfvakinn og upplifaður og full- komlega laus við allan tilbúning og tilgerð. Sýningin verður opnuð í dag. Eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Muggur ásamt Kristínu Jónsdóttur list- málara. Þau héldu saman sýningu í Barnaskólanum 1915 ogmyndin er tek- in um það leyti. oftast nefndur manna á millum, fæddist inn í vor íslenzkrar myndlistar, er allt var nýtt og ferskt og hver listsýning mikil tíðindi í höfuðborginni, svo að líkja má við mikilshátt- ar heimsfréttir í dag. Það er einhver sérstakur ljómi yfir nafni Muggs og æviskeiði hans, sem á sér vart hliðstæðu í íslenzkri listasögu og má nefna, að ágæt bók Björns Th. Björnssonar um list hans og lífsferil, er gefin var út árið 1960, seldist upp á fáum árum og var endurútgef- in árið 1984. Slíkt er einsdæmi hér á landi og þá einkum á síðari tímum, er lista- verkabækur um framúrskarandi listamenn eru seldar á útsölum fyrir lítinn pening, fáum árum eftir útgáfu þeirra. Þó má einnig vel vera, að ekki hafi tekizt að gera viðkomandi bækur nægilega forvitnilegar. En liðin tíð og seinni tíma þróun vekur til umhugsunar um þá lífskviku íslendinga, sem tíminn um aldaraðir óf sitt ívaf, og var fullmótaður og dýrmætur lífsþroski, sem mótazt hafði við harða lífsbaráttu og erfíð kjör. Höfum við varðyeitt þann meitlaða arf forfeðranna og jafnvel aðeins næstliðinna kynslóða nógu vel, eða er sá dýri arfur á hröðu undanhaldi og þá helzt sé litið til síðustu áratuga og ára? Að sjálfsögðu á ég hér við innri gerð ís- lendinga, margþætt skapferli þeirra og hátt- erni, drengskap, metnað og hörku, sem þeir fengu að erfðum frá forfeðrunum. — Lífsferli Guðmundar Thorsteinssonar má líkja við ævintýri, sem blómstrar í upp- hafi aldar, sem átti eftir að umbreyta lífi íslendinga á þann veg, að hver nýr áratugur markaði gagngerar breytingar lífshátta og menningar. Á tímum slíkra umbyltinga og hraðra menningarlegra skila var mikil ábyrgð Iögð á þær kynslóðir, sem rækta skyldu þann arf, sem ekki mælist í peningum og hag- sæld, heldur margsamsettu hátterni og lynd- iseinkunn, sem eru þó verðmæti sem enginn skyldi vanmeta né gera lítið úr, því að hér er um þjóðarauð að ræða og sérkenni, sem efla sjálfstæði okkar og reisn gagnvart öðr- um þjóðum og þjóðarbrotum. — Vísir að slíkum hugleiðingum kom ósjálfrátt á tölvuskjáinn er ég hóf að rita um Mugg, því að hvar erum við stödd, ef við gleymum arfi forfeðranna? Ég hef lengi haft það í beinu sjónmáli, hvernig fólk á öllum aldri flykkist á sýningar eldri myndlist- ar vítt og breitt um Evrópu, og sé ég þar ekkert kynslóðabil. Verð oftar en ekki að horfa yfir axlir fólks góða stund á sumum listasöfnum og stórsýningum áður en ég kemst í návígi við myndverkin. Þróunin hef- ur orðið alit önnur hér á landi og heil kyn- slóð virðist jafnvel hafa gleymzt, á meðan söfn hampa hinum ungu, en sölulisthús hin- um látnu. Við virðumst lifa í einhverju óskipulögðu tómarúmi á Norður-Atlantshafi, og ekki vera samstiga öðrum Evrópuþjóðum, nema að við sláum þeim við í öfgum ef við fram- kvæmum eitthvað, sem svo kemur niður á heildinni. Hvað skyldu skólarnir upplýsa ungviðið um menn eins og Guðmund Thorsteinsson ogótal aðra íslenzka og norræna myndlistar- menn? Þegar listasaga er kennd í skólum, þá virðast flestir stökkva yfir þennan kafla lista- sögunnar, en hlaupa yfir lækinn með nem- endunum tið að sækja vatn! Listasagan virðist vera einkamál þeirra, sem valdir eru til að kenna hana, og þeir virðast álíta það hlutverk sitt helzt að út- breiða eigin skoðanir, því að engin skýr og ábyrg handleiðsla í bókarformi fyrirfinnst á íslenzku innan skólakerfisins, þar sem greint er frá þróuninni á hlutlægan hátt. Þegar ég fyrir nokkrum árum sagði frá danska málaranum Vilhelm Hammershöi (1864-1916) og vaxandi frægð hans á kennarastofu MHÍ, kom í ljós að fæstir kenn- ararnir þekktu til listar hans, nema þeir sem höfðu numið í Danmörku, og þá helzt nafn- ið og hvað þá nemendur skólans. Ég nefni þennan mann vegna þess, að hann er fulltrúi sérstaks norræns andblæs í myndlist, sem vakið hefur aðdáun og hrifn- ingu austan hafs og vestan, og það er Guð- mundur Thorsteinsson einnig, þótt þessir listamenn hafi verið gjörólíkir. Éinnig gleymdist Guðmundur aldrei á íslandi, en