Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1991, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1991, Blaðsíða 5
MARÍA SKAGAN 1 ák. :■ :.'■■■>■■ Eftir að Kaninn kom: Bandarískur hervörður sprangar um í Marlborough Camp. Hnefaleikar á palli þar sem nú er Giljahverfi á Akureyri. yfir gamanmálum Hjalteyringa. Nýja set- uliðið var greinilega af öðru sauðahúsi en Bretarnir; sumum þótti breytingin vera til batnaðar og Bandaríkjamennirnir upplýst- ari, betur þjálfaðir og samstilltari en hinir bresku starfsbræður þeirra. Öðrum líkaði miður við skiptin, hin stilla hógværð, ljúf- mennska og kátína hefði vikið fyrir heimtufrekju og heimsmenningu. Bandaríka herstjórnin bætti litlu við þann herbúnað sem fyrir var á eyrinni. Á Thorvaldsensgrunninum lét hún setja upp heljarmikinn ljóskastara, sem snerist í sí- fellu sólarsinnis þegar skyggja tók og lýsti upp svartnættis myrkrið svo að jafnvel glansbirti yfir á Grenivík, að öðru leyti voru umsvif hennar lítil. Hermannaböll lögðust af á Hjalteyri við setuliðsskiptin, til þeirra hluta fóru gestirnir inn á Akur- eyri, en bíósýningar héldu áfram í stóra bragganum við Péturshús. Þegar banda- ríska herliðið kvaddi Hjalteyringa var kveðjustundin með þeim hætti að sómdi veraldarvönum heimsmönnum. Seinasta verk herforingjanna var nefnilega að ýta á hnappinn í Jónshúsi og sprengja tundur- duflalögnina er náði þvert yfir ijörðinn. Þegar ólguna hafði lægt á sjónum byijuðu litlir og stórir fiskar að fljóta upp á yfir- borðið og brátt varð sjórinn þakinn dauðum og deyjandi fiskum. í landi voru menn ekki seinir á sér að ýta bátunum fram, aflinn var auðtekinn. Ekki löngu síðar þóttust sjómenn kenna að aflabrögð hríð- versnuðu á firðinum og kenndu sprenging- unni miklu um. Fyrir utan Hjalteyri, á Arnarnesnöfum, var mikið fallbyssuhreiður. Þar var vörður dag og nótt og enginn fékk að koma ná- lægt ógnvekjandi byssukjöftunum. Það var ekki fyrr en setuliðið hvarf á braut að upp komst að fallbyssurnar hrikalegu voru ekki annað en haglega gerð timburverk. Það var hins vegar ekkert óraunverulegt við varðskýlið sem reis haustið 1940 í þjóð- vegarkantinum rétt fyrir sunnan Fagra- skóg. í herbúðinar, sem voru býggðar rétt hjá, fluttust tæplega 80 liðsmenn úr Hall- amshire Battalion of the York and Lanc- aster Regiment. Hlutverk þeirra var að fylgjast með umferð um veginn, stöðva bíla og ganga úr skugga um að enginn sem um hann færi hefði óhreint mjöl í pokahorninu. Áður en langt um leið voru börnin byijuð að leggja leið sína í herbúð- irnar við Fagraskóg, einkum þó piltarnir. Þar lærðu þeir að drekka te og fengu sælgæti sem var annars ekki á borðum Eyfirðinga nema kannski á jólum. Nokkru utar höfðu félagar Bretanna við Fagraskóg komið sér fyrir á Litla-Árskógssandi, í Norskahúsi við gömlu bryggjurnar. Þeir voru fáir og létu lítið að sér kveða. í Hrís- ey voru að staðaldri einn eða tveir setuliðs- menn úr flughernum, einn sjóliðsforingi og þrír til fjórir loftskeytamenn. Hlutverk þeirra var meðal annars að senda hættu- merki áleiðis inn á skrifstofu bæjarfóget- ans á Akureyri. „Air Raid Message Yellow” þýddi að óvinaflugvél var einhvers staðar á svæðinu en fjarlæg. Ef hún færðist nær þannig að búast mætti við henni yfir Akur- eyri fékk bæjarfógetinn símhringingu og ensk rödd gelti: „Air Raid Message Red” og síðan var tólið lagt á. Þegar hættan var liðin hjá fékk bæjarfógetinn enn eitt símkallið og tilkynningu um að hvíti litur- inn væri orðinn allsráðandi: „Air Raid Message White”. Menn gátu þá varpað öndinni léttar, hættan var liðin hjá. Þegar Bandaríkjamenn tóku við skyldum Breta í Eyjafirði var boðleiðinni breytt, í stað þess að láta skrifstofu bæjarfógeta vita um yfirvofandi hættu vár hringt í símstöð- ina en þar var vakt allan sólarhringinn og því engin hætta á að boðin kæmust ekki til viðtakenda. í Grófargili. Hinn nafntogaði Astar-Brandur stendur í dyrum kaupfélagsins, en Stefán alþingismaður frá Fagraskógi (í stígvélum og með hatt) að tala við vegfar- anda. Allha Turka (Tyrkneskur mars eftir Mozart) Allha Turka ómar mér í eyrum meðan ég opna jjósdyrnar og rek kýrnar norður tröðina og niður í móann. Allha Turka hve þær þramma riddaralega þótt braki íklaufum ogbeinum — og allt svo undursamlegt á þessum tæra vormorgni — bijóstið fullt af tónum, íjöll- um og bæjum í sólmóðuhilling. Eg þetta allt og miklu meira — ólýsanlegt. Nú er ég horfin og heima allt breytt. Samt ómar á ný Allha Turka úr útvarpinu og ég verð aftur fjórtán ára við fjósdyrnar heima. En við borðið standa hækjurnar mínar og bíða. Bíða og þegja. Draumur Aðfaranótt sumardagsins fyrsta stóð ég í grænni slægju á túninu heima. Þar voru faðir minn og móðir og systir og fleira fólk. Við slógum úr múgunum og hrífan mín svignaði í höndum mínum sem forðum án þess að brotna og ég án þess að hníga niður af sársauka og neyðast til að skríða heim í bæ og leggjast fyrir. Ég var heil og fann að líkami minn mundi aldrei framar brotna. Hvílík heiðríkja yfir mér, Hvílík heiðríkja yfir okkur öll- um. GUÐJÓN SVEINSSON Til minnis Gleymdu ekki að fara með bænir kvölds og morgna. Biddu fyrir landsfeðrunum og öðru farandverkafólki (og vitaskuld sjálfum þér) áður en þú kveikir á (afjruglaranum. Höfundur býr á Fáskrúðsfirði. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. DESEMBER 1991 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.