Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1992, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1992, Blaðsíða 10
Foreldrar greinarhöfundarins. „Faðir minn var harðstjóri heima fyrir og við óttuðumst hann“. Greinarhöfundurinn sex ára gamall í matrósafötum. Með honum á myndinni er yngri bróðirinn Hans. ..GóOan dag, má tala við ydur?“ . „Við kaupum ekkert,“ segir maðurinn nokkuð hranalega. „Ég er ekki að selja neitt,“ segi ég kurteislega, „mig langar til að fá að líta svolítið í kring um mig. Sjáið þér til, ég fæddist í þessari íbúð fyrir 75 árum. Dokt- or Briickner, faðir minn, var borgardýra- læknir hér.“ Mér er bent að koma inn fyrir. Maðurinn drattast fram hjá mér, brettir upp ermarnar á blárri skyrtunni og við það sést í hörundsflúr, sem er merki með hamri og sigð. Hvað er orðið úr embættisbústaðnum? 011 herbergi eru sóðaleg og þeim er illa við haldið. Það er daunn af káli og kúmeni. Til hægri við ganginn er enn eldhúsið, þar sem þjónustustúlkan okkar frá Alten- burg starfaði. Síðan kemur svefnherberg- ið, þá dagstofan, þaðan sem faðir minn fleygði „óætinu“ út um gluggann, ef hon- um líkaði maturinn ekki. Ef pabbi var kenndur, greip hann til veiðibyssunnar og hélt skotæfingar sínar á gripalóðinni. Við það urðum við krakkamir dauðhræddir og skriðum undir sófann með lillalituðu áklæðinu. Hér úthellti mamma óteljandi tárum. Það voru hinar fíngerðu ástartil- finningar, sem bundu mig móður minni. Og tæki hún málstað minn, varð hún fyr- ir skapduttlungum föður míns. í dyrnar, sem lágu inn í dagstofuna, hefur verið múrað. Í hinum herbergjunum, sem voru barna-, húsbónda- og gestaherbergi sem og borðstofa og betri stofa, búa nú tvær aðrar fjölskyldur. Ekkert baðherbergi er til afnota. Eftir 40 ára sósíalíska stjórn er nú kom- in lýðræðisleg þýsk eining. Það munu enn líða 40 ár, þangað til nýju sambandslöndin í austur hafa kastað af sér gömlu slöngu- húðinni. Minnisstæðar Bernsku- MINNINGAR Niðursokkinn í bernskuminningar ek ég eftir Kitscherstræti á jámbrautarupp- hækkuninni og beygi inn í Austurstræti. Járnsteypusmiðjan þar hefur eyðilagst. Bakaríið, sem var í einkaeign og stóð við hornið á Kitscherstræti og Austurstræti (Oststrasse), er lokað. Öll húsin eru í mik- illi niðurníðslu, alls staðar molnar úr múr- verki. í nærri hálfa öld hafa húsin hvorki verið pússuð né máluð. Því sem næst hver einasta eign var í eigu ríkisins. Maður lagði ekki neinn óþarfa á sig fyrir ríkið, aðeins ef þrýstingur kom að ofan. Ibúðarhúsum í einkaeign er haldið vel við og eru með fallegan garð. Efnið varð eigandinn sér úti um á svarta markaðnum eða að hægt var að stinga einhvetju úr ríkiseign undan og láta það í skiptum fyrir viðgerðarefni. í Austurstræti bjuggu að mestu leyti verkamann í jámsteypusmiðjunni. Faðir minn kallaði þá „rauðliðana". Mér var stranglega bannað að leika mér þar. Ég var með fremur stutt hár og sléttgreitt og laumaðist aftur og aftur í fínu matrósa- fötunum til félaganna úr bekknum mínum í barnaskólanum. Þar sátu lélegu nemend- urnir, „hringhöfðárnir“, fyrir framan kenn- araborðið. Góðu nemendumir sátu aftan til í stofunni. I bekknum vom 35 nemend- ur og ég var við borð