Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1992, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1992, Side 3
H [öj jL iö; ® [m) g E S ia [g di D ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Kruger garðurinn í Suður-Afríku er einstæð náttúrupara- dís og ekkert smá flæmi, 60 km á breidd og 300 km á lengd. Margrét Margeirsdóttir var þar á ferð og segir frá þessu konungsríki ljónsins, þar sem menn ferðast um í búrum, en dýrin ganga laus, gíraffar, fílar, nashyrningar, antilópur, tígrisdýr og ljón. Geysir á að sofa svefninum langa samkvæmt nýrri ákvörðun og nú verður ekki lengur leyft að fram- kalla gos með sápu. Um þá spurningu, hvort Geysir eigi að gjósa, skrifa tveir jarðfræðingar og höfundar bókar um íslenzka hveri; Björn Hró- arsson og Sigurður Sveinn Jónsson. Forsídan Hverinn Strokkur við Geysi gýs af sjálfsdáðum, en aðrir hverir þar gera þaðekki. Myndinatók Sigurður Sveinn Jónsson, jarðfræðingur, og er hún birt í tilefni umfjöllunar um þá spurningu, hvort Geysir eigi að gjósa. Lífsstm gljátímaritanna sprettur upp sem lausn á vandan- um. Eðlukynja eróbík-konur sem svala kynþörf sinni eins og hungri á skyndibitastað, segir Þor- steinn Antonssson í þriðju og síðustu grein sinni um konur og kvennabaráttu. JÓHANNES ÚR KÖTLUM Heyannir Að vera bóndi - ó, guð minn góður! í grænu fanginu á sinni móður og finna ljós hennar leika um sig og lyfta sálinni á hærra stig! Og bónda hitnar í hjartans inni við helgan ilminn frá töðu sinni, og stráin skína í skeggi hans sem skáldleg gleði hins fyrsta manns. Og litlir englar með litla hrífu við ljámýs eltast og hampa fífu, en mamma hleypur á hólinn út með hvíta svuntu og skýluklút. Og sumardagarnir faðma fjöllin og fljúga niður á þerrivöllinn, og stíga syngjandi sólskinsdans við sveittan bóndann og konu hans. Jóhannes (Jónasson) úr Köllum, f. 1899, d. 1972, var Dalamaður að uppruna, en bjó síðar bæði í Hveragerði og Reykjavík. Hann hóf fer- il sinn í anda nýrómantíkur og orti Ijóðræn kvæði um náttúru, tilfinn- ingamál og jafnframt birtist hjá honum einlæg samúð með þeim sem minna mega sin. B B KOMDU OG BLESSAÐUR Gamlar og góðar venjur og hefðir eins og kveðjur og ávörp, þegar menn heilsast eða kveðjast virðast eiga í vök að veijast á þessum síðustu og verstu tímurn. Menn gera hvaðeina sem þeim kemur í hug til þess að vera frumlegir eða öðruvísi en fólk er flest. Margir virðast telja það flokkast undir eigin sniðugheit að ávarpa menn eða kasta á þá kveðju með einhveijum uppskrúfuðum og ónáttúrlegum hætti. Kveðjur eins og: „Komdu sæll/sæl“, „Komdu blessað- ur/blessuð“, „Komdu sæll/sæl og blessað- ur/blessuð“, „Sæll/sæl“, „Blessaður/bless- uð“, „Vertu sæll/sæl“, „Vertu blessað- ur/blessuð“, „Vertu sæll/sæl og blessað- ur/blessuð“ virðast hreinlega heyra undir þann hluta orðaforða margra sem kallast óvirkur. Það er eins og mönnum þyki það hallærislegt eða púkalegt að heilsa og kveðja að gömlum og góðum íslenskum sið. „Halló“ og „bless“ eru kveðjur sem fyrir löngu eru búnar að vinna sér fastan sess í talmáli okkar Islendinga og hef ég ekkert við það að athuga. Enska ávarpið „hi“ sem við stafsetjum einfaldlega „hæ“ virðist einn- ig komið til að vera, sömuleiðis enska kveðj- an „bye“ em við stafsetjum bara „bæ“. Ekki einu sinni það fer svo mjög í taugarn- ar á mér, að það sé mér efni í Rabb til að röfla og rausa yfir. Kveðjurnar og ávörpin sem mér þykja bókstaflega óþolandi eru annarrar og verri gerðar í mínum huga. Það eru þessi yfirgengilega hlýlegu ávörp, þegar þau eiga alls ekki við. Þar á ég við þegar nánast bláókunnugir menn og konur taka sér í munn ávörp eins og: „Halló, ástin mín“, „Sæl, krúttið mitt“, „Komdu sæl, augasteinninn rninn", „Hvað segirðu, hjarta- gullið mitt?“, „Hvernig hefur þú það, engla- bossinn minn?