Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1991, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1991, Qupperneq 11
7. SEPTEMBER 1991 TIL HÆGRIEÐA VINSTRI! IBILALEIGUBIL A BRETLANDI - Taktu bíl á Heathrow og skelltu þér út í vinstri handar um- ferð! Þannig hófst ratleikurinn út frá M25, hraðbrautinni um- hverfis London, sem Bretinn nefnir „stærsta bílastæði í heimi“ vegna umferðaröngþveitis á háannatíma (Bretinn léttir sér alltaf lífið með góðlátlegu gríni)! Ég kveið þessi lifandis ósköp fyrir, enda örvhent (eða öllu heldur jafnvíg á báðar hendur) - og hef alltaf átt í ótrúlegum erfiðleikum með að skynja hinn fræga mun á hægri og vinstri stefnu! Nú, einhver verður að lesa á kort fyrir mig. A sjálfsagt í nægum erfiðleikum með að halda mig réttu megin á veginum. Stefni því breskum ríkisborgara af íslensku kyni út á flugvöll sem reynist öruggur áttaviti við hlið mér í bílafrumskógi stórborgar- innar. Bílaleigurnar raða sér meðfram langborði við útgöngudyr. Bíl er tekinn hjá Hertz. - Gakktu eina hæð niður, yfir götuna þar sem bíllinn okkar bíður, segir 'af- greiðsludaman. Skutlbíllinn kem- ur á 5 mínútna fresti. Elskulegur bílstjóri skilar okkur inn í Hertz portið upp að splunkunýjum, breskum Ford. Kortið er dregið f'ram. - Hvað ökum við lengi eftir M25 áður en við beygjum út á A12? Klukkan er 4 svo að við náum að aka í klst. áður en umferðarþunginn eykst um kl. 5. - Snemma á morgnana, um hádegið og eftir vinnutíma er óráðlegt að stefna út á þessa umferðarþyngstu hrað- braut Bretlands. Við merkjum öll númer á hrað- brautum, þjóðvegum og tenging- um á milli hraðbrauta (junction) - gerum okkur grein fyrir hvert Víða fallegar sandvíkur í S- Englandi. við stefnum (Eastbound - West- bound) og skrifum allt samvisku- samlega niður á lítinn, gulan límmiða sem ég festi á mælaborð- ið. Undir stýri sýnist allt svo um- hent. Einkum gírstöngin. Ég stend mig að því, oftar en einu sinni, að sýna ósjálfráð viðbrögð með hægri hendi (maður er 'bund- inn í vélrænan vana)! - Miklu ör- uggara, ef þið stefnið í vinstri handar akstur að panta sjálfskipt- an bíl, þó það sé eitthvað dýrara. - Og það tekur þó nokkurn tíma að venjast að nota speglana „öfugu“ megin. Eins virðist vægi bílsins, „öfugu“ megin, furðulega mikið! Umferð reynist hæg á flugvall- arsvæðinu og kemur því ekki að sök þó að ég fari aðeins vitlaust í beygjumar! Reyni samt að fylgja bílstjórum á undan fast eftir. A M25 er umferðarhraði eins og gerist á hraðbrautum meginlands- ins. - Best er að halda sig á miðak- rein, en færa sig yfir ystu vinstri akrein rétt áður en beygt er út af. Á ystu hægri akrein er stöðug- ur framúrakstur. Og á ystu vinstri akrein getur maður skyndilega lokast inni á braut sem stefnir út af hraðbrautinni - lent á villi- götum. Úti á þjóðvegum koma merk- ingar ekki með eins miklum fyrir- vára og á meginlandinu. Maður þarf því að vera fljótur að hugsa! Hringtorgin reynast býsna erfið - fyrst - mörg með þreföldum ak- reinum og iðandi umferð. Ég tók það ráð að bíða aðeins lengur eft- ir að umferðin hreinsaði sig, fara síðan fremur hægt inn á og jafn- vel aka tvo hringi, ef ég var ekki viss um hvar aka ætti út af. Best að halda sig á miðju, þar sem 3 akreinar eru, nema ekið sé út á fyrstu hliðarbraut. - Fyllstu að- gátar er þörf við að halda sig á réttri akrein innan hringtorgsins og taka nógu aflíðandi ’beygju út af. Sveitavegir í Bretlandi eru víða býsna þröngir, umgirtir háum trjám og umferð strjál. Eins gott að gleyma ekki að halda sig réttu megin, þegar bíll birtist skyndi- lega eftir langan tíma! í miðbæj- um gömlu þorpanna mætast oft þröng öngstræti. Þá er aðalatriðið að muna að víkja fyrir umferð frá hægri. Ef óvíst er hver á réttinn, látið þá Bretana ráða, en þeir eru mjög tillitssamir í umferðinni. Ótrúlegt hvað maður er fljótur að aðlagast breyttum aðstæðum. Eftir þriggja daga akstur um sveitir Bretlands (jafnvel um út- hverfi Lundúna!) finnst mér ég vera fær í flestan sjó og myndi ekki hika við að taka aftur bíla- leigubíl i Bretlandi. En ég myndi taka lest út frá London. Breska sveitin er yndisleg og notalegt að flakka á milli litlu þorpanna þar sem andrúmsloftið er svo rólegt, að tíminn virðist standa í stað; setjast á þorpskrána eða breska tehúsið innan um „glamrandi te- bollana!" En þangað er erfitt að komast, nema á eigin bíl. - Fáið ykkur bækling yfír um- ferðarmerki hjá Umferðarráði. Og bókin „The Highway Code“ (fáan- leg í bílferjum og lögreglustöðv- um) sýnir breskar umferðarregl- ur. - Gleymið ekki ökuskírteininu heima! Oddný Sv. Björgvins Flýtið yður hægt og njótið fcrðarinnar. Dragið kortið fram, ef þið eruð ekki viss, Kastalaturnar og sveitasæla.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.