Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1992, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1992, Page 8
* I auga óreiðunnar Bókmenntir og bókstafstrú Flest þekkjum við söguna af Ólafí Kárasyni og fyrstu bókinni hans: Bókin var komin í ruslið en samt tókst honum að nálgast hana án þess að fóstra hans vissi ... „og stakk henni inn á sig og geymdi hana á brjósti sér skamt frá hjartanu". Hann vissi ekki hvað bókin hét eða hvað í henni stóð en hann var viss um að þetta væri góð ,bók. Við nærfataskiptin eftir veturinn komst leyndarmálið upp. Bókin fór í eldinn. „Þá fór hann að gráta. Það var sú harma- kvöl sem hann mundi fyrst. Hann var viss um að svona sárt hefði hann ekki grátið síð- an hann var sendur burt frá móður sinni í poka, á vetrardegi, áður en hann mundi eft- ir sér. Að vísu hafði hann aldrei skilið bók- ina, en það gerði ekkert til, það sem máli skipti var hitt, að þetta var leyndarmál hans og draumur og athvarf. í einu orði sagt: Það var bókin hans. Hann grét eins og börn gráta því aðeins að þau verði fyrir ranglæti af þeim sem eru meiri máttar, sá er sárastur grátur á jörðu. Svona fór um bókina hans, hún var tekin af honum og brend. Hann stóð eftir nakinn og bókarlaus á sumardaginn fyrsta." Leyndarmál, draumur og athvarf. í Heims- Ijósi Halldórs Laxness stendur nær allt sem hægt er að segja um skáldskap og bækur; þá töfraveröld sem bókin er baminu, fegurð- ina sem streymir um sálina. Þetta er heimur sem hvorki er skáldlegur né fagur. Þó leiðir dularkraftur skáldskaparins og fegurðarinn- ar drenginn áfram. Þrátt fyrir viðvaranir . fóstru sinnar dregst hann að bókum og skáld- skap. „Hann stalst til að krota með prikinu sínu í moldarflög eða á snjó, en þetta var honum bannað, og sagt hann skrifaði sig til skratt- ans. Svo hann varð að skrifa á sál sína. Kamarilla húsfreya var hatursmaður bók- mennta. Þegar tók að bera á óeðlilegri laung- un drengsins til að grúska í bókstöfum, þá sagði hún honum til vamaðar söguna af G. Grímssyni Grunnvíkingi. Hann skrifaði sig til ekki Guðmund Grímsson eins og annað fólk, heldur skammstafaði sig og bínefndi til að líkjast höfðingjunum. Það var voðaleg saga. G. Grímsson Grunnvíkingur var skáld- mennisræfill og skrifaði hundrað bækur. Hann var vondur maður. Þegar hann var úngur þá vildi hann ekki giftast, heldur eign- aðist þijátíu börn. Hann hataði fólk og skrif- aði um það. Hann hafði skrifað fjölda bóka um saklaust fólk sem aldrei hafði gert honum mein. Enginn vildi hafa samneyti við slíkan mann, nema ljótar kellingar sem hann hafði dæmt á sig í elli sinni. Menn fá í elli sinni það sem þeir dæma á sig. Svona er að hugsa um bækur.“ En viðvaranir fóstmnnar hafa öfug áhrif á drenginn. Hin „uppbyggjandi dæmisaga" hrífur hann „sem leynileg vísbending um eitt- hvað forboðið og heillandi". Hann er heillað- ur af G. Grímssyni Gunnvíkingi og sér sjálf- an sig í ljósi hans. „Hann ákvað að kalla sig Ó. Kárason Ljósvíking." Og síðar í sögunni segir hann um skáldskapinn: „Það er nú einu sinni svo, að það er miklu erfiðara að vera skáld og yrkja um heiminn en vera maður og lifa í heiminum. Þið kjótl- ið gijóti fyrir smánarkaup og hafið misst lífs- björgina ykkar í hendur þjófum, en skáldið er tilfinning heimsins, og það e_r í skáldinu sem allir aðrir menn eiga bágt. Úr hrosshófs bölvuðum heiminum herra draga nagla smá stendur í gömlum sálmi. Skáldið er kvikan í þessum hrosshófi og það er ekki einstakt happ, hvorki hækkað kaup né betri veiði, sem getur læknað skáldið af sársaukanum, ekk- ert nema betri heimur. Þann dag sem heimurinn er orðinn góður hættir skáldið að fínna til, en fyr ekki. En um leið hættir hann líka að vera skáld.