Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1992, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1992, Síða 6
Vel heppnaður samruni tveggja ólíkra stíltegunda átti sér stað þegar William Van Alen teiknaði Chrysler-bygginguna í New York rétt fyrir 1930. Hér er módernism- inn kominn á fullt skrið, en efsti hluti byggingarinnar, sem endar í mjóum turni, er hinsvegar eftir nótum Art Deco-stefnunnar, sem var skylt fyrirbæri og Jugendstíll og Art Nouveau. ndstaðan gegn hinu rómantíska viðhorfi Art nouveau þróaðist í Vínarborg og Darmstadt í Þýzkalandi, þar sem Olbricht teiknaði sinn fræga „Brúðkaupsturn.“ Aðstoðarmaður Olbrichts var Peter Be- Hinum rómantíska Art Nouveau-stíl varð ekki langra lífdaga auðið. Tími hans var liðinn um 1910 og þá fara ekki sízt austurrísksir arkitektar að gera tilraunir, sem eru undanfari módernisma. Steinsteypuöldin gengur í garð. IIHLUTI hrens, sem upphaflega var listmálari, en sneri sér að arkitektúr. Arið 1901 teiknaði hann eigið íbúðarhús, sem byggt var í Darmstadt og oft er tekið sem dæmi um viss vegamót í byggingarlistinni um alda- mótin (sjá mynd í 1. hluta, 15. febrúar sl.) Behrens-húsið er með stíleinkenni úr Ait nouveau, en þarna er líka kominn virð- ulegur einfaldleiki, sem rekja má til áhrifa frá Vínarborg. Margir hafa fyrir misskilning álitið að módernisminn, sem gerði allt pijál útlægt, hafi átt uppruna sinn í Bauhaus-hreyfing- unni uppúr 1920. Sá uppruni er eldri og miklu frekar frá arkitektunum í Vínar- borg, Otto Wagner, Josef Hoffmann og Adolf Loos. Wagner hafði þegar árið 1894 lofsungið flöt þök, skrautleysi, hreina fleti og stálbita. Stoelet-höllin frá árunúm '1905-11 er talin meistarastykki Hoff- manns og af henni má sjá, að öll áhrif frá hinum sveigðu línum Art nouveau eru lið- in tíð. Öllu frægara er þó Steiner-húsið eftir Adolfs Loos frá árinu 1910; eitt fyrsta íbúðarhúsið, sem byggt var úr járnbentri steinsteypu. Þar er gefinn sá tónn, sem síðan átti eftir að heyrast víða: Flatt þak og alveg slétt ytra byrði. Hátt þak og þakskegg, sem framar flestu öðru hafði sett svip á hús af þessu tagi, er afnumið með öllu. Þessi nýi svipur - eða svipleysi - barst víða um lönd, m.a. til íslands. En það er eftirtektarvert, að í sjálfu upphafs- landinu, Austurríki, hefur myndarlegt þak- skegg verið megineinkenni og er svo enn. Hér erum við komin að þeim tímamót- um, sem notkun steinsteypunnar veldur. Hinar mikilfenglegu byggingar Rómveija í fornöld voru m.a. reistar á þekkingu þeirra á þessari tækni, sem virðist hafa horfið á miðöldum og ekki uppgövuð að nýju fyrr en á 18. öid. Og það er fyrst um 1830, að steinsteyptir veggir eru not- aðir sem uppistaða bygginga. Tilraunir til að nota saman stál og steinsteypu fóru fram í Frakklandi og í Ameríku á síðustu öld og á Heimssýningunni í París árið 1900 var sérstaklega sýnt, hvað gera má með steinsteypu. Um líkt leyti, eða aðeins seinna, er Frank Lloyd Wright kominn á fullt með að nota steinsteypu, til dæmis í kirkju únítara í Oak Park í Illinois árið 1906. Sú bygging er talin hafa haft sögu- lega þýðingu í arkitektúr. Frank Lloyd Wright: Kirkja únítara í Oak park í Illinois, 1906. Hér er Wright búinn að uppgötva möguleika steinsteypunnar og stíllinn er einkennandi fyrir margar byggingar hans. Fáein atriði um þróun byggingar- listar síðustu 100 árin Upphaf módernisma Adolf Loos: Steiner-húsið í Vínarborg. Eitt fyrsta íhúðarhús, sem byggt var úr steinsteypu. Gerrit Rietveld: Schröder-húsið í Utrecht í Hollandi, 1924. Dæmigert fyrir de Stijl-stefnuna, þar sem beinar línur og hreinir fletir voru allsráðandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.