númer sex. Þegar ég var 10 ára gamall og hafði staðist inntökupróf í latínuskólann, slitnaði upp úr bemskuvináttunni. Faðir minn var stór og mikill vexti, nokkurs konar „minnisvarði um tímabil Vilhjálms keisara". Hjálparhella okkar, hann Illing, nauðrakaði pabba í framan á hveijum degi og sömuleiðis skallann á honum. Faðir minn var hreykinn af örun- um, sem hann hafði fengið í einvígi með sverð á stúdentsárunum. Örin staðfestu, að hér var um mann að ræða, sem vissi hvað hann vildi, og það hafði sérstök áhrif á konur. Ekki það, sem er fallegt, er tíska, heldur er það tíska, sem er fallegt. Faðir minn var harðstjóri heima fyrir og við óttuðumst hann. Þar eð ég var elzta barn föður míns, fékk ég að kenna á því. Ráðningar hans mótuðu líf mitt á afger- andi hátt. Suaviter in modo, fortiter in re, (mjúkur í háttum, harður í raun) var lífs- regla föður míns. Dag einn hafði þungt og mikið kynbóta- naut rifíð sig laust á gripalóðinni. Óttasleg- ið náði fólkið í föður minn. Doktor Briickn- er gekk óhikað og óttalaus á móti nautinu og skaut það milli augnanna, svo að það hné dautt niður. Viðstaddir æptu af fögn- uði. Ég var hreykinn af föður mínum. Við fórum með Brúarfossi til Hamborgar oghéldum þaðan til að heimsækja ættland mitt, Saxland. Fólkið stendur við bílinn. „ÍS, eruðþérfrá ísrael?“ „Nei, við erum frá íslandi. “ „Nú, þá eruð þer ekki gyðingur?“ „Ekki mér vitanlega. “ Við læknisskoðun í skólanum okkar var lögð megináherzla á að rannsaka beinkröm ög berkla. Vegna hafnbanns sigurvegar- anna í fyrri heimsstyijöldinni urðu Þjóð- veijar að líða skort og afleiðingamar komu sérstaklega fram hjá bömum. Skólaoptikerinn lét mig fá gleraugu. Gleraugun voru með vírumgjörð og með þau fyrir augun gat ég varla gengið. Mér fannst ég svífa yfir jörðinni. Þegar ég kom heim, tók faðir minn mig í gegn, reif gler- augun af mér og öskraði: „Sonur minn er engin ugla!“ Svo er viðbrögðum föður míns fyrir að þakka, að allt til elliára hef ég aldrei lagt í að nota gleraugu. Það var venja á haustin að halda skot- hátíð á almenningnum við Pleisse og ég fékk að vera viðstaddur. Þar hitti ég Kra- mer, sem var með 6 fíngur á hvorri hönd og 6 tær á hvorum fæti. Hann átti heima í Austurstræti. „Komdu, Kramer, ég ætla að bjóða þér í róluna." „Æ, nei, Helmut, gefðu mér heldur pylsu, ég er svangur,“ sagði Kramer. Aldrei áður hafði ég borðað hrossakjöts- pylsu, sem mér fannst góð á bragðið. Við kvöldverðarborðið í Kitscherstræti var ég ekkert að ráði svangur, en sagði frá góðverki mínu. Pabbi sleppti sér. - Mamma grét. „Hvernig geturðu lagt þérf til munns pylsu frá þessum jálkaslátrara?“ öskraði faðir minn. „Hrossakjöt er bara fyrir rauðliðana," sagði hann og hann greip til vandarins — og til mín. Síðan býður mér við hrossakjöti. Þar sem faðir minn var borgardýralæknir vissi hann fullvel að Miiller slátrari í Crimmitsc- hau fékk aðeins til neyðarslátrunar jálka sem voru að drepast úr elli eða sjúk vinnu- hross. í bekknum mínum sat hún Friede (Fríða) Krause fyrir framan mig. Skrifpúlt nem- enda voru farin að láta á sjá. Fremst á hveiju þeirra var gróf, sem blekbytta var í. Síðir lokkar Friðu hengu svo fagurlega yfir blekbyttunni, að