“ II Það hlýtur að vera til marks um vonsku heimsins að enn er til nóg af skáldum, að minnsta kosti útgefnum bókum sem titla sig skáldverk: eða eru höfundar nútímans aðeins leifar fomrar illsku og því hjáróma rödd í þessum heimi bestum allra heima? Á því leikur enginn vafi: efnisleg gæði em undirstaða blómlegs menningarlífs. Eigi að síður birtast hin andlegu verðmæti oft ský- rast í ljósi fátæktarinnar, að minnsta kosti í sögum. í Heimsljósi þrá varnarlaus drengsaugun fegurð. Orðin byltast í sálinni og þorstanum er ekki slökkt nema við bók þar sem draum- ar rætast og dimmir afkimar verða athvarf. Bækur, bækur, hve stórkostleg er ekki sú veröld sem verður til um leið og augun fljóta á milli bókstafanna, þegar þú spinnur heilan heim og það á nákvæmlega sama hátt og margir aðrir? En talandi um fátækt og vamarlausa drengi, sem eiga bágt: má ekki segja að nú á tímum standi hinar fátæku þjóðir einsog lítill og varnarlaus drengur andspænis ríku þjóðunum? Þær eru einsog tökubarn. Raski þær ró hinna ríku er ekki nema sjálfsagt að fletta þær klæðum og kasta hugsjónum þeirra á eldinn. Bækur, bækur, til hvers em allar þessar bækur? Nægir mönnum ekki að hafa bara eina bók, „bókina þar sem allt stendur sem þörf er á að skrifa," einsog húsfreyjan í Heimsljósi segir? Flestir heimshiutar eiga sína bók, sín trú- arrit og sínar sagnir. í þeim skilningi eiga íslendingar heilan bókaflokk. Og enn mæta okkur þversagnir, því þó að eflaust hafi aldrei verið skrifaðar jafn margar bækur og ná á tímum á bókin í vök að veijast. Sumir halda jafnvel að hún muni hverfa. Þá hlýtur það að teljast merkilegt, að á sama tíma og aldrei hafa verið skrifaðar jafn margar bækur sækja bókstafstrúarmenn í sig veðrið; en þeim nægir einmitt ein bók, hið eina og sanna rit. Samt lifum við á menningarlegum gróskutímum. Orsakir þessara gróskutíma eru margvíslegar: auknar andlegar samgöng- ur, sjálfstæðisbarátta þjóða, ótti við gereyð- ingu og fleira. I þeim skilningi hefur skáldskapurinn aldr- Almenningur á Vesturlöndum sá húfuklædda hermenn alþýðulýðveldanna ganga gæsagang um hús sín. Blöð og tímarit nærðust á sögum um regnhlífar sem skutu eiturörvum, skrúfblýanta með innbyggðum myndavélum og öðrum merkilegum uppgötvunum sem leiðtogar framtíðarinnar hleyptu af stokkunum. En svona vildu menn hafa það. Á hinu gagnkvæma hatri nærðist samstaðan og vopnakapphlaupið í skjóli þess. Eftir EINAR MÁ GUÐMUNDSSON „Þetta hlutverk skáldskaparins, að varðveita andann og miðla „skaplyndi mannanna“ er okk- ur hollt að hafa í huga nú á tímum tæknihyggju og fjölmiðla, þegar andinn klæðist skikkju staðreynd- anna og sjálf söng- gyðjan birtist sem hlutlaus frétta- skrýrandi.“ Teikning eftir Al- freð Flóka, 1979.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.