Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1991, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1991, Blaðsíða 9
undirstrikun, upplýstum stöfum eða á ann- an áberandi hátt að orðið „svo” kemur sjö sinnum fyrir í einni efnisgrein. Sömuleiðis hefði mátt benda á aðra galla í málfari og stíl og laga þá hvern af öðrum uns efnis- grejnin hefði talist frambærileg. Á þennan hátt er hægt að kenna nem- endum reiðinnar býsn um ritgerðasmíð áður en þeir setjast sjálfir við skriftir, koma þannig í veg fyrir að þeir falli í þær gryfj- ur, sem fjailað er um (a.m.k. ekki eins harkalega og ekki eins oft), og létta nær óbærilegu oki af kennurum. Ekki er þörf á að láta alla nemendur fara gegnum slíkt efni þótt flestir hefðu þeir eflaust nokkurt gagn af. Spurningalistinn minn er óðum að stytt- ast. Þó á ég enn eftir að minnast nokkrum orðum á málfræðikennslu í skólum. Ekki verður hjá því komist að gera miklar breyt- ingar á kennslu í beygingafræði og líklega auka hana. Ríður á að gera þessa kennslu sem skemmtilegasta svo að nemendur og kennarar hætti að hugsa um málfræði sem stagl. Námsefnið þarf að skipuleggja þannig að fyrst sé kennt að beygja algengustu orð málsins. Er ömurlegt til þess að vita að fjöldi fólks skuli ekki lengur treysta sér til að tala um ær og kýr - og lappir skuli vera á góðri leið með að útrýma fótum. úr orðaforða landsmanna. Eflaust væru hend- ur fyrir löngu orðnar að lúkum eða kruml- um ef menn gerðu sér grein fyrir því hversu fáir kunna að fallbeygja orðið hönd. (Margir sem telja sig kunna beyginguna nota þolfallsmyndina hönd líka í þágufalli, segja t.d. ranglega „með útréttri hönd”.) Með tölvutækni ætti að vera auðvelt að gera orðtíðnilista (frequency word lists) í rituðu máli. Seinlegra og viðkvæmara mál er að gera slíka könnun á töluðu máli. Erlendis hafa menn gegn þagnareiði feng- ið leyfi yfirvalda til að hlusta á símtöl fólks og kanna þannig tíðni orða í talmáli. í fámenninu hér á landi væri sú leið ekki fýsileg. Þó mætti án efa finna aðferð til tíðnikönnunar í talmáli sem menn gætu sætt sig við. Reyndar hafa nú þegar verið gerðar einhveijar rannsóknir á þessu sviði hérlendis sem ef til vill mætti styðjast við í byijun. Niðurstöður úr talningu algengustu orða ætti síðan að nota við gerð kennsluefnis. Algengustu orðin yrðu kennd fyrst og síð- an bætt við orðaforðann á hveiju ári. Markmiðið yrði að nemendur gætu notað þennan orðaforða á sem fjölbreyttastan hátt í ræðu og riti, fallorð í öllum föllum (og réttum föllum), lýsingarorð enn fremur í miðstigi og efsta stigi o.s.frv. I þessari kennslu þyrfti að gefa sér- stakan gaum að atriðum sem lítið var sinnt á árum áður, t.d. íslenskri orðaröð (sem nú er stundum undir sterkum áhrifum frá ensku) og notkun sagna í réttri tíð og hætti. Ótrúlega oft segjast nemendur mín- ir á framhaldsskólaaldri hreint ekki vera vera vissir um hvort fari betur að segja „Ég hélt að Finnur hefði verið lasinn í gær” eða „Ég hélt að Finnur hafi verið lasinn í gær” - svo að ekki sé nú minnst á „Ég veit ekki hvort þetta sé rétt” og „Ef þetta sé svona ...”. í enskum móðurmáls- kennslubókum er töluverðu púðri eytt í að æfa rétta notkun tíða svo að þetta er ekki séríslenskt vandamál. Ef til vill má þá fá góðar hugmyndir að kennsluaðferðum í engilsaxneskum bókum. Við val á kennsluefni í málfræði og setn- ingafræði þarf oft að hafa allt annað í huga en nýjustu rannsóknir í málvísindum. Mér finnst það alltaf bera vitni um sorg- lega þröngsýni þegar ég heyri íslensku- kennara segja sem svo: „Mig varðar ekk- ert um hvað þýskukennarinn (eða ensku- kennarinn) vill að krakkarnir kunni. Hann getur sjálfur séð um að kenna þau hugtök sem hann vill nota. Ég kenni það sem ég lærði að væri rétt.” Að Líta á Heildarþarfir Kennarar mega ekki láta eftir sér