hins vegar Hammershöi um áratugi í sínu heimalandi. Þannig má ekki fara fyrir Mugg né öðrum gildum íslenzkum listamönnum liðinnar tíðar, að misvitrir fræðingar haldi þeim niðri með fálæti og áhugaleysi, og okkur ber skylda til að kynnast list hans og íslenzka myndlist almennt innan lands sem utan. Með hátækni nútímans höfum við hér meiri mögu- leika til að rækta þennan þátt á hlutlæga vísu en nokkru sinni fyrr. Og þess ber að geta hér, að nýútskrifaðir listsögufræðingar, er koma heim til starfa, þekkja sumir hveijir ákaflega lítið til íslenzkrar listar, enda hafa þeir numið fjar- læg fræði innan listasögunnar, en ekki par um íslenzka myndlist. Samt veljast þeir til að kenna íslenzka myndlistarsögu í skólum út á fræðititil sinn! Það má vera ljóst eftir þennan formála, að Listasafn íslands er að gera góða hluti með kynningum sem slíkum, þótt sýning- unni sé þröngur stakkur skorinn. Ástæða er til að minna á, að safnið á mikið af mynd- um eftir listamanninn, m.a. mikinn fjölda, sem náinn vinur og aðdáandi, málarinn og prófessorinn Elof Risebye, gaf því fyrir margt löngu, sem liggja yfirleitt í geymslum, svo sem mikið magn myndverka annarra gildra listamanna, sem fylla rekka og annað tilfallandi rými safnsins. Er það áleitið um- hugsunarefni, að ráðamenn þjóðarinnar skuli ekki hafa skilning á mikilvægi þess að hafa hluta þessara verka og fjölda annarra lista- manna uppihangandi allan ársins hring, en skammta íslenzkri list lúsarrými í þessu sýndarsafni sínu úr dýrum efnum, málmum og marmara. Hér erum við einmitt að auglýsa smæð okkar, minnimáttarkennd, andlega fátækt og vanrækslu um varðveizlu menningarauðs fortíðarinnar í ákafa okkar við að halda uppi velferðarkerfi á brauðfótum. Það er þannig með nokkrum fyrirvara, sem maður meðtekur slíkar framkvæmdir sem þessa sýningu, á einn veg gleðst máður en á annan veg gremst manni yfír fálæti, sem elju og dug íslenzkra myndlistarmanna á þessari öld er sýnt af hinu opinbera. Og þessi gremja á að fá útrás, vegna þess að við erum illa í stakk búnir, er innlend- ir sem erlendir vilja kynna sér íslenzka mynd- list á hlutlægan hátt með eigin rannsóknum. Verr en nokkur önnur sjálfstæð þjóð í Evr- ópu. — Það hefur verið ságt um Guðmund Thorsteinsson, að hann hafi verið ljúfiingur- inn í íslenzkri myndlist, og rétt er það, að list hans er líkust yndisgrænum angandi víðáttum blíðunnar. Fjölhæfni hans var við- brugðið og var hann hér langt á undan sínum samtíðarmönnum, sem flestir unnu einungis í hefðbundnum efnum, það á ekki einasta við efnistök hans heldur og einnig um tilfall- andi myndefni, en hér vann hann á mjög breiðu sviði og ekkert var honum óviðkom- andi. Hann teiknaði, málaði, klippti út, vann í blandaðri tækni, skar í tré, gerði brúður, saumaði út á ýmsan hátt, iðkaði jafnvel efn- isbútasaum og gott ef hann pijónaði ekki líka! Þá var hann gæddur ágætum leikhæfi- leikum, svo sem frægt er, og lék Ormar Örlygsson í danskri kvikmyndun Sögu Borg- arættarinnar. Hann fór víða og áhrifa gætir úr öllum áttum í myndum hans, jafnt norrænum sem suðrænum. Þá var hann af þeim akademíska Þrjú tröll. Blýantur og svartkrít, 1915. skóla, sem veitti mjög góða undirstöðu í grunnatriðum handverksins, hagnýttu menn sér á annað borð námið á fijóan hátt. Þann- ig hafði hann öðlazt þá skynrænu tilfinningu í línuna, sem einungis verður höndluð við mikla vinnusemi og elju. Það var svo hvers og eins að finna listiðkunum sínum farveg, er úr skóla kom, og það gat tekið mörg ár og útheimt mikil átök. Segja má að list og lífsferill Guðmundar hafi verið sem margskonar vend og ívaf, þar sem undirstaðan var réttleg fundin. Mikilsverðasti eiginleiki hans var þó, að myndheimur hans var sjálfvakinn og upplif- aður og var fullkomlega laus við allan tilbún- ing og tilgerð. Það er einmitt einhver mikils- verðasti áfangi, sem nokkur listamaður get- ur náð, hvort sem hann er skáld, leikari eða málari. Athafnir slíkra á listavettvangi eru sem náttúruuppspretta og öllu óháð nema sköpunargleðinni. Þessi náttúrulegi sköpunarkraftur kemur einnig fram í þeim myndverkum Guðmund- ar, sem bera mestan svip af því, að hér hefur verið leitað í smiðju annarra. Hann Mug

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.