“ „Elsku ástarengillinn minn“ og önnur smjaðursávörp þar fram eftir göt- um. Ekki tekur betra við, þegar íslenskunni sleppir og menn slá um sig á öðrum tungu- málum, svo sem ensku, frönsku og ítölsku, sem virðist vera að komast í tísku núna í ávarpaflórunni. Hvernig geta menn, sem ávarpa við- mælendur sína, sem þeir þekkja lítið sem ekkert persónulega, ætlast til þess að vera teknir alvarlega, um leið og þeir hafa upp- hafið sjálfa sig á kostnað viðmælendanna með svona ávarpi? Ef þeir tala svona við ókunnuga, hvernig tala þeir þá við þá sem eru þeim raunverulega kærir? Er þessi of- notkun á kærleiksríkum orðum í ávarps- formi ekki vísasti vegurinn til þess að orðin fögru verði innihalds- og merkingarlaus? Ég hef oft hugleitt hver viðbrögð ákveð- inna karla í ábyrgðarstöðum, sem með ofan- greindum hætti tala niður til viðmælenda sinna, yrðu ef þeim væri svarað í sömu tón- tegund, með þeirra eigin orðaforða. Þá gætu fyrstu svör orðið eitthvað á þennan veg: „Ég hef það fínt, fagri sveinn", „Bless- aður, litli ástarengillinn minn“, „Hvernig hefur uppáhalds krúttið mitt það?“ eða „Hvað segir prins drauma minna í dag?“ Sennilega yrðu blessaðir karlarnir alveg hvumsa við að vera settir „paa plads“ með þessum hætti, og þá væri bara eftir að kóróna árangurinn með því að stijúka þeim góðmannlega yfir bringuna misbreiðu, eða kúlumagann, eða ef maður vildi nú ganga endanlega fram af þeim, að klípa þá létt í annan þjóhnappinn. Hvernig litist ykkur á það? Konur sem viðmælendur hafa annan hátt á þegar um óeðlileg ávörp og kveðjur er að ræða. Þar.r nota það gjarnan ef þær vilja gera lítið úr viðmælenda sínum að brosa yfirlætislega og bæta síðan orðum eins og „vina“, „væna“ eða „ljúfan“ aftan við svar sitt. Raunar er þessi tegund af hroka alveg jafnóþolandi og hin gerðin, en það er þó mun auðveldara að bregðast við henni — afar áhrifaríkt er að beita nákvæmlega sömu aðferð: setja upp hrokabrosið „góða“, koma svo með viðbótarspurningu og klykkja út með samskonar vinu-, vænu- eða ljúfu- ávarpi. Þannig er nánast gulltryggt að fram- tíðarávörpin verða innan eðlilegra marka. Þó að flest þessara „ástríku“ ávarpa hafi komið í hug mér þegar ég hugleiddi sam- skipti mín við ákveðna karlmenn í ábyrgðar- stöðum í þjóðfélaginu, þá eru innihaldslausu kveðjurnar síður en svo bundnar við þann þjóðfélagshóp einan. Þær glymja í eyrum okkar á síbyljuútvarpsstöðvunum frá morgni til kvölds án þess að nokkur fái rönd við reist. Sumir stjórnendur útvarpsþátta ávarpa gesti sína og þá sem hringja inn í þætti á svo smjaðurslega hlýlegan hátt, að það getur ekki flokkast undir neitt annað en hreina og klára væmni. Símhringjendur sem hringja inn í sömu þætti, og þar eru miðaldra og eldri konur alveg sér á báti, eru svo ástríkir í ávörpum sínum við umsjón- armenn svokallaðra símaþátta að oft mætti halda að þar væri móðir að ræða við son sinn, sem hún hvorki hefði heyrt né séð í langan tíma: „Elsku drengurinn minn“, „Elsku vinur minn“, „Hjartans vinur minn“, „Elskan mín“ og „Gullið mitt“ eru dagleg ávörp á síbyljustöðvunum. Hvernig skyldi svo raunverulegum elskum þessara kvenna, sonum þeirra, eiginmönnum og öðrum ást- vinum finnast að vera bara komin á bekk með einhverri líkamslausri útvarpsrödd, 5 hjartastað konunnar sem ástríka ávarpið framreiddi? Kannski skiptir þetta þá engu máli, því ofnotkun konunnar á elskulegheitanna ávörpunum hefur líklega fyrir margt löngu drepið alla merkingu orðanna í hugum þeirra sem á hafa þurft að hlýða í gegnum árin. Mér finnst þetta allt mikill skaði og stuðla að því að tunga okkar verði fátækari og flatari. Jafnframt því sem ég er þess full- viss að ávörp sem þessi ýta undir yfírborðs- og sýndarmennsku í þjóðfélagi, þar sem fyrir er nægur skammtur af hvorutveggja. AGNES BRAGADÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. JÚLl' 1992 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.