að hugsa svona. Auðvitað verður alltaf að líta á heildarþarfir nemandans fremur en kröf- ur einstakra greina. Og oft getur kennsla verið betri þegar kennsluefnið segir bara hálfan sannleikann eða gengur hreinlega í berhögg við nýjustu rannsóknir. Það er miklu skynsamlegra að kenna nemendum málfræði á þann hátt að kunn- áttan nýtist þeim í öðrum tungumálum. Ef ekki er gætt samræmis í málfræði- kennslu allra tungumála (íslenska er líka tungumál) og reynt eftir fremsta megni að nota hvarvetna sömu hugtök getur það valdið óbætanlegum misskilningi og ger- samlega óþörfum námserfiðleikum. Mikill tími fer til spillis ef hver tungumálakenn- ari þarf að kenna nemendum þau málfræði- hugtök sem notuð eru í „hans” kennslubók svo að maður tali nú ekki um ef þau stang- ast á við það sem þeir þurfa að læra í öðrum málum. Meðan verið er að kenna nemendum að þekkja frumlag er t.d. mikil stoð að segja þeim að frumlag sé alltaf í nefnifalli. Þeg- ar þeir hafa fengið góða tilfinningu fyrir því hvað sé frumlag er svo alveg óhætt að fara að tala um frumlag í aukafalli ef menn vilja. Það liggur hins vegar ekkeit á því fyrr en seinustu veturna í framhalds- skóla eða í háskóla - eða aldrei! Á sama hátt tefur það mjög fyrir nem- endum ef þeim er kennt að í íslensku séu aðeins tvær tíðir, nútíð og þátíð. í erlendu tuhgumálunum er hins vegar gert ráð fyr- ir fimm til sex tíðum í viðbót sem eiga sér fullkomna hliðstæðu í íslensku. Væri ólíkt þægilegra fyrir nemendur að fá fyrst að kynnast þessum tíðum í móðurmálinu og nota þá sömu nafngiftir og tíðkast í er- lendu málunum. Það nægir prýðilega að segja unglingum að tíðir í málfræði eigi sér ekki samsvörun í raunverulegu tíma- skyni fólks heldur séu þær málfræðileg hugtök. Seinna má kenna þeim að líta á núliðna tíð sem nútíð, lokið horf, og benda þeim á að „Ég er að lesa blaðið” sé ólokið horf. Annað dæmi: Þótt sýnt hafi verið fram á með góðum rökum að tilvísunarfornöfn í íslensku séu óbeygjanleg og ættu í raun að teljast til samtenginga hjálpar það ís- lenskum unglingum mjög við nám í erlend- um málum, t.d. þýsku, að hafa lært að þekkja fall tilvísunarfornafna í íslensku upp á gamla mátann - og það þótt þau fallbeyg- ist alls ekki! Þess vegna er engin ástæða til annars en létta tungumálakennurum - en þó aðallega nemendum - lífið með því að fara í þetta atriði jafnhliða annarri fall- greiningu enda eykur það málleikni í ís- lensku og stuðlar sennilega að rökhugsun. Flestir sem kynnast málmyndunarfræði Chomskys heillast af þeim aukna málskiln- ingi sem hún veitir. Aðferðir málmyndunar- fræðinnar virðast nú orðið einkum í því fólgnar að setja fram reglur um gerð setn- inga og prófa síðan, hvort reglurnar stand- ist, með því að hafa hálfgerð endaskipti á setningunum og fulhnúa þær á ýmsa lund aftir ákveðnum reglum. Dæmi 1: 1 *Skemmtilegir þrír málfræðingar komu í partíið. 2 Þessir þrír málfræðingar komu í partíið. 3 *Svona þrír málfræðingar komu í partíið. Dæmi 2: 1 ?Á morgun munu [gefa Halldóri bibl- íu] nokkrir stúdentar í veislunni. 2 ?í veislunni munu [gefa Halldóri bibl- íu] nokkrir stúdentar á morgun. 3 Það munu [gefa Halldóri biblíu] nokkrir stúdentar í veislunni á morg- un. (Úr Setningafræði eftir Höskuld Þráins- son, mars 1990.) Auðvitað er góðra gjalda vert að vilja miðla ungum nemendum af þessum fræð- um sem allra fyrst. Trúlega er þó hagstæð- ara að bíða með þá umfjöllun uns niáltil- finning ungmenna stendur á sæmilega traustum fótum. Hentar framhaldsskóla- nemendum enda betur að læra málfræði j sem þeir geta einnig notað við tungumála- nám sitt en geyma Chomsky og arftaka j hans fram yfir stúdentspróf og helst vel J það. j HVAÐ ÆTLIÞAÐ MUNDI KOSTA? „Og hvað ætli það mundi nú kosta að gera þetta allt sem konan er að tala um?” i spyr nú eflaust einhver. Ekki treysti ég j mér til að svara því með krónutölu enda ekki heiglum hent að gera kostnaðaráætl- i anir sem standast svo sem alþjóð veit. En rétt er að taka fram á nýjan leik að hér I er um eilífðarverkefni að ræða, ekki j skammtíma„átak” og er ég þeirrar skoðun- < ar að óþarfi sé að byija á verkefni sem ' þessu með einhveijum látum. Affarasælla væri að fá einn fram- j kvæmdastjóra sem sæi um viðfangsefnið, réði skrifstofufólk til aðstoðar og hefði samráð við þá aðila sem með þyrfti hveiju sinni. Síst af öllu ætti að skipa enn eina fjölmenna nefnd sem sæti á stöðugum fundum og afkastaði litlu eða engu. Ég hef þurft að sitja marga fundi á langri ævi og reynsla mín af þeim samkundum er sú að einu fundirnir, sem beri umtals- verðan árangur, séu fámennir vinnufundir þriggja til fjögurra aðila eða jafnvel tveggja manna tal. Útgáfu kennslubóka og uppflettirita mætti bjóða út þannig að hún yrði öll í höndum einkaaðila. Menningarstofnanir, sem láta sig íslenska tungu skipta (mér dettur í hug llið íslenska bókmenntafé- lag), gætu ef til vill lagt hönd á plóginn, t.d. við þá málfarskönnun sem ég lýsti stuttlega og hlyti að vera fyrsta skref til endurskipulagningar móðurmálskennslu. Vísindasjóður mundi eflaust styrkja það framtak. Sjálfsagt mætti finna ýmis ráð til að afla fjár ef ríkið treysti sér ekki til að kosta nýskipan móðurmálskennslu að öllu leyti. Ekki þyrfti að reisa marmarahallir með harðviðarinnréttingum yfir þá starf- semi sem ég hef í huga. Menn ættu líka að hafa hugfast að það gæti orðið ís- lenskri þjóð dýrkeypt að láta áfram reka á reiðanum í málræktarefnum. Afleiðingum þess þarf ég ekki að lýsa, svo oft og Ijálg- lega sem því hefur verið haldið á loft í hátíðarræðum fyrirmanna. Á undanförnum áratug hafa nokkrir ís- lenskukennarar við Háskóla íslands marg- lýst því yfir að þeir vilji ekki vera „mállög- reglumenn” eins og þeir kalla það. Þeir vilja ekki „vera settir yfir landslýð til að segja honum hvernig hann eigi að tala” (Kristján Árnason). Eiríkur Rögnvaldsson segir í Skímu, 1985: „Það ætti að vera ljóst af framan- sögðu að ég vil ekki hafa neinn dómstól sem geti dæmt eitt rétt en annað rangt. Þegar spurt er hvort tiltekið atriði sé rétt eða rangt vil ég ekki svara því beint. Ég vil geta frætt fyrirspyijanda um sem flest sem máli skiptir í þessu sambandi, s.s. hvað sé elst, hvað sé útbreiddast, hvaða atriði séu hliðstæð í málinu o.s.frv.; sem sagt, gefa fyrirspyijanda sem flestar for- sendur til að byggja sitt eigið val eða dóm á.” Já, vilji íslenskukennara Háskólans er öllum ljós. Og auðvitað hafa þeir fullan rétt til að segja ég vil, ég vil, ég vil. En það þarf líka að huga að því sem aðrir kunna að vilja. Hvað ætli íslenskukennarar neðan háskólastigs vilji? Hvað ætli foreldr- ar vilji? Hvað skyldi „landslýður” vilja? Háskólakennurunum verður tíðrætt um að boð og bönn leiði til málótta, já, meira að segja til málfarslegrar stéttaskiptingar. Ætli það sé ekki nær sanni að málótti manna stafi fyrst og fremst af þeim hringl- andahætti og stefnuleysi sem ríkt hefur í málfarsefnum? Ætli hræðslan stafi ekki einkum af því að hvergi er hægt að leita sér upplýsinga um hvað bestu málnotendur telja gott, rétt eða fagurt mál? Einangraðir í Grúski Sínu Hvernig skyldi kennsla verða hjá þeim nýútskrifuðu íslenskufræðingum sem stöð- ugt hafa heyrt lærifeður sína hamra á því að það sé „algert aukaatriði t.d. hvort sagt er mér eða mig langar, hitta lækniiin eða læknirinn, vera eins og pabbi hans eða sinn, tala við hvorn annan eða hvor við annan, hjá livorumtveggju eða hjá báðum, kýr eða kú (Eiríkur Rögnvaldsson í Skímu)'! Hvað er það þá sem skiptir máli í augum LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. DESEMBER 1991 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.