ég gat ekki setið á mér að dýfa endunum í hana. Blettir komu á kjólinn. Fyrir vikið varð ég að dúsa í þijá tíma í gluggalausri refskikopmunni, sem var svo þröng, að ég varð að standa upp á endann allan tímann. Pabbi varð að kaupa nýjan kjól handa Friðu. Lesandinn getur varla ímyndað sér hvað ég var að taka út fyrir þetta óknytti mitt. Hýðingin sem ég fékk leiddi til þess að ég gat ekki setið í marga daga á eftir og dagblað sem ég setti á afturendann hjálp- aði ekki til. Við krakkarnir vorum alltaf viðstaddir þegar sirkus-tjaldinu var slegið upp á skot- svæðinu og þegar dýrin komu út úr vögnunum á járnbrautarstöðinni. Eg minnist þess vel, þegar einn mann- anna gaf mér súkkulaði, fór með mig inn í sirkustjaldið og stakk nöktum fætinum á mér í buxurnar sínar. Þessi sirkusmaður var síðan eftirlýstur vegna kynferðislegs misferils og ég varð að gefa lögreglunni skýrslu, þótt ég skildi ekki þá, um hvað málið snerist. Krakkamir í Austurstræti leiddu mig seinna í allan sannleikann: Einfalt fólk er nær náttúrunni. Heima hjá mér var aldrei talað um svona nokkuð. í Austurstræti stríddum við stelpunum, fórum í sjónleiki, stúlknarán o.s.frv. Vive la petite différence! (Lifí litli munurinn!) Fyrsta skipti sem ég sá nakta stúlku var þegar ég steig á lík stúlku, sem hafði drukknað í barnasundlauginni. Við lífgun- artilraunirnar hafði hún að hluta til verið færð úr fötum. Foreldrar vinar míns, Hans Schubachs, áttu sögunarverksmiðju. Hann sat við hlið- ina á mér í bekk númer sjö. Við krakkarn- ir lékum okkur innan um viðarstaflana og földum okkur í safnturni fyrir sag. Dag einn kom Hans með Idu, 15 ára gamla frændsystur sína. Allir krakkarnir sögðu: „Nú leikum við mann og konu.“ Ida ákvað: „Helmut, þú er maðurinn minn.“ Hún opnaði buxnaklaufina á mér, lagð- ist á mig og dillaði sér fram og aftur. Ég var henni til lítillar ánægju, enda ekki nema átta ára og of lítill fyrir svona leik. Allir krakkarnir hlógu að mér. Þessi saga hafði sínar afleiðingar í Kitcherstræti 10. Svarti loðfrakkinn minn var fullur af sagi og þjónustustúlkan okk- ar kvartaði undan því við föður minn, að ég hefði óhreinkað fataskápinn með sag- inu. Ég fékk að finna fyrir refsingunni og ímyndaði mér að föður minn hefði grunað atburðinn með Idu, og það hafði lengi sálrænar afleiðingar fyrir mig. LOKAORÐ Ári seinna lézt faðir minn úr hjarta- slagi, aðeins 51 árs að aldri. Reqauiescat in pace! (Hvíl í friði!) Utfararathöfnin bar vott um hið mikla álit, sem faðir minn naut meðal íbúa í Crimmitschau, vegna bjartsýni sinnar og fyrirmyndar atorkusemi. Mér varð ljóst, að faðir minn hafði haft miklar mætur á mér og vildi mér aðeins hið bezta. Eftir lát föður míns fannst mér ég oft sjá hann stóran og stæðilegan fyrir fram- an mig. Hann kinkaði blíðlega kolli til mín, af því að hann var ánægður með mig. Þannig varð ferð mín á bernskuslóðir til þess að ég uppgötvaði föður minn. Viðburðirnir eru skráðir í bók lífs míns. Ég hef alltaf ánægju af því að fletta upp í henni. Minningarnar eru sælureitur, sem ekki verður tekinn frá okkur. Höfundur er fyrrverandi héraðsdýralæknir og býr á